Fjallkonan - 19.08.1899, Blaðsíða 2
142
FJALLKONAN.
XVI, 32.
þitt. Það lítur þá miklu betr út — og svo skal ég
sjá um það fyrir þig“. — „Sjá um túnið mitt“?
segir kerling, „æ talaðu um þetta við drengina mína“.
Hann Kristinn verður glaður við þetta, hugsar sem
svo, „ja, ef þetta miljóna gersemi verður lagt að
gerðinu okkar, þá kemur hingað fallegt og meira
háttar fólk — þá verður gaman að lifa. Yið verð-
um að fá honum þessar krónur, sem við eigum í
sparisjóðunum og ölmusukassanum, þá fáum við að
tala við drotninguna af Bretlandi, keisarann í Kína
og keisarann á Rússlandi. Fáðu mér !ykiiinn“. —
„Hann Grímur hefir lykilinn“. — Eun Grímur er
ekki á því að láta peningana, heldur það sé þýðing-
arlítið, að spjalla við þessa útlendu höfðingja, sem
fyrirlíta okkur, og að það væri ráði nær, að kaupa
ýmsa búshluti, góðan hamar og grjótpál, og lappa
svo sjálfir upp á gerðið sitt, heldur enn að fleygja
fé sínu til þeirra, sem ekki mundu skila því aftur,
enn greiða ómildum mönnum braut að garði.------------
Það hefir verið sagt, að ritsímaleysið væri íslend-
ingam til minkunar, væri skrælingjalegt. Enn væri
það ekki enn skrælingjaiegra, að láta útlenda auð-
kýfinga blekkja sig. Indíánar og Hottentottar hafa
málþræði um Iönd sín, og eru þó hvorki efnaðir né
mentaðir. Meðmælendur ritsímans hafa sagt, að hann
létti viðskiftí við útlönd, tilkynti markaðsverð, Bnn
útlendir menn þykjast ekki þurfa helztu vörur ís-
lands — nema fiskinn sem stendur — og svo fer
fyrir íslendingum þangað til þeir geta sjálfir fram-
leitt það, sem útlendir menn þarfnast, enn geta ekki
sjálfir framleitt eins bæglega.-----
Þá er sagt, að þráðurinn sé mjög þarfur vegna
veðurfræðinnar. — Og það er hann, enn einkum fyr-
ir útlönd. íslandi sjálfu væri meiri þörf á þræði
þvert yfir iaudið og kringum strendur þess; þá gæB
menn vitað einu dægri fyrir fram, eða að minsta
kosti nokkurum stundum, þegar norðangarður æðir
yfir eyna. Enn útlendar þjóðir, sem eiga svo þús-
undum skipa nemur í förum í norður-Atlantshafinu,
og missa um 500 skip á ári stærri og smærri, þær
þjóðir, sem taka svo tugum miijóna kr. nemur af
fiski úr hafinu við ísland á hverju ári, — þær geta
staðið sig við að kosta fréttaþráð til íslands.
Enn ísland, sem er svo öldum skiftir á eftir stór-
þjóðunum i öllum iðuaði og búnaði — því landbún-
aðurinn er lakari enn í fornöld, og fjárrækt íslands
getur ekki kept við stórbúnað Ameriku og Ástralíu,
enn fiskveiðarnar eru í hershöndum — ísland þarf
eitthvað annað fremur enn fréttaþráð. Menn lifa
ekki á fréttum fremur enn bókviti, nema þá örfáir
blaðamenn. Mena þarfnast fyrst fæðis, klæða og
skýlis, og þess verða menn að afla sér með þvi að
byggja nPP innlenda atvinnuvegi og viðskifti, — og
þjóðlega menning, sem geri þjóðina færa um að verja
tilveru sína og halda sínu æviverki áfram, þrátt
fyrir samkeppni og áreitni útlendinga. Það er fyrsta
sporið að efla atvinnuvegi og þekking, og heldur forð-
ast enn auka aðkomu útlendinga, þar til íslendingar
hafa reist svo við og lappað svo upp á gerðið sitt,
að aðkomumenn traðki ekki alt í sundur. íslandi
er nú, ef nokkuru sinni, þörf á að geyma þess fjár,
sem það á, og verja því að eins fyrir það, er eflir
fjármuni landsmanna.
Enn vilji ekki alþingi hafna boði stórsímafélagsins
norræna, og alþýða ekki missa af þessu gersemi, úr
því búið er að æra íiöngun hennar, — þá er að í-
liuga, hvað mikið þráður til Orkneyja þarf að kosta
ísland. Þeirri spurning hefir stórsímafélagið svarað
þannig, að ísland verði að borga því nær 40 þús.
kr. í 20 ár.
Enn samkvæmt bréfi er stórsimafélagið Siemens
Brothers hefir ritað mér, upp á fyrirspurn mína um
þetta efni, þarf sæsími milli Orkneyja og íslands
ekki að kosta yfir 2J/4—28/4 milj. kr., þótt þráðurinn
sé látinn koma við í Færeyjum.
Jafnmikla upphæð ætla nú ísleudingar að borga á
fáeinum áratugum til fréttaþráðar.
Væri þá ekki skynsamlegra, að íslendingar keyptu
sjálfir fréttaþráð fyrir þetta fé ásamt Færeyingum,
sem mundu geta lagt fram talsvert fé til þess, ættu
þráðinn sjálfir og réðu honum að öllu leyti?
„Norræna félagið“ gerir það ekki af tómum brjóst-
gæðum að leggja þráðinn; það ætlar sér að hafa dá-
lítinn hag af fyrirtækinu. Það býst við að stórþjóð-
irnar, Bretar, 'Frakkar, Ameríkumenn og Norðmenn
muni leggja ríflega fé til fyrirtækisins, til að spara
nokkurra milj. kr. skiptapa, og auka fiskafla sina
og hvalaveiðarnar við ísland. Fyrir veðurfræðina
hafa oft verið lagðir símar til eyðieyja, þar sem síð-
ur er fallið til veðurathugana enn á íslandi. Eins
og áður er sagt farast um 500 skip að meðaltali á
ári í norður-Atlantshafinu (J/4 hluti af öllum skipum
sera farast; M. Radou: Météorologie, Paris). Ef
veðursagnir frá íslandi gætu orðið til þess að skip-
taparnir minkuðu um V^,, þá spöruðu stórþjóðirnar
nokkurar miljónir króna á ári, meira fé enn frétta-
þráðurinn til íslands kostar, þó þær kostuðu hann
að öllu leyti.
Hafsíminn er í þarfir stórþjóðanna, enn ekki ís-
lands, og eftir hlutfalii verziunar ágóðans ætti ís-
land ekki að greiða neitt til hans. Enn þá er að
lita á hagsmunina við fiskveiðarnar. Fiskveiðar út-
lendinga við ísland munu vera í samanburði við
veiði íslendinga sjálfra eins og 50 á móti 1. FlotP
Frakka hefir verið um 240 skip, og aflinn að meðal-
taii 50 þús. af fiski á hvert, sem hver er 4 pd. að þyngd
að meðaltali. Það er alls um 48 miljóa pd. af fiski,
sem sá fioti tekur frá íslandi á ári, enn fiskurinn
selst hér í París á l1/^ franka pundið að meðaltali,
svo að hlutur þessa flota er 48—50 milj. franka
virði. Og Ameríkumenn og Englendingar munu ekki
langt á eftir, svo að afli þessara þriggja þjóða við
ísland mun að líkindum ekki minni enn 100 miljón
kr. virði. Enn afli íslendinga, þessara 20 þúsunda
sem iifa á fiskveiðum, er að líkindum ekki mikið
yfir 2 milj. króna.
Þannig ætti þá útlendingar, eftir ágóða þeirra af
fiskveiðunum, að leggja 50 sinnum meira enn ís-
lendingar tii fréttaþráðarins.
Annars þurfa íslendingar ekkert að leggja fram;
þráðurinn verður lagður nógu snemma, þó við biðjum
ékki.