Fjallkonan


Fjallkonan - 19.08.1899, Side 4

Fjallkonan - 19.08.1899, Side 4
144 FJALLKONAN. XV, 32. fyrir því sem ónauðsynlegra væri. Og þetta er rétt skoðað, því fyrst verður jafnan að fullnægja brýnuBtu lífsþörfum; því næst getur hitt, sem er til þæginda og ánægju í lífinu, komið til greina. Það mundi ekki þykja skynsamlegt fyrir pilt, sem ætlaði að læra skósmíði eða trésmíði, að eyða hálfum námsirunum til latíuu eða grísku náms, sem þó getur verið ment- andi í sjálfu sér, en gagnslaust fyrir mann í þeirri stöðu. Einmitt af því, að þessi skoðun er orðin svo rík hér hjá almenningi, að stúlkurnar þurfi öðru fremur að læra matreið3lu og hentuga og sparsama meðferð á allskonar mat, og þrifnað bæði við hann og í allri umgengni, þá hugðu margir gott til hússtjórnarskól- ans, og þar á meðal ýmsir af þiugmönnum sjálfum. Styrkur sá sem skólinn fékk varð líka til þess, að hann gat komist á fót og haldið áfram þessi tvö ár, þrátt fyrir hrakspár ýmsra og bölbænir. Því hér fór sem oftar, að þegar á að stofua eitthvað nýtt, þá koma menn úr öllum áttum raeð spádóma og at- hugasemdir og útásetningar. Fyrir duguað forgöngu- konunnar og góðvild einstakra manna gat þó skólinn fengið sér nauðsynleg áhöld. En húsnæði var ekki að fá í öðrum stað enu í Iðnaðarmannahúsinu, sem þó er dýrt, og að sumu leyti mjög óhentugt, þó sá staður hafi á hinn bóginn ýmsa nauðsynlega kosti. Eg held, að hússtjórnarskólinn hafi fullkomlega gert það gagn, sem með allri sanngirni varð til ætl- ast í byrjun af félausri stofuun. Og því harðara og ósanngjarnara er það, að taka af honum allan styrk- inn og þannig drepa þenna vísi, sem öllum kom saman um, að þörf var á og gæti staðið án mikilla fjárframlaga af almenningsfé, ef vel væri að farið. Auðvitað hafa heyrst ýmsar mótbárur gegn þessu. Skólinn ætti að geta staðið á eigin fótum, eins og hvert annað matarsöluhús hér í bænum o. s. frv. En þess er að gæta, að örfáir byrja á að hafa mat- söluhús án þess að minsta kosti &ð eiga áður ein- hver búsáhöld, og í öðru lagi getur ágóðinn geng- ið til tekna og viðurhalds fyrir þann sem selur þannig fæði, en skólinn þarf að launa einni eða flair- um kenslukonum. Menn svara þvi að skólinn þurfi ekki að kaupa vinnuna; nemendurnir borgi með sér og vinni ókeypis. Það er satt, enn það er sitt hvað að kenna, eða láta vinnukonur gera vandaminstu verkiu, enn geta svo sjálfur frátafarlaust gengið að hinum störfun- um, sem nú þarf skóla til að kenna og stúlkurnar einmitt vilja læra. Til þess þarf æfða konu, sem þarf að standa hjá og sjá um alt, þó það heiti svo, að stúlkurnar geri verkin sjálfar. Ef ekki þyrfti umsjón með stúlkunum eða hjálpar við það sem þær gera, þá þyrftu þær ekki tilsagnar með. Ymsir hafa fundið það að skólanum, að stúlkurnar þyrftu að gefa svo mikið með sér, af þyí þær gerðu bvo mikið. Hér í bænum hefir það þó verið venjulegt, að stúlkur hafa gefið eina krónu með sér um daginn, þegar þær hafa komið sér fyrir til að læra matreiðslu, og hafa færri fengið það enn vildu, enda hafa þær þá líka orðið að vinna eitthvað, sem eðlilegt er, því annars mundu þær ekki læra mikið. í Noregi, þar sem alþýðuskólar og alþýðumentun þykir nú komin i bezt horf, er langmest áherzla lögð á kenslu í „húslegri ökonomi". Hússtjórnar- skólar og skólaeldhús eru þar í hverri sveit, og lagt mikið til þeirra af opinberu fé. Skólaeldhúsin eru mjög víða í sambandi við barna- skólana, og verða stúlkubörn að taka þátt í kensl- unni í þeim vissa tíma á viku frá þvi þær eru 10 ára, og þykir það gefast mjög vel. Nemendurnir á hússtjórnarskólunum borga með sér 15 kr. um mán- uðinn, enn þeir fá 30 kr. styrk um mánuðinn, af ýmsu opinberu fé, svo meðgjöfiu með hverjum er 45 kr. um mánuðinn, og verða þær þó að taka þátt í öllum verkum, bæði gripahirðingu, garðrækt og fl. Það mætti segja, að hústjórnarskólinn hérna hefði ekki farið í þessa átt; hann hefði að eins verið mat- reiðsluskóli og því vildi þingið ekki styrkja haun. Eau það er nú ekki svo lítilsvert atriði, að kunna að búa til góðan mat og fara vel og hreinlega með hann og bora hann snoturlega fram. Það hafa stjórnir aunara landa álitið fyrsta skilyrði fyrir góðu heim- ilislífi, og fyrsta skilyrði til að halda mönnum frá veitingahúsum og svalli. Því einmitt til þess að koma í veg fyrir það, stofnaði stjórnin í Belgíu hús- stjórnarskólana eða matreiðsluskólana, sem síðan hafa verið teknir til fyrirmyndar hér á Norðurlöndum og víðar. Hún hefir í verkinu viðurkent, að máltækið væri satt, sem segir: „Yegurinn til hjarta mannsins liggur gegnum magann“ ! Og það er líka eðlilegt, að þreyttum og svöngum mönnum hugnist betur heimili, þar sem alt er þokkalegt og góður matur á borðum, enn þar sem alt gengur á tréfótum, matur- inn lélegur, og ætíð eins, konan óhrein og krakkarn- ir rifin og táin, skælandi og hrínandi af sulti og illri hirðingu. Ef nú þingið vildi gefa gætur að þessu, og ekki taka tillit til, hvað einstakir menn segja skólanum til lasts, annaðhvort af vanþekkingu, öfund eða samkeppni, og sjálft kynti sér þetta mál, - þá ber eg syo gott traust til hygginda þess og framsýni, að það sjái að það er einmitt í þessa átt sem kvenuaskólar vorir eiga að ganga. En til þess þurfa þeir að breytast að öllu formi og fyrirkomulagi. En það er jafn- an hægn að laga hlutinn, þó einhver smíðalýti séu á honum, heldur enn að finna i fyrstu heppilegasta lagið á honum. Hússtjórnarskólinn þyrfti að breytast og geta kent meira, sem við kemur heimilisstjórninni enn nú, og það gæci hann ef hann fengi meira fé, gott húsrúm og nóga kenslukraíta, sem fylgdu tíman- um og þektu þarfir og vandkvæði alþýðunnar í þeirn efnum. Enn til að bæta úr þessu er ekki vissasti vegur- inn að kæfa þenna litla hússtjórnarskólavísi, heldur að hiúa að honum. Það væri mun óhægra að koma nýjum skóla á fót í þessa stefnu, ef þessi skóli væri látinn deyja út af fyrir iéleysi, heldur enn að styrkja hann lítillega áfram, og laga hann smámsaman og breyta honum i þá átt, sem hentast þætti og heilla- vænlegast, og það vonum við, sem trúum að þetta sé eitt af merkustu íramtíðarmálum okkar, að þingið muni gera, að dæmi Norðmanna, sem nú veita úr ríkissjóði 30000 kr. á ári tii slíkra skóla, auk þess

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.