Fjallkonan


Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 11.04.1900, Blaðsíða 2
2 F JALLKO.N AN. hjá þessum kyníiokki í löndunum kringum Miðjarðarhafið, áður en kristniu kom til valda. Enn fremur er þess að geta, að í austurlöndum er þrengra — olbogarúmið minna, en hér í álfu og Ameríku, þar sem eru þúsund orustuvellir og svigrúm fyrir menn og málefni eða hafa verið að minsta kosti. Á þetta alt saman verður að líta og rnargt fleira, þegar um það er að ræða, hvort kristn- inni beri að þakka framfarirnar í vesturlönd- um. Hinsvegar skal ég játa, að sannur kristin- dómur er blessun fyrir hverja þjóð. En þar með er það ekki sagt, að okkur séra Friðrik komi saman um, hvað sé sannur kristin- dómur. Það er ekki nóg að boða Krist, heldur er hitt aðalatriðið, hvernig hann er boðaður. Yið vit- um t. d., að hann hefir verið boðaður hér i landi öld eftir öld. En eins og auðvitað er, hefir hann verið slælega eða ranglega boðaður. Til þess að sannfærast um þessa fullyrðing, þarf ekki annað — að minni ætlan — en lesa og íhuga ágæta ritgerð í „ísatold11, sem heitir „Kristindómurinn og tímanleg velgengni“. Hún er eftir „leikmann“ (E. H.) og horfir miklu dýpra í uppsprettulind sannleikans, heldur en fyrirlestur séra Friðriks og yfirborðsfullyrðing- ar hans um það, að kristindómurinn (í óákveð- inni mynd) umskapi og endurfæði jarðríkið. Séra Friðrik hneykslast á þeim orðum, sem ég talaði eitt sinn, aÖ þegar um bókmentir er að ræða, væri ekki ató-atriðið, hvað sagt væri heldur, hvernig það væri sagt. — Hann hefði átt að fara varlega á þessari hneykslunarhellu, svo að honum yrði ekki fótaskortur. Hann ætti þó að vita það, presturinn, hvað búningur hugs- ananna þýðir. Hversu vegna er full kirkja hjá séra Páli, en tómhjáPétri? Báðirprédika sömu kenningu, sömu trú. En það sem mis- muninum veldur, er þetta: Páll orðar og býr kenningu sína þannig, að hún laðar að sér menn- ina. Hann hefir listina á valdi sínu í einhverri mynd. En veslings Pétur er klaufi, og ef til vill heimskur. Hann heldur að það sé nóg að stagast á Kristi og honum krossfestum, og að telja upp ritningargreinir í þaula. Listiu hefir mikið að þýða, þegar um rithöfundinn er að ræða; en hún hefir engu minna gildi fyrir guð- fræðinginn eða prédikarann. III. „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“, segir meistarinn. En séra Friðrik gengur svo langt í glamrand- annm, að hann kennir kristindómsvöntun þjóðar vorrar um pölitiska flokkadrætti! Eiumitt það! Nú skulum við gæta að, hverjar orsakir liggja til þess, að ágreiningur verður um lands- mál. Orsökin til þess ágreinings, og alls annars, er: mismunandi skoðanir yfirleitt (og persónu- leg óvild). Hver maður, sem er vandaður og samvizku- samur, fylgir fram skoðun sinni og er óhrædd- ur við að lenda í minni hluta. Þetta er alveg óviðkomandi trú og kristindómi. Kristnir menn eru alls ekki samheldnari en ókristnir, hvorki í landsmálum né trúmálum. Hversvegna skildi Calvin við Lúter(strú)? Hvers vegna gat Lúter ekki fylgt katólsku kirkjunni? Hvers vegna urðu þeir ósamþykkir séra Jón Bjarnason og séra Páll Þorláksson, og svo séra Jón og Hafsteinn? Var kristindómsvöntunin orsökin? Mér sýnist annars óþarfi að gera pólitíkina að brúði Krists. Hún er ekki þess háttar val- kvendi, að honum sé vegur eða styrkur í þeim ráðahag. Mannkynssagan sýnir og sannar, að trú- arskorturinn er ekki undirrót flokkadrátta. Þeir hafa jafnan verið og munu verða jafnt fyrir utan landamæri trúarinnar sem fyrir innan þau. En ef mannkynssagan getur ekki samfært séra Friðrik um þessa fullyrðing mína, ætti kirkjusaga vestur-íslendinga að geta fært hon- um heim sanniun. Hún ber reyndar kviðinn á séra Friðrik. En hún er jafn-sannfærandi og sannorð fyrir það. — Höf. segir, að sá sem aldrei læri að beygja sig fyrir guði almáttug- um, beygi sig heldur ekki fyrir flokksforingja í félagsmálum. — Þegar séra Jón Bjarnason kom vestur um haf, hóf hann flokk móti séra Páli Þorlákssyni. Reyndar vóru trúaratriði höfð til blóra. En félagsmál munu þó hafa verið undirræturnar. Og Jón vildi ekki beygja sig fyrir Páli og Páll vildi ekki beygja sig fyrir Jóni. Eins fór með þeim séra Jóni og Hafsteini. Það er trúa mín, að allir þessir hafi verið sannir trúmenn og guðs vinir; og þó gátu þeir ekki orðið sammála. Ég þykist nú reyndar gera höf. hátt undir höfði, þar sem ég eyði tíma og skriffærum til þess að hrekja þessa vitleysu hans, og vona ég, að ég njóti þess hjá honum í einhverju, þó seinna verði! Eins og þegar er sagt, eru mismunandi skoð- anir orsök til flokkadrátta og persónuleg óvild stundum. Stundum ræður mannleg framgirni og metorðalöngun æði miklu. Hún er góð inn- an vissra takmarka, og ekki lastverðari í al- þingishúsi íslendinga en í Winnipeg, eða „undir linditrjánum“ í Ameríku. (Niðurl.) lSLENZKURJSÖGUBÁLKUR Æfisaga Jóns Steingrímssonar, próíasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarr. Landabókas. 189, 4to]. (Framb.). 33. Áður enn eg öðlaðist áður nefnda kóngs náð og æruskenk, hlaut eg mikið að líða af vondum og öfund- sjúkurn mönnum, því þess framar sem guð blessaði míg og stðð með mér í öllu, þess meir ólmuðust þeir að sverta mig og gera mér alt til meius, so segjast mætti eg yrði þar í Mýrdalnum fyrir þeim verstu og fölskustu mönnum, er þar vóru til á þeirri tíð. Get eg þð ei nema þeirra, er eg komst í opinberar lagadeilur við. Einn hét Árni Jónsson. Hann var landseti í Eeynishverfi. Eg fðr svo vel með hann sem eg kunni og uraleið hann oftsinnis og gaf honum upp skuldir. Eitt sinn er eg kom til hans að heimta þær og eg vissi hann hafði efni, snýst hann so illa við, að hann S8gir: „Þínar umlíðanir hafa hleypt mér nú í þær (skuldir)11, tekur upp staur og drífur mig í burtu. Komst so til laga og réttargangs okkar í milli, sem þð niðurslóst fyrir meðgöngu annara og gæf- lyndi mitt, að ei var við hann gert eftir verðugleikum. Fór hann svo á eina klausturjörð, flosnaði þaðan upp og dð í vesöld vestur í Gullbringusýslu. Ánnar heitir Árni Oddsson, fullur af hrekkjum, falsi og vélum. Hann var og þar landseti minn. Hann lýsti mörgum ðsannindum upp á mig í okkar viðskiftum, og þá hann opinberlega fyrir rétti hafði étið ofan í sig sínar lygar og þvætting og beðið mig fyrirgefningar, slepti eg feginn þessu þræl- menni. Þó var hann síðar sá fyrsti höfundur til minnar burtferðar úr Mýrdalnum, sem hér verður of langt í frá- sögn að færa. Hann hafði verið áður vinnumaður sýslu- manns Lýðs, hver eð hinum og öðrum veitti jafnan fylgi á mðti mér, so heimuglega sem mögulegt var. Þriðji hét Árni Þorgilsson, gufumaður, en falskur og undirför- ull. Hafði fyrst verið landseti minn, síðan ráðBmaður hjá sýBlumanni með konu sinni; þar um talast ei, hversu hversu þeir vðru lyndislíkir í lauslæti og fleiru. Hann varð búandi þar eftir á HrífuneBÍ. Kemur sýslumaður honum til, sem Árni sagði síðar frá, að festa sjónhending austur úr svokölluðu Fauskalækjargljúfriyíir þverar Flögu- engjar mðti hefð og öllum réttindum; útveguðu (þeir) sér þar til lygavitni, sem varla nokkuð til vissu, hvar til áður nefndur Einar Eiríksson var forgöngumaður með þeim. Yðru þar haldin um tvö þing. Dæmdi so sýslumaður eftir sjálfs síns og þeirra vild engið undan Flögu jörðum. Var (eg) ei ánægður með þann dðm, stefndi honum til alþingis, er fell, að sýslumaður var dæmdur að láta úti 1 rdl. til jústitskassans, 3 rdl. til mín og dæma so á ný aftur I héraði, þar þessi héraðsdómur var álitinn sem ódæmdur, hvar til þó ekki kom, því að fóveti Skúli, sem það sama haust 1769 var hér á ferð, skipaði Flögu bónd- anura að brúka land jarðarinnar sem ætíð hefði brúkað verið. En sýslumaður og fylgjarar hans skyldu hætta, ef þeir vildu ei verr færi. Fyltust nú enn framar af fjandskap mínir mðtstöðumenn við mig, nema Einar Ei- ríksson lét af með kontrakt við mig, hvar um áður er ávikið. Eitt er til dæmis, um umsátur þeirra þá við raig, meðan málgrey þetta yfir stóð: Eg gisti þá um nætur í Ásum hjá sra Sigurði Högnasyni, er þar var þá prestur. Svaf eg i rúmi fyrir framan svefnhús hans í rólegheitum, því eg vissi guð mundi gefa góðu máli sig- ur. Mér heyrðist um morgun einn, þá eg svaf, vera sungið þetta vers: „Heiftarmenn herrans vaka“ etc. Við það vakna eg, og segi til prests: „Nú þyki þér eg hafa nógu lengi sofið, að þú fórst að vekja mig þanninn", en hann svarar: „Annar vakti þig nú, og sýnir þér hvað þú átt að gera og búast við í dag“. Það kom og fyrir dag, sem þeir höfðu tilbúið um nóttina, er guð gerði þó að öngu. Eg helt Flögujarðir í 17 ár; fekk eg þær um nokkur ár til ágðða-nota Sigurði Magnússsyni, fóstra Guðnýjar dóttur minnar. Fyrir einfeldni mína að trúa fóveta Skúla fyrir uppboði á þeim í eitt sklfti, og annan hans umgang með þá nýju jarðabók, hleypti hann upp á mig fyrir þær 15 rdl. restance. Stóð það og yflr i nokk- ur ár, að eg vildi ei betala þá skuld; var sú sök yfir- skoðuð utanlands og innan, og féll loksins af sjálfu sér. (Frh.). Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Eg get ekki lýat raeð orðum þeim áhrifum, sem frásögn hans hafði á mig, sem virtistvera alveg laus við alla mannlega tilfinslu. Það dró niður 1 honum; það var eins og hann væri að taka eftir því, hvernig mér yrði við það sem hann sagði. „Enginn veit hvað hún hafðist að, en glugg- inn var látinn aftur, og síðan var alt kyrt. Q-reifinn beið nokkra daga, en svo fór hann inn til hennar á sama tíma sem elskhugi henn- ar hafði hlaupið fyrir ætternisstapann. Enginn veit, hvað þeim hefir farið á milli, en hann heimsótti hana, að sagt er, á hverju kveldi um sama leyti. Það hafa að líkindum verið gleði- tímar fyrir hann, ef til viil síðu? fyrir hana, en hver má vita! Enginn hefir séð eða heyrt það. Máauði síðar lét hann sækja stúlkur í þorpið til að veita henni nábjargirnar. Hún lá dáin í rúmi sinu — meira vissu menn ekki. Hún var færð í þann búning, seœ líkastur var þeim er hér er sýndur á myndinni, og kistu- lögð í bonum eftir skipun húsbóndaus. Hún hvílir hér í kapellunni sem fleiri ættmenn henn- ar. En sem þér sjáið, vinur, er hún enn jafn- fögur og áður“. „Yoðalegt er að heyra þetta“, sagði ég, og titr- aði allur af taugaóstyrk, sem eg gat með naum- indum haft af mér. Hefði eg verið kvenmað- ur, hefði ég haldið, að ég væri taugaveikur, að minsta kosti hefi eg aldrei fyrri fundið til slíks. Þó eg hefði séð í einum svip ofan í iður jarðarinnar og djöfla og brennisteinsbál miðaldanna þar niðri, þá hefði mér ekki orðið ver við. „Já“, sagði hann“, það var mikil yfirsjón af honum. Fólkið hér í grendinni, tsekar, zigaun- ar, valakar, alt það hyski, sem hefir troðið sér inn í það land, sem vér Szekelar erum fæddir til að ráða yfir, hefir alt af haft horn i síðu okkar, og staðið stuggur af okkur, einkum þeim sem eru af Dracúlitz ættinni, og þeir fengu þá nýtt efni í þvaðursögur sínar. Þó við virðum orminn einkis, sem skríður á jörðunni, bítur hann eigi að síður. — Eg hefi reynt það. — Því bý eg nú sem einstæðingur, og uglur og krákur búa í turnum feðraborgar minnar. — Menn hafa líka ef til vill reynt að spilla yður við mig, kæri vinur, — segið þér mér nú satt — hvað hafa menn sagt yður um Draculitz, áður en þér komið hingað til mín?“

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.