Fjallkonan


Fjallkonan - 26.05.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 26.05.1900, Blaðsíða 2
2 F J'ALLKON AN. lega og þeir. Um alia 15. öldiua etóð ofríki og ránskapar Eagleudinga hér œeð mestum bióma, og enn þótt enska verzluuin, sem þá var rekin hér, væri að mörgu ieyti betri en danska og norska verzlunia, þá myrkvaðist þessi tími samt ákaflega mikið af þeim hryðjuverkum, sem framin voru á landsmönnum, varnariausum og áu efa að mestu leyti saklausum. Skal hér nú minnast á nokkra af þessum atburðum. Englendingar höfðu þá, eða fyrr, farið að senda skip hingað tii iands, ýmist tii verzlun- ar, eða þá tií fiskiveiða. Árið 1419 fórust hér við land 25 ensk skip í ofviðri á skírdag, og haída menn, að Englar hafi grunað íslendinga (raunaralvegrangiega)um,aðþeirværi valdir að því tjóni, eða ættu þátt íþví, með þvíaðhjálpa ekki skipunum (sem auðsætt er að hefir verið ókijúfandi, eftir því sem hér stendur á), eða eitthvað á þá leið; nokkuð var það, að árið eftir sýndu Englar hér af sér miklar óspektir, ef tii vill í hefudar skyni; þá (1420) komu þrjú ensk skip á Skagafjörð, og gengu skip- verjar á land með fyiktu iiði, iúðragangi og blaktandi fánum, drápu Jón nokkurn Ibe, „konunglegan embættismann“, misþyrmdu ráðs- manni Hólabiskups að biskupinum ásjáandi og frömdu rán og ýms illvirki. Annars komu Englendingar hér marg-oft fram sem ránsmenn, þótt þeir létust vera kaupmenn; þetta gerðu þeir einnig í Noregi. Árið 1422 gerða þeir ó- skunda á Bessastöðum, drápu þar einn mann og eyðilögðu bæinn og kirkjuna; 1423 herjuðu enskir víkingar á Ólafsfirði fyrir norðan, og brendu kirkjurnar í Hrísey og á Húsavík, og í Grímsey; þaðan stálu þeir kaleiknum, messu- klæðunum og bókum; allstaðar rændu þeir kvikfénaði, bæði nautgripi og sauðum, og jafn- vel mönnum, fullorðnum og börnum, og fluttu alt af landi burt í þrældóm. Þessa fúlmensku drýgði nú ein þeirra þjóða, sem vill láta telja sig einna fremsta meðal mentaþjóðanna. í þriðja sinn rændu 50 enskir víkingar eða þjófar Bessa- staði, og í fjórða sínn, eða 1424, komu þeir þangað enn, og stálu þaðan 6 iestum fisks, drápu þar einn mann, en særðu og meiddu marga, og á Álftaneai ræntu þeir miklu fé. — Jón Selby hét einn enskur vikingur; hann gerði árás í Fijótum og tók höadum Brand Halldórs8on, efnaðan bónda á Barði, og slepti honum aftur fyrir fjórar lestir af harðfiski. Þeir herjuðu og á Vestmannaeyjum, en þar komst einhvern veginn friður á; þeir ofsóttu einnig fólkið á landi uppi, Næsta ár (1425) héldu ránin áfram, og þá er sagt þeir h ifi drepið ýmsa embættismenn og aðra landsmenn, og útlendinga, sem þá voru hér, danska, norska og þjóðverska, eada hömluðu þessir víkingar allri verzlan, og fiskiveiðum, og eyðiiögðu skip og veiðarfæri; klaganiraar um þetta segja, „þeir hafi gert alt ilt. sem þeir gátu“, svo þetta hefir ekki verið gert af eintómri ágirnd eða verzlunarkepni, heldur beinlinis af fúl- mensku. Þessir atburðir urðu á ríkisárum Ei- ríks af Pommern; á þessum tímum stóð einok- unarverzlunin sem hæst, og var öilum bannað að verzla við íslendinga nema þegnum Daaa- konungs, en þetta hefir egnt Englendinga, sem voru og eru hrottar að náttúrufari, og fullir ágirndar og ofsa, og dugði ekkert, þótt Engla- konungar legði blátt bann fyrir þessari aðferð • og vildu láta að tilœæium Danakonunga; alt kom fyrir ekki. Þá'komu og hingað bisk- upar frá Eoglandi, líklega í skjóli þessa yfir- gangs — enda óvíst hvort þetta hafi verið verulegir biskupar, þótt þeir tæki sér þetta nafn; seinastur var Jón Gerreksson, sem var upprunalega frá Englandi, einhver flækingur, sem Eiríkur konungur gerði að erkibiskupi í Uppsölum móti öllum lögum, en þar vann hann ýms glæpaverk og varð að fara þaðan; var settur frá embætti 1421 og fór þá til ísiands ásamt tveimur prestum, og varð annar þeirra saltfiskskaupmaður og fór til Engiands meðfisk, en „biskupinn“ hafði 30 fylgisveina, írska að sögn, ofstopafulla óreiðumenn, og þessu lauk þannig, að íslendingar drápu „bisknpinn“ 1433 og fleygðu honum í Brúará í poka, sem segir í árbókum Jóas Espólíns. — Sagt er að bar- dagi hafi orðið við „Mannskaðahói“ á milli Englendinga og íslendinga, og hafi þar hér nm bil 80 Engleudingar verið drepnir, líkiega leif- ar af eiuhverjum allmiklum ránsmannahóp; þetta var 1431. Einna frægast er það orðið, þegar Englendingar drápu Björn rika í Bífi, og sjö menn með honum; þá hefndi ólöf kona hans fyiii’ vígið, og lét drepa nokkra Englend- inga, en hafði 50 í haidi um hríð; varð út af þessu stríð nokkurt milli Danmerkur og Eng- lends, en ekki mjög háskalegt, og komst á sátt árið 1474. Englendingum sló einnig saman við Þjóðverja, sem ráku hér verzlun um þessar mundir; þessir atburðir sýna raunar ekki það, að allir Englendingar hafi verið ójafnaðarmenn, en samt sem áður voru flestir slíkir menn af þeirri þjóð. Enn má og minna á það, að árið 1808, þegar stríðið var á milii Dana og Eng- lendinga, þá ræntu Englendingar hér víða, þar á meðal í Yiðey frá Ólafi stiftamtmanni, og ailstaðar hafa þeir hér ráðist á varnarlaust fólk með ódrengskap og ofurefli. Því er oft fieygt, að nú séu aðrir tímar, en timinn hefir fyllilega sýnt og sannað, að siðferði og mannúð hefir ekki farið vaxandi að því skapi sem framfarir hafa orðið í öllum verklegum efuum og notkun náttúrukraftanna. Hvor keppist við annan í að finna upp sem grimdarlegastar drápsvélar, til þess að deyða menn þúsundum saman og eyðileggja alt hvor fyrir öðrum. Stöku sinnum ber það og við, að vér fáum tækifæri tii að bera þjóðirnar saman. Þau voru ekki ránskip, þessi 4 herskip, sem komu til Reykjavíkur til heræfinga 1896, og munu menn ekki gleyma þeim skríl, sem þau spjóu hér á land, þar sem þessir ensku „her- menn“ lágu biindfullir út um allnr götur og stálu hvar sem þeir gátu; og munur var á mönnunum á þjóðverska herskipiau, sem seinna kom, því fallegri og hæverskari menn hafa ekki sést hér, enda varð sumum Englending- um, þeim er þá voru hér staddir það á munni, &ð þeir skömmuðust sín fyrir landa sína. Útleudir ránsmenn eiga eins hægt með nú sem fyr að ræna hér og rupla, þar sem engin vörn er fyrir, og ekki loku fyrir skotið, að svo geti að höndum borið. Þeir geta eyðilagt ait, sem hér hefir verið bygt og safnað, hvort heldur það eru munir, byggingar eða peningar. Og því íremur sem landið auðgast að ýmsu leyti, því meiri er freistingin, því meiri er „á- batinn“ afránunum. Þegar ritsíminn er kom- inu, þá geta botnverpingar eyðilagt hann með botnvörpunum, ef þeir vilja. Hvað hirða þeir um það? Og hvað getum vér gert þeim? Búastríðið getur valdið almenuu Evrópu- stríði. Það er ólíklegt, að hin stórveldin vilji eða geti þolað tií lengdar, að Englendingar gangi yfir alt ljósum Iogunum með því að leggja und- ir sig meginhluta Asíu og Afríku. Þá væri alt jafnvægi þjóðanna farið. Þótt sumir hafi verið að geipa með, að ensk tusga og enskt „þjóðerni“ ætti að drotna yfir öllu og leggja alt undir sig, þá er það óhugsandi, að hinar stórþjóðirnar muni sleppa sjálfstæði sínu og beygja sig undir harðstjórn auðvalds og ágirnd- ar. Og þó að Englendingum kynni að takast að undiroka Búana og aðrar þjóðir í Afríku og Asíu, þá er óséð, hvernig þeim tekst að halda saman öllum þeim löndum; til þess' þarf geysimikinn herafla, og þá eru sjáifir Englend- ingar altof fámennir og verða því að kaupa allskonar samtíning útlendra þjóða, hálfviltra og alviltra, sem lítið er að reiða sig á, eins og reynslan hefir sýnt á Indlandi. Þar að auki eru Englendingar í rauninni miklu fremur fyr- irtækjamenn og kaupmenn heldur en herœenn. * * * Hvort alment Evrópustríð muni hafa áhrif á ísland? Stríðið milli Dana og Englendinga í byrjun aldarinnar sem er að líða var ekki alment Evrópustríð, en það hafði samt áhrif á ísland, og þau áhrif voru frá Englendinga hálfu. Danir gátuekkertgertfyrir oss, semekki var von. Englendingar kúguðu þá. Ræningjaskip Eng- lendinga sveimuðu út um allan Norðursjóinn og nyrðra hluta Atlantshafs, og hertóku þau dönsk skip, sem þau náðu, og heftu s&mgöng- ur Danmerkur og verzlun við ísland, þótt nokk- uð yrði afstýrt. Annars er þetta kunnugt og þarf ekki að minnast frekar á það hér. Nú gætu afleiðingarnar af Búastríðinu orðið þær, að þar sem Englar nú hljóta að safna þangað mestu af herafli sínu, og mörgum skipum, þá eiga þeir örðugra með að gæta þeirra landa, sem þeir hafa kastað eign sinni á víðsvegar um heim, og er því hægra fyrir aðrar þjóðir að koma þeim í opna skjöldu og ná í bráðina, sem nú liggur lítt varin hingað og þangað. Frökkum er nauða-illa við Englendinga, með- fram vegna meðferðar þeirra á Napóleoni mikla, sem þeir aidrei vildu kalla „keisara“, heldur „general Bonaparte“,— hér um bil grófu hann lifandi og þar með aila herfrægð Frakka, sem þeim þykir mestur heiðurinn, með þvi þeir settu hann á Elínarey (St. Heíenu) úti í reginhafi, og ekki hafa kvæði Victor Hugo’s og fleiri — enda Byrons — átt lítinn þátt í að efla hatur Frakka til Engleudinga fyrir það, að þeir gerð- ust þannig böðiar frægðarinnar, eins og þeir gerast nú á sama hátt með því að setja Cronje þangað, hinn fræga hershöfðingja Búanna, sem þeir raunar aidrei gátu kúgað með öðru en of- urefli og ofríki, en ekki með hreysti. Hafa Frakkar ekki látið sitt eftirliggja, að hæða Eng- lendinga og ögra þeim út af Búastriðinu, og hafa mörg blöð þeina borið það út um alt bæði með Ijóðum og myndum; eitt blaðið kom upp með það, að skifta „eignum“ Englendinga upp á milli Evrópuþjóða; en þótt slíkt sé raun- ar ekki nemaá pappírnum, þá sýnirþað, hvers hugar menn eru. Þótt stjórnendurnir skiftist á heilsunum og vináttuorðum, þá lifir hatriðsamt í þjóðinni eins og falinn eldur, og má oftheyra það, þegar enskir ferðamena heimsækja strend- urnar við Ermarsund (í Normandí og Bretagne). En eins og óvíst er, hvorum megin eða hvar Frakkar muni verða, eins er einnig óvíst, hvort nokkuð muni verða af öllu þessu; þetta eru einungis tilgátur, sem ef til vill geta rætst. En hitt mun vera vissara, að nú þegar Englend- ingar eru þannig fatlaðir í Afríku, þá renna Rússar ágirndar-augum yfir í Asíu, til Afgan- istan og Indlauds; svo er Kínaveldi, sem alla langar til að ná í, og munu Eaglar eiga örð- ugt með að iáta til sín taka í öilu þessu róti. Óþarfi virðist að fara nákvæmar út í þetta hér, en verði nú aiment stríð út úr þessu, þá er óvíst hvort Danmerkurríki getur orðið hiutiaust (neutral) eða komist alveg hjá því; en þótt svo kynni að verða, þá er ekki víst, hversu hægt er að gæta sín svo, að ekkert af þessum styrjaldarveldum geri á hluta þess er fyrir ut- an stendur; þá munu þessi veldi gefa ránskip- um leyfi til þess að sveima um sjóinn fram og aftur, og þá mun sami leikuriim háður sem var í byrjun aldarinnar. Getur því orðið óskundi af þessu fyrir oss, bins og áður, og það böi hefir hvað mest staðið af Englendingum, eins og sú plága stafar mest frá þeim, að fiskiveiðar vor- ar á opnum fleytum eru nú eyðilagðar og margt fólk þess vegna bjargþrota. Sú er ekki meiningin með þessum iínum, að vekja alment hatur til Englendinga, og vér treystum þvi, að nú séu aðrir tímar en áður; ensk verzlun hefir verið oss mjög notaleg og hagstæð, og hugsast gæti, að Englendingar sjálfir muni gcta fundið, að það er ekki sam- kvæmt tímanum að misbjóða varnarlausu fólki með misþyrmingum og ránum; eada hafa þeir nýlega sýnt, að þeir féllust ekki á aðferð botn- verpingsins alkunna, sem ætlaði að drepa Hann- es Hafstein; aftur á móti verður varla hjá því komist, að mikið af þessum mönnum er óvand- aður skríll, sem skeytir engu, hvorki guðs né manna lögum. Hvort enskt herskip er látið vera hér til þess, að banna botnverpingum að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.