Fjallkonan


Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). TJppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 11. apríl 1900. Nr. 14. Landsbankinn eropinn hvern virkandag kl. 11—2.Banka- Btjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið a Bunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og töstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvere mán., kl. 11—1. Búastríðið. Flestum mönnum kemur saman um, að ekki hafi ódrengilegri aðferð verið höfð í frammi við nokkra þjóð eða ríki, en sú sem Englendingar hafa við Búa. Þær fréttir, sem flest íslezk blöð hafa flutt um þetta efni, eru svo magrar, að menn hér geta ecga hugmynd fengið um það. Nú er líka of seint að skýra frá þessu, þar sem for- lög Búa eru fyrirsjáanleg, því enginn má við margnum; hundrað og níutíu þúsundir á móti þrjátíu þúsundum. Hér skal að eins getið þess, hvað það er, sem Englecdingar heimta: Þeir heimta, að þeir Engíendingar, sem búsettir eru í Búaríkinu og hljóta þingsetu, skuli mæla á enska tungu, en ekki á móðurmáli Búa, sem gildir á þinginu; enn fremur á að skoða þessa enskumælandi þingmenn sem enska borgara; en þetta hvorttveggja er á móti öllum þjóðrétti. Steudur öllum stuggur af athæfi ensku etjórn- arinnar, enda getur hún ekki kúgað Búana nema með ofurefli, en ekki með hreysti. Eug- lendingar hafa aldrei verið neiair hermenn, og öll þeirra stríð hefir vantað allan riddaralegan blæ. Sem dæmi þess, hversu mikinn viðbjóð menn hafa á atferli Englendinga, skal hér getið um allsherjarávarp, sem Hollendingar hafa látið út ganga „til þeirra sem ráða ríkjum jarðarinnar", og hefir verið safnað undirskriftum allra manna á þetta skjal. Þar segir, að Hollendinger séu sem þrumnlostnir út af þesau stríði, sem sé háð til þess að eyða öllu hollenzku þjóðerni í suð- ur-Afríku. „Sú hollenzka þjóð er frá sér numin af grimd yfirmannanna og dátanna enska. í enskum blöðum eru þetta kölluð hetjuverk, en það eru grimdarverk. Vér kærum það, að bændabýlin eru brend að kóldum kolum án þess nauður reki til, að særðum mönnum og heríeknum er misþyrmt, að hvíti fáninn (o: friðarmerkið) er einskis virt, og að Kaffar (o: villimenn) eru teknir í herþjónustuna, því að alt þetta gerir suður-Afríku að helvíti". „Svertingjar bera enga virðingu lengur eða ótta fyrir hvítum mönnum; þeir munu innan skams rísa öndverðir móti þeim, öruggar en nokkru sinni hefir áður þekst". Þá eru nokkur dæmi nefnd í skjalinu um grimdaraðferð Englendinga. Filippus Koch, frændi Kochs hershöfðingja sem fallinn er, leggur eið við, að enskir dátar hafi flett hina föllnu menn klæðum, svo þeir fund- ust allsberir á vígvellinum daginn eftir. Þotta gera engir nema ræningjar og aíhrök manna. Margir Búar hafa verið skotnir, eftir að þeir höfðu fleygt frá sér vopnunum og beðist griða. Sá ódrengskapur á sér annars ekki stað með heiðvirðum mönnum. Til Dresd9n hafa um tuttugu Búakonur sent bréf þessa efnis: „Vér vorum í bæ nokkrum skamt frá landa- mærunum ensku, og réðust þá á oss Kafíar undir enskri forustu. Þeir drógu oss inn á land Englendinga og bundu oss á höndum og fótum; Kaffarnir héldu oss á meðan dátarnir nauðguðu oss. Sumar á meðal vor voru um tólf vetra stúlkubörn". Þetta er „öndvegisþjóð heimsins" — sem „Eimreiðin" og fleiri blöð halda fram. Margir helztu menn á Englandi eru móti stríð- inu, og frá Washington hafa margir þingmenn sent Búum viðurkenningar-ávarp fyrir hreysti — reyndar má vel gera það, þótt menn æski þeim ósigurs. Eina sögu skulum vér segja hér um Búana, sem gerst hefir í þessu stríði. Búar eru annnálaðir fyrir það, hversu hæfnir þeir eru með byssum. Auðugur Búi, sex- tugur að aldri, sat á búgarði sínum og hafði ekki tekið þátt í stríðinu. Þá komu boð til hans eian dag, að báðir synir hans væri fallnir. Gamli maðurinn þagði um stund, stóð síðan upp og tók byssu sína ofan af snaganum og rannsakaði hana; síðan var hann nokkra daga að steypa kúlur og báa skothylkin út. Eftir það tók hann með sér mánaðar nesti, Iét biblí- una í vasa sinn (Búar hafa hana ætíð með sér) og hélt á stað til herbúða Búa, þeirra er næstar vóru. Síðan hefir hann orðið þjóðkunnur. Hann er með hinum frbmstu í öllum bardög- um; þegar Englendingar eru svo nærri, að hann fær greinilega séð þá, þá kýs hann sér tvo úr fylkingunni, annaðhvort fyrirliða, eða þá ein- hverja, fíem auðsjáanlega eru heldri menn — hann er lengi að miða, fyrat áeinn, svoáhinn, og missir þeirra aldrei. „Það er fyrir báða synina mína", segir hann; svo les hann í biblí- unni á kvöldin. Hann hleypir ekki af framar í það sinn. En í hvert sinn sem úthlaup er gert, þá fer hann líka, og ætíð er hann frémst- ur, liggur flatur í klettunum eða í runnunum. til að kjósa sér tvo. „Tveir á dag", þetta er hans regla. Hafi engin orusta staðið nokkra daga, þá bætir hann það upp, svo hann hafi tvo á hverjum degi. „Tvo á dag fyrir synina mína", segir hann. Englendingar þekkja vel skotin hans. Því þegar ensku læknarnir rannsaka lík hinna föllnu liðsforingja eða heldri manna, eða fleiri, þá finnast ætíð tveir skotnir meðkúlum af gulli en ekki með blýkúlum, eins og hinir. Það eru kúlurnar gamla Búans, sem hann hefir sjálfur steypt. Enda segir hann, að Englendingar séu komn- ir til þess að fá gull — þeir skuli fá það. Fyrir utan þær mörgu þúsundir manna, sem Englendingar hafa mist í þessu stríði, þá hef- ir tjónið ekki verið minna á þeim stórskip- um, sem þeir hafa sent suður í Afríku, enda yfir reginhaf að sækja. Seinast í nóvember- mánuði voru 157 gufuskip (740,000 tons) frá Englandi ætluð tii Afríku með hermenn, fall- byssur, riddaralið og 20,000 múlasna; seinna hafa verið send enn fleiri skip; menn vita ekki hversu mörg. Flutningurinn fyrir hvern dáta til hafnarstaðarins hefir kostað 4,500 krón- ur. Mörg óhöpp hafa viljað til á þessum ferð- um; ýms flutningaskip hafa verið svo illa hlað- in, að sum urðu að hlaða upp aftur en sum sneru aftur heim. í einu skipinu, „Manchest- er Port", voru 240 tons heys, en heyið var vott og kviknaði í öllu saman, svo hleypa varð einhversstaðar upp og bjarga mönnunum að minsta kosti. Á „Rapiden" 7000 tonna gufu- skipi, skoluðust 200 hestar útbyrðis og allir ir bátar brotnuðu; svo var snúið aftur. — Á „Perria", 5000 tons, brotnaði skrúfuásinn við örænhöfða. Á „Warda" fórust 100 hestar og fjöldi manna meiddist til óbóta. „Ismore" komst á móts við Kap, þá kom svo mikill stormurað 200 he3ta tók út og fleygja varð fallbyssunum og púðri og kúlum í sjóinn. „Danton Grange" strandaði og fór í spón, en mannbjörg varð. Miklu fleira þess konar mætti telja. Þó að sjálfsagt sé, að Englar geti kúgað Búa að lokunum, þá verður sá sigur þeim bæði til minkunar og óheilla. Eússar, Frakkar og Japanar standa nú yfir höfuðsvörðum Kínverja og sitja með óvígan her um, að gleypa svo stóra bita af Kínaveldi sem hver fær yfir ginið, en Englendingar geta nú ekki náð í krásina, þótt þá, sárlangi til þess; þar som þeir verða að neita alls afla síns til þess að kúga þessa litlu þjóð suður í Afríku. Á Indlandi er drepsótt og hungursneyð, en þar geta Englar heldur ekkert. Þeir geta ekki hjálpað þessum nýlend- um, sem þeir raunar hafa fengið með svik- um og ofríki; mætti vel verða að sannist máls- hátturinn: „illur fengur illa forgengur", því að altaf er ólga og óánægja undir niðri meðal þjóðflokkanna, sem sviftir hafa verið löndum sín- um og hafa orðið að lúta fyrir ofureflinu, sem í rauninni ekki hefir gert annað en auðgast sjálft, en flutt með sér spillingu og eymd — þetta sem kallað er „mentun". Þrátt fyrir öll manndráp og alla þá oymd, sem er samfara stríðunum, þá liggur við að þessi viðureign Englendinga við Búana séhlægi- leg. Hundrað og níutíu þúsundir á móti fjöru- tíu þúsundum! Mætti vel likja Búum við Gretti, sem fjölda manns þurfti til að binda, eða við Herkúles, sem Pygmæarnir (dvergarnir) réðust á þúsundum saman, þótt öðruvísi færi en hér. Athugasemdir út af „Aldamótum" 1898, Eftir Quðmund Friðjónsson. II. Séra Friðrik heldur því fram, að kristindóm- urinn hefji þjóðirnar í öllum greinum, þegar hann er í blóma. Hann heldur því fram, að ókristni heimurinn sé eins og dimmur útsær utan um kristnu löndin og að þar séu engar framfarir, heldur kyrrstaða og afturför. Þetta er rétt, að kristnu löndin eru nú lönd menningarinnar og framkvæmdanna. En rætur þeirra liggja dýpra en höf. grefur. Eins og öllum er kunnugt, sem nokkuð vita byggir Kákasuskynflokkurinn þann hluta jarð- ar vorrar, sem vér köllum kristinn. Hann var öðru vísi en sá mongólski, áður en Krist- ur kemur til sögunnar, og það ætti séra Friðrik að vita. Hann er þá með sömu einkennum og nú: framgjarn, óeirinn, herskár, fégjarn, hraust- ur og harðfengur. Þessir eiginleikar hafa rutt honum veg til valda. Félagsskipun og ýmis- legar uppíundningar voru komnar langt á veg

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.