Fjallkonan


Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 „Ekkert að kalla“, sagði eg hreinskilnislega — — „En dylgjað því meira“, sagði hann. „0, þessir þræiar, þessir landfiæmingar, þeir óttast Draculitz, sem von er! Hefnd og óbænir hans skulu bita þá löngu eftir það að hann hefir fangið sér nýtt föðurland! En komdu nú vin- ur, sagði hann, og hægði á sér og breytti rómn- um — við skulum aftur einu sinui líta á mynd- ina við dagsljós“. Hann tók ksrtistjakann, lýsti að mynd- inni að síðustu, og sýndi mér síðan að lokum fleiri myndir og sagði mér eitthvað um hveija þeirra. Hér var mjög furðulegt safn af ættar- myndum öld fram af öld. Margar af myndun- um vóru viðvaningslega gerðar, sumar illa gerð- ar. en sumar meistaraverk. En það furðaði migmest, að þar var að sjáóslitið framhald og fullkomnun tveggja eða þriggja mannlíka, sem komu stöðugt fram kynslóð eítir kynslóð. Svo var að sjá, sem ættin hefði náð mestum blóma í greifanum og hinni undurfríðu hefðarfrú, sem myndin fagra var af og hann sagði mér frá. Sama sripmót og greifinn hafði var að sjá á myndum frá ólíkum timum, og þrjár eða fjórar af myndum frá fyrri tímum voru svo líkar greif- anum, að eg varð frá mór numinn af undrun. „Það er rétt sem þér segið“, sagði greifinn, ég er sannur Draculitz. Þetta mannlíki, sem hvarvetna kom fram í myndunum, var þannig gert, að höfuðið var stóit og hárið svart, stuttur háls, brjóstið óvenjulega breitt, ennið lágt, húðin gulbrún og með hrukk- um, jafnvel á ungum mönnum, og allur svipur- inn mjög ólíkur siðuðum mönnum, og eg hefi ekki einu sinni séð myndir af villimönnum, sem mér hafa fallið ver í geð. Eg sló greifanum gullhamra með þ&ð, að ættinni væri alt af að fara fram í fríðleika, og líkaði honum það auðsjáanlega vel, eu fór þó jafnframt út í aðra sálma. „Já, vinur minn“, sagði hann, „það er ein sönnunin enn fyrir því, sem eg er alt af að segja, að hinn sterkasti á að sigra, hann á að vinna heiminn---------þeir sem eru minni mátt- ar eru að eins skapaðir í þarfir hinna, sem meira megna, og sá sem kann að neyta krafta sinna nær völduaum; hann hefir alt í sínu valdi, fegurðina, hyggindin og þekkinguna, á sama hátt sem hinn litli teinungur, sem vex í kirkju- garðinum, verður smámaaman að háu tré, sem hefir í sér safa úr afli, fegurð og öðru atgervi þúsund kynslóða“. Mér getur ekki betur skilist, en það séDar- wins lögmálið, sem flögrar óljóslega fyrir hug- sjónum hans, en hann hefir breytt því eftir sínu höfði. Meðan við vorum að tala um þetta, slökti hann Ijósin i myndasalnum með langri slökkvi- pípu, og gengum við svo þaðan í daufu tungl- skini. Eg var alveg búinn að jafna mig og var í rólegu skapi, þegar við fórum úr stigan- um ofan í ganginn, en þá heyrði eg glögt að gengið var skamt frá okkur. Eg sneri mér við og virtist mér þá skóhljóðið færast fjær, en sá ekki betur en þar brygði fýrir lágum, sam- anreknum karli, sem hvarf snögglega inn um einar dyrnar við ganginn. G-reifinn fór á undan með ljósið. „Hvað er að yður, vinur? þér haldið ekki áframu, sagði hann. „Dað var ekki annað en mér heyrðist vera gengið á eftir okkur“ sagði eg, „og mér sýnd- ist einhver fara inn um dyrnar þarna við gang- inn“. Mér kom nú í hug, að eg hafði aldrei heyrt neinn umgang i þessum gangi, sem svefnher- bergi mitt sneri þó að. „Maður á gangi hérna“, sagði hann. „Þér eruð að gera að gamni yðar. Hér kemur enginn; það hefir ekki verið annað en bergmál af skóhljóðinu okkar og yðar eiginn skuggi“. „En ég gat ekki betur séð----------“ „Ég get fullyrt, vinur, að enginn lifandi skepna stígur fæti sínum hér inn á þessum tima, nema ef það væii Natra gamla, en hún fer æfinlega aðra leið. — Þér sögðuð sjálfur, að þér tryðuð ekki að svipir væru til —“ „Jú, en hér gæti maður leiðst til að trúa því“, sagði ég. „Og þetta er ekki annað en missýningar“ sagði greifinn. Yið komum nú að borðstofudyrunum. Alt var tilbúið, eins og venja var til; ljósin kveikt og maturinn á borðinu. Greifinn bauð mér að borða, en kvaðst sjálfr ekki hafa lyst á kveldmat, enda borðar hann víst ekki veajulega á kveldin. Ég hefi nú annars ekki séð hann smakka mat síðan ég kom, en sem húsbóndi hlýtur hann að geta fengið mat sinn og drykk hvenær sem hann vill, og það er eftir öðrum háttum hans, að hann kunni bezt við að borða einsamall. „Ég set mig hérna hjá yður með leyfi yðar“, sagði hann, og tók sér stól við ofninn; „ég þarf að temja mér enskuna“. Já, því er hann lika svo málreifur við mig. Honum hefir farið mikið fram í ensku þessa daga; hanu hefir óvenjulega næma málgáfu, því ég hefi tekið eftir því, að hann lagfærir framburðinn undir eins og hann heyrir, að ég ber eitthvert orð fram öðru vísi en hann. Þegar ég hafði lokið snæðingi, settist ég á stól gegnt honum og sagði hann þá: „Það sem þér sögðuð áðan úti i ganginum, minnir mig á annað. Fólkið hérna í sveitinni í kring, sem er huglaust og hjátrúarfult, það heldur að þessi höll, sem ég bý í, sé full af vofum og illum öadum, af því að hún er svo sögurík, — af þvi hér er svo margs að minnast frá fyrri tímum, sem almenningur fær ekki að vita. Ég get varla fengið vinnumann, þó ég bjóði hátt kaup, svo hræddir eru þessir vesa- lingar. Ég veit, að í hinum stóru Lundúnum trúa menn ekki á slík hindurvitni. — Það er samt hollast fyrir yður, að vera jafnan inni úr því fer að skyggja. Kveldloftið er óholt fyrir yður, og það getur komið fyrir, að yður sýnist eða heyrist eitthvað, sem þér skiljið ekki í. Ég óska að eins, að þér gætuð þrifist hjá mér og orðið hjá mér nokkrar vikur — eins og ég hefi sagt yður. Mér mundi falla það illa, ef þér færuð frá rnér fyrri en mér þætti tími til kom- inn. Ég vona að þér verðið enn hjá mér einn mánuð, frá þessum degi að telja“. Það var langt frá mér að vilja dvelja þar svo lengi, en ég hafði ekki kjark til að segja nei. Ég fór eitthvað að tala um Hopkins hús- bónda minn. ------- „Ég læt hann vita um það. Hefi reyndar þegar beðið hann að lofa yður að vera hjá mér þennan tima“, sagði hann alvarlega. „Jæja þér verðið þá kyrr. í bókasafni mínu er margt að finna — þar eru líka listaverk — ég vona að þér unið yður. En — engar vofur“, sagði hann og hló dátt. „Eins og ég hefi sagt yður, segir hjátrúarfult fólk að hér í höllinni sé á reiki hvítklædd kona — engin önnur en sú sem er hérna uppi“ — hann benti upp á loftið, „og hún á að sjást, þegar einhver hætta vofir yfir. En ég bið yður að gæta þess, ef þér einhverntíma sjáið einhverju hvítu bregða fyrir, að það er engin vofa, heldur vesalings unga stúlkan, sem ég hefi sagt yður frá. Hún er sannlega nógu fríð til þess að geta verið hættuleg, en ekki fyrir yður. Hún er eins og ég sagði yður brjál- uð, og heldur að hún sé sú hefðarkona sem hún er svo náttúrlega lík. Því leitar hún um alla höllina til að finna mannsefnið sitt — það er sorglegt, en það er lika broslegt í aðra rönd- ina“. Hann talaði í þeim tón, að ég gat naumast hlýtt á hann, en til þess að segja eitthvað spurði ég hann að, hvort þessi geðveika frændkona hans ætti að fara með honum til Lundúna. „Nei, nei, látið yður ekki detta það í hug, hún sem er svo töfrandi fríð gæti hæglega lent í klónum á einhverjum flagara, eins og þeir eru sem ég hefi lesið um í bókum yðar. Það væri hættulegt að fara með hana til Lundúna. Það er hentast fyrir hana að lifa þessu afskekta lífi heima. Finst yður ekki það?“ Ég sagði eitthvað í þá átt, að honum hlyti að vera kunnugt um, hvað bezt hagaði í þessu efni. „Auðvitað“, sagði hann; „en nú er klukkan nærri tólf. Ég má ekki halda lengur vöku fyrir yður; ég þarf líka að skrifa fáein bréf. Góða nótt, vinur, sofið þér nú vel og lengi“. (Framh.) Frá útlöndum. Danska ráðaneytið er að fara frá eins og kunnugt er, en ekki hafði tekist 4. þ. m. að mynda nýtt ráðaneyti, sem átti að verða landsþingsráðaneyti (tómir hægri menn). Hefði fólksþingið átt að skipa ráðaneytið, væri það löngu gert. Búastríðið. Smábardagar hafa orðið milli Búa og Englendinga fyrir og um síðustu mán- aðamót, og hefir Búum veitt betur. 31. marz varð bardagi í grend við Bloemfontein. Búar höfðu falist í djúpum dal, og sátu þar fyrir enskri herdeild, sem var undir forustu Bioadwoods ofursta og stöktu henni á flótta. Mistu Englar 350 manns og 7 kanónur, en Búar biðu að kalla ekkert tjón. í annað skifti börðust 2000 Búar við 3000 Englendinga skamt frá Bloemfontein oggekk Búum betur, þar til Englendingar gátu fengið 13,000 liðstyrk; þá urðu Búar að láta undan. Sagt er enn að Búar hafi unnið talsverðan sigur á Englendingum í nánd við Mafeking. Nokkrir enskir herforingjar riðu út í hóp, sór til skemtunar; þeir ugðu ekki að sér, og hóldu að engir Búar væru nærri, en er minst varði róðu Búar á þá og skutu þá niður. Búar höfðu ráðgert að reyna að sækja að Bloemfontein 3. apríl. Botha heitir sá, sem er orðinn yfirhershöfð- ingi Búa í stað Jouberts. Hann er yngstur af hershöfðingjum Búa, að eins 36 ára, en tal- inn mjög herkænn og svo hugaður, að hann kann ekki að hræðast. Cronje hershöfðingi sendur með 500 manna af liði hans til St. Helenu. Almenn óánægja út af þvi í Kapnýlendunni, einkum af því liðið var sjúkt — þolir illa loftið niður við sjóinn — og hafði stjórnarforseti nýlendunn- ar bent ensku stjórninni á það, en þeir Cham- berlain- Salisbury gáfu því engan gaum. Rússar auka mjög flota sinn og skal nú verja til þess 50 milj. rúblna. Þeir seilast nú mjög til landa í Asíu, og hafa seinast samið við Tyrki um járnbraut yfir litlu-Asíu. Harður vetur á Norðurlöndum með miklu frosti, og snjóar suður um mið-Evrópu. Inflúenza í Kaupmannahöfn með allskæð- um eftirköstum, Yikið frá prestskap. Halldór prófastur Bjarnarson í Presthólum hefir verið leystur frá embætti af ráðgjafanum, en heldur þó eft- irlaunum sínum. — Mun þó geta fengið em- bætti eftir sem áður. Prestskosning hefir farið fram á Mosfelli í Grímsnesi. Kosinn sóra Gísli Jónsson í Langholti í Meðallandi með 39 atkv. Skipstrand. Þýzkt botnvörpuskip „Frie- derich, 55 smál., skipstj. Putz, ffá Geestemiinde, strandaði 29. marz á Steinsmýrarfjörum í Með- allandi. Skipshöfnin, 13 manns, bjargaðist og komst heim að næsta bæ, Arnardranga, og fór héðan til útlanda 9. þ. m. með eimskip- inu „Askur“. Sama dag og á sama stab strandaði 1898 eim- skipið „Præsident Hervig“, sem samiskipstjóri stýrði og sami útgerðarmaður átti. Skipið er að likindum mölbrotið.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.