Fjallkonan


Fjallkonan - 15.09.1899, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 15.09.1899, Blaðsíða 1
Kemur út um miðja viku. Yerð árg. 3 kr. (4 kr. erleudisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Sextándi árg. Reykjavtk, 15. sept. 1899. 36. blað. Um botnvörpuveiðar. („Illustr. Tid.“ ’99, Nr. 36). Þegar siglt var um Norðursjóinu fyrir svo sem 20 árum, mátti ganga að J)ví vísu, að á þeirri leið yrði fyrir fjöldamörg ensk og hollenzk fiskiskip, stórar seglskútur (kútterar), sem vóru þar að veiðum með net sín í stórflotum, svo hundruðum skipa skifti, og vóru fyrir flotum þeim „aðmírálar", sem kallaðir vóru. Það var einatt fögur sjón, þegar stóru seglskipin komust hvergi og höfðu lítil sem engin segl uppi, að sjá þessu Norðursjóar-fiskara beita gegn stormin- um, með þilfarið til hálfs undir sjó og hafa sig á- fram að fiskigrunnunum (Banker) og láta svo rekast eftir þeim með netin. Þessi skip þoldu þar sjóvolk- ið mánuðum saman, sumar og vetur, og ekki var það ætíð, að aflinn samsvaraði nokkurnveginnþraut- um þeim og erfiðleikum, sem þessu lífi vórusamfara. En þessir seglskipa-botnverpingar eru nú úr sög- unni. Að vísu sjást þeir enn í smáflotum í Norður- sjónum endrum og eins, enn eimurinn hefir hér sem annarstaðar orðið ofan á og bolað burt seglskipa- fiskiveiðarnar, sem erfiðari eru og ábataminni. Það vóru Engiendingar, sem byrjuðu með fiski-eimskipin, og Þjóðverjar og Hollendingar fetuðu fljótt í fótspor þeirra. Fyrstu botnvörpu-eimskipin borguðu sig ljómandi vel, og úr því hljóp af stokkunum hvert botnvörpu-eimskipið á fætur öðru á skipsmíðastöð- um Þjóðverja og Englendinga. Þau dreifðu sér því næst eins og býflugnasveimur út um Norðursjóinn, til íslands og Færeyja og hvarvetna um fiskistöðvar vorar í norðurhöfunum. Botnvarpan er net, sem í löngum járnvirstrossum er dregið við mararbotninn á eftir seglskipi eða eim- skipi. Þegar varpan er þanin út, tekur op hennar yfir fult 50 álna svæði. Netið endar í poka úr afar- digru garni, riðnu í stórgerða möskva. og nefnist poki þessi „kálfur“ (Kalv); sjálft netið er úr fínu garni og endar í tveimur álmum, sem spaðarnir (Skovle) eru við festir. Þeir eru sterklegir mjög, samanreknir úr eskiviði og lagðir þumlungsþykku járni, bæði styrkleika vegna og jafnframt til þess, að veiðiáhaldið dragist til botns af þunga þeirra. í sama skyni eru spaðarnir að neðanverðu lagðir ram- legum járnteinum og hornin afslepp að fram- an, svo spaðinn geti runnið sem sleðakjálki með sjávarbotninum. Spaðarnir eru tengdir við síua járnvírstrossuna hvor og trossan rakin upp á eim- vindunni innanborðs á skipinu. Þegar nú botnvörp- unni er lagt út, sem jafnan verður svo að gera, að skriður sé nokkur á skipinu, þá spennir vatnsþrýst- ingin spaðana hvorn út frá öðrum, svo að netið við það þenst út með opið snúandi að skipinu, um leið og það fyrir þunga sakir sigur niður til botns. Eim- skipið færír sig nú hægt og hægt áfram, dragandi á eftir sér vörpuna við botn niðri í hinni löngu trosBu. Á áttundu hverri stundu eða oftar, ef vel fiskast, er botnvarpan dregin inn, tæmd á þilfarinu og Iátin þegar út aftur, og þannig er að verið dag og nótt, þangað til fullfermt er, eða skipið sökum kola- eða vatnsleysis verður að halda inn í höfn. Fiskieimskipin hafa vanalega með sér kol til 15—20 daga, enn þegar vel lætur geta þau á skemri tíma enn viku fiskað fullfermi. Jafnskjótt og fískurinn er kominn upp á þilfar, er gert að honum, þveginn svo og lagður í ís. Fer þá eimskip- ið til einhverrar fiskiútflutningshafnar í sínu landi og er farmurinn þar seldur á uppboði. Fiskurinn, sem mestmegnis er þorskur og ýsa, er illa útleikinn, þar sem hann stundum saman hefir dragnað við botn í „kálfinum“, hálfkæfður, kraminn og kvolaður innan um þang og grjót, stundum marinn í sundur og augun út úr höfðinu af ofþrýstingunni. Eimskip þau, sem höfð eru til botnvörpuveiða, eru stutt og breið, af járni gerð eða stáli, með tveimur digrum möstrum og háu, hvössu slefni. Þau eru um 100 fet á lengd og æði-djúpskreið, 11—12 fet í sjó. Aðalko3tur þeirra er, að þau eru geysisterk og góð í sjó að leggja, svo þau verjast sjó í öllu veðri, og einmitt af því er fiskviðkomunni mestur háski bú- inn, þvi það er reyndur hlutur, að það sem betur ver fiskinn fyrir gereyðingu enn öll friðunarlög eru hinir tíðu stormar og þar af leiðandi ósjór, sem hingað til hefir getað stöðvað eða gert hlé á fiski- veiðum við opnar strendur eða á höíum úti um lengri eða skemri tíma, Botnvörpu-eimskipin hafa frá upphafi vega sinna vakið ofsa-gremju hjá fiskimannalýðnum á öllum þeim ströndum, þar sem þau hafa stundað veiðiskap. Enn fremur eru þau sjálfsagðir fjendur allra sjó- lægra veiðiáhalda, þvi þegar þau draga vörpur sínar með botninum, þá er jafnan við búið, að þær dragist yfir lagnetin og sundri þeim með öllu, auk þess sem aflinn að sjálfsögðu tapast. Fyrir oss Dani eru fiskiveiðar aðalatvinnuvegur,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.