Fjallkonan


Fjallkonan - 09.06.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 09.06.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða 1V2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi bann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavk, 9. júní 1900. Xr. 22. Landsbanhinn eropinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í LandBbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á Bunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Gleðitíðindi. Verzluuarvandræðin leysast. Fjárverzlunin enska hefst aftur. Það eru sönn gleðitíðindi fyrir íslendinga, að nú er staðráðið að Englendingar fari að kaupa hér íé í stórum stíl, eins og áður, þrátt fyrir það bann, sem þar er Iagt á innflutning iif- andi fjár. Það er verzlunarhúsið Parker & Fraser í Liverpool og Birkenhead, sem er einhver stærsta fjárverzlun á Engiandi og hefir staðið í mjög mörg ár. Þeir höfðu á þessu ári leigt 20 gufu- skip til fjárflutninga frá Argentínu, og hafa keypt þar að undanförnu fé sitt, en vegna fjár- pestar urðu þeir nú algerlega að hætta því. Upptökin að þessari nýju væntanlegu fjár- verzlun eru að þakka dugnaði Ásgeirs kaup- manns Sigurðssonar, sem af hendingu í ferð á Englandi hafði kynzt manni, sem var i þjón- ustu þessara fjárkaupmanna, og hafa þeir Messrs Copland og Berrie i Leith einnig stutt að því, að fá þessa fjárkaupmenn til að byrja verzlun sína við ísland. Þeir Parker & Fraser hafa nú þegar afráð- ið að byrja á því, að kaupa hér fé í haust fyr- ir peninga út í hönd, eins og þeir R. Slimon og John Coghill gerðu og landinu varð ómetan- legur hagnaður um mörg ár. Þeir hafa áður keypt íslenzkt fé mörgum ár- um saman, bæði af hr. Zöllner og Yídalín í Newcastle og af þeim hr. R. Slimon og hafa sern eðliiegt er orðið að borga féð nokk- uð dýrt, þar sem hinir hafa eiunig orðið að fá eitthváð fyrir snúð sinn. Þeim er því ve! kunn- ugt um íslenzkt fó og ætla þeir að ala það í tíu daga eftir að það er komið í lendingarstað, eins og þeir hafa gert við argentínska féð und- anfarin ár, og segja þeir að það hafi gefist mjög vel. Að öðru leyti er þeim mjög umhugaðum, að fjárflutningsbanuið enska verði afnumið, sem alls ekki er vonlaust, að geti orðið áður langt líður að því er ísland snertir, og mega tilraun- ir þeirra í því efni sér mjög mikils fyrir þá sök, að þeir eru alenskir menn og standa fyrir einhverri stærstu fjárverzlún á Englandi. Þeir gera ráð fyrir að borga féð vel, en vilja ekki annað fé en sauði 2—4 vetra. Ekkerter ákveðið um það, hve margt fé þeir munikaupa hér í haust, enda búist við, að það muni í þetta skifti verða miklu færra en framvegis, af því að kaupféiöginnyrðra munu skuldbundin til að senda fé sitt í haust eins og að undanförnu. Annars geta þeir félagar hæglega á hverju ári keypt alt það sem íslendingar mega missa af sláturfé. Þeir gera sömuleiðis ráð fyrir, að byrja hér hrossaverzlun á næsta sumri í stórum stíl, en í sumar ætla þeir að eins að kaupa svo sem 100 hross tii reynslu. Þurfa að hafa nokkurn tíma til að búa sig undir þá verzlun, af þvi þeir hafa ekkert við hana fengist áður. Sonur annars þeirra Parker & Fraser, Mr. Fraser junior, er þegar hingað kominn og með honum aldraður maður, sem var áður í þjón- ustu Mr. Slimons við fjárkaupin hér á landi, Aiexander Ponton. Eru þeir félagar nú lagðir af stað austur um sveitir ásamt Mr. Copland, túlk (Ólafi Þ. Johnson) og fylgdarmönnum, og ráðgera að ferðast norður um land. Fríkirkja í Presthólaprestakalli, Fréttina um að sóknarpresti okkar, prófasti séra Halidóri Bjarnarsyni, væri vikið frá prest- skap, fengum við hér í prostakailinu fyrst af blaðinu „ísafold“, og vildum ekki trúa því, af því að biaðið hefir verið svo fult af ósannsögli og óhróðri um prófastinn síðastliðinn vetur, en þegar við sáum þetta í öðrum blöðum, þá urð- um við að trúa, þó okkur væri hulinn leyndar- dómur, hví honum væri vikið frá, og blöðin ekki segðu okkur það, og þá fór heidur en ekki að koma rót á fóikið. Sumir vildu skrifa kirkjustjórninni og heimta af henni að hún hlutaðist til um, að afsetningin yrði tekin aftur og presturinn látinn Iátinn fá kall sitt tafar- laust, en þetta þótti öðrum fyrir lítið koma mundu, þar sem kirkjustjórninni hefði áður verið skrifað, að láta okkur fá prestinn og hún hefði virt það að vettugi. Aðrir stungu uppá að leysa sóknarbandlð þegar í stað og taka séra Halldór fyrir kjörprest; því til fyrirstöðu sýndist mönnum það þá vera, að sóknarprestar einir mega kjörprestar vera, en það væri séra Halldór ekki, þegar búið væri að víkja honum úr embætti, og á endanum varð það meining manna, að einu úrræðin tii að fá haldið prestinum væri það vanalega þrautaráð safn- aðanna gegn þverpokaskap stjórnarvaldanna, að stofna fríkirkju. Var það samþykt í einu hljóði á fundi, er haldinn var til þess á Raufarhöfn, og hefir nú meiri hluti Preathólaprestakalls sagt sig úr þjóðkirkjunni og myndað frikirkju, 14 heimili af 23, sem eru í kallinu, og verða líklega ekki nema 6 heimili á endanum, sem hengslast eftir í þjóðkirkjunni; það eru innstæðukúgildi skrif- stofuvaldsins alræmda hér í kallinu og má þá vera að eitthvað glatist af því. Ef þeim stjórnarvöldunum okkar tekst að koma prestnnum á landssjóðinn, eins og nú mun vera ráð þeirra, og með því móti krækja í peninga okkar fríkirkjumanna óbeinlínis, láta þau sér sjáifsagt litlu skifta óánægju okkar út af afsetningu séra Haildórs; en takist þeim það ekki, ertrúlegt, að tekjumissir þjóðkirkju Prest- hólaprestak&lls angri þau, þó þau ekki kunni að sjá minkun þá, sem þau gera sér, með því að ráðast nú á séra Halldór með tilefnislausri embættis aftöku, er langvint málastapp réttvís- innar og rógur hefir ekki unnið neinn bug á. Vitaskuld getur þjóðkirkjuklerkurinn ekki lifað á þessu eina kúgildi, og þá verður líklega farið í landssjóð eftir uppbót á tekjumissi handa honum, eins og gert var fyrir Hólma- prestinn í Reyðarfirði. Má það vera viðfeldið erindi fyrir biskupinn, sem lýst hefir því yfir í blaði opinberlega, að þrasið við séra Halldór væri „tóm endaleysa, eða annað verra“. Um landssjóð tölum við ekki; það eru ekki nein nýbrigði, að úr báðum endum hans sé reytt, uppbæturnar úr öðrum og eftirlaunin úr hinum. Skinnalóni, 30. mai 1900. Stefán Jónsson. Fátækramálið. (Eftir B. B.). I. Aftur skrifar höfundurinn „Þ“. um þetta mál í „Þjóðólfi“ ; nú andmæli gegn tillögu minni í „Fjallk.“, nm að nema fátækraframfærslu- skylduna úr lögum, „sem hver meðalgreindur maður sér undir eins, að er með öllu ótímabær og ómöguleg“, segir hann, og álítur hana því „skaðlega11, þar sem hún „trufli framgang máls- ins i rétt horf“. Þetta er of harður dómur um tillöguna, og ber vott um, að h. h. andmælandi minn hefir ekki skiiið hana. Dómurinn ætti mikið betur við um hans eigin tillögu, eins og eg skal nú sýna honum: í hverju máli, sem maður óskar að leiða til sigurs, er fyrst áríðandi að finna sanna grundvallar-hugsjön (ideal), er sé takmark stefnunnar. Kœrleikurinn er grundvallar-hug- sjón till. minnar. Á honum vil eg láta fátækra- framfærsluna byggjast. Vil láta nema burt úr löggjöfinni þau atriði, sem reynslan hefir sýnt, að eru bróðurkærleikanum til niðurdreps, ea ala ódygðir og lesti. Vil að dygðir og mann- kostir fái að hafa tækifæri til að þróast og verða hinn „leiðandi“ andi í þjóðfélagsskipaninni. En hefir „Þ“ athugað hver er grundvallar- hugsjón till. hans? Það er jöfnudurinn, þetta eilifa þrætu-epli, hugsjón, sem engar likur eru til að nokkurntíma verði að söunum veruleika. Tiilaga „Þ.“ er spor í áttina til að fá landið alt gert að einu fátækrafélagi, þar sem hver á að ieggja fram siun skerf, „eftir því sem hon- um ber“ og í „réttu hlutfalli við aðra“. En mín hugsun er, að hver leggi fram það sem tilfinn- ingin býður og hann megnar, án tillits til hvort aðrir gera eius. „Kærieikurinn er ekki sér- plæginn", en jöfnuðurinn er það í fylsta skil- ningi, og þessvegua er haan ómögulegur til að vera grundvöllur nokkurrar líknarstarfsemi. Auðvitað kemur mér ekki tilhugar, að „hver einstaklingur“ í þjóðfélaginu hafi nú svo mik- inu bróðiukærleika til að bera, að hann eigi mundi liggja á liði sínu; en eg tiúi þvi, erviss um, að 8vo margir hafa nægilega mikinn sið- ferðisþroska og kærleiksanda, að fátæklingum yrði ekki látið líða vor en nú,j>óadfátækralögin yrðu alveg afnumin alt í einu. Það yrði eins og með kirkjulífið, semj nú er svo dauðalegt: Það muudi endurvakna og fara að auda frjáls- legar, ef reifum ríkisvaldsins væri svift af kirk- junni. Trúin og kœrleikurinn þurfa að fá að starfa frjáls, og óháð ytra valdi. — En aðal- aðstoð jafnadarins er lagavaldiö; og því öflugra sem það er, þess bersýnilegri verður ójöfnuður- inn. Það er meinið. Engin lög né laga-afnám mundi „civilisera“ þjóðina „á svipstundu“; en afnám óhagkvæmra laga gæti gert byrjun „civilisationar" mögulega, bvo að þjóðin þessvegna fljótar næði sönnu menn- ingarstigi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.