Fjallkonan


Fjallkonan - 09.03.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 09.03.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN komuvn stúdentafélagsina, þar sem úfengi iieiir yerið haft um hönd. Það getur verið, að þar hafi verið einstaka menn hálffullir eða alfullir af 2—3—400 rnanna. Ea ekki hefi ég tekið eftir þvi. Við vitum að það hefir komið fyrir, að menn hafa farið þar á glapstigu. En það gengur samt vel venjulega, að vera saman við vín í allri siðsemi, að finna að vínið færir hiýju og gieði, skáldskap og andigíít, j&fnt hér á Norðuriöndum sem á vínviðarhæðum Gyðinga- lands og Grikklands. Ég var bindindismaður þegar ég var stúdent, svo að ég gat mjög ejaldan verið við toddy- drykkju hjá félögum mínum. Ea ég man marga góða pilta sem gerðu það. Og meðal þeirra var einn, sem allir lúka upp sama munni um, að hann væri hreinasti og bezti piltur sem þeir þektu, — og með frábærum hæfileikum. Ölium var okkur það fullljóst, að það sem gaf toddyinu gildi var hinn fjörugi, hlýi og glaði félagsandi samfara skáldskap, andagift og hug- fengi og öllu því sem góður stúdent metur mest. Eða haidið þið, ef til vill, að það hafi verið sætubragðið? Það er víst satt, að bindindisfóikið skilur yfirleitt ekki þetta, sem öllum öðrum er ljóst, en með því móti er það líka víst, að það skilur ails ekki það máiefni, sem það sjálft berst fyrir. Það skilur aðra hiið þss3, en lokar augunum fyrir hinni. Þetta blessað fólk verður að afsaka: Það sem einkennir bindindismáíið er einmitt skorturá hæfileikumformælendannatilaðgetahugsað semjal- gáðir menn. Þeir þjást sjálfir af nokkurskonar vímu. Foringjar bindindismanna geta svo lengi sem þeim sýnist haldið því fram, að bindindisheitið, þetta mikla vopn gegn ofdrykkjunni, sé í sjálfu sér ekki siðferðilegt, heidur eingöngu nauðsyn- legt til að ná tilganginum. Liðsmenn þeirra skilja ekki þetta. Að sama skapi sem þeir verða ákafir, að sama skapi verður þeirra nauð- syniegasta vopn — þeim ósjálfrátt—mjög siðferði- legt að þeirra áliti. Þeir álíta þá ósiðferðilegt að nota það ekki, jafnvei að það gangi glæpi næst. Hófsemdarmaðurian geri meiri skaða en sjálfur ofdrykkjumaðurinn. Því vesalings ofdrykkjumaðurina geri þeirra málefni meira gagn en skaða; hann starfi fyrir bindindismál- ið, en hófsemdarmennirnir séu þar á móti hin- ir sönnu táldragar, og að það séu þeir, sem haldi lífinu í áfengisnautniuni í heiminum. Hófsemin á þá að vera stórsynd. En ves- lings drykkjumaðurinn er sýkn saka. Og þi er hin siðferðilega rugiun komin í algieyming. En af því að bindindishreyfingin hefir frá fyrsta spori sínu farið dálítið afvega af vegum heilbrigðrar skynsemi og stillingar, hefir hún fengið á sig brennimark hávaða, ofstæki og pólitískra æsinga. Eigi að síður verður að játa, &ð biudindis- frömuðirnir hafa unnið og vinna mikið gagn, og að við eigum þess vegna að fyrirgefa þeim» þó þeim verði á að fara með öfgar. En við megum ekki þegja við þeim. Öfgarnargeta magaast á þessari öfgaöld, svo að þær hrífi allan þorrann af fylgjurum góðs máls á stað með sér og getur þá litið svo út, sem hófsmennirnir komi minna tii leiðar en frekjumennirnir. 10 þúsundir hávaðamanna geta þannig gert meira að verkum en 10 still- ingarmenn, þó einn stillingarmaður sé jafnoki 10 hávaðamanna. Hófsemin deyr ekki. Öfgarnar deyja — þcg- ar þær eru orðnar hásar af hávaðanum. Hóf- semin er ódauðleg eins og sannleikurinn. Iimlend yerzlun. Bréf úr öllum áttum. Patreksjirði í febr. Það er orðin föst regla, þegar minst er á verzlun í blöðunum, að segja hana „illa og örð- uga“, hvar sem er. Ég ætla samt ekki að Eúgmjöl — — Hrísgrjón — — Bankabygg — Kaffi pd. . Hjá Isl. Handels & Fiskerikomp. Geirseyri 17,00 18,00 26,00 og 28,00 24,00 og 26,00 0,65 Neftób&k — Ofnkol skpd. Brennivín pt. fylgja þeirri reglu, heldur skýra frá verðlagi helztu vöruteganda nú, hér á Yatneyri og Geirs- eyri við Patreksfjörð, og láta svo almenning dæms. Hjá, P. J. Thor- steinsson £ Co. Vatneyri Rúgur . 200 pd. 18,00 19,00 28,00 25,00 0,66 Kandís — í ks. 0.32, í pd. 35 í ks. 0,30. í pd. 0,32 Meiís — í tp. 0,30, í pd. 32 í tp. 0,28, í pd. 0,30 Export — . . . 0,50 0,50 Munnt. Nobels pd. 2,50 Í5pd. st. 2,30, í pd. 2,40 1,75 1,80 7,00 5,00 1,30 ekki til Verzlanir þessar hafa skift með sér verkum. Á Geirseyri hafa einlægt verið nægar matvöru- birgðir, kaffi o. s. frv., en af sykri var lítið upp á síðkastið, áður en póstskipið kom. Aftur á móti ekkert af þessu til á V&tneyri frá því í haust þar til nú, að póstskip kom, en í þess stað hefir verið þar nóg til af brennivíni og kostar að eins 1 kr. 30 &u. potturinn. Frá framanrituðu verði hafa verzlanir þessar gefið prósentur við árslokin fyrir skuldlaus viðskifti. í vor sem leið lét Geirseyrarverzlun þinglýsa því, að hún tæki 4°/0 af skuldum, og gæfi 4°/0 af innieignum við árslok hver, hvort- tveggja miðað við 20 kr. upphæð og þar yfir, og að af skuldlausri vöruúttekt gæfi hún „prósent- ur“ mismunaudi háar eftir viðskiftamagni skifta- vina. Keikningar eru ekki útbýttir, og fyrr verður ekki séð, hve miklu þetta nemur, en ég heyri suma segja, að þá i f. á. reikning hafi munað þetta drjúgum, frá því sem hér hafi verið venjs. A. Borgarfirði, marz. Megn óánægja er með verzlunina í Borgar- nesi. — Vörulaust við Bryde-verzlun; þar er engan hlut að fá, hvað sem á liggur. Eu mat- vara hefir verið dýrari í Borgarnesi í vetur heldur en á Búðum og í Ólafsvík, og hefir út- lend vara þir þó til skamms tíma þótt í fullu verði. Rúgmjöl, sem nú flytst til Borgarness, er mjög vont, og á vist ekki nema að nokkru leyti skylt við rúg. Fleiri matartegundir þar vóru ekki góðar í ár. Þegar verzlunin er svona óvönduð, ofan á annað ólag sem á henni er, á hún mikinn þátt í því að ýta fólkinu tíl Ameriku. Suður-Þingeyjarsýslu 15. febr. Raupfélag Þingeyinga var ekki heppið næst- liðið ár. Auk almennra verzlunar-vandræða, sem aliir kannast við, lágt verð á útfluttri vöru en hátt á matvöru aðfluttri, tapaði félagið á sauðafarmi líklega nálægt 2 kr. á kind, fyrir hrakning sem féð hrepti af sjógangi; þó var skipið gott. Meðalverð á fé í Kaupfélagi Þing- eyinga í þessu skipi varð því ll1/^ krónu. Þetta jók á skuld félagsins við Zöliner, svo hún er nú um 17000 kr. Þar að auki skuldar félagið bankanum um 8000 kr., eða aiis 25000 kr. Fyrir þessari skuld átti félagið um nýár í ó- skiftum og óseldum vörum, innlendum og út- lendum, og hús og áhöld að auki. En sjóðir félagsins mega þá heita að hvíla í skuldum hjá deildum félagsins. — Enginn verulegur bilbug- ur virtist vera á félagsmönnum yfirleitt með að halda áfram, og var á aðalfundi samþykt að senda formann félagsins (Pétur Jónsson á Gaut- löndum) til útlanda, að reka erindi þess. Það hefir ekki fyrri kostað sliku til. — Aðfluttar vörur til Kaupfélags Þingeyinga 1900 nema 58 þúsundum og útfluttur gjaldeyrir álíka. ISLENZKUR SOGUBALKPR Æflsaga Jóns Stelngrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Bftir eiginhandarr. Landsbókas. 182, 4to]. (Framh.). * Þar í sðkn var sá maðr, er hét Einar Erlendsson, kórdjákn af góðri ætt kominn, skýr maður, sérvitur, falskur og undirföruli. Hann var eitt djöfuls verkfæri og útsendari að fordjarfa mig með öllum uppþenkjanleg- um hætti. Hann siktaði hvert mitt orð og verk utan kirkju sem innan; sá blíðasti þó í öllum viðræðum, kænn og kyndugur að venda sig þá upp komu óheilendi hans. Þessi ólyfjan, sem hann bjó yíir, dreifði sér mikið út milli éinfaldra og uppvaxandi illa artaðra unglinga, so eg var nálega aidrei að segja óhnltur að prédika þar guðs orð, því út úr minni ræðu var spunnið á ýmsa vega, sem mér varð þó fyrir því bezta, þar eg grund- vallaði öll mín prestsverk því betur, og féll því í þann þanka, að einn prestur gæti trautt orðið í góðu standi, nema hann hefði þvílíka siktara í sókn sinni. Strax fyrsta vorið komst eg í lagadeilnr við hann út af kyrsetu, er hann ætlaði að brúka á koti, er eg hafði bygt honum, sem á hann féll, so að hann varð að snauta í burt með óvirðing. Hann átti ágæta konu, sem Guðrún hét. En fram hjá henni hélt hann við vonda taus, er heitir Jódís, lygin og Btelvis. Hún átti þar tvisvar barn hjá honum, er þð urðu föðurlaus. Hún varð so loksins hans síðari kvinna, og áttu þau yfrið vel geð saman. En so féllu hlutir siðast, að fyrir það þjófstolið, sem hún dró að honum, vóru þau bæði flengd og dæmd ærulaus. Dó hann so þanninn í hungri og vesaldóm, en hún enn flæm- ist manna á milli. Þanninn straffaði hinn alvísi guð þennan hans orðs og presta hatara, en hún var sett í tukthús. Guðrún hét ekkja þar, sem sagt var hann hefði ofmikinn kunningsskap af áður. Hún var mjög stórlynd og munnhvöt; son átti hún sem Halldór hét. Greind Jódís kendi honum barn; héldu allir hann sannan að sök, en hann fram bauð sinn eið á móti hennar áburði, sem eg og allir sem á þvi þingi vóru vildu aftra honum, en það kom til forgefius, so hann sór. Móðir hans fann mig eftir þingið og sagði: „Allir vildu, eftir sem heyrt hefi, leiða þar barn mitt til helvítis, og þú varst verstur þar 1, sem eg ætlaði sem bezt“. En eg svaraði: „Guð mun innan skamms sýna þér á 'mér eða honnm, hvort ég sótti eftir hans velferð eða ei, ef eg má prestur heita“. En so fór: drengurinn lagðist strax veikur með so kvalafull- um meinsemdum, að af honum fúnaði (svo) maginn, að milti og lifnr gengu út. En nær eg síðast þjónustaði hann, var eg viss um hans sanna umvendan og sáluhjálp. Ó hvað þungt er að falla undir reiði guðs, hvar frá hann öll sín börn varðveiti! Hennar endalykt varð og með skelfing. Eitt sinn var eg einsamall að húsvitja; vóru þar bændur tveir, sem vóru að deila í heygarði, semþeir áttu saman; fer eg þangað til að forlika þá, sem ei hafði að segja, þvi þeir ei alleinasta heldu á að skammast og reka heygogga sína hvor í aunan, heldur og réðust á mig, (svo) að mér þótti fótur minn fegurstur að komast frá þeim. Sunnudagur var að morgni; ætluðu þeir þá að vera til sakramentis. Tek eg þá afsíðis og segi þeir skuli nú biðja hvor annan fyrirgefningar á sinnm orðum og verkum í gær, ef þeir hafi ei gert það. Þeir svara: „Höfum við verið nokknð ósáttir; við munum það ei, eða vill presturinn vekja milli okkar nokkurn óróa? ete. Yar nú áður nefndur Einar kominn í lið með þeim. Begera so af mér skriftamál og Bakramenti, er eg varð að veita þrælum þessum mót samvizku minni, þar ei hafði nokkuð bevísanl8gt upp á þá. Soddan mega oft prestar þola. Mr. Gunnar Jónsson á Dyrhólum var guðhræddur maður og vel að sér um marga hluti, bæði í andlegu og verz- legu, fullur af grillum og heilabrotum. Hann statueraði og framfylgdi með mesta kappi að lögmálið ætti eigi að prédikast heldur einasta evangelíum, að einu gilti hvað menn hefðust að, ef þeir hefðu æruna, að menn ættu ei að biðja guð með fororði og þess háttar. Má nú nærri geta, hvílíka mæðfl þetta hans rugl gerði mér, so vel i guðs orða réttri kenning og útleggingu í kirkjunni, sem og sérhverju samkvæmi, hvar ætíð var viss von á ein- hverri þess háttar mælgi og kappræðum af honum. Og so sem hann var málskapsmikill, féllu margir á hans meiningu og villu útleggingar. Kom so loksins í skrif og pennastríð milli okkar, sem sjá má eftir mig, og skildum við so að í þessari trúarbragða baráttn. Þó var so góð art i honum, að hann talaði aldrei nema vel um

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.