Fjallkonan - 11.11.1899, Side 3
1. nóv. 1899.
F JALLKONAN.
195
Hveiti (flórmjöl) 100 pr. . . . 13.50 — 0.16.
Hveiti nr. 2 100 pd. pr. . . . 11.60
Haframjöl 126 pd. með poka . 18.00 — 0.20.
Rísgrjón heil . , . . . pd. 0.13 — 0.16.
---- V,................— 0.12 — 0.13.
---- 7* 260 pd............ 23.00 — 0.14.
Kaffl . . . . pd. 0.45—0.60—0.66 — 0.65.
Export-kaffi.........— 0.38 — 0.60.
Kandie...............— 0.24 — 0.34.
Póðargyknr...........— 0.18 7» — 0.22—25.
Melis í toppuin .... — 0.23 — 0.30.
— höggvinn .... — 0.25 — 0.30.
Verðið í fremri töiadálkinum er að mikln leyti miðað við
Btór kanp.
Aflabrögð. Nú að undanförau hefir orðiðvartvið
talsverða síld hér í Keykjavík, en aflinn hefir orðið
lítill, enda hefir verið varía farandi á sjó fyrir ógæft-
um, og svo er hér skortur á veiðarfærum. — Má kalla
að menn eéu algerlega hættir að etunda hér afla á
opnum bátum, og róa nú svo sera 1—2 bátar úr öll-
um bænum til fiskjar.
Líkt er að segja um alian suðurkjálkann með
Faxaflóa; bátfiski er niðurlögð, og hefir þó eflaust
verið allmikill fiskur í Faxaflóa í sumar. En botn-
verpingar meina mönnum algerlega að leita sér þeirr-
ar bjargar.
Nú hefir að sögn orðið allvei fiskvart sunnan Skaga,
og fiskreytingur nokkur mun vera hér um slóðir, ef
hægt væri að stunda.
Fyrir skömmu kom nokkurt ufsahlaup í Hafnar-
fjörð.
Á Vestfjörðam heldur lítið um afla sem stendur
og eins á Austfjörðum. — En norðanlands betra, t.d.
mikill síldarafli og fiskafli á Skagaflrði, 30—60 í
hlut af vænum þorski. Þar er nú verið að byggja
íshús, og er þörf á því, því þar er oft fiskisælt. —
Við Eyjafjörð er talsverður síldarafli; verð á síldinni
þar 7—8 kr. tunnaD. Mesta veiði munu þar hafa
fengið Wathnes erfingjar.
Tíðarfar. Haustið hefir verið kaít og úrkomu-
samt, og nú er komið veDjuIegt vetrarveður, frost
talsverð og snjókoma nokkur nú síðast. — Víða hafa
orðið miklar skemdir á heyjum, en víðast munu þau
hafa náðst á endanum.
ítflutningur lifandi fjár. Tveir kaupmenn á
Akureyri hafa í haust reynt að flytja út lifandi fé,
þeir bræður Magnús og Friðrik Kristjánssyuir. Þeim
hefir tekist að fá kaupanda í Kristjaníu, sem ætlar
að kaupa fé á fæti og borga það út i hönd. Þetta
er að vísu virðingarverð og gleðileg tilraun, en því
miður hætt við, að Norðmenn geti ekki keypt lif-
andi fé héðan svo mikið muni um, þar sem þeir
sjálfir flytja út eða vilja flytja út lifandi fé. — Það
er um 1000 fjár, sem nú mun hafa verið flutt til
• Noregs.
Af sölu kaupfélaganna á lifandi fé hefir enn ekki
frétst greinilega. Á fyrsta sauðafarminum, frá kaup-
félagi Svalbarðseyrar, var meðalverð á sauðnum 131/*
kr., að frá dregnum kostnaði, en sumt af fénu hafði
þó verið veturgamalt.
Kaupfélag Húnvetninga sendi talsvert fé úr austur-
sýslunni til Englands; en varð að bíða með það
viku á Sauðárkróki áður skip kom; ekki var send
léttari kind en 103 pd., og þykir vafasamt, hvort sú
verzlun svari kostnaði.
Erlendis var verð á ísl. kjöti fyrir skömmu 40 kr.
tunnan.
(xróðrarreit fyrir trjáplöntur er verið að setja
upp sunnan við kirkjuna á Akureyri, og segir
fyrir því Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum í
Hnjóskadal, sem hefir kynt sér trjárækt í Noregi.
Sjálfsmorð. í f. m. skaut sig til bana vinnu-
maður á Sigiufirði.
Slys. Kvenmaður slasaðist í tóvinnuvélunum við
ölerá í sumar; lenti með hendina í vélarnar, og varð
að taka hana af.
Druknun. Tveir menn druknuðu á Raufarhöfn í
haust við útskipun í „Vaagen“, en ekki hefir verið
getið um nöfn þeirra. Það var rétt við land, en
enginn sundfær œaður viðstaddur.
Dánir nyrðra: Hallgrímur Tómasson fyrr bóndi á
örund í Eyjafirði og Espihóli, alkunnur merkisbóndi,
DavíS Sigurðsson fyrr verzlunarmaður á Akureyri,
faðir Ólaí's verzlunarstjóra á Vopnafirði og fleiri barna,
Magnús Baldvinsson á öalmarsstöðum í Eyjafjarðar-
sýslu, merkisbóndi.
ISLENZKUR SOGUBÁLKUR.
Æfisaga Jóns Steingrímssonar,
prófasts og prests að Prestsbakka.
[Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to.]
(Pramh.).
29. Prófastnr, sýslnmaður og ég með fylgjurum okkar fórum
áður sagðan dag frá klaustrinu austur að Kálfafelli, en séra
Daði fór á undan um daginn austur til frændkonu sinnar, mad.
Katrínar; þar átti og alt að afganga um mig. Nær við kom-
um að HverfiBfijótinu, sem var stórt vatnsfall með álum og
sandbleytum, var orðið dimt af nótt, og átti að ríða langt
brot á móti straum á snið austur yfir; riðu fyrst þeir þénarar
okkar, so prófastur og síðast sýslumaður. Prófasti, af þvi hann
var misgáður, leiddist vaðall sá, keyrði á hestinn og ætlaði að
ríða yfir um nokkuð framar. Dar með hvarf hann og hestur-
inn ofan í eitt bleytuhvarf; sá ég ekkert til hans, nema eitt-
hvað flaut fram eftir álnum. Pleygði ég mér strax af baki, so
mikið ég klæddur var, að elta þetta; var þetta þá hattur hans,
um hvern ég ekkert gaf. Sé ég þá að hesturinn kemur að of-
an fljótandi og eru fætur á móti straum; fleygðist taumurinn
til mín, í hvern ég náði, og var það harður rykkur, að halda
við meðan hesturinn gat rétt sig við; stóð ég ná vatn og
bleytu vel so í hendur. Strax á eftir kemur prófasturfljótandi;
næ ég í fatnað hans, (so) að ég gat dregið hann til mín og
upp ór áinum, á hvers brún ég hafði staðar numið, þvi hefði
ég einni alin nær honum komist í því vetfangi, var útgert um
mitt líf, item prófasts og h8sts, ef ég hefði ei haft það áræði,
en hér átti oss lengra lífs auðið að verða, og sá guð hér dá-
samlega fyrir því. Sýslumaður situr hljóðandi og hræddur á
baki, því hann ætlaði oss druknaða. Komu fylgjarar okkar
til okkar, þar við vorum nær i kaf komnir, og komu oss til
lands og so yfir um. Yar nú tekin af öllum góð brennivíns-
hressing; hennar þurfti og við. So vóru þá frískheit mikil, að
Býslumaður fleygði sér íeitt síki þar á aurunum og alvætti sig,
því hannsagði: „Mér þykir skömm að ég komi heim að bæ með
ykkur alþur, en þið allir votír frá hvirfli til ilja“. Frá Kálfafelli
héldum við þrír vestur aftur. Skiftust prestur og sýslumaður