Fjallkonan


Fjallkonan - 14.03.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 14.03.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í Tikn. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða V/t doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 14. marz 1900. Nr. 10. Landsbankinn eropinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjörnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundn lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er nú flutt i Landsbankahúsið og verð- ur ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. TJm stofnun mjólknrMa. IX. Það má óhætt gera ráð fyrir því, að mjólk- urbú muni eiga allerfitt uppdráttar hér, einkum fyrst um sinn. Bæði strjálbygðin og kostnað- arsamir aðflutningar á öllum efnivið eiga hér mikinn hlut að máli og hindra stofnuu þeirra. Einnig má telja það, „hve ræktaða iatidið er lítið, og kúabúin smá", eins og „Þjóðviljinn" getur um í áður áminstri grein. Ed hvað á Iengi að bíða eftir því að þetta Iagist? Er ekki hugsanlegt að stofnan mjólkurbúa, sam- kvæmt okkar kringumstæðum, geti stutt að því, að þessar umbætur fáist smátt og smátt. Það eru allar líkur til, og eada mjög sennilegt, að stofnun þeirra hafi þau áhvif, að vegir batni, strjálbygðin minki, landið verði betur ræktað og að kúabúin aukist. Þetta er að minsta kosti reynsla annara þjóða, t. d. Dana og Norð- manna, og það er eigi ólíklegt eða ómögulegt, að eama verði uppi á teningnum hér. Einhvern tilfinnanlegasta þröskuldinn í veg- inum fyrir stofnun rajóíkurbúa hygg ég vera skort á tiltrú og félagsskap aímennings, sam- fara vantrausti á, að þau geti borið sig. Þetta er einnig í sjálfu sér eðlilegt, meðan œenn ekki þekkja neítt til þessara stofnana, og telja þær þar af leiðandi ef til vill hættulegar. En reyusluna og þekkinguna á, hvað útheimtist til þess, að þau geti þrifist héí og komið að not- um, fær almenningur því að eins, að eitthvað sé aðhafst í þessa átt. Ef aldrei verður ráðist í að koma á fót mjólkurbúum, mun þeas verða langt að bíða, að reynsla fáist fyrir því, hvern- ig þau gefast hér. En af því sem þegar hefir verið tekið fram, geta menn nokkurnveginn séð, að það muni alveg hættukust að gera tilraunir með stofnun þeirra í smáum stíl, til að byrja með. Gefist það vel, og ég hygg, að svo muni reynast, má færa út kvíarnar, og gera búin stærri og fullkomnari. En áður cn ráðist er í það, verður vel að athuga, á hverjum stað fyrir sig, hvernig tilhagar með eitt og annað. Það verður að leita upplýsinga um, og fá vissu fyrir, hve mikil mjólk fæat til búsins, hvað mjólkurskálinn þarf að vera stór, hvaða skil- vinda og strokkur hentar bezt, o. s. frv. Það þarf með öðrum orðum að gera nákvæma á- ætlun yfir kostnaðinn við stofnun búsins og rekstur þess, að svo miklu leyti, sem það er hægt fyrir fram. Enn fremur þarf að athuga það, hvort hentugra eða hagkvæmara muni að stofna mjólkurbú eða rjómabú. Sé sveitin strjál- bygð, sem um er að ræða, mun hyggilegra að velja rjómabúið, og haga sér svo eftir því með kaup eða útvegun á þeim hlutum og verk- færum, er búið þarfnast. Þegar um rjömábú er að ræða, þá er það að eins rjóminn, sem sendur er til búsins. Mjólk- in er skilin heima á einn eða annan hátt. Kostnaðurinn við stoíhua og rckstur rjómabú- anna er mun minni, en ef það eru mjðlkurbú. Sérstaklega munar það miklu, hvað flutninginn á mjólkinni eða rjómanum snertir. Aftur á móti kemur sérstakur kostnaður á hluthafa búsins við það, að mjólkin er skilin heima. Naumast getur komið til mála, að þeir er búið nota láti skilja hana á þann hátt, sem tíðkast öú, í trogum og bytíum. Fiestir mundu reyna að eignast skiivindu, annaðhvort einir, eða þá í félagi með öðrum, og skilja mjólkina i henni. Einnig mætti nota vata og ís til að láta hana „setjast" og gæti það farið mjög vel. Eu þá geta menn ekki notað tréfötur eða trébyttur, he'.dur verða þoir að útvega sérstakar fötur úr blikki eða þunnum stálplötuni, og láta mjólkina setjast í þeim. Ef uppsprettulindir eða lækir renna allnærri bæjum, má leiða þá inn í eitthvert framhýsi bæjarins, eða sérstakt hús, sem til þess væri gert, og búa þar svo um, að hægt sé að nota vatnið í áðursögðum tilgangi. Verði þessu ekki komið við, má eins vel nota hvert annað vatn sem til er, en gæta þess að halda því nógu kóldu með ís. ísnum ætti auðvitað að safna að vetrinum, og geyma hann svo til sumarsins. Ef íshús er ekki til, getur farið vel á því, að safna ísnum í kesti eða köat, og þekja köstinn utan með torfi, heyrudda, mómylsnu, eða mold. Þegar ísiun er látinn saman við vatnið, er betra að mylja hann áður all-smátt; kælir hann þá vatnið fljótar og betur, en um leið eyðist meira af honum. Þessi aðferð, að nota vatn til að skilja með mjólkina, rjómann frá andanrenningunni, er allmikið tíðkuð í Noiegi, einkuni norðan fjalis og vest°.n. Hún er töiuvert handhæg og hampa- íítil, og hefir ótilfinnanlegan kostnað í för með sér. Aðalkostnaðurinn liggur í því, að útbúa húsið og kaupa föturnar, sem nota skal undir mjólkÍBa. — í Danmörk er þesai aðferð — kælingaraðferð — viðhöfð á stöku stað, t. d. hjá inspektör Feilberg. Yfir höfuð gefst hún vel, hvar sem er, og mundi reynast einkar hentug hér á landi. Ef vatninu er haldið nógu köldu, skilst mjólkin mjög vel, og því betur, sem vatnið er kaldara. Bezt er, að það sé um 0°, ea að sumricu, ef hitar ganga, er naumast, að því verði haldið svona köldu, nema ís só notaður, enda ætti það svo að vera, ef kæiingar aðferð- in er viðhöfð. X. (Niðurlag). Það vakir ávalt fyrir mér, að stofuun mjólk- urbúa eða rjómabúa sé eitt &f því er stutt geti að umbótum búuaðarins hér á landi. Jafnvel þó þau séu í smáum stíl, mundu slíkar stofn- anir hjálpa til þess, að smjörverkunin batnaði, og að smjörið yrði útgengileg vara. Stofnun þeirra er einnig töluverð trygging fyrir því, að hægt sé að útvega markað fyrir smjörið. Það má reyndar segja, að eins og nú er öllu hátt- að, sé sala á smjöri til útlanda háð töluverðri óvissu. Menn vita lítið um, hvernig smjörið, íslenzkt smjör — muni seljast þar, því svo að segja vantar aila reynslu því viðvíkjandi. En eins og ullir hljóta að sjá, þá er alt undir því koinið, að það seljist veJ. Ea hitt er víst, að meðan engin veruleg tilraun er gerð í þá átt, verður ekkert um það sagt með vissu, hvort smjörið muni seljast vel eða illa. Ýmis- legt bendir þó á, að hættulaust muni vera, að gera tilraun með eöiu þess, og að vér getum fengið eins raikið fyrir það, ef það er sent út, og hægt er að selja það hér. En það er held- ur ekki úr háum söðli að dctta, hvað verðið á smjörinu snortir innanlands, alment séð. Ó- vissan um verðið á þvi erlendis ætti þessvegna ekki að fæla menn frá uð senda það út, ef þeir að eins eiga við góða menu um söluna á smjör- inu. Ef viðunanlegur markaður fengist fyrir smjör- ið, hlyti það að hafa þau áhrif, að smjörfram- leiðslan ykist í landinu. Bændur muudu þá leggja meiri stund á kúpeningeræktina. Meðferð- in á kúnum og öll hirðing þeirra fæii þá batn- andi, og þá yrði farið að hugsa meir um kyn- bætur nautpeningsins, en nú á sér stað. í sam- bandi við þetta mundi jarðabótum fara fram, og grasræktin eflast. Mjólkurbúin eða rjóma- búin mundu þannig beinlínis og óbeinlínis ptuðla að framförum jarðræktarinnnr, fjöigun kúpen- íngshs og betri meðferð hans. Einnig mundu þau, ef alt væri í lagi, hafa holl áhrif á allan þarf- an félagsskap bænda, og greiða fyrir viðskift- um manna á maðal. Þetta yrði auðvitað ekki alt í einu, en það mundi koma smátt og smátt. Þegar mjólkurbúin og rjómabúin komast á fót og verða almenn, hlýtur það að verða bændum áhugamál, að framleiða sem mesta og bezta mjólk. Jafnframt því að bæta jarðir sin- ar og auka töðuaflann, mnndu þeir einnig brátt læra að uota ýmiskonar fóðurbœti til þess að drýgja annað fóður og örva mjólknrframleiðsl- una. Samhliða heyi og rófum væri kúnum gefið „kraftfóður", svo sem hvalkjötsmjöl, síld- arfóður, fiski-úrgangnr, olíukökur, allskonar klið, maís o. s. frv. Með því að gefa kúuum þannig sitt af hverju, heyi, rófum og fóðurbæti verðnr fóðrið í heild sinni ódýrara ea ef einungis er gefið iiey, og kýrnar mjólka betur. Hvað lítið sem ber út af með þurk eða verkun heysius, týrnar gildi þess sem fóðurs, og kem- ur það oft tilfinnaulega niður á mjólkurkúm. Þannig er t. d. almenn kvörtun nu hér syðra yfir því, hve kýr eéa lágmjólkar, og mjólkin smjörlítil, enda eru heyin víðast hvar meira og minna ornuð og sumstaðar breud og drepin. Ef meau hefðu fóðurbæti að gefa með, bæri minna á skemdum heyjanua, hvað afurðirnar sneitir. öóður fóðurbætir jafnar efnahlutföll fóðursins og eykur næringirgiidi hins skemda fóðurs eða heysins. Það kemur sér þvi vel, að gefa kúnum fóðurbæti eða kraftfóður með heyínu, og ekki sízt þegar hey- skapurinn mishepnast að einhverju leyti. Þá mundu bændur einnig eiga hægra með að eign- ast þetta fóður, ef alt gengi þolanlega. Hvort það mundi hyggilegt eða ekki, eða hve mikinn hag það gæfi bændum, jafnvel eins og nú er, að kaupa árlega fóðurbæti handa kúnum, og og gefa þeim hann, verður eigi gert að umtals- efni hér. En nær er mér að ætla, að það und- ir flestum kringumstæðum mundi svara kostn- aði. En hvernig á nú að fara að til þess að fá bændur íil að byrja á þessum félagsskap — eða stofna mjólkurbú? Það er spurning, sem vandi er úr að leysa, enda ætla ég mér eigi þá dul

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.