Fjallkonan - 19.08.1899, Qupperneq 7
19. ágúst. 1899.
FJALLKONAN.
147
gerðardóma í málum, er snerta verzlun og siglingar
sem kaupmenn eiga saman, eða kaupmenn eiga í við
aðra út í frá og málsaðilar vilja leggja í gerð. —
Félagið er ekki skemtiíélag. — Árstillag í félagið
er 6 krónur.
Atlabrögð. Góður afli á þilskipum alment, og
kemur síðar nákvæm skýrsla um afla þeirra skipa,
er gerð eru út hér úr Keykjavík og grendinni.
Nú virðast aflabrögð fremur álitleg kringum alt
land. Góður fiskafli á Eyjafirði og hákarlsafli hefir
verið þar mikill (hákarlsiýsið í 30 kr. tunnan).
Landburður af flski við ísafjarðardjúp eftir að sild-
in kom, bæði á þilskip og opin skip. Síldveiði þar
mikil, þegar síðast fréttist. Allar vörpur fullar með
1—200 tunnum hver (verðið á síldartunnunni þar á
staðnum 24 kr., enn málsfiskur 64 kr., smáfiskur 45
kr., ýsa 35 kr.)
Druknanir. Maður varp sér útbyrðis af þilskip-
inu „Qarðar" (af ísafirði) og druknaði. Hann hét
Helgi Magnússon, kvæntur maður og átti eitt barn.
Um tildrög þess er ókunnugt nema að maðurinn hafði
verið drykkjumaður, enn var nú algerlega hættur
því og gerðist þá þunglyndur.
Seint í júní druknaði maður í Langavatni í Kefa-
sveit, Jón Guðmundsson frá Kúskerpi þar í sveitinni.
Hestur nn fanst dauður daginn eftir, enn lík Jóns
ekki fyrr en eftir viku.
Isafjarðarsýslu, 10. ágúst. „Tíðarfar hefir verið
hér mjög vætusamt um tíma. Tún voru vel sprott-
in og sumstaðar ómunalega; töður nýttust vel, því
síðara hlut túnasláttar var góður þerrir. Enn þeir
sem seint byrjuðu að slá eiga mikið af töðu úti.
Þurrar útengjar eru ágætlega sprotnar, enn hinsr miður.
Aflabrogð eru nú ágæt; enn þó hér sé landburður
af síld er ókleyft að kaupa hana, því eigendurnir
halda henni í svo háu verði. — Mjög kvillasamt
hefir verið hér og margir dáið; það virðist þó vera
í rénun".
Húnavatnssýslu, 6. ágúst. „Yeturinn var að slæp-
ast hér í óleyfi allra hálfan mánuð fram yfir alœanaka
fardag sinn. Vorið var k-alt enn fénaðarhöld þó von-
um betri. Nú eru endurminningaraarnar um harðan
vetur og vor gleymdar í sumarblíðunni. örasvöxt-
ur er góður, og flestir búnir að hirða túnin; nú er
þerrir á hverjum degi.
Kaupmenn hér gáfu 50 au. fyrir hvíta vorull og þótt-
ust gera vel. Ullin íellur nú nákvæmlega í verði
um 5 au. á ári hverju. Verði framhald á því í 9 ár
enn, verður ullarpundið í sumartíð 1908 á 5 aura!
þá stendur heima „snapsinn“ og ullarpundið. —
Fiskurinn er útgengilegasta varan nú sem stendur,
enda er veiðihugur kominn í marga, og lítur út íyrir,
að bændur megi einir vera við heyskapian og bú-
skapinn framvegis, enn enginn fáist til að fara í
káupavinnu, og því síður í ársvist tii þeirra. Hugur
allra stefnur að sjónum; allir vilja róa — afia.
Aflabrögð vóru hér fremur góð í vor, loks þegar
fiskur kom, það er að segja hjá þeim sem fá nýja
síld; hinir fá ekkert. Síld aflast hér hvergi á vorin
nema við Blöndós, og það af skornum skamti, eink'
um af því hún skemmist fljótt, ef hún er nokkuð
geymd. Kaupmennirnir J. G. Möller á Blöndósi og
F. H. Berndsen á Hólanesi eru nýbúnir að byggja
íshús hver hjá sér.
Mönnum er orðið kunnugt um þingmálafundinn á KornBá i
vor. Stjórnarskármálið hleypti þar mestum hita í fólkið. Menn
Bkiftust þar í tvo flokka. Annar ilaggaði með Valtýskunni, og
gengu þar snarpast fram Þorleifur alþingismaður og Einar
Hjörleifeson ritstj. Hinn flaggaði að ég held með benedikzkunni,
og gengu þar harðaBt fram JúIíub læknir og Árni á Spákonufelli.
Lauk svo þeim viðskiftum, að Valtýa liðar biðu ósigur, enda
höfðu þeir lið miklu minna. Sagt var að einn foringinn hefði
„trakterað“ flokksmenn sína á brennivíni til að haida í þeim
hita og verja þá „forkjölelse".
Nú eru þeir með ullarverksmiðjuna á þinginu. Ég trúi Jón
frá Múla sé á móti því, að rannsakað sé, hvort það mál sé væn-
legt til framkvæmda. Hann vili að menn hugsi mest um að
rækta landið. Enn ef innlend verksmiðja ynni ull þá, sem
annars er send í norskar (og danskar) verkBmiðjur, þá sparast
landinu peningar, sem hægt er að rækta stóran blett fyrir. Það-
mælist hér vel fyrir, að þingið leiti fyrir sér með stofnun ullar-
verksmiðju".
íþróttir á þjóðhátíðinni.
Það er ærið leiðinlegt til þess að vita, hvernig stjórnað er
þjóðhátíðinni hér i Rvík. Á það þó ekki sízt við þá, sem haldin
var hér um daginn, 2 ágúst. Hargar skemtilegar íþróttir stóðu
á prógramminu, sem alls ekki voru reyndar, og þær sem reyndar
vóru, vóru sumar dæmdar lítið betur enn blindur maður mundi
dæma um lit. Ég vil taka til dæmis glímurnar; þær vóru dæmd-
ar fjarri öllum sanni. öuðmundur átti alls ekki 1. verðlaun.
Það var álíka rétt að láta hann hafa 1. verðlaun, eins og að
gefa 6 við próf pilti, sem á skiiið 4.
Bankastjóri Tr. Gunnarsson var sá eini, sem sýndi fram á, að
hann var hæfur dómari, enda er kunnugt, að hann heflr manna
bezt vit á glímum. Enn hann fékk ekki ráðið tillögum sínum
vegna hinna dómaranna.
Ég vil segja, að Erlendr hafi engin verðlaun átt að fá og
þeir voru alls ekki nefndir á nafn, sem fremur áttu skilið verð-
laun. Valdimar átti t. d. með réttu 1. verðl., því að hann glímdi
iangliðlegast.
Hástökk og hjólreiðar var alls ekki reynt. Getur verið, að eng-
inn hafi skrifað sig fyrir því. Langstökk var einnig ein íþrótt-
in, er stóð á progr., og ekki var reynd, enn ég víbsí til að menn
höfðu skrifað sig fyrir henni. Það var þvi eingöngu forstöðu-
nefndinni að kenna, að hún fórst fyrir. Hún mun alls ekki hafa
hafa verið fær um að taka að Bér þenna starfa, þó að sumir hafi
ef til vill tranað sér nokkuð fram og boðið sig.
Eina ástæðan fyrir því, að hjólreiðar vóru ekki reyndar get
ég hugsað að hafi verið bú, að menn hafi ekki viljað gefa sig í
það. Enda gat svo vel farið, að þær hefðu orðið dæmdar álíka
og glímurnar, eins og í fyrra sumar. Skeð gat, að enn þá meiri
síli hefðu hlotið fyrstu verðlaun enn í fyrra. Þetta haía bjól-
reiðamenn að líkindum horft í sem von var; er ekki að búast
við að menn vilji leggja sig niður við að sýna íþróttir sínar þar,
sem bæði er til lítils að vinna og dómarar óskarpskygnir.
Fótknattleikurinn var sú eina íþrótt, sem fór fram vel og
skemtilega; þar var bæði fjör og kapp, enda iéku margir vel af
þeim, sem léku, og einn skaraði sérstaklega fram úr, Adam B.
Sigmundsson.
Yeðreiðarnar fóru að mörgu leyti vel fram. Sögðu þó sumir
að eitthvað hefði verið þar við að athuga. Enn það mun
ekki hafa verið neitt sem gaumur var gefandi. Ég sá ekki
vel til þeirra, og þess vegna get eg ekki sagt um þær neitt
frekara.
Áð endingu vil ég óska, að á næstu þjóðhátíðnm verði betur
valdir menn til að stjórna hátíðarhaldi og dæma um íþróttir’
menn sem kunnir eru að samvizkusemi og hafa vit og vilja á
því sem þeir eru að gera. Þetta er eina þjóðlega samkoman
sem vér höfum. Hingað sækja menn úr ýmsum áttum, bæði
innan lands og utan. Heiður og sómi Reykjavíkur og íslands
yfirleitt er talsvert undir því komið, að þessi eina samkoma
geti farið vel úr hendi og að gestir vorir geti borið með sér
burt héðan þægilegar endurminningar um oss Reykjavikurbúa.
N.