Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1900, Side 4

Fjallkonan - 13.01.1900, Side 4
4 FJALLKONAN. Makt myrkranna. Hóman. Eftir Bram Stoker. Formáli hðfandarins. Lesarinn getur sjálfur séð, þegar hann les sögu þessa, hvernig þessum blöðum hefir verið,, raðað saman, svo að þau yrði að einni heild. Eg hefi ekki þurft að gera annað en að draga úr þeim ýms óþörf smáatvik og Iáta svo sögufólkið sjálft skýra frá reynslu sinni í þeim sama einfalda búningi, sem blöðin eru upphaflega skrifuð í. Ég hefi, af augljósum ástæðum, breytt nöfuum manna og staða. En að öðru leyti skila ég handritinu óbreyttu, samkvæmt ósk þeirra sem hafa áiitið það stranga skyldu sína, að koma þvi fyrir almenningssjónir. Eftir minni sannfæringu er það ekkert efa- mál, að þeir viðburðir, sem hér er lýst^ hafi sannarlega átt sér' stað, hversu ótrúlegir og óskiljanlegir sem þeir kunna að sýnast, skoð- aðir eftir almennri reynsiu. Og ég er sann- færður um, að þeir hljóta jafnan að verða að nokkuru leyti óskiljaníegir, þó ekki sé óhugs- andi að áframhaldandi rannsóknir í sálfræðinni og náttúrufræðinni geti þegar minst varir skýrt bæði þessa og aðra leyndardóma, sem hvorki vísindamenn né njósnarlögreglan hafa enn þá getað skilið. Ég tek það enn á ný fram, að þeasi dularfulli sorgarleikur, sem hér er lýst, er fullkomlega sannur að því er alla ytri við- burði snertir, þó ég eðlilega hafi komist að annari niðurstöðu í ýmsum greinum en sögu- fólkið. En viðburðirnir eru ómótmælanlegir og svo margir þekkja þá, að þeim verður ekki neitað. Þessi röð af glæpum, er mönnum ekki enn úr minni liðin, röð af glæpum, sem virðast óskiljanlegir, en út leit fyrir að væru af sömu rót runnir, sem á sínum tíma slógu jafnmikl- um óhug á almenning sem hin alræmdu moró Jakobs kviðristara, sem komu litlu seinna til sögunnar. Ymsa mun reka minni til hinna merkilegu útlendinga, sem misserum saman tóku glæsilegan þátt í lífi tígnarfólksins hér í Lundúnum,og menn muna eftir því, að annar þeirra að minsta kosti hvarf skyndilega og á óskiljau- legan hátt, án þess nokkur merki hans sæist framar. Alt það fólk sem sagt er að viljandi eða óviljandi hafi tekið þátt í þessari merkilegu sögu er alþekt og vel metið. Bæði Tómas Harker og konan hans, sem er valkvendi, og dr. Seward eru vinir mínir og hafa verið í mörg ár, og ég hefi aldrei efað, að þau segðu satt frá; og hina mikilsmetni vísindamaður, sem kemur hér fram með dularnafai, mun líka vera of frægur um allan hinn mentaða heim til þess, að mönnum dyljist hið rétta nafn hans, sem ég hefi ekki viljað nefna, sízt þeim, sem af reynslu hafa lært að meta og virða snild hans og mann- kosti, þótt þeir ekki fremur en ég f'ylgi líf- skoðunum hans. En á vorum dögum ætti það að vera ljóst öllum alvarlega hugsandi mönnum að „harðla margt er á himni og jörðu, sem heimspekina dreymir ei um.“- Lnndúnum, — atræti, ágúst 1898. B. S. I. kafli. Höllin í Karpatafjöllum. I. kap. Dagbók Tómasar Harpers (hraðrituð). Bistrits, 3. maí. Hingað er ég þá loksins kominn á þessari fleygiferð með hraðlest yfir Evrópu. Fór frá Múnchen 8-30 e. m. 1. maí; kom til Vínar um morguninn; þaðan til Buda- Pest; undarleg borg, en ég gat lítið séð af henni; mér fanst að hér væri eg að kveðja vesturlönd og vestræna menning og nú tæki austurlöndin við. í. nótt var eg í Klásenborg; kom þar í myrkri í gærkveldi og held áfram á morgun með póstvagni til Borgoskarðsins. Ég hefi farið yfir hæðótt land í dag og sting- ur það í stúf við sléttur Ungverjalands. Hér og hvar eru smáþorp eða hallir á hnúkunum; og öðru hvoru liggur leiðin yfir straumharðar ár. Á áfangastöðvunum er samankomíð tals- vert af sveitafólki í alla vega búningi. Ég vildi ég hefði getað krotað upp drætti af lífinu hérna í kringum mig. Einkennilegastir allra virðast mér Slóvakar vera; þeir eru á víðum brókum og skyrtum að ofan, gyrðir belti um miðjuna. Hárið fellur á herðar niður og augun eru svört og leiftrandi, svo að þeir líta ræningja- lega út. En annars eru þeir að sögn mein- leysismenn. (Framh.) 25 ára afmæli Búnaðarfelags Mosfellinga og Kjalnesinga. Á félag jietta heflr áður verið minst . í Fjallk. Það var stofnað á þjððhátíðinni (3. ág.) 1874, og var því 25 ára í sumar. Á aðalfundinum (1. vetrard.) í haust minti ritari félagsins á þetta, og var þá ráðgert að halda sérstaka skemtun i minning þess. Þetta sam- - sæti var haldið 27. nóv. að Lágafelli og tðku um 60 manns þátt í því, íélagsm. (um 40) og konur þeirra. Hjónin á Lágaf., Ólafur Stephensen prestur og Steinunn Eiríksdóttir kona hans stóðu fyrir því, og veittu gestum fyrir ákveðna væga borgun. Pórst þeim það rausnarlega. Eftir borðhaldið (um kl. 6. siðd.) skemtu menn sér við ræður, söng, hljóðfæraslátt, dans, spil og leiki m. fl. um kvöldið og nóttina til næsta dags, og fór það alt vel og siðsamlega fram. Af ræðum má helzt geta þess, að í byrjun samsætÍBÍns (undir borðum) mintist séra Ólafur aðal-frumkvöðuls félagsins, séra Þorkels á Reynivöllum, er sökum heilBuieysis eigi gat verið viðstaddur, og afbjflpaði um leið stóra mynd af honum, er þau Lágafells- hjón gáfa félaginu, ásamt skrautrituðu spjaldi (jafnstóru) með kvæðum þeim, er ort höfðu verið fyrir tækifærið. Hyndina hafði Á. Thorsteinsson gjört, en skrautritið B. Gröndal. Kvæðin voru: minni félagsins (B. B.), minni bænda og m. kvenna (G. G.). Ritari fél., Björn í Gröf, sagði þyí næst sögu félagsins. Það hafði, eins og mörg lík fyrirtæki hjá oss, átt erfitt uppdráttar framan af. Byrjunin var að vísu all-álitleg, en svo smá-dofnaði yflr því, og var það mjög framkvæmdasmátt fram að árinu 1888. Voru félm. um 20 í báðum hreppunum síðustu árin áður. En þá voru þeir Guðm. í Elliðakoti (form.) og Björn í Reykjakoti (ritari) kosnir í félagsstjórnina og hafa verið það síðan. Það ár var fyrst veitt vinna (eftir tillögu B. B.) og hefir það haldist og aukist. Frá þeim tíma hefir félagsmönnum farið sí-fjölgandi og eru þeir nú 75, eða flestallir bflandur beggja hreppanna. Eftir að landssjóður fór að veita fél. tillag, jókst þó vinnan enn meir, og hafa síðan oftast verið 8 vinnumenn við jarða- bótastörf hjá félm. alt vorið fyrir félagsins reikning. Auk þess hafa verið veitt verðlaun fyrir jarðabætur, húsa- bætr (hlöður) og fénaðar meðferð. Jarðyrkjuverkfæri voru og keypt og veitt félm. þar til þau voru orðin almenn og þörfin vakin. Félagslögunum var breytt árið 1889 (að tilhlutun B. B.) og breytti það mjög fram- kvæmdunum til bóta. Alls hafa í félaginu verið haldið 39 fundir (2 á ári síðan '88), siéttaðir 126,042 [J fðm. (139 dagsl.), nýyrktir sáðreitir 3776 □ fðm., tvíhl. grjótg. 1042 fðm., einhl. grg. 182 fðm., torfg. og torf og grjótg. 2444 fðm., skurðgarðar 1406 fðm., lokræsi 138 fðm., flóðgarðar 17,500 teningsfet, skurðir af ýmsri stærð 339,700 ten.fet. Hlöður verðlaunaðar 60 (meðalstærð um 500 ten. álnir, auk riss). Ðagsverkatala samtals (eftir núgildandi reglum) 15,489. Útborgað: í verðlaun.............................kr. 2237,70 fyrir vinnu.............................— 1280,80 fyrir verkfæri.................... . — 278,15 Samtals kr. 3796,65 Aðalsjóður félagsins (sívaxandi), um 700 kr., er geymdur í Söfnunarsjóðinum síðan 1889. Fyrir minni bænda mælti form. félagsins, en séra Ólafur fyrir minni kvenna. Ritari talaði fyrir því að félagsm. við þetta tækifæri (í afmæiisminning) stofnuðu til nýrra og betri félagssam- taka til að hrinda jarðrækt og bflnaði á félagssvæðinn áfram, og bar fram ákveðna tillögu í þá átt, er nákvæm- ar skyldi ræða og taka ákvörðun um á næsta fundi. Séra Ólafur vakti máls á stofnun lífsábyrgðarsjSóðs fyrir kýr. Björn á Yarmá (verkvélanotkunarfrömuður) lagði til að á næsta aðalfundi (1. sumardag) væri komið fram með sem flestar tillögur í þá átt, að vekja nýtt framkvæmdailíf i félaginu, er vinsa mætti úr þær beztu. Margar fleiri ræður voru haldnar. Þetta var ort fyrir minni félagsins: Þúsund ára sezt var sól, sæ og hauður gríma fól, sváfu dáð og dugwr hjón, deyfð og sundrung unnu tjón. Hirðir þá nm Ijóra leit: lýsti árdagsroði sveit, morgunblærinn milt of blés Mosfellssveit og Kjalarnes. Glugginn upp hann lokinn lét, lagsmennina svo á hét: ýta skal and-vari við, veiti dagur risnum lið. Hjónin færast fætur á — flýja deyfð og sundrung þá —, menn, er tengir bræðra band, bysigja og rækta fóðurland. Félagssagan sögð nú er. — Saman komið höfum vér yfir þess að líta leið liðið aldarfjórðungs-skeið. Telja mörg á meðal vor megum félagsskapar spor; a ■H GQ • fH -T3 0 as 0 0 'd 02 *o Q2 s 0 0 *0 H i 0 3 ð lítil byrjun að eins á er þó því Bem vinna má. Stigi nfl á stokk og heit strengi félagsmanna sveit: eftir fjórðung aldar skal okkar verka margfalt tal. Bflsæld auki bræðralag, bæti framför þjóðar hag, yrkjum landið, leitum fjár, lifum yfir þflsund ár! Félagsmaður. Vörur nýkomnar í pakkhúsdeildina. Ofukolin góðn. Steinolía White Water. Borðviður af ýmsu tagi til verkstæðisvinnu fyrir trésmiðina. ígömlu búöina. Epli og perur frá Kaleforniu. AIls konar nýlenduvörur og kryddvörur. í bazar-deildina. 4 kassar járnvörur og byggingará- höld innanhúss. Kúnstskautar. Burstar allskonar. Ameríkanskt skrifborð o. s. frv. í vefnaðarvörubúöina* Svart klæði. Svart kjólatau. Yefjar- garn. Slör. Dömuskófatnaður. í fatasölubúðina. Svart kamgarn, 4 tegundir. Fata- efni allskonar. Hálslín og slips, enn þá viðbætir. Hattar og húfur alls konar. Loðhúfur af mörgum tegundum o. m. fl. H. Th. A. Thomsen. Biíflii MII. I Vér undirskrifaðir kaupmenn og verzlunarstjórar Ieyfum oss hér með að tilkynna heiðrúðam almenningi, að við munum Ioka búðum vorum kl. 7 e. m. næstu tvo mánuði — janúar og febrúar. Eeykjavík 28. desbr. 1899. H. Th. A. Thomsen, Ásgeir Siqurðsson, Björn Kristjánsson, C. Zimsen, G. ólsen, Sturla Jónsson, Fr. Jónsson, Th. Thorsteinsson, ó. Ámundason, G. Gunnarsson. Áskrifendum að tímaritinu „EIR“ tilkynnist hér með, að næsti árgang- ur ritsins kemur út í þriggja arka heftum fjórum sinnum á ári: í marz, júní, september og desember. Verð- ið sama og áður, árgangurinn kr. 1,50 og borgist fyrir 1. júlí. Skilvísum kaupendum, sem borga ritið á réttum tíma, verður með síð- va asta hefti næsta árgangs send ókeyp- V is kápa til að binda inn í tvo fyrstu árganga ritsins. Þeir, sem safna nýjum áskrifend- um að „EIR“ og sjá um skiivísa borgun, fá x/5 í ómakslaun. Reykjavík 28. desbr. 1899. Sigfús Eymundsson. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan. ÓlclfSSOH Laugaveg 10, ls.aupir: brúkaðar bækur alls konar, nýjar og gamlar, skólabækur, rómana, fornsögur o. e. fr.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (13.01.1900)
https://timarit.is/issue/149914

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (13.01.1900)

Handlinger: