Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.05.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða 1'/» doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). H JL %j BÆNDABLAÐ Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafí hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 8. maí 1900. tfr. 18. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbökasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á miðviku- dögnm og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudbgum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókegpis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. ¦sL-* "^- "sL" •*]/• ¦vi- n!^1 Um ofríki. i. (Af eftirfylgjandi ritgerð geta íslendingar fengið dálítið sýnishorn af ástandinu í öðrum löndum. Ritgerðin er samin eftir „Review of Reviews", „Kringsjá" og fleir- um ritum). „Eimreiðin flytur í 5. árgangi ritgerð um „etór- veldi framtíðarinnar", ritaðaaf Ameríkumanni í ekta Ameríku anda: ætlast til að ensk-ameríksk3) kúgun gangi yfir alt og verði alls valdandi á jörð- unni. Þar er og talað um „þjóðerni" Ame- ríkumanna, en allir vita hvernig það er. Þar er og þessi merkilega setning: „Ófrjáls er sú þjóð, sem ekki hefir bolmagn til þess, að verja þjóðfrelsi sitt; hún getur að vísu verið óháð að nafninu til, en það mun þá venjulega stafa af öfund og misklíð milli stórþjóðanna" (maðurinn hefir kannske haft Sviss í höfðinu). Höfundur- inn kemst &ð þeirri niðurstöðu (sem annarsvar sjálfsagt), að Englendingar og Ameríkumenn eigi einir að ráða og undiroka allar hinar þjóð- irnar og þeirra lönd. Þetta er tekið upp í „Eimreiðina" án nokkurra athugasemda gegn þessari viðbjóðslegu kenningu, semlætur hnefa- réttinn verða hið æðeta takmark mannkynsins. Með öðrum orðum: hugsað eingöngu um auð- vald og peninga, en ekkert um siðferði (moral), enda hefir þessi svo nefnda „mentua" (civili- sation) mikiu freniur aukið spillingu og allskon- ar eymd heldur en áður var. En þannig er nú eðli heimslífsins. Á hinn bóginn er það ekta ensk-ameríksk hugsun, að vilja ræna menn eignum þeirra til þess að útbreiða „mentunina", sem þá er einkum innifalin í rafmagni, járn- brautum og alls konar véSasmíði, það er: pen- ingum. En peningar eru samt ekki hið æðata í heiminum, heldur undirstaða hins æðsta. Það hefir verið tekið fram í blöðunum, að Búalönd- in væri auðug af ýmsum gæðum, sem Búar ekki notuðu sem skyldi; þess vegna ætti að taka þetta alt af þeim, til þess að láta það komast út í heimslífið og efla „mentunina" (all- ir vita raunar að persónuleg hlutföll ráða hér, þar sem nokkrir Englendingar eiga sjálfir stór- fé í gullnámunum í löndum Búanna). Ef ein- hver maður er auðugur og á peninga, enbrúk- ar þá ekki, þá ætti að takaþá afhonum nauð- ugum til að brúka þá, og gera manninn ómynd- ugan. Þetta er einmitt samkvæmt skoðan Eng- lendinga og þeirra fylgifiska: afkáralegasti „kommunismus", verri en víkingsskapur, því á víkingatímunum höfðu menn ekki þá hug- mynd um mentun sem menn hafa nú. En nú er svo komið, að margar raddir hafa látið heyra til sín út um alla Evrópu, sem alls ekki koma heim við þetta þvaður Ameríku- mannsins. Hverjum mundi hafa dottið í hug fyrir þrem eða fjórum árum, að lítil ríki, sem 1) Orðmyndin „ameriskur" er röng, ]bó nún sjaist venjulega. ekkert hafði áður borið á, sem engan þátt höfðu tekið í „stórpólitíkinni", að þau hefðu orðið til að opna augun á Evrópu, og sýna henni hvern- ig þeim er varið, þessum tveimur stórþjóðum, Englum og Ameríkumönnum (réttara væri að eegja: Bandaríkjamönnum), sem svo mikið gum hefir verið gert af út af frelsi og framför? Hvað oft hefir ekki verið sagt, að Engla stjórn fari vel með nýlendur sínar; þær séu látuar ráða sér 8jálfar að mestu leyti og séu því nær sem sjálfstæð ríki! Hvers vegna eru Englendingar svo frjálslyndir? Af því þeir neyðast til þess, því annars mundu nýlendurnar gera uppreisn og.rífa sig undan Engla-stjórn, eins og Banda- rikin gerðu, enda mun þetta hafa einhverntíma komið til orða í Kanada. Og hvernig eru Banda- menn í Ameríku hlyntir frelsinu? Hvað oft hef- ir ekki verið prédikað um „frelsið" í Ameríku! Filippíneyjarnar veita svarið: Kúgun og peninga- sótt. Enginn neitar, að mjög mikið ágæti og framför hefir átt sér stað með þessum tveimur stórveldum, sem varla er þakkandi, þar sem margar miljónir manna og ofa fé er til, en slíkt er alt bygt á kúgun og yfirgangi, miklu fremur hjá þeim en öðrum þjóðum, og veldi þeirra verður ekki haldið við nema með kostn- aði miklum og sífeldri kúgun og ánauð. Það er mikið vafaraál, hvort rétt sé að segja að þeir hafi mentað þessi lönd, sem þeir hafa lagt undir sig. Englendingar náðu undir sig Norð- ur-Ameríku með manndrápum og spillingu, brennivínsgjöfum og svikum, og hatrið til und- irokaranna hefir aldrei dáið út hjá þjóðunum. Sama er sð segja um aðferð Engla á Indlandi; þeir hafa rúið Inda og auðgast á þeim, oglnd- land er nú orðið miklu verra og fátækara en áður var. Ef einhver segir: „Já, svona hlýtur það að ganga", þá segjum vér: „Nú, þóeinhver steli og ræai, á eg þá að gera það líka"? Ekki einungis út um allan hinn mentaða heim NorðEFálfunnar heldur og á sjálfu Eng- landi hryllir menn við Búastríðinu og aðferð ensku stjórnarinnar. Raunar hafa blaðamean- irnir, eins og vant er, æst almenning upp til þess að halda með stjórninni í þessu athæfi, og hinir, sem eru því andvígir, eru í eindregn- um miani hluta; en bæði þeir og flest Evrópu- blöð eru samdóma í þvi, að þetta geti orðið Eaglendingum til falls, og þeir muni ef til vill missa alla Suður-Afríku fyrir bragðið. Það væri líka merkilegt, ef hér skyldi ekki rætast gamla máltækið: „illur fengur illaforgengur", eðaþað sem algilt hefir verið um allar aldir, að hefnd kemur ætið fyrir óréttvísi. í þessu Búastríði hefir það komið í ljós (og sjálfir Englendingar hafa tekið það fram), að öll aðferð stjórnarinn- ar í þessu máli hafi verið heimskuleg, og að alt það fyrirkomulag sé rotið og ótækt, alveg eins og var með Frökkum þegar þeir fóru í stríðið við Þjóðverja 1870 (hér er munurinn sá, að Þjóðverjar áttu í stríði við volduga þjóð, og unnu samt sigur á stuttum tíma með ráðum og hreysti; en hér er voldug þjóð laagan tíma með ofurefli og óvígan her að bisa við eitt ó- merkilegt smáriki og er sér til minkunar). Það er af gömlum vana, að veldi og máttur Eng- lands hefir verið skoðað sem ósigrandi og ramm- legast af ölíum jarðneskum öflum, og það er sérstaklega herskipaflotinn, sem hefir fengið að drotna yfir öllu á sjónum. En menn hafaekki gleymt yfirganginum og þrælmennskunni sem Englar sýndu þegar þeir róðust á Dani 1801 og 1807, óviðbúna og litla þjóð, enda væri ekki furða, þótt Dönum væri kalt til Englands, og hæðst hefir verið að því i dönskum blöðum, að nokkrir danskir smjörkaupmenn sendu Eng- Iendingum fimtíu smjördalla til góðgætis núna í Búastríðinu. Ójöfnuður Englendinga hefir og komið fram hér við land bæði að fornu og nýju; vér hirðum ekki um að- telja þetta hér. Þeir sem eiga Salmonsens Konversations Lexikon geta séð, hvernig Englendingum fórst við Norð- menn 1819—1821 í „Bodösagen". En það er ekki víst, hversu lengi Englend- ingar verða einir um hituna á sjónum, eða hvað lengi þeir syngja „Rule Britannia, rule the waves". — Vilhjálmur Þýzkalandskeisari er ung- ur og fjörugur, herskár og ófyrirleitinn, ef því er að skifta; Englar urðu nú nýlega að biðjast fyrirgefningar og gjalda stórfé fyrir skiprán, framið suður við Afríku, og eitthvað var sagt á ríkisþinginu í Berlín, sem Englendingum þótti ekki vænt um; en nú hefir Vilhjálmur keisari af ráðið, að láta byggja mörg herskip til þess að standa Englum á sporði, og gjóta Englend- ingar homauga til hans fyrir það, en hljóta samt að láta sér það líka. Stundum hefirjafn- vel komið til orða á Þýzkalandi, að taka Lund- únaborg og kúga þar með Englaveldi (líklega til þess að koma meira jafnvægi á); bæðiMoIt- ke og Wrangel hafa sagt það væri hægðarleik- ur, en báðir voru hinir reyndustu og vitrustu hershöfðingjar, og bafa Englar enga, og hafa aldreí átt, sem við þá gæti jafnast, því þessir þeirra hershöfðingjar (þó duglegir sé), sem þeir haía nú að skipa á móti Búunum og hafa í svo miklum hávegum, hafa ekki fengið frægð sína af öðru en að berja á villiþjóðum einsog Sigurður Jórsalafari, sem Eysteinn konungur bróðir hans sagði um, að hann hefði brytjað niður blámenn og berserki fyrir fjandann, og hefir víst ekki þurft til þess ýkja mikla her- kunnáttu. Vitaskuld er, að Englar sigrast á Búum að Iokum, en þar með er ekki sagt, hversu farsæll sá sigur verður, og ekki um drengskap að tala. En þotta stríð hefir þegar haft þær afleiðingar fyrir Engla, að þeir eru nú að kalla má varnarlausir heima; þeir geta ekkert gert við því, að Rússar færa sig upp á skaftið í Asíu, ef þeir þoka sér suður á við norðan að og ætla að útvega sér höfn við Ind- landshaf, eins og flogið hefir fyrir. Álndlandi er nú svo mikil hungursneyð, að menn vita þess ekki dæmi; þar fellur fólkið í hrönnumog geta Englendingar ekkert við gert, enda er stjórnin þar öll í molum, og munum vér drepa á það síðar. En það er víst, að Englar eru máttarminni en áður. Þeir hafa mist ógrynni fólks, og marga sína beztu menn — til einkis — þeir hafa mist ógrynni fjár og fleygt því í sjóinn, meðan sultur og seyra sverfur að þús- undum mannaíþeirra eigin löndum og í sjálfri Lundúnaborg. H. í "Contemporary Review" ritar ritstjórinn, Mr. Massingham: „Hvílíkt stríð! (skrifaði fræg- ur Englendingur mér um daginn) jafnheimsku- legt og samvizkulaust! Þjóðin er viti sínu fjær af reiði, minnislaus af óþolinmæði. Hún hirðir ekkert um, hvort stríðið er réttmætt eða ekki. Hún heimtar einungis, að okkur gangi vel".— Mr. Massingham hyggur, að tími sé kominn til fyrir þjóðina, að hún sjái á sér afturfaramerki,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.