Fjallkonan


Fjallkonan - 02.03.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 02.03.1900, Blaðsíða 2
2 fjallko;nan. menn hafa sagt mér, mun láta nærri, að pottur af kúanýmjólk sé um 8—9 aura virði til bús- ílags. Getur verið, að á sumum stöðum megi reikna hann lítið eitt meira, eða máske a!t að 10 aurum. En þetta verð liygg ég undir flest- um kringumstæðum sé náiægt því rétta, hvort heldur miðað er við alment gangverð á afurð- um mjólkarinnar eða hún er borin saman við aðrar fæðutegundir, að því er snertir sðalefnin og verð þeirra. Einnig mun sennilegt, að þetta verð, sem hér hefir verið nefnt, samsvari nær- ingargildi hennar í hlutfalíi við aðra fæðu. — Eftir þessu mun naumast þurfa að gera ráð fyrir, að bændur vilji selja nýmjólkurpottinn öllu minna en 9—10 aura. En meðan mjólkin alment er ekki meiri en það, að hún er svoað segja öll notuð til manneldis, búið til úr henni skyr, höfð í grauta og drukkiu köld eða heit, þá er þýðingarlaust að vera að rífast um verðið á nýmjólkurpottinum. Uudir núverandi kring- umstæðum er því aðalatriðið það, hvernig bezt er að haga sér til þess að fá sem mest upp úr rjómanum. Þegar byrjað verður fyrir alvöru á ostagerð, hlýtur spurningin um verðið á ný- mjólkurpottinum að koma fram og einhver á- kvörðun að takast því viðvikjandi. Yonandi er, að þess verði ekki langt að bíða, að osta- tilbúningur komist á, annaðhvort samhliða smjörgerðinni á sömu mjólkurbúunum eða þá á sérstökum stofnunum, sem reistar eru í þeim tii* gangi. En eins og nú stendar virðist mér hyggilegast, að snúa sér að smjörgerðiuni, auka framleiðslu þess og bæta verkunina á því. En til þess að þetta geti orðið, þarf að koma upp mjólkurbúum eða rjómabúum. Ég hefi reynt að íhuga þetta mál, og mér getur ekki betur sýnst, en að mjólkurbú eða rjómabú hljóti að bera sig, ef ekki vilja nein óhöpp til. Það hygg ég mundi bezt gegna, að búunum væri komið á fót sem sameignarbúum. Ef ein- stakir menn ráðast í að stofna þau, ef til vill í þeim tilgangi að geta haft atvinnu við rekst- ur þeirra, þá má gera ráð fyrir því, að þeir mundu leitast við að færa verðið á mjólkinni niður, og gæti þá svo farið, að fyrirtækið strandaði á ósamkomulagi og samningsleysi milli eigenda og mjólkursalanna. Eigandi mjólk- urbúsins mundi eðiilega hugsa fyrst og fremst um það, að skaðast ekki á fyrirtækinu, en reyna að hafa sem mest upp úr því. Sé búið aftur á móti sameign fleiri eða færri félags- manna, þá er það enginn einstakur maður, sem getur haft sérstaka hvöt til þess að „spekúlera" í því að græða á fyrirtækinu. Gangi búinu illa og beri það sig ekki, líða allir hluthafar þess skaða við það. En sé á hinn bóginn einhver ágóði, þá skift- ist hann hlutfallslega niður á hvern meðeig- anda. Af þessu ætti þá að leiða, að ef búið er sameignarmjólkurbú, væri öllum eigendum þess það áhugamál, að því gengi sem bezt og að hagurinn við rekstur þess yrði sem mestur. Þá er það bæði Pótur og Páll, sem fá siun hluta af ágóðanum. En ef það er einn maður, sem á búið, mundi viðskiftamönnum þess koma það bezt, samkvæmt íslenzkum hugsunarhætti, að afgangurinn við lok reikningsársins yrði sem minstur. Ég hygg því, að sameignarmjólkurbú hljóti að gefa af sér meiri og jafnari arð hver- jum einstökum sameignarmanni en annað, sem er eign einstaks manns. En ég tek það fram aftur, að á meðan alla reynslu vantar hvað mjólkurbúin snertir, þá getum vér ekki gert neinar óyggjandi áætlanir um kostnað og ábata við rekstur þeirra. Að öðru leyti leyfi ég mér að. vísa til ritgerðar í „Búnaðarritinu“ (13. árg.) um mjólkurbú í Danmörku og Noregi þessu efni viðvíkjandi. vm. í Þjóðviljamm unga (tölubl. 57) þ. á. er ritdómur um Búnaðarritið og er þar minst á grein mína, er getið var um í næsta kafla á undan, og farið fremur hlýlegum orðum um hana. En áætlanirnar, hvað útgjöldin snertir við mjólkurbúin, telur blaðið „svo lágar og ó- nákvæmar að ekki verði á þeira bygt“. Sór- staklega hneykslast það á kolaverðinu, hvað það er gert lágt; en verðið miðaði ég við pen- ingaborgun út í hönd, á staðnum þar sem þeim væri skipað upp og að mikið væri keypt í einu. Einnig er þess að gæta, að ko! hafa stigið mjög í verði síðan þessi ritgerð í „Búnaðarrit- inu“ var skrifuð. Auk þess er áætlun sú, sem þetta dæmi er tekið frá (sjá Búnaðarritið bls. 43--44) gerð til samanburðar við notkun skilvindunnar, og getur því þetta atriði eitt út af fyrir sig ekki sannað, að áætlunin í heild sinni sé oflágt reiknað. En það get ég skilið, að með því verði, sera nú er á koiunum, muni það reynast ærið kostnaðarsamt að reka mjólkurbú hér með gufuafli. Enda tel ég hyggi- Iegast til að byrja með, að mjólkurbúin séu eigi höfð stærri en það, að vélar þær, sem notaðar eru, verði hreyfðar, annaðhvort með hestafli eða handafli. Sumstaðar mætti sjálfsagt nota vatn sem hreyfiafl, og er fram líða stund- ir kemur rafmagnið til sögunnar. Verða þá mjólkurbúín rekin með rafafli og þurfum vér þá ekki á kolunum að halda. Kaup bústýru, 25 kr. um mánuðinn, þykir “Þjóðviljanum“ einnig of lágt gert, Hér við hefi ég það að athuga, að í dæminu er ætlast til, að bústýran hafi frían verustað eða húsnæði og ókeypis mjólk, sem hún þarf til matar. Einnig er ráð íyrir því gert, að búið starfi ekki alt árið, t. d. nokkra mánuði að vetrinum; en kaupið er gert til jafnaðar 25 kr. um hvern mánuð, alt árið. Hundi eigi óhugsandi, að bú- stýran gæti yfir þann tíma, er búið stæði autt, haft eitthv&ð fyrir stafni, og að hún að minsta kosti væri matvinnungur. Hvað áætlanir mín- ar í áðurnefndri ritgerð í „Búnaðarritinu“ snertir, þá vil ég geta þess, að verðið á blntuuum er miðað við peninga borgun út í hönd. Má vera að útgjöldin séu í einstökum atriðum gerð í lægra lagi; en hið sama er þá að segja um tekjurnar, og ætti það að jafna sig. Sigurður Sigurðsson. Raddir almenniiigs. [AUireru boðnir og velkomnir, að sktifa í þennan bálk Pjallkonunnat. Greinirnar mega vera nafnlausar, en þá verða þær að vera með fangamarki höfnndanna undir. Ritstjórinn ber enga ábyrgð á þessum greinum aðra en þá sem lög ákveða]. Alþýðufyrirlestur var að vanda haldinn hér í bænum fyrir skömmu. í það skifti talaði hr. garðyrkjumaður Einar Helgason og hafði valið fyrír umtalsefni: „ísland að blása upp“- Þetta var áður auglýst, og fólk vissi náttúrlega að ræðan yrði um ísland og íslendinga. Það vóru heldur ekki nein þrengsli í salnum þetta kvöld. Ávalt þá er ég hefi verið við fyrirlestra þessa í vetur, hefir verið húsfyllir þar til nú. Ég hefi í hvert skifti þráð og vonað að heyra hina háttvirtu ræðumenn beina orðum sínum að einhverju íslenzku, og að glæða einhverjar góðar og göfugar hugsanir, því það ætti að vera aðal-markmið fyrirlestranna; en von mín hefir algert brugðist. Flestir þessir háttvirtu herrar hafa verið í ræðum sínum eins og á gandreið út um allan heim. Ensvona vill nú fólkið hafa það: — umfram alt að vera ekki að tala um okkur íslendinga eða neitt sem okkur kemur við, eða hvað svo sem ætti að segja um okkur? fara kannske að finna að og ávíta okkur fyrir ódugnað, hégóma- girni, stærilæti, ósiðsemi, ræktarleysi við ætt- jörífina o. s. frv.; það væri þó óheyrileg ó- sanngirni! Þegar menn svo eru að tala um, að við og niðjar okkar getum átt góða framtíð fyrir hönd- um hér á landi, ef við að eins sýnum dáð og drengskap, og lifum i meiri trú og kærleika, þá þykir okkur skörin fara að færast upp í bekkinn; við getum víst ekki kannast við, að nein vanræksla í þess .m efnum eigi sér stað, að minsta kosti í höfuðstaðnum. Yið förum iðulega til guðsþjónustu, að minsta kosti hjá „hernum“; einnig á flestar aðrar sam- komur, t. d. sjónleika, myndasýningar og dans. Ait þetta kostar peninga, svo við megnm ekki vera iðjulausir til að geta haft þá á reiðum höndum, og nær sór er naumast hægt að taka en að selja af sér fötin og svelta í tilbót. Svo á að núa okkur því um nasir, að við séum öðruvísi en við eigum að vera! Yið ættum sannarlega helzt skilið, eftir að hafa tekið svo nærri okkur, að við höfum ekki lengur neitt til að éta eða klæðast af — að fá fríflutning til Ameríku, helzt á landsjóðsskostnað, svo sem í viðurkenningarskyni fyrir alla okkar þjóðrækni og innilegu ættjarðarást, ___________ Þ. B. Palladómar um alþingismenn 1899. IV. Misprentað i slðasta blaði í 3. clálki á 2 bls. í palladómunum um séra Eirík Gislason: „En hin ástæðan er síður fyrirgefandi11, á að vera ástríðan. Ouðjón Ouðlaugsson, þingmann Strandamanna, verður að telja einhvern bezta þingmanninn, og hefir Fjallk. áður getið hans að góðu. Hann er einarður vel og kroppar ekki utan af hnút- um sinum, þegar hann sendir þær. Hann er nú einna röskvastur maður í landshöfðingja- flokkinum (mótflokki Valtýsmauna), og hélt langa ræðu á móti Valtýsfrumvarpinu, eins og áður er getið. Margt var í þeirri ræðu vel at- hugað. í niðurlagi hennar vék hann sérstak- lega máli sínu að málgöguum Valtýsmanna (eink- um „Þjóðviljanum"), og komst þá svo að orði: „Mönnum mun detta í hug orð biblíunnar, að rotin tré geti ekki borið góðan ávöxt. Þegar það er svo, að telja má meðal undantekninga, ef sézt hefir leiðari í málgögnum mótflokks vors, sem ekki hefir baft meira og minna af getsök- um og persónulegu níði um oss, og oft fullan heíming af þeirri vöru, þá er það ekki að undra, þó almenningur geti ekki laðast að skoðunum þ8irra. Það er því ekki að ástæðulausu, þó menn bendi á suma af hinum leiðandi mönnum mótflokks vors som rotin tré, eða tré sem séu gegnumsmogin af eiturormum, ósanngirni, ill- kvitni og hroka“. — En þar mun hafa verið líkt á komið á báða bóga; líkt um ritháttinn hjá blöðum hvorstveggja flokksins.og ekki var að minsta kosti prúðara orðbragð hjá mótstöðu- mönnum Valtýs. Eldhúsdag þingsins lét Guðjón til sín heyra með öðrum góðum mönnum, og vandaði raest um ráðsmensku vegagerðarmanna, eins og áð- ur hefir verið getið hér í þessu blaði. Hann fann og að því, að verkfræðingur landsins, sem kallaður er, hefðist heldur litið að, og að áætl- anir hans væri ekkisem áreiðanlegastar. Lands- höfðingi fann enga ástæðu til að svara þessum aðfundningum hans, og lítur því út fyrir, að þær hafi haft við'rök 'að styðjast. Guðjón var i sex nefndum á þessu þingi og þar á meðal í fjárlaganefndinni. Það getur naumast komið til mála meðal Strandamanna, að kjósa neinn annan þingmann en Guðjón. Hann er sæmdar-þingmaður, og engin ástæða fyrir þá að skifta um. Hvað drynur þú, foss minn ? Hvaö drynur þú, foss minn, sém fram yfir stall hinn fannhvíta skrúða þinn breiðir? Mér ógnar þitt þunga, þitt aflmikla fall, en að sór minn huga það seiðir. Ég htyrði það um þig, þá ungur ég var, og á það ég nœstum því trúði, að gammur einn lœgi á gullinu þar sem gaus upp hinn þéttasti úði. Ég horfði þig margsinnis hugfanginn á, ég horfði á regnboga þína, en aldrei þar gamminn ég upp stiga sá og aldrei sá gullið þar skína. Ég hafði þó ýmigust á þér, — og mig

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.