Fjallkonan - 19.08.1899, Blaðsíða 6
146
F J ALLKONAN.
XVI, 32.
regltigerð bankansárlegaerákveðinvarasjóði, renna
óskert í landsjóð.
2. Að hlutaféð sé ákveðið 6 miljónir króna, i stað
6 miljóna í frumvarpinu, og hafi íslendingar rétt
til að skrifa sig fyrir alt að 3 miljónum króna,
en útlendingar fyrir því sem á vantar.
3. Að bankinn taki að sér útborgun á skuldum
landsbankans og innköilun á útistandandi skuld-
um hans, svo og að innleysa seðla hans gegu á-
byrgð landssjóðs, og að varasjóður landbankans
og aðrar ekuldlausar eignir hans renni í landssjóð.
4. Að varnarþing bankans sé í Reykjavík og aðal-
skrifstofa.
5. Að baukinn taki að sér veðdeild landbankans,
ef hún verður sett á fót, með sömu skyldum og
réttindum, sem iandsbankinn kann að hafa.
6. Að svo sé ákveðið, að landssjóður hafi, þegar
iiðin eru 40 ár frá stofnun íslandsbanka, rétt til
að innieysa öll hlutabréf bankans með gangverði
þeirra, eftir því sem honum þykir henta.
Aftur á móti tjáðu þeir sig ófúsa að ganga að því,
að svo væri ákveðið í frumvarpinu, að aðalfundir
bankaráðsins væru haldnir annarsstaðar enn í Kaup-
mannahöfn, nema sérstakar ástæður væru til, enn
tjáðu sig hins vegar fúsa að ganga að því, að svo
væri ákveðið, að bankaráðinu væri í sjálfsvald sett,
hvar þeir skyldu haldnir.
Nefndin hefir gert breytingar við frumvarpið
samkvæmt þessu, og ennfremur hefir hún lagt
það til, að landssjóður íslands gerist hluthafi í bank-
anum og leggi fram alt að 2 milj. króna. Þetta á-
kvæði hefir nefndin sett til þess, að vissa verði fyrir
því, að stofnfé bankans verði að sem mestum hlut
innlend eign. Nefndin gerir svo ráð fyrir, að aðrir
innleadir hluthafar leggi til 1 miljón af hlutafé
bankans. Þær 2 miljónir, sem þá eru eftir, leggja
hinir útlendu hluthafar til, þ. e. 2/6 af öllu hlutafénu.
Eunfremur hefir nefndin sett það ákvæði inn í
frumvarpið, að aðalfundir bankaráðsins skuli haldnir
í Reykjavík, nema þegar nauðsyn þætti til bera, að
þeir væru haldnir annarsstaðar.
Að þessu síðasta atriði hafa forgöngumenn tjáð sig
ófúsa að ganga. Enn líkindi eru þó til, að það eitt
verði ekki málinu að falli.
Fjárlðgin. Fjárlaganefndin í efri deild hefir nú
látið upp álit sitt. Fer nefndin fram á að lækka
til muna ýmsar fjárveitingar, enn fella sumar burtu,
t. d. lækka styrkinn tii búnaðarfélaga um 2000 kr.
og styrkinn til búnaðarfélags íslands úr 8000 kr.
niður í 6000 kr., fella burtu styrkinn til gróðrartil-
rauna, lækka styrkinn til flutningabrautanna um
5000 kr. hvort árið og fjárveitinguna til þjóðvega
um 10,000 kr. fyrra árið, enn fella burtu styrkinn
til að bæta innsigling og skipalægi á Stokkseyri,
lækka námsstyrkinn til lærisveina lærða skólans um
500 kr. hvort árið, enn vill hækka dálítið atyrkinn
til stýrimannaskólans. Þá ræður og nefndin til að
fella alveg burtu ýmsar einstakar fjárveitingar t. d.
til Boga Melsteð, Jóns Jónssonar sagnfræðings, Helga
Jónssonar cand. mag., Halldórs Lárussonar og leik- |
félags Reykjavíkur. Fjórum spánýjum fjárveitingum
vilí nefndin hins vegar bæta við 200 kr. til að-
stoðarmensku við forngripasafnið, 200 kr. tii Ólafs
Rósenkrans tíl að kenna ókeypis leikfimi, 1200 kr.
ársstyrk til endurskoðunar á biblíunni, og 600 kr. til að
semjaspjaldskráyfirlandb.safnið. Landsh. villfellaburtu
styrkinn til Björnskaupm. Kristjánssonar tiltígulsteins-
verksmiðju. Ennfremur vili hann breyta orðalaginu
á 12. gr. B. 1. þannig, að í staðinn fyrir „til verk-
fræðings landsins11 komi til „verkfræðings til aðstoð-
ar landsstjórn og héraðsstjórnum við hinar stærri
samgöngubætur". Þá eru enn komnar fra:n breyt-
ingartillögur (frá dr. Jónassen) um sð veita hússtjórn-
arskólanum í Reykjavík 800 kr. hvort árið, enn fella
burtu fjárveitingarnar til séra Matthiasar, stórstúku
Good Templara og til Þórarins Þorlákssonar málara,
L5g frá alþiugl. 5. Um ákvörðun verelunarlöðar-
innar i ísafjarðarkaupstað. 6. Um afhending lóðar
til vitabyggingar. 7. Um viðauka við lög um vegi 13.
apríl 1894 (vegur frá Borgarnesi til Stykkishólms).
8. Um friðun á Hallormsstaðarskógi. 9. Um breyt-
ingu á núgildandi ákvœðum um lýsinqar til hjúskapar
(að lýst sé við hámessu á sunnudegi í sóknarkirkju
brúðarinnar, að minsta kosti 3 vikum fyrir vígslu-
dag. Gjald fyrir hjónavígslubréf sé eftirleiðis 15 kr.)
10. Um breyting á lögum 27. febr. 1880 um skipun
prestakalla. (Staðarsókn í Súgandafirði sé sér-
stakt prestakall og 300 kr. úr landssjóði).
11. Um skipun læknahéraða á Islandi (ágrip af
þeirn síðar).
12. Um brú og ferju á Lagarfijöti. (Stjórninni veitt
heimild til að láta byggja á kostnað landssjóðs
staurabrú yfir Lagarfljót hjá Egilsstöðam fyrir
alt að 45000 kr. og láta setja ferju á Steins-
vaði fyrir alt að 3000 kr.)
13. Um lögaldur (hver karlmaður og ógiftur kvenn-
maður fjár síns ráðandi með tilsjónarmanni 16
ára, enn fullráður fjár síns 21 árs.)
14. Um dag og nœturbendingar á íslenskum skipum.
15. Um toll á töbaki. (50 au. á pd. 2 kr. 100 vindl.)
16. Um eftirlaun.
17. Um samþykt á landsreikningnum 1896—1897.
18. Fjáraukalög fyrir 1896 og 1897.
19. Um stofnun Rœktunarsjóðs Islands.
20. Breyting og viðauki við tilskipun um bœjarstjórn
í Reykjavík 20. apríl 1872.
21. Um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja.
Kaupmannafélag Reykjavíkur heitir féiag, sem
kaupmenn í Reykjavík hafa stofnað. Tilgangnr þess
er.að efla gott samkomulag og góða samvinnu meðal
kaupmanna sín á milli, og meðal kaupmanna og hinna
ýmsu stjórnarvalda, er hafa afskifti af málum, sem
varða verzlun og siglingar. Allir kaupmenn, sem
hafa borgar&bréf, geta gengið í félagið og sömuleið-
is verzlunarstjórar. Félagið hefir auk stjórnar sinn-
er fulltrúaráð, sem á að koma fram sem málsvari
kaupmanna í Reykjavík og gæta hags kaupmanna-
stéttarinnar yfir höfuð, og sér í lagi gagnvart þingi,
landsstjórn og bæjarstjórn, með því að svara fyrir-
spurnum og koma með tillögur i verzlunar og hag-
fræðilegum málum. Fulltrúaráðið getur kveðið upp