Fjallkonan


Fjallkonan - 02.06.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 02.06.1900, Blaðsíða 2
FJALLKON AN. Sé kaEeisýru natróni veitt inn í blóðæðarnar eða undir skinnið, þá tví- og þrefaldast hvítu blóðkornín. Ef þar eru berklar, þá hópast hvítu blóðkornin eins og veggur utan utn berklahnút- ana. Haldi menn áfram að veita, svo sem annan hvern dag, þá lokar þessi hvíti blóðkorna- veggur berklahnútinn inni og bægir honum frá blóðrásinni. Loksins mynda hvítu bióðkornin sterkt bandvefshylki, og gleypa þannig berkia- hnútinn aiveg svo hann hverfur, en ör verður eftir. Heilbrigðum mönnum gerir kanel-sýran eng- an skaða. í kanínublóð má veita fimm grömm- um, alveg verkunarlaust. En öðru máli er að gegna með þá sem berklaveikir eru; þar sjást verkanir, en til bóta. Þetta eðli hvítu bióðkornanna, að eyða eða eta annarlega líkama eða korn í blóðinu, er uppgötvað af rússneskumnáttúrufræðingi, Metsjni- kof, sem nú er í hinni frægu Pasteur-stofnun í París — það er sami maðurínn, eem þóttist hafa fundið serum eða bióðvatn, sem yngdi menn upp aftur. Þessi hjálpræðisbióðkorn kall- ar hann „fagosytur", sem merkir átkorn eða gleypukorn, af því þau eta bakteríurnar eða gleypa þær í sig; þessa vegna hafa menn og kallað þetta varnarher líkamans. Þegar nú kanel-sýran er höfð við beriaveikinni, þá eflir hún einmitt verkanir eða vinnu átkornanna, og sannar þar með uppgötvun Metsjnikofs. Þegar serum er haft við difteríu o. fl., þá er súlækn- ing grundvölluð á eðli átkornanna, sem með sérstökum meðuium eru leyst upp í bióðvatninu (serum). Lækning með blóðvatni er því ekki óskyld lækningunni með kanei-sýrunni. Blóð- vatnslækníngin fram leiðir læknisdóminn í lík- ama dýrsins, og tekur hann þaðan tilbúinn til þess að veita honum inn í sjúklinginn; en kanel- sýrt natrón eykur hvítu blóðkornin í sjálfum líkama sjúklingsins og það einmitt þar sem að- setur veikinnar er. Báðar þessar læknisaðferð- ir eru því bygðar á uppgötvan Metsjnikofs, þótt hver sé annari frábrugðin. Ýmsir læknar og náttúrufræðingar hafa reynt og staðfest aðferð Landerers; hann hefir átt við 600 berklaveika menn, flesta svo yfirkomna, að ekki var til neins að senda þá á spítala. Og það er ekki einungis berklaveiki í lungunum, heldur einnig í þörmum, beinum, kirtlum, sem hann hefir fengist við, og sér í lagi á þeim sjúklingum, sem hafa reynt allskonar meðalakák Þar sem berklaveikin er hrein, eða ekki sam' fara annari veiki, þar hefir aðferð Landerers hjálpað að mestu leyti. Berklaveiki í lungum, þar sem ekki er sótt (feber) eða lungun mjög sködduð, læknast á svo sem tveimur mánuðum: venjulega 90 heil- brigðir af hundraði eftir 78 daga. Hafi eyði- leggingin (kavernurnar) verið meiri, en sóttlaust, þá tekst lækningin ekki nema að nokkru leyti, holurnar minka, og hinir aðrir berklasýktu partar læknast, svo sjúklingurinn finnur bata; þar læknast meir en 80 af hundraði á 120 dögum. Þar sem er stökkrýrnun (ga- lopperende Tæríng) og við sjúkdómslokin er batinn óvissari. Telji menn öll tilfelli lungna- tæringar, enda þau, sem ekki var von um að batnaði, þá hafa orðið 51,8 af hundraði heilir, eða helmingurinn, en 23,6 albata að staðaldri. Berklasótt í þörmum og holinu batnar, ef sjúklingurinn er ekki orðinn of máttfarinn, þar verða 80% heilbrigðir. Berklasótt í fótum: 82,1% batnað, 12,8% betri. Kirtlaveiki lækn- ast alveg, hérumbil undantekningarlaust. Ekki hefir enn tekist að lækna berklasótt í heilanum. Kanelsúrt natrón er alls ekki eitrað, og finst hvorki sársauki né óþægindi þegar því er veitt inn; má því hafa það, ef menn hafa grun um sjúkdóm og á börnum berklasjúkra foreldra. Reynsla um þetta hefir fengist bæði á heilsu- stofnunum, á Bjúkrahúsum, á heimilum og hjá Jæknunum sjálfum. Tíminn hefir einnig sannað í þessu máli, þar sem þeir sjúklingar, sem hér hefir verið um talað, hafa verið veikir 1 % árs tíma í minsta lagi. FyrÍT 8 árum hafa sjúk- lingar verið Iæknaðir, sem enginn hugði iíf. Landerer prófessor þykist geta mælt með þessari lækninga aðferð frá vísindalegu sjónar- miði og með fuiiri reynslu, þar sem hann hefir fengist við þetta í 17 ár; enda streyma til hans reyndir læknar, til að læra af honum þessa lækninga-aðferð. „Um liagfærilegar keimingar“. Eftir Þ. í 11. tl.bl. Fjallkonunnar þ. á. er grein eftir B. B., sem á að vera svar gegn grein minni í sama blaði um hejásetning og hey- sparnað. Eg ætla ekki að fara út í langar blaðdeilur við B. B., en að eins minst á fá at- riði í grein hans, þau atriði er benda tll þess, að hann sé að reyna að bera hönd fyrir höfuð hordauðanum, og byrjar hann á að rifja upp búskaparæfisögu gamals efnaðs bónda sem bú- inn er að búa í 40 ár. Hver er meining B. B. með því? Mér getur ekki betur skilist, en að B. B. finn- ist hann koma með praktiska kenningu, að það sé hagnaður, að drepa úr hor við skulum ekki sogja á hverju ári, heldur öðru- hvoru. „Það kom oft fyrir, að eg komst í hann krappaun moð hey og dálítið hrofnaði (fínna oxð en dó úr hor!) af hjá mér einstaka vor“. Þetta var ráðið til þess að koma þessum gamla bónda í álnirnar. Hafi það verið, þá er gróða- vegurinn ckki vandrataður. Það er einstakt dáðleysi, að allir þeir menn, er eiga fénað, skuli ekki fara þenna breiða og slétta veg; mér þyk- ir líklegt að B. B. skopri haun. B. B. fárast yfir því, að gefin eru út hegningar ákvæði gegn illri meðferð á skepnum; hann kallar það eftil vill ekki illa meðferð, að láta þær velta út af af fóðurskorti; en mér finst, ef ekki eigi að hegna þeirn sem þannig breyta, þá verðskuldi engin lögmálsbrot hegning. Er það ekki skylda mannsins, að vaka yfir velferð skepnunnar, sem honum er trúað fyrir af höfundi allra hluta? Jú.—Eg dirfist að segja, að dæmisaga B. B. af hinum gamla bónda gati verið hneykslunar hella fyrir menn, því ekki eru allir jafn-færir um að koma fénaði sínum fram á litlu fóðri sem hann. Enn fremur er þesa gætandi, að um miðja þessa útlíðandi öld var ekki tekið hart á því þótt menn sýndu skepnum sínum hart. Aldar- andinn var annar þá en nú. Jeg vonast til, að B. B. komi ekki oftar með dæmisögur um það, að það sé vegur til velgengni að drepa úrhor. Það er langt frá, að það geti heitið „hagfæri- leg kenning“. — Mótbárur B. B. í síðari kafla greinar hans læt eg mér liggja í léttu rúmi. Þó vil eg ofurlítið minnast á þær. B. B. veit, að víða hagar svo til landslagi, að hægt er að hirða fleiri en eina grastegund í einum þerri. í því bygðarlagi, sem eg er fæddur í og uppal- inn í, hagar svo víðast til, að mýrlendi Iiggur upp að fjöliunum, og er þá hagað sér með slátt eftir veðuráttu, og svo alt heyið hirt í sama þerrinum, ef mögulegt er. Er þá ekki hægt að kasta úr því eftir tegundum í þunn lög? B. B. er á móti því, að hey sé hrist varlega, en jafn- framt segir hann, að faðir sinn hafi gert það og kallar hann hafa verið raunvitran. Ef það er óráð að hrista hey varlega, þá kalla eg þann, sem það gerir, ekki raunvitran. Þing- eyingar hafa verið taldir með fremstu fjármönn- um á íslandi, og það eru þeir vissulega. Af hverju birgja þeir þá fé sitt inni á næturnar; er það ekki af því þeir hafa reynslu fyrir, að gólfsúgur er mjög óhollur bæði útigöngu fé sem innistöðu? Innlend yerzlun. Bref úr öllum attunr Yerzlun vestanlands. Vöruverð á Þingeyri við Dýrafjörð fyrir skömmu: Bankabygg 26 kr. tn., rúgmjöi 20 kr., rísgrjón 30 kr., kafli 0,75, kandís 0,36—38, munntóbak 2,45, neftóbak 1,80, brennivín flsk. 0,85, kol 6,50 skpd. Vöruverð í Árneshreppi á Ströndum síðastl. sumar: Á Reykjarf. Á Norðurfirði í pöntunarfél. hjá J. Thorarensen hjá Magn. S. Árnasyni Rúgur 18,00 17,00 16,60 Rúgmjöl 10,00 9,50 8,83 Hrísgrj. 28,00 28,00 22,90 B.bygg 12,00 12,00 8,62 Baunir 13,00 13,00 10,00 Hveiti 11,00 10,50 7,02 Kaffi 0,65 0,65 0,52 Export 0,50 0,50 0,40 Kandis 0,35 0,35 0,23 Melis 0,35 0,35 0,23 Púðrsykr 0,30 0,30 0,20 M.tóbak 2,00 2,00 1,43 Neftóbak 1,50 1,50 1,01 Sait 5,00 W 4,84 Ljáblöð 1,10 n 0.781/, Skeifnaj. 0,20 « 0,147, Öngiar 0,60 n 0,36 Steinolía 0,25 V 0,137, Málfisk. 65,00 65,00 Smáfisk. 45,00 45,00 46,33 Ýsa 32,00 36,00 36,92 fíák.lýsi 24,00 26,00 Dúnn 11,00 12,50 10,37 Vorull 0,50- -55 0,50—55 0,467a—50 í pöntuninni fylgdu pokar með allri korn- vöru og salti. Hér er ótalinn innandeildar- kostnaður um 2°/0. Á Norðurfirði var gefið 60 aurar fyrir hv. vorull, ef 20 pd. vóru lögð inn í einu. Á Norðurfirði hafa verið nægar mat- vörubirgðir í vetur og vor. Á Reykjarfirði engin matvara frá því í haust og þangað til f marz. jÞorsteinn Guðmundsson. Palladómar um alþingismenn 1899. YH. J'on Jónsson (frá Múla), alþingismaður Ey- firðinga, er gamall og reyadur þingmaður, og befir hans því áður verið getið í þingmanna- lýsingum Fjallkonunnar. Hann hefir jafnan verið kosiun i fjárlaganefndina og verið venju- lega formaður hennar, og má af þvi ráða, að hann hefir haft traust samþingismanna sinna — í stjórnarskrármálinu hefir hann verið í mót- stöðuflokki valtýskunnar á síðustu þingum, og var einn af þeim fáu þingmönnum, sem á þing- inu 1897 voíu með hvorugum aðalflokki (hinir kölluðu þá súll eða nihilista) og reyndu til að Ioknu þingi að vekja aftur til lifs miðlunar- stefnuna frá 1889, þó að það yrði árangurs- laust, sem von var. Á síðustu þingum virðist svo sem Jón frá Múla sé farinn að þreytast á þingmensku, enda er sagt að hann muni ef tii vill ekki gefa kost á sér framar. Hann hefir líka látið það í ljós bæði á þingi og utan þings, að á alþingi væri svo margt óhreint og óheilt, „kómedíu-Ieikur“ og makk„ábak við tjöldin“, að vandlega sam- vizkusömum mönnum mundi geta orðið þar ó- glatt, og að því væri bezt fyrir þá að koma þar hvergi nærri. Því verður heldur ekki neitað, að framkoma Jóns á síðustu þingum hefir í sumum greÍDum síður verið að skapi almennings en áður, með- al annars í verksmiðjumálinu, sem nú er al- ment áhugamál. Hann var algerlega á móti því. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) Dyrnar vinstra megin vóru að stóru kring- lóttu turnherbergi með nokkrum gluggum, / l I

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.