Fjallkonan


Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 4
4 FJALLKjONAN. Yöruskortur. Úr Árnessýslu er ekrifað: „Yerzlanir á Stokkseyri og: Eyrarbakka eru nú orðnar kolalausar og steinolíalausar. Lefoliis verzlun gat lengi treint olíu, en er nú þrotin með hana, og verður nú margur illa staddur með eldsneyti — Þessi steinolíuskortur stafar mest af því, að margir höfðu pantað olíu í kaupfélagi Árnesinga, og er mörgum kunnugt hver skil urðu á henni, en kaupmenn gátu ekki pantað hana í tíma“. Verzlanir á Stokkseyri saltlausar fyrir löngu, en Lefoliis verslun heflr líklega nægar birgðir. Taugaveiki gengur í Þorlákshöfn, og liggja þar nokkrir menn að sögn. Héraðslæknir Ár- nesinga, Ásgeir Blöndal, hefir bannað þar samgöngur. Yöruverð á Þingeyri við Dýrafjörð. Kol kr. 6.50, bankabygg 26.00, rúgmjöl 20.00, rís- grjón 30.00, kaffi 0.75, kandís 0.36, kandís i kössum 0.28, munntóbak 2.45, neftóbak 1.80, brennivín, fl., 0.85. Fjárskaði. Nóttina milli 30. og 31. marz tap- aði Hannes bóndi Hannesson á Skipum í Stokks- eyrarhverfi 25 sauðum í sjóinn, sem allir vóru tvævetrir og eldri. Þeir höfðu verið látnir inn i hús um kveldið, og hurðinni, sem er á hjör- um með járnloku, var læst eins og vant var, en um morguninn stóð hurðin opin, og sauð- irnir aliir á burt, en fundust rekuir (því vind- ur stóð á land) á fjörunum. Þykir alveg víst, að húsinu hefir verið lokið upp með manna- höndum, því lokan er stirð. Oft hefir orðið vart við að ferðafólk hefir gengið um húsin, því þau standa við veginn, og er ætlun margra, að svo hafi verið í þetta skifti. Aflabrögð. Bezti afii sunnan við Garðskaga og í Miðnessjó, og þar komnir óvanalega há- ir hlutir (um töln verður síðar sagt). Farið að aflast álitlega í net í Garðssjó. — Nýbyrj- uð hrognkelsaveiði á Inn-nesjum. — B9zti afli austaníjalls. Hæstur hlutur á Stokkseyri yfir 800, og góður afli í hinum veiðistöðun- um. Árnessýslu (Ölfusi) 5. apr. „Veturinn hefir verið einstaklega blíður, engir snjóar, svo telj- andi sé og frost mjög lítil oftast nær. Jörð nú alauð; fénaðarhöld góð og heybirgðir nægar yf- ir höfuð. — Aflabrögð hafa verið til þessa nokk- ur, en oftast hefir fiskur verið mjög tregur, en sökum hinnar eiastöku veðurblíðu og þess, að mikið af síid hefir verið brúkað til beitu, eru komnir allgóðir hlutir í veiðistöðunum milli Þjórsár og Ölfusár og sömuleiðis í Þorlákshöfn. — Botnverpingar hafa verið hér með öllum 8tröndum síðan í febrúar, en nærgöugulastir hafa þeir verið í Þorlákshöfn, enda eiga þeir þar vinum að mæta, bæði viðskiftamönnum frá í fyrra og svo hefir einn formaður þar, sonur Jóns kaupmanns, haft atvinnu bjá einum þeirra síðan í fyrra sumar og til vertíðar; kom þá botnverpingurinn með hann inn á höfn, og er mælt, að hann muni fara aftur með vorinu og jafnvel fleiri. Siðan síldin hætti að fást keypt, hafa sumir formenn þar brúkað whisky til beitu og aflað vel, og nýlega er sagt að einn botn- verpingurinn hafi fært Jóni kaupmanni 600 af vænum fiski inn á höfn“. „Þjóðölfur“. Greðsnepill vinar míns, ritstj. Þjóððlfs, heíir orðið eitthvað úfinn út af tveinmr eða þremur orð- um í þeim fáu línum, sem stóðu í síðustu Fjallk. um Halldðr Mýramannaþingmann, og gegnir það furðu um annan eins geðprýðismann. Hann ber nú svo sem ekki á móti því sem Fjaiik. segir — einB og það sé siður svo stórra blaðamanna að hirða um ástæður! Hann segir, að Fjallk. muni vera að smjaðra fyrir bændum, og er ekki kyn, þó hann renni óhýru auga til hennar fyrir það. Hann segir líka, að palladómarnir í Fjallk. séu nauða- ómerkilegir. Ja, munur var að lesa þingmannalýsingarnar í „Þjóð- ólfi“, sem hann byrjaði eitt sinn á með aðstoð mikils rit- garps af vesturlandi, en varð að hætta í miðju kafi, af því hann hafði oftekið sig. Meira ætla ég mér ekki að eiga við ritstj. Þjóðólfs að sinni, enda gefur hann í skyn, að það sé að eins fyriraf- armenni og ofurhuga að fást við sig. Bitstj. Fjallk. rioylij avilt Nýr lögregluþjónn verður skipaður hér í bænum og eru honum veittar 300 kr. fyrir þetta ár. Það er full þörf að bæta við ein- um lögregluþjóni, einkum í austurbænum. — Margir sækja um þessa sýslan. Bæjarstjórnin hefir veitt 750 kr. til fram- halds Laufásvegi. Hann verður dýr á end- anum. Lóðir eru nú farnar að gerast dýrar hér í bænum. í skák af túni dr. Þorv. Thor- oddsens í útjaðri bæjarins, sem Jón Jakobs- son forngripasafnsstjóri keypti, kostaði □ alinin 2 kr. Jarðskjálftar allsnarpir fundust í Reykja- vik aðfaranótt 7. apríl. Hinn 4. þ. m. kvað bæjarfógeti upp dóm yfir skipstjóranum á botnvörpuskipinu „Fara- day“, nr 366, frá Bull, sem heitir William Blewett. Yar hann dæmdur i 1800 kr. sekt og málskostnað allan, og auk þess gerður upptækur afli allur og veiðarfæri. Hinn kærði játaði aldrei á sig brotið, en með 9 eiðfestum vitnum sannaðist það, að hann hafði í 3 daga samfleytt verið að botnvörpu- veiðum í kringum dufl það, er varðskipið tók upp frara undan Grindavik, en skipstjóri skyldi þar eftir og yfirgaf, er hann varð þess var að „Heimdal" var á ferðinni. En eftir mælingum varðskipsins var duflið hér um bil fjórðung mílu frá landi. Hinn 4. þ. m. kom varðskipið „Heimdal“ hingað með botnvörpuskip G. Y. Nr. 1144 „Swallow“ af Grimsby, skipstj. Osvaid Blaekler. Var hann ekki búinn að ná inn vörpunni er „Heimdal“ tók hann skamt frá Garðskaga, 1.7 mílufjórðungs frá landi. Varp- an var full af fiski. Þegar botnverpingur- inn sást af varðskipinu var hann að draga upp vörpuna og náðist eftir 12 mínútur. Hann var látinn sæta 66 pd. steri. sektum og upptækur gerður aflinn og veiðarfærin. Hinn4.þ. m. kom hingað eimskipið„Nord- lyset“, 277.15 smál., skipstj. Brock, frá Leith með ýmiskonar vörur til Thomsens verzlun- ar og til Vestfjarða. Eimskipið Askur, 240 smál., Eandulff, kom hingað 6. þ. m. með kolafarm frá Eng- landi til Björns Guðmnndssonar. Þau kol voru seld á 5 kr. skipp. Áður voru kol hér á 6—7 kr. skipp. (hjá Brydes verzlun). Strandferðabáturinn „Skálholt", kapt. Aas- berg, kom í gær beint frá Kaupmannahöfn og með þvi þessir kaupmenn og verzlunar- menn, Holg. Clansen, Jón Gunnarsson, Skúli Thoroddsen, Valdimar Ottesen, Magnús Benjamínsson bæjarfulltrúi, Sigurður Hjalte- steð bakari, Brinckmann sænskur umboðs- maður útflutningalínu. Nýar vörur með „Norðurljósinu“ PAKKHÚSDEILDIN: Kalk, Þakpappír. Ofnrör o. fl. YEFNAÐAKVÖRUBÚÐIN: Svart klæði, Borðdúkar og Servl- ettur. Regnlilífar o. m. fl. FATASÖLUBÚÐIN: Fataefnin eru nú kooiín, ekki minna en 93 strangar til að veljaúr,með ýmsu verði, gerð og litum, alt eft- ir nýustu tízku. — Þeir, sem vilja fá sér Páskaföt, Sumardagsföt, Hvítasunnuföt og Fermingarföt, ættu að koma .sem fyrst, meðan nóg er úr að velja. Aðsóknin*er mikil; komið í tíma. H. Th. A. Thomsensverzlun. ■ fl -H > •H N <D Vln- Portvín, Sherry, Banko, Ratalia, Medoe, Barletta, Listra, Petites Cotes, Beychevella. 01. Madeira, Kirsehærvín, ltom, Sólherrom, Cognak, 3 tegundir, Whisky, H ® H' H í í tf ® Eplavín döask, sem aldrei hafa Á 0 komið hér til Reykjavíkur fyrri, «4 ■H 99 3 h fe 8 0 komið hér til Reykjavíkur fyrri, óáfeng og ljúfíeng, svo sem: Portvín, Sherry, 4 Tokaycr, Champagne. ^ Öll mjog ódýr. H- Álaborgar Akuavit P og hið alþekta, bragðgóða og 1 Ijúffenga Brennivín, og loks Messuvín handa fólkinu til að afpláaa sínar syndir í. Ben. S. Þórarinsson. HÚS tii ieigu eða kaups. Ritstj. vísar á.. Yottorð. Ég hefi þjáðst af sting fyrir brjóstinu á annað ár og tangaveikl- un, og stöðugt brúkað fjölda meðala á því tímabili, án þessnokkur æski- legur árangur hafi orðið af því. Fór ég þiá að brúka China-Livs Elixír Valdemars Petersens, og eftir að ég hefi brúkað hálfaðra flösku af honum, finn ég mikinn bata á mér og er það bitternum að þakka. Ouðbjörg Jönsdóttir, Arnarholti. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír, eru ksup- endur beðuir að líta vel eftir því, að úÍ! standi á flöakunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín- verji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Kjö- benhavn.___________________________ Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan. Gróða reiðhesta útvegar þeim sem þess óska Daníel Daníelsson. Enskur Límonade fæst í verzlun Ben. S. Þórarinssonar. Að þeim Límonade er ekki Tjarnar-bragð. r Odýr húsgögn (Möbler). Verzlun Ben. S. Þórarinssonar hefir nú með „Laura“ síðast fengið miklar birgðir af stólum, horðum, speglum 0. fl. Alt selt við óvanalega lágu verði. Strax farið að ganga út. Þeir sem vilja panta sér fallegog vönduð húsgögn geta snúið sér til mín. Ég hefi einka-útsölu fyrir hús- gagnaverksmiðjuna „Bodafors“ í Svíaríki, sem viðurkend er fyrirgóð og falleg húsgögn, en þó miklu ó- dýrari en þau dönsku. Myndir af húsgögnum er hægt að sjá hjá mér. f verzlun Yilhjálms Þorvaldssonar á Akranesi eru altaf birgðir af ýmsum nauð- synjavörum, er seljast mjög vægu verði, gegn borgun út í hönd. Enn- íremur er allskonar tóhak, kaffe og sykur selt með sama verði og áður, þrátt fyrir toll og verðhækkun þá, sem falíið hefir á vörur þessar síð- an í haust. Smjör er altaf tekið hæsta verði, og svo vorullin þegar hún kemur Með „Laura“ næst er vou á tals- verðum vörum er einnig verða seld- ar svo ódýrt sem unt er, og svo kemur kramvara seinna sem verður seld mjög ódýrí. Ekta anilin, pakka og hellulit- ur eru ódýrastir í verzlun V. Þor- valdssonar. Patasniö. Þeir sem vilja fá sér snið, sérstak- lega af allskonar barnafötum, svo sem telpukjólum, kápum, treyjum, drengjafötum og öðrum fötum handa börnum á öllum aldri og unglingum, sömuleiði-s kvenkjólum allskonar, kvenkápum og treyjum, alt eftir vortizkunni, eins og hún verður í vor í París, Lundúnum, Newyork og Chicago, geta fengið þessi snið hjá mér. Þeir sem panta barnasnið verða að tiltaka aldur barnsins og brjóstmálið í þumlungum (undir höndunum), og kvenfólkið verður líka að tiltaka mál samkvæmt því sem sýnt er í „Standarð móðblaði.“ Borgun verður að senda fyrirfram, venjulega 60—80 a. auk burðargjalds 3 au. undir hver snið. Yerðið er prentað á hver snið og mynd af fatinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir Til anglýsenda. Þeir sem aug- lýsa í „Fjallk.“ verða að tiltaka það um leið og þeir auglýsa, hve of- auglýsingin 4 að standa í blaðinu. G-eri þeir það ekki, verður hún látin standa á þeirra kostnað þar til þeir segja til.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.