Fjallkonan


Fjallkonan - 02.06.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 02.06.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAtt. 3 og vóru ekki á því aðrar dyr en. þær sem lágu inn i myndasalinn. Gegnt þessum dyr- um vóru aðrar dyr á hliðveggnum, sem lágu inn í langa röð af herbergjum af ýmsri stærð; þau sneru öll til vesturs, og þóttist ég vita, að þau mnndn mynda mikinn hlut af vestur- álmu hallarinnar. Ég hafði ekki tima til að gefa nánar gætur að þessum herbergjum, en þóttist ganga úr skugga um, að hóðan lægi enginn stigi niður í hin íbúðarherbergin. Ég þóttist þó vita, að sá stigi hlyti einhvers- staðar að vera, en seinustu dyrnar a þessum herbergjum, sem að líkindum liggja að for- stofu eða útgang’i, vóru harðlæstar, svo að ég gat ekki lokið þeim upp. Öll herbergi vóru svo búin sem venja er til í gömlum hallargörðum. Þar vóru hús- gögn frá ýmsum tímum, og ekki í neinum „stíl“, eins og nú er títt. Alt var það gam- alt, fölt og fornfálegt, en ekki eiginlega hrör- legt. Ég hefi ásett mór að skygnast hér bet- ur um síðar ; nú hafði ég ekki tíma til þess. Þegar óg sá, að óg mundi ekki geta komist út þessa leið, flýtti óg mór aftur í mynda- salinn. í hinum endanum á salnum, sama megin og inngangsdyrnar, var hurð. Henni gat óg lokið upp, og kom ég þá innistóran, skrautlegan sal, með þremur gluggum, sem sólin skein inn um. Gólfið var málað gráum og hvítum tiglum. Milli glugganna vóru speglar með svörtum og gyltum umgerðum, og alt var þar i þeim stil, er tíðkaðist meðal höfðingjafólks í byrjun aldarinnar, bleikir, bláir, gráir og hvítir litir, allir fölir af elli. Nú varð fyrir mór löng herbergjaröð, sem ég þaut í gegnum eins og í draumi — því mór var orðið ilt, og óg fann til máttleysis og ónota, svo að ég vildi flýta mór sem mest. Herbergi þessi hafa efiau"t staðið svo lengi í eyði, að loftið í þeim er óholt, einkum á þessum tima árs, er sólin enn ekki hefir gagn- vermt hina þykku veggi. í öllum þessum íbúðarherbergjum þóttist ógsjá, að hefði verið síðar búið, og að kvenfólk hallarinnar hefði að líkindum búið þar. Hingað gátu hvorki örvar eða önnur skot náð, og því vóru glugg- arnir hór stærri og hærri en í neðri herberg- junum. Þegar eg hafði farið gegnum nokkur her- bergi, fann eg á endanum dyr á veggnum móti gluggunum. Eg reyndi að lúka þeim upp ; þær gengu ekki upp, en þegar eg fór að gæta betur að, sá eg að þær vóru ekki læstar, heldur þrútnar, og tókst mór loks að lúka upp hurðinni. Þá kom eg út að gangi, sem var orðinn mjög hrörlegur. Mátti sjá þaðan gegn- um gluggasmugur ofan i gljúfur, sem lá við austurhlið hallarinnar, og fóll þar á í fossi. Þau herbergi, sem vóru hinum megin gangs- ins, vóru öll harðlæst. En við endann á gang- inum varð loks fyrir mór stigi, sem lá niður á við, þröngur og brattur, og lágu að honum gluggasmugur í hinum afarþykku veggjum. Mór fór nú að líða betur; mér fanst loft- ið hér vera hressara og betra, og eg fann ekki lengur til þess flökurleika, sem eg hafði h&ft. En jafnframt stóð mér skírara fyrir hugskotssjónum það sem eg hafði sóð um nóttina og morguninn, og að eg þyrfti að komast sem fyrst úr þessu varðhaldi. Stiginn lá ofan í annan gang, lengri og hrörlegri en hinn. Eg þóttist nú vita, að eg væri staddur í norðurálmu hallarinnar, sem virtist fremur en aðrir hlutar hallarinnar ætl- uð til varnar og var því ekki ólík kastala. Þegar gangurinn var á enda, kom eg að stórri, járnvarinni hurð; lykillstóð í skránni, og gat ég með naumindura lokið henni upp. Þegar ég kom inn úr dyrunum, varð fyrir mér ferstrent herbergi, áþekt kjallara. Vegg- irnir og gólfið var úr illa höggnu grjóti. Alt var þar þakið kóngulóarvefum, og hafði þar auðsjáanlega ekki verið gengið um árum sam- an. Birtan kom úr tveimur gluggum, og vóru fest á milli þeirra járnfestar og skrúfur, sem óg vissi ékki til hvers mundi hafa verið not- að. Stigi lá upp að öðrum glugganum. Ég flýtti mór upp stigann til að sjá, hvers óg yrði þar vísari. (Frh.). Brunnið eimskip á Reykjavíkurhöfn. í gærmorgun um kl. 4 kviknaði eidur i eimskipinu „Moss“ (skipstj. B. Erichsen), sem var nýkomið hingað frá Noregi (Mandal) með timburfarm o. fl., og hafði að eins tveimur bátum verið skipað upp úr skipinu. Skipið var með timbur í fiskgeymsluhús, sem konsúll Thorsteinsson ætlaði að byggja inn undir Laugarnesi, og tvö hús önnur, sem átti að reisa á Vesturlandi. Þegar skipverjar komu á fætur og urðu varir við eldinn, var hann orðinn svo magnaður, að við ekkert varð ráðið, enda var vindur nokkur af land- suðri. Haldið er að eldurinn hafi kviknað í kolarúminu. Skipverjar gerðu þó tilraunir til að slökkva eldinn, en það varð árangurslaust, og var þó herskipið „Heimdal“ til aðstoðar. Þegar skipið var farið að brenna og ekki reyndist fært að bjarga þvi eða farminum með neinu móti, Iót bæjarfógeti þáHeimdellinga flytja skipið út að Örfirisey, og þar brann það upp að mestu með öllum farmi í gær. — í nótt hefir eldurinn iifað í flakinu, en mun nú vera dauður. — Skipið var í hárri ábyrgð í samanburði við kaupverð þess, sem það var nýlega selt. — Skipverjar mistu föt sín og allar eigur, sem þeir höfðu meðferðis, þar á meðal skipstjórinn dýrt gullúr. Árnessýslu (ofanverðri), maí. „Talsverður Amer- ifew-hugur var í fólki hér um slóðir í vetur, en er nú að mestu dofnaður, enda ekkert glæsileg bréf þau er koma hingað í þetta pláss frá vest- ur-íslendingum. — Ekkert heyrist enn á hverj- um menn hafa augastað til þingmensku næsta kjörtíma, og ekkert víst hvort þingmenn vorir, sem nú eru, gefa aftur kost á sér. Lík- legt er, að ef séra Magnús á Torfastöðum og Sigurður búfræðingur Sigurðsson bjóða sig fram þá næðu þeir kosningu.— Menn ættu nú að fara að líta i kringum sig úr þessu, því hér er mik- ið verk fyrir höndum. Margar jarðir haía hing- að til verið óbygðar, on nú eru þær sem óðast að byggjast, sumar má segja að nafninu til. — Óskiljanlegt er, hvernig fólk hefir farið að því að elda ofan í sig í vetur, en þó munu flestir hafa baslað við það. Karlar og konur voru að tína hrossatað á Góunni til eldsneytis, og er það víst dæmafátt". Strandferðaskipið „Yesta“ kom hingað 30. f. m. frá útlöndum norðan og vestan um land. Með henni komu konsúlarnir Jón Yí- dalín með frú sinni og Jakob Havsteen frá Akureyri með frú sinni og syni; enn fremur kona Sigfúsar konsúls Bjarnarson’s frá ísa- firði, St. Stephensen umboðsm. frá Akureyri, Sig. próf. Ghmnarsson, Kristján Jónasarson og Páll Snorrason verzlunarerindrekar og ýmsir fleiri. Yeitt prestaköll. Mosfell í Grímsnesi er veitt af landshöfðingja sóra Gísla Jónssyni í Meðallandsþingum, Beynivellir séra Halldóri Jónssyni aðstoðarpresti þar í brauðinu og Saurbær á Hvalfjarðarströnd séra Einari Thor- lacius í Fellsmúla, alt eftir kosningu safnað- anna. Óveitt prestaköll. Meðallandsþing (Lang- holtssókn) í vestur-Skaftafellssýslu. Mat 688 kr. 05 a. Brauðinu fylgir auk þess 200 kr. bráðabirgaruppbót þetta fjárhagstímabil. Veit- ist frá næstu fardögum. Auglýst 28. maí.— Landþing (Skarðssókn) í Rangárvallasýslu. Mat 765 kr. 44 a. Fylgir einnig 200 kr. bráðabirgðaruppbót þetta fjárhagstímabil. Yeit- ist frá næstu fardögum. Auglýst 28. maí. Fiskiskip eitt hóðan, „Fálkinn“, með 16 manns, er ókomið fram, og eru menn þvi mjög hræddir um að það hafi farist. I)áinn. Sóra Stefán P. Stephensen, prófast- ur í Vatnsfirði, er nýlátinn, rúmlega sjötugur (f. 1829). Aflabrögð. Afli nokkur hér í Faxaflóa, á Innmiðum, ef hægt væri að stunda, vegna þess að bátaútgerð er nú algerlega lögð niður. — Við ísafjarðardjúp nokkur afli og sild farin að veiðast þar. Eftirmæli. Binn 9. f. m. lézt að heimili Binu Skriðulandi í Kolbeinsdal i Skagafirði bðndinn Sigurður Gunnlaugsson, um sjötugt að aldri. Hann mátti óhætt telja með hinum beztu og forejálustu búandi mönnum og sðma Btéttar sinnar. Hreppstjóri Hðlahrepps var hann um nokkur ár, og BÍðar var hann hreppsnefndaroddviti alllengi. Mun sú sveit trauðla hafa átt hyggnari og framsýnni forráðamann en hann. Bðndi hafði hann ver- ið nál. 40 ár. — Hann lætur eftir sig ekkju (70 ára gamla) og 3 syni og eina dóttur. J. Uoylij avílx. Skipakomur: 22. maí „Valdimar“ 88.76 amál., skipstj. Albertsen, kom frá Kaupm.höfn með vörur til W. Fischers verzlunar. — 23. maí „Yorkshire“, botnvörpuskip frá Hull, kom til að taka vatn. — 25. mai „Heimdal“ kom með enskt línuveiðaskip „Horatia“, skipstj. Fr.Red- grave, er herskipið tðk við línuveiðar í landhelgi. — Skipstjðri var sektaður um 180 kr. — 30. maí „Moss“ 162.74 smál., skipstj. B. Erichsen, kom frá Mandal með timburfarm til kons. Thorsteinssons og Bjarnar kaupm. Sigurðssonar. = Fm ástund kaupfélaganna hafa Fjall- konunni borist aðsendar greinir í svipaða átt og greinir um (kaupfólagsskapinn íslenzka, eftir Oivis, sem standa i „Isafold“ (sérstaklega þó um pöntunarfólag Dalamanna og kaupfólag Þingeyinga), og skal þess getið út af fyrir- spurn frá höfundunum, að ritgerðir þessar hafa ekki enn getað komist í blaðið vegna rúmleysis. Til hr. östlunds. Ég verð að biðja yður og hyski yðar að þreyja fram yfir hátiðina eftir kveðju frá mér. BiþXiogiXog. Fjallkonan. Nýir kaupendur að síðara helm- ing þessa árgangs Fjallkonunnar frá 1. júlí til ársloka geta fengið hann fyrir 2 krónur, og auk þess í kaupbæti: sórprentuö þrjú sögusöfn úr eldri árgöngum blaðsins yíir 200 bls. Enn fremur einhvern eldri árgang Fjallk. eftir samkomulagi. NB. Enginn getur fengið kaupbæti nema kaupin hafi áður fram farið, þ. e. and- virði blaðsins hafi verið borgað að fullu. Sumir hafa viljað fá kaupbætinn áður en þeir borguðu, en þeir hafa þá venjulega gleymt að borga. Blaðið sjálft hefir að færa: Framhald af „Palladómum uni þingmenn“, sem á að verða lokið í ágústmánuði, og þar með að lokum yfirlit yfir framkomu þing- manna yfirleitt á síðustu þingum, eins og heitið var i fyrstu, og bendingar um ný þing- mannaefni. „Alþingisrímurnar“ halda áfram og verða þær engu síður skemtilegar og að skapi al- mennings sem eftir eru. En varlega má henda reiður á þeim skoðunum, sem menn kunna að þykjast finna þar á landsmálum; þar er auð- vitað ekki alt svo í alvöru talað. Saga Jóns Steingrímssonar er hvergi nærri komin að lokum enn. Henni verður því hald- ið áfram fyrst um sinn.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.