Fjallkonan


Fjallkonan - 09.03.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.03.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 mig á bak og leið það ei öðrum að halimæla mér, þá eg var ei við. So vóru og illa artaðir menn í hinni sókn- inni, að þeir á síðuBtu tímum minnar þarveru rökuðu alt tagl af reiðhesti mínum, skáru alla hnappana af minni prestshempu fyrir utan þann efsta og neðsta — fleira nefni eg ei. So heflr Mýrdals fólk verið kartið við presta sína, að það hefir þá flesta mætt, og ei vel útleik- ið; mun það og lengstum við haldast. Þó finnast þar góðir og guðhræddir menn] i hland, sérdeilis kvenfólk, sem mér var ætíð þægilegt og gott gerandi. Tók eg góðum kunningsskap við fjórar af húsfreyjum: ein var 4 Brekkum, önnur á Hvoli, þriðja í Pétursey, fjórða á Sól- heimum. Keypti hver þeirra handa mér brennivínspott, er eg vel borgaði þeim; af þessu tók eg mér hressing, þá eg var á ferð þar um, eftir þörfum, sem mér nægði frá einni kauptíð til annarar, vol so. Ein var so fyndin, þá hún gat ei flöskuna so geymt fyrir manni sínum, sem var drykkimaður, — lét hún hana þá ofan í skyrkerald sitt; þar kom honum ei til hugar að leita. ,Mikið má þá vel vill.‘ 82. Um alla þá markverðustu viðburði, sem skeðu meðan eg var í Mýrdalnum, hefir séra Jón Hjaltalín orkt einn sálm að forlagi mínu, hver og finst i einni bók, er eg hefi saman tekið og skrifað. Á eitt sérlegt guðs dá- semdarverk, er hann og um getur, vil eg minnast, sem var þá 5 skip með 90 manns náðu eigi landi undir Dyr- hólaey; hröktu því undan í sterku austanveðri með regni, hafróti og mestu ókjörum, að ei sást fyrir, (að) nokkurt þeirra mundi af komast, hvað þó skeði fyrir undrunar- legan guðs almættis kraft, að þeir eftir þá dimmu og mæðusömu nótt náðu með heilu og höldnu Vestmanney- jum og vóru þar vegna brims og leiðisleysis í 11 daga. Eg var þá ei heima, og var það ein sú daufasta aðkoma þá sóknir mínar vóru so eyðilagðar, að mest öllu mann- fólki, aðeigi varð embættisfært. Lögðust margar konur af harmi; var eg allan þann tíma á reið til og frá, að telja um fyrir þeim og hugga þær. Tvisvar og oftar varð eg að koma til þess á suma bæi. Forsómaði sig þá ei sá vondi andi að innbyrla það og það, en guðs náð og kraftur í breyskleikanum yfirvann þó so undarlega, þó minni fyndist, að ánægjanlegleikinn komst á hjá flestum. Var það tilfelli eitt það þyngsta og örðugasta, sem eg leið þar í plátsi. En hvílíkir fagnaðarfundir þar urðu þá hver heimti aftur sinn ektamaka og náunga, má nærri geta. Lofaður sé guð um aldur og eilífð fyrir slíkt al- mættisverk. (Frh.). Patrehsfirði 9. febr. Tíðarfar frá nýári mnn mega telja frem- ur gott. Snjóalítið og frostlint, 7° mest á R., en þíðvindi á milli. Útibeit sera oftast, og eng- inn kvartar enn um heyleysi. Skepsuhöld verða því vonandi nú víðast hvar á þessu svæði í góðu iagi eftir veturinn. Það er líka mikilla þakka vert, að verða ekki var við hor eða hor- bröður í fjárhúsunum. Heilsufar manna hér um slóðir sæmilegt, en meinsemdir út úr smáflumbrum, nálarstingum o. s. frv., hafa allvíða gert vart við sig, og það svo að einn lét lífið, af öðrum varð að taka handlegg upp við öxl (Jósíasi bónda í Haga) og 3. og 4. mistu fingur. Trúarlíf virðist fremur dauft, kirkja sjaldan sótt en því mun þó valda mest, hve illa húu er sett — í Sauðlauksdal — fyrir meginhluta safnaðarins, eða */6, sem eru hér á Eyrum (Yatn- eyri og öeirseyri). Reykjavík hrópar; „Frí- kirkja“. Enn sem komið er hrópum við að eins „ríkiskirkja", ekki á eyðimörku, heldur þar sem aðalmagni safnaðarins er gert kleift að sækja hana. FélagssJcapur hefir verið hér sem víðar sundr- aður. Til þess að efla hann hafa nú Eyrarbú- ar (sem eru að höfðatölu ca 240) komið sér saman um að byggja alment samkunduhús. Á hinn bóginn hefir og komið til tals, að sveitin bygði barnaskólahús hér á Eyrum, annaðhvort áfast við þessa byggingu til að Iétta kostnað, eða sérstaklega. Hefir presturinn, sem hans var vísa, stutt þetta mál vel. Á barna- skóla er hér engin vanþörf, þar sem á Eyrum eingöngu eru nú 80 börn innan fermingar, að lieita má kenslulaus. Ölfangalögin nýju, þykja mönnum, einkum bindiadishlyntum mönnum, eitthvert hið mesta viðrini, sem sézt hefir frá nokkurri löggjöf, og það furðar mig, að bindindisfélögin syðra ekki hafa gert sitt frekasta tii að leggja fram önn- ur snið, svo flík þessi kæmi að betri notum en nú mun verða raun á. Ég hélt að tilgangur þingsins væri að sporna við vínsölu, en það gera þessi lög ekki, — sé unt að vínsala aukist, þá hlýtur það að verða nú. Að margir smákaupmenn hafi hætt vín- sölu er ek'ki sönnun fyrir takmörkun sölunnar, heldur sönnun fj'íir því, að gróðanum af söl- unni sé kipt frá lítiimagnanum og bætt í vasa hinna stærri kaupmanna. Eu auk þess þarf enga burgeysa tií að geta leyst þetta 500 kr. gjsid, svo vínsölunni verði haldið áfram. Það er smáverzlun, sem ekki selar meira en 15 tunn- ur af brennivíni á ári, en hún er nægilega stór til þess hér eftir að selja brennivíns pottinn að eins með 20 aura framfærslu hjá því sem verið hefir, og eru þá 500 kr. fengnar, þegar bætist við tiitöluleg sala annara vínfanga. Og ekki mun þeim kaupmönnum veitast örðugt að borga 500 kr., sem selja þó ekki sé nema 40 — 50 tunnur brennivíns auk annars. — Lögin eru að eins til að &uka gróðaveg fyrir kaup- menn, sem t. d. selja brennivíns pt. 1,25 og annað eftir þvi, sem frétst hefir að kaupmenn hér á Vesturlandi ætii sér. — Hækkunin er samt ekki svo mikil, að vínföng verði ekki keypt alveg eins eftir sem áður, en kaupmenn munu hér eftir gera sér far um að hafa ætíð nægar birgðir. Landssjóðsgjaldið er hið sama. Það eru margar verzlanir, sem ekki kæra sig um að hafa vínföng nema vegna útlendinga; t. d. hafa vínföng á G-eirseyri ekki verið til síðan í haust. — En þingið hefir meistaralega sécf um það, að allir hér eftir birgðu sig vel. Allur frágangur þessara laga er þar að auki hvað orðalag og setningasamband snertir svo undraverður, að leyfilegt má vera að hugsa, að þau séu smíðuð í einhverri stórveizlunni • Hér gefst því miður ekki tími til að fara nánara út í þessa sálma, þó þess væri fullkomin þörf. — i Oullbringusýslu (sunnanv.) 28. febr. Tíðin hefi mátt heita æskileg í allan vetur. Það er alt af mikilsvert, ekki sízt nú; því þess vegna hafa menn getað stundað vinnu (þó stopul sé auðvitað í skammdeginu) til að njóta pen- inga þeirra er alþingi veitti hinum bágstöddu hreppum. Bæði vegna þess og svo af því, að mjög mikið veiddist af ufsa í Keflavík, hefir almenningur ekki Iiðið neyð, þrátt fyrir algert aflaley8i í fyrra og óvanalegt tjón á garðyrkju í sumar. — Mest er kvartað um éldiviðarleysi og er það eðlilegt. Eu gætu menn ekki notað vínandavéiar til matreiðsiu í stað hinna algengu eldavéla, sem eyða ógrynui af kolum? því þótt kol o. fl. nauðsynjavörur fáist eigi í Keflavík, þá mun víuandinn þrjóta þar seint. — Að und- anförnu hafa stundum aðeins 2 kaupmenn verzl- að þar með vínanda. En nú gera þeir það allir 3, þrátt fyir hið afarbága árferði og áfengis- löggjöfina nýju. Alveg aflalaust innan Skaga. Botnverpingar sjást þar sjaldan enn. En nú halda þeir sig i Hafnasjónum, milli 10 og 20. Þar hefir afiast ágætlega undanfarna daga, en misjafnt þó, sem von er, þvi sumir stunda nær eingöngu botnverpinga, aðrir hafa frosna síld til beitu, og nokkrir ekki nema fiskbeitu. Hlutir 6—60 á dag, meiri partur ýsa. Góður afli á Miðnesi undanfarna daga, en tregt í Grindavík til þessa. Stokkseyri 5. marz. Jörð að mestu auð og hagar góðir allstaðar upp um sveitir. Fénaðarhöld talin með bezta móti og heybirgðir óvanalega miklar. Mýrasýslu í marz. Tíðin inndæl, en haglaust með öllu víðast í uppsveitum. Næg jörð með sjó fram. Tauqaveikin hefir ekki komið upp annarsstað- ar en í Stafholti og á Mófellstöðum í Borgar- firði sunnan Hvítár. — Mest talað og hugsað um Ameríka ferðir; óþarfur fjárskoðanakostnað- ur, hundaskoðunarkostnaður, sem alls ekki hefir dregið úr höfuðsótt fénaðar, og þá líklega ekki úr sullaveiki manna, og fleira þessu iíkt eru íífcuprjónar, sem gera menn ókyrra í sessi. Að maðar ekki tali um landbúskapinn yfir höfað. Eyjafirði 22. febr. Tiðaifar breyttist til hins verra í lok 3. viku þoira. Komu þi sífeldar þokur með hríðum og mikilli fannkomu fram á þennan dag. Snjór er svo mikill í útsveitum við Eyjsfjörð, að tröppur eru gerðar ofan í húsiu (bæina), sem eru algerlega í kafi. Frostin hafa verið lítil dangað til í dag að frostið er 12°. Eigi er minna sagt af fannkomunni austur undau en minni snjór sagður í Skagafirði og því minni sem vestar dregur. Suður Þingeyjarsýslu 15. febr. Tíðarfar hefir aldrei verið gott síðan um 20. sept., að tyrst fór að hríða. En stórillindi ekki heldur. Jarðsæld góð fram undir jólaföstu víð- asfc hvar; síðan áfreðasamt, en einlægt fremur snjógrunt. Verst um nýársleytið og á þorran- um. Frá Búastríðinu hafa borist fréttir með frakknesku fiskiskipi um ósigur er Bretar biðu við Tugela-fljótið 5. febrúar; urðu þeir að hörfa aftur suður fyrir fljótið eftir 3 daga tilraunir að komast til Lsdysmith. Búar vóru þar fyrir á hæð einni og sendu Bretum mikla skothrið svo þeir fengu ekki staðist, þótt þeir hofðu kanónur til að verjast með. Náðu Búar þar miklu heifangi og handtóku að sögn á annað þúsund manna, enn 800 er sagt að fallið hafi af Bretum. Síðustu fregair segja að Bretar hafi nú náð borginni Kimberley, og að Búum gangi nú miður, en ekki eru þær fregnir áreiðanlegar. Hermálaráðgjafinn enski heimtar 20 miljónir punda til að halda áfram ófriðnum og að her- inn 8é aukinn í 160 þúsand. írar í Bandaríkjunum hafa sent hjúkrunar- sveit til Búa. (Framh. á 4. síðu). Brú brotin niður. Brúin á Norðurá í Skagafirði er gersamlega brotin niður og varð þess vart snemma í febrúar. Hún var bygð í sumar sem leið skamt frá póstleiðinni. Ekki er fullkunnugt, hvort brúin hefir sligast niður undan þunga sjálfrar sín, eða stormar liafa hrist hana út af stólpunum, því þeir höfðu verið mjóir og brúarkjálkarnir tæpir á þeim. Brú þessi var tekin út af smiðnum, þegar hann var búinn að byggja hana, og er sagt að úttekt- armenn liafl ekkert verulegt séð út á hana að setja, og þó er sagt, að farið hafi verið þá þegar að bera á því, að hún hafi verið farin að síga litið eitt niður öðrum megin. Er því mjög líklegt að það hafi stutt að því að hún brotnaði af. Talið er víst, að brúarsmiðurinn verði Iaus við alla ábyrgð af brú þessari, bæði íyrir samning þann er hann gerði viðvíkjandi byggingunni, og svo eftir áliti úttektarmann- anna, því þeir höfðu álitið öllum skilmálum fullnægt, svo liklegt er að landssjóður beri allan skaðann. Brúarsmiðuriun er Snorri Jónsson af Oddeyri, og hafði amtmaðurinn nyrðra haft yflrumsjón verksins, en ekki er oss kunnugt, hvort vegfræðingur landsins hefir átt þátt í því. Brúin kostaði um 3000 kr. Stofnun mjólkurbúa. Það mun vera af- ráðið, að tvö mjólkurbú lítil verði sett á stofn í Ytra Hrepp í vor. Það er fyrsta verkleg tilraun í þá átt, sem gerð er hér á landi. Það eiga að vera samlags-mjólkurbú („andelsmeje- rier“, sem Danir kalla). Þeir sem eru i sam-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.