Fjallkonan - 19.08.1899, Blaðsíða 3
19. ágúst 1899.
FJALLKONAN.
143
Þá er að athuga, hvernig íslendingar gæti varið
efnum sinum betur, enn að fleygja út miljónum til
fréttaþráðar, sem þeir eiga ekki.
Hvað er það, sem ísland gæti gert þarfara með
fé sitt enn að styrkja ritsimalagninguna?
Það er margt. Það er ekki eitt, enn margt, sem
ísland þarfnast fremur enn ritsíma.
Eg held að ísland gæti, með því fé, sem það heflr
undir höndnm, búið svo búi sínu, að það yrði á 30
árrnn efnalega frjálst.
ísland þarf jarðyrkjuvélar til að rækta holtin,
fiskiflota til að keppa við útlendinga, ýmsar vinnu-
vélar, kaupskip, strandvarnarbát og fjölfræðaskóla,
betri vegi, innanlands málþráði, iðnaðarstofnanir,
landvörn. Fyrst er fæði og klæði, og síðan mentun;
fyrst þarf maðurinn að geta lifað svo, að hann eigi
fyrir sál að sjá. Það heimtar nytsama vinnu. Það
er því fyrst, að útvega vinnuhjálp og verkvélar.
Hvernig geta ísleudingar það?
Þjóðin á nú eitthvað nálægt 1 milj. í sjóði og
tekjur og gjöld standast hér um bil á. Um % m^Í-
króna gengur til kennimanna og annara embættis-
manna og skóla. Laun þeirra sýnast ekki of há,
enn þau eru full-þungbær, og ekki ætti að þurfa að
fjölga þeim embættum, er hafa sálna-umsjón og skatt-
heimtur á hendi, né heldur minka laun embættis-
manna. Enn þar á mót gæti landsmenn aukið tekj-
ur landsins árlega, svo hundruðum þúsunda króna
næmi, með því að spara sér ýmsan óþarfa, svo sem
vínföng og tóbak, sem næmi 200 þús. kr. á ári. Ef
j&fnmiklu fé væri varið Iandinu til gagns, þá mætti
t. d. nota að eins helming þess á ári, enn Ieggja
hitt á vöxtu. Fyrir þenna helming (100,000) getur
ísland keypt fyrstu tíu árin:
Tíu fiskiskip hvert á 25,000 kr.........kr. 260,000
Gufuskip á stærð við „Vesta“ ...... — 200,000
Jarðyrkjuáhöld, gufuplðga og steinbrjðta . . . 100,000
ítafmagnaáhöld handa Reykjavík og Akureyri . . 100,000
Fjölfræðaskóla með 5 kennurum og verkstofum . 225,000
Málþræði yfir land og vita..............— 100,000
kr. 975,000
Þetta er hægt að gera með einni miljón og það
getur ísland lagt fram.
Og á næstu tíu árum gæti ísland varið til jarð-
yrkju og sjávarútvegs x/e miIj-> til málmvinnusmiðja
og verkvéla til samgangna og málþráða l/6, til
fjölfræða skóla og mentunar railj., til landvarnar
við helztu hafnir */« milj-
Á þriðja áratuginum mætti enn verja % milj. til
búnaðar og iðnaðar og hinu til samgangna, skóla
o. s. frv.
Þannig gæti ísland á 30 árum lagt grundvöllinn
til sjálfstjórnar og velgengni með að eins 100,000
kr. framlagi á ári. Hinar 100 þús., sem á vöxtum
lægi, væri þá orðnar 58/4—63/5 milj. (með 5—6°/0
vöxtum). Með þeim tekjum, sem ísland hefir nú, ætti
það að geta haft í sjóði að 30 árum liðnum um 10
milj. króna. Þá mætti taka svo sem hálfa eða heila
miljón til að stofna íslenzkt-færeyskt-orkneyskt félag,
er legði og œtti ritsíma milli þessara eyja, ef stór-
þjóðirnar væri þá ekki búnar að leggja hann, né
þráðlaus fjarritun komin svo langt, að henni yrði
komið við jafnvel milli þessara Ianda.
Þá fyrst gæti ísland reist sjálfseignarbú, er það
hefði svo mikið fé í höndum, búið sér sjálft í hendur
það sem þarf til að sækja sjóinn, rækta jörðina,
koma upp iðnaðinum, notað sjálft alla auðlegð sínal<1)
Einn liður fjárlaganna.
Flestum er kunnugt, að á hverju þingári koma
bænarskrár og fjárbeiðslur úr öllum áttum til þings-
in8 til allra skapaðra hluta. Lesendur Fjállkonunn-
ar gátu í sumar séð lítið sýnishorn af þessum bænum.
Það er auðvitað ekki vandalaust fyrir þingið, að
vinsa úr þær bænir og þá menn eða stofnanir, sem
þörf er á að styrkja, eða líkindi eru til að hafi veru-
legt gagn af styrknum bæði fyrir sjálfa sig og þó
einkum fyrir þjóðfélagið í heild sinni, en þó má ætl-
ast til, að þingið ætti að geta farið nokkuð nær
um það enn aðrir, þar sem þar eru menn
saman komnir úr öllum héruðum landsins, menn, sem
bæði ættu að vera og sjálfsagt oftast era einhverir
færustu og beztu mennirnir í hverju héraði, og því
ættu menn að geta treyst því, að þeir væru bæði
kunnugri mönnum, staðháttum og ástandi landsmanna
yfir höfuð enn aðrir, og við þær styrkveitingar væri
aðeins litið á hagsmuni almennings, enn ekki á álit
annara eða undirróður með eða móti einstökum
mönnum eða stofnunum.
Enn þegar aðgætt er nefndarálit fjárlaganefndar-
innar í sumar, þá mun mörgum finnast kynlegt, að
styrkurinn til hússtjórnarskólans er alveg feldur
burtu. Hér var þó ekki um stórfé að ræða, þar sem
voru að eins 1000 kr. á ári Auk þess var líka
talsverður munur á að veita engan styrk, eða veita
alveg eins og um var beðið. Þessi tvö ár, sem skól-
inn hefir staðið, hafa þó sannað það, að engin vand-
ræði hafa orðið með að éta matinn, sem búinn hefir
verið til á skólanum, eins og þingmenn kviðu mest
fyrir. Og skólinn hefir verið vel sóttur oftast nær,
af stúlkum víðsvegar af landinu, og þær hafa þrátt
fyrir langtum of stutta veru á skólanum viðurkent,
að þær hafi haft mjög mikið gagn af skólaverunni.
Eftir þvi sem heyra má í ritum og ræðum, eru
margir orðnir leiðir á bóknáms og hannyrða káki
kvenna og vildu heldur að mentun þeirra væri
praktiskari og verklegri, eða lægi nær því, sem verð-
ur oftast aðalhlutverk þeirra seinna á æfinni. Menn
eru farnir að finna til þess, að mentunin verður að
gera bæði karla og konur færari í þá stöðu, sem
mest líkindi eru til að þeir verði í; annars er hún
óþörf og verri enn ekkert, eyðir bara tíma og pen-
ingum. Því hefir verið mótmælt ýmsum bóklegum
námsgreinum í kvennaskólanum sem óþörfum, t, d.
landafræði og dönsku, og sömuleiðis fínni hannyrð-
unum. Ekki af því, að ekki væri í sjálfu sér bæði
gagn og gaman að slíku námi, heldur vegna þess,
að ef fátæk stúlka gæti að eins fengið örstuttan
námstíma, þá hlyti það alira nauðsynlegasta að sitja
Bréfið er frá hr. Pr. B. Anderson, 50 rue M&zarine, Paris.