Fjallkonan - 15.09.1899, Qupperneq 2
162
FJALLKONAN.
XVI, 66.
og vér eigum stér og iiskisæl strandsvæði bæði hér
og við ísland og Færeyjar, og því væri það mikil
óhamingja, ef svo skyldi reynast, að botnvörpuveiðar
borguðu sig og þeim yrði svo haldið áfram til lang-
frama.
Hvert land hefir eignarrétt yfir sjónum ®/4 mílu
út frá ströndum sinum, og er sannast að segja, að
þau takmörk eru of naumt sett; enn þau eru nú
einu sinni svo ákveðin í Norðursjávar samþyktinni,
og með því lagi, som á hefir lagst, muu erfitt veita
að íá því breytt. Fyrir utan þetta landhelgisvið
eiga nú allir útlendir fiskimenn óbrigðilega að halda
sér; enn með því að fiskimiðin hjá oss eru allnærri
laudi, og fiskurinn heldur sig nærri ströndum vorum,
einkum á vetrum, þá er freistingin tii að fara inn
fyrir landhelgilínuna mikil, enda eru þá lika land-
helgibrotin alltíð. Til þess að stemma stigu fyrir
óhæfu þessari hefir því sjóhermálastjórnin hjá oss
búið út 4 gæzluekip, 1 fyrir ísland, 1 íyrir Fær-
eyjar, 1 fyrir vesturströnd Jótlauds og 1 til að vera
á sæstöðvunum fyrir innan Jótlandsskaga. Hitti
gæziuskip botnvörpuskip á dönsku landhelgisviði, þá
er, ef veður leyfir, offiséri sendur um borð í það,
og vopnaður maður með honum; er þá haid lagt á
skipsskjölin og gæzluskipið fer með botnverpinginn
inu á næstu höfn. Er þá um tvent að velja fyrir
skipstjórnarmann, annaðhvort að gangast undir það
fyrir yfirvaldinu, að greiða sekt og láta gera upp-
tækan farm sinn og veiðiáhöld, eða þá að láta málið
ganga til landslaga og réttar, og mun ekki sá kost-
urinn betri. Þegar hið upptæka er í land komið,
fær botnverpingurinn skjöl sín afhent og má þá eima
af stað. Á íslandl eru sektimar tiltölulega háar,
alt að 4000 kr., enn eftir fiskilögum þeim, er gilda
í Dsnmörku sjálfri, mega þær ekki fara fram úr
400 kr., þ. e. viðlíka mikið og afiast getur í einum
góðum netdrætti.
Fyrir innan Jótiandsskaga hafa botnverpingar
stundað veiðiskap í eitthvað 2 ár, enn vart mun það
verða til lengdar, því Jótlandshaf (Kattegat) erhelzt
til mikið þröngsævi fyrir fiski-eimskip. Yfirleitt
virðist svo sem ofstórir höfuðstólar hafi lagðir verið
í fiskiútveg þennan og ofmiklar vonir á honum
bygðar. Þó ekki sé langt um liðið (10 ár eða svo),
þá eru nú mörg ensk botnvörpuskip lögð fyrir í
höfnunum við Hull og Grimsby, af því að þau hafa
ekki lengur svarað kostnaði, og að því er til þýzkra
botnvöipuskipa kemur, þá er það að eins stórum
styrkveitingum og ýmislegri tilhliðrun af ríkisins
hálfu að þakka, að hin þýzku hlutafélög geta haldið
þeim út. Þetta skilst betur þegar þess er gætt, að
kostnaður við úthald botnvörpuskipa í stærra lagi,
eins og þau alment gerast, er um 3000 ríkismörk
mánaðariega, auk þess sem við þarf til að renta
skipsverðið sjálft, sem metið er um 100,000 rikis-
marka (um 90,000 kr.), að meðtöldum áhöldum. Það
eru nokkrar vættir, sem afla þarf áður enn um á-
bata verði talað af slíkri útgerð, og þegar maður er
genginn úr skugga um það, að takast má að upp-
ræta fisk ekki síður enn veiðidýr, þá er það líka í
augum uppi, að ekki þarf mörg hundruð botnverp-
inga til að gereyða öilum fiskveiðum, þegar sáveiði-
skapur gengur í langan tíma ár eftir ár. Óskandi
væri að botavörpuv8Íðarnar hættu áður enn það er
um seinan, og að ekki verði sömu afdrif fisksins
í sjónum hjá okkur eius og afdrif veiðidýranna í
skógunum hafa orðið.
E. O.
„Gagnrýni*'.
Herra ritatjóri! — Um leið og ég bið yður að flytja Neator
íelenzkra skálda, hr. Benedikt Gröndal, hlýja þökk mína fyrir
grein sína um „Gagnrýni" í eíðasta bl. og sanngirni hans og
góðmæli í minn garð, sem eru þyí drangilegri af hans hendi,
sem ég haiði síður til þeirra unnið af honum, þakka ég yður
einnig fyrir það, að blað yðar er það eina í Reykjavík (og það
eina á landinu auk „Djóðv. unga“), sem ekki reynir að þegja
timarit mitt í hei.
Ég voua að hvorki hr. B. Gr. né þér taki mér illa upp ör-
fáar og stuttar athugasemdir út af þessu tilefni.
Það er fyrst, að ég verð að játa, að ég hefl haft rangt fyrir
mér í þvi, að það finnist ekki í fornu máli „að skora einhver-
jum [fyrir: einhvern] á hólm“. Ég hefi nýlega rekist á nýtt
dæmi þessa i Gunnl. sögu Ormst. (Hitt er annað roál, hvort
eigi muni réttara „að skora e-n á hólm“). — „Ras-ambaga“ er
orð, sem ég befl heyrt frá barn-æsku; hér syðra hefi ég heyrt
„rass-ambaga“, en mér hefir ekki skilist að það væri réttara.
Það á ekkert skylt við Rúsa, sem margir hneykslast á að ég
nefni svo (en eigi Rússa). Ég þekki ekki sjálfur til rúsnesku,
en hefi í rithætti þessa orðs farið eftir því sem mér kendi minn
ógleymanlegi kennari Gisli Magnússon. Hann segir sVo í bréfi
til mín (dags. „reikjavík 24ða dag júiimán., ár 1874“): „Von á
ósköp af skjipunum frá köyphöbn með kóngjinn, og fóruneiti
hans, og önnur skjip með annað folk (eii fólk); von á skjipumm
frá pröyssen, rús-landi (á að vera með einu essi evtir uppruna
sínumm), englandi, amerigslandi og tíkar-pollumm“.
Það sem ég hefi sagt um „að stagla greininum (inn eða binn)
framan við lýsingar-orð eins ognú er títt orðið þeim, sem hugsa
fyrst á dönsku“, held ég sé alveg rétt. Hr. B. Gr. virðist hafa
misskilið mig bvo, ssm ég vildi alveg útbyggja greininnm fram-
an við lýsingar-orð. En það er siður en svo. Ég nota hann
svo sjálfur iðulega. En það er ekki íslenzkt að nota hann al-
staðar þar, sem óákv. greinirinn er nú hafður í nýju málunum.
Og það er það, sem ég hefi vítt.
Ekki veit ég, hvaðan hr. B. Gr. hefir það, að mér „sé illa
við latínuna“. Ég hefi (i „Skuld“ 1887, og i „Heimskringlu11 í
grein til Þorst. Gíslasonar) varið mentunar-gildi hennar, og
aldrei ævi minnar talað eða ritað eitt orð i gagnstæða átt.
Ekki bendir það í þá átt, að ég hefi látið þau tvö af börnum
minum, sem til þess aldurs eru komin (son og dóttur), lesa la-
tínu. Hitt er annað mál, að ég er þeim samdóma (þótt aldrei
hafi ég það fyrri í ljós látið), sem álíta það rangt, að gera
latínu að skj/Mw-námsgrein fyrir alla i lærðum skólum. Mér
sýnist tímaeyðBlan þar svo mikil (eins og til er hagað) og á-
rangurinn svo magur. En það kemur ekki þessu máli við.
„Ritsnilling“ kalla ég þann einn, sem ritar snildarfagurt mál
og býr hugsanir sínar snildarlegum búningi, án nokkurs tillits
til þess, hvort rit hans eru meiri eða minni þarfa rit. Höfund
„Heljarslóða-orustu“ og þýðanda „Brúðardraugsins11 kalla ég rit-
snilling; en þótt Dr. Jónassen eigi a!þjóðar-þökk fyrir nytsöm
rit (og ég hefi aldrei slept færi að minnast þess, er rit hans
hafa út komið), þá er ekki orðbúningur rita hans eða „stíll“
með neinum snildarbrag. Af merkishöfundum hverrar þjóðar
eru þeir tiltölulega fáir, sem „ritsniilingar“ sé.
Með virðing. Jón Ólafsson.
Þ» ö kk.
Þökk var köld og þung í sinni,
þvi var henni að ætlan minni
fremur farið vel.
Sá, er stefnu sjálfur hefur,
sig að öðrum lltið gefur,