Fjallkonan


Fjallkonan - 09.03.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 09.03.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.eða V/3 doll.) borgist fyrir 1. jfilí (erlendiB fyrir- fram). ±J BÆNDABLAÐ TJppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda baíi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœii 18. VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 9. marz 1900. tfr. 9. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- Btjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur tii kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er nu flutt i Landsbankahúsið og verð- ur ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á Bunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Verð á verzlunarvörum. Með því að Fjallkonan er bænda- blað og verzlunarblað, og flytur fremur öðrum blöðum greinir um verzlun og verzlunarfréttir, er mjög áríðandi, að hún fái sem víðast af landinu áreiðanlegar fréttir um verð- lag á helztu innlendum og útlend- um vörum í verzlunarstöðunum. Því mælist hún til, að góðir menn víðsvegar um landið sendi henni þess konar skýrslur, og sé þájafn- framt tekið fram, ef nokkur mun- ur er á peningaverði og „reiknings- verði", sem kallaðer, og sömuleið- is, hvort og hve miklar proeentur eru gefnar af skuldlausri verzlun. EJeir sem senda skýrslurnar verða að senda mér nafn sitt, en því verður leynt ef þeir vilja. Útgef. Fjallkonunnar. Versta plágan. i. Versta plágan, sem dunið hefir yfir land þetta á síðustu öldum, eru útflutningarnir til Ameríku síðustu þrjátíu árin. Jarðskjálftar, eldgos og skæðar sóttir eru ekkert í samanburði við Ameríku sýkina. Það er ekki nóg með það> að hún hefir svift oss meira en x/5 af allri fólkstölunni í landinu, og að þessi hluti hefir dregið með Eér alla þá peninga, sem hægt var að klófesta, út úr landinu, og flæmt margt af duglegu fólki burtu, heldur hefir þessi sýki gerspilt svo öllum hugsunarhætti þjóðarinnar, að margir þeir sem enn þá hanga hér heima, af því þeir hafa ekki haft ástæður til að kom- ast í burtu, mega heita að standa með annan fótinn hinummegin Atlantshafsins, alveg skeyt- ingarlausir um sitt eigið land og trúlau^ir á alla framtíð þjóðarinnar, viljalausir og fram- kvæmdarlausir til að sýna nokkra viðleitni sér eða öðrum til gagns, og reiðubúnir að skríða að fótum hvers fyrirlitlegs Ameríku agents við fyrsta tækifæri, gleypandi við fagnaðarboðskapn- um um jarðneaka paradís hiuummegin haísins, sem allir geti komist í og lifað þar um aldur og æfi undir lífsins tré — ef þeir að eins hafa aura í fargjaldið og óbilandi trú á postulunum. Það hefir nú verið hló á þessum ófagnaði um nokkur undanfarin ár, vegna vaxandi at- vinnuleysis í Ameríku og sérstaklega eymdar ísleadinga þar. Arferðið hefir veríð allgott kér á landi þar til nú síðustu árin, og því hafa raenn haldið hér kyrru fyrir fremur en áður En þegar jarðskjálftsr, 8ldgos, hafís, fiski- leysi og veizlnnarbágindi þjaka ísleudingum, þá glaðnar yfir íslenzku stjórnarsendlunum í Ameriku. Þá árar vel fyrir þá. Því vðru þeir séra Jón Bjarnason og séra Friðrik Berg- mann ekki lengi á sér að hypja sig á stað, þegar þeir fréttu um óáran hér heima í fyrra. Þá þótti þessum vest-íslenzku postulum tími til kominn, að leggja af stað á mannaveiðar til gamla föðurlandsins, sem þeir elska svo mikið, að þeir gera alt sem þeir geta til að færa það úr fötunum. Þegar þessir blessaðir guðsmenn komu hing- að í suinar sem leið, þá var svo sem uppi fót- ur og fit. „íslenzki biskupinn frá Ameríku er kominn", eagði fólkið, og sum blöðin kvökuðu alt af „dýrðin", „dýrðin" meðan þessir guðs- menn létu svo lítið, að vappa um þetta synd- uga land. Fólkið trúði — ekki vóru þeir agentar, ekki styrktir af stjórninni, járnbrauta- félögum eða" „línum"; þeir vóru einungis á skemtiferð til að heimsækja sína elskuðu gömlu ættjörð; það var óhætt að trúa öllu sem þeir sögðu. Og sælir þóttust þeir, sem gátu öðlast þá hamingju, að fela þeim á hendur sod eða dóttur eða eitthvert skyldmenni, til þess að þeir gætu leitt þá á líknarörmunum til fyrirheitna landsins. En þð ólíklegt sé, hefir þó frétst síðan, að ekki hafi rokið neitt sérlega af sælu þessara unglinga í Abrahams skauti í Winni- peg. Eftir það að prestarnir höfðu lagt undir sig landið fór að bera á einhverri óeiru í fólki einkum um þær slóðir, sem þeir höfðu farið. Ráðnir og rosknir bændur fara að hætta að búa hver um annan þveran; og jarðirnar eru ó- bygðar; sumir óðalsbændur ætla að hlaupa frá jörðum sínum óselduœ. Jafnvel einstaka prest- ar fara að piédika um dýrðina og fuilsæluna — í Ameríku. Mest er bröltið í Mýrasýslu, og er nú sagt að þar sé hlaupið frá 10—20 jöiðum, og um 20 jarðir eru sagðar lausar í Húnavatnssýslu. Mikið vestanveður er í Hrepp- unum í Árnessýslu, og líkt er sagt ástatt víðar á landinu. Þetta er árangurinn af yfirreið vest-heimsku prestanna, sem fóru með fríðu fóruneyti yfir landið og var allstaðar tekið með kostum og kynjum. Hófsemi og bindindi. í norska tímaritinu „For Kirke og Kultur" hefir Kristbfer Bruun, einn af helztu og góð- kunnustu prestum Norðmanna, ritað hvað eftir annað um hófsemi og bindindi, og heldur hann fram þeirri skoðun gegn hinum ströngu bind- indismönnum, að hðfsemin sé hin sanna fyrir- mynd. í síðustu grein sinni um þetta efni hefur hann fyrst máls á kenningum biblíunnar um vínnautnina. Hann getur þess, að sumir haldi því fram, að Kristur hafi ekki verið bindind- ismaður eða hvatt til bindindis fyrir þá sök að ofdrykkja hafi ekki átt sér stað á Gyðinga- landi um þær mundir. „Það er víst, að þar hefir verið drukkið hóflegar á þeim tímum en nú gerist á Norðurlöndum. En Páll varar oft við ofáti og ofdrykkju, og Kristur áminnir líka lærisveina sína að láta ekki hjörtu sín ofþyng- jast af ofáti og ofdrykkju og áhyggjum fyrir lífinu. Auk þess má víðar finna nægar sannan- ir fyrir því, að ofdrykkja var þar almennur löstur á þeim tímum. En samt fer svo fjarri því, að Kristur haldi fram algerða bindindi, sð hann þvert á móti tekur það fram sem eftirtakanlegan mismun á sér og fyrirrennara sínum (Jóhannesi skírara), að hann sé sjálfur í þessu sem aðrir menn (Matth. 11, 18. o. s. frv.) Því sætir það furðu, að bindindismennirnir skuli standa á því fastara en fótunum, a.6hefði Kristurorðið var við drykkjuskap, mundi hann sjálfur bæði hafa orðið bindindismaður og hvatt aðra til að vera það. En það er deginum Ijós- ara, að honum var fullkunmigt um víndrykk- juna og að hann var samt ekki bindindismaður. Og þegar Páll segir, að gott sé að forðast að éta kjöt og drekka vín fyrir sakir breyakra bræðra, á hanu ekki við þá menn, sem á þann hátt leiðast til ofáts eða ofdrykkju, heldur mein- lætamenn, sem héldu að það væri synd, að eta kjöt eða bragða vín. Hanu varar söfnuðinn við ofdrykkju, en ekki því að bragða vín. Báðir þeir Kristnr og Páll vóru upp aldir við þá skoðun, sem kemur fram í gamla testa- mentinu, að vínið gæti verið vanbrúkað, en að það væri í sjálfu sér góð og dýrmæt guðs gjóf, sem „gleddi hjörtu msnnanna". Þetta geta bindindismenn ekki skilið, og þeim liggur meira að segja við, að véfengja að það sé satt, Og þö að það hafi verið satt í fornöld á Öyðingalandi, halda þeir því fram, að það sé ekki satt hjá oss og á þessum tím- nm. Vínið og áfengir diykkir séu ekki lengur uppspretta ánægjunnar, andagiftarinuar og skáld- skaparins, heldur eiunngis undirrót þess sem er ilt eða Ijólt. Á fyrri öldum gat vínið verið líka undirrót hins illa. Það má t. d. sjá á spámannabðkun- um. Það eru að eins hinir góðu eiginleikar, sem vínið hefir mist á þessum síðustu og verstu timum. Schiller var ekki neitt sóða-skáld; þó eru til eftir hann drykkjukvæði („Punschlied") fleiri en eitt. Og annað þeirra er að minsta kosti mjög fallegt. G-öthe vegsamar líka vínið. Og ekki var honum alveg varnað að bera skyn á gleði, skáldskap og andagift. Þessir menn vóru uppi á öldinni sem leið og í byrjun þessarar aldar. Mun nú þetta alt vera breytt? Ég hefi verið í nokkrum brúðkaupsveizlum hér í Kristjaníu, siðan ég varð prestur, og hefir vín verið haft um hönd í þeim öllum, nægtir af víni. í engri þeirra hefi ég séð drukkinn raann. Þar hefir legið vel á fólkinu; þar hefir verið gleðskapur, fjör, brosandi augu, vingjarn- leg orð. Og ég get ekki borið á móti því, að þessi áhrif og gleði hafa að miklu leyti verið víninu að þakka. Ég hefi iíka talað um þetta mál við konur, sem hafa verið í aamsætunum. Þær hafa líka allar verið á því máli, að mikið mundi hafa skort á gleðina, ef vinið hefði ekki verið. Það get ég fullyrt, að það hafa ekki verið konur af lakara taginu, heldur mentaðar og góðar konur. Ég hefi verið einstök sunnudagakveld á sam-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.