Fjallkonan - 09.06.1900, Page 3
FJALLKONAN.
3
mikið, eftir að þeir hafa gengið á hann, heldnr
öilu fremur eftir framkomu þeirra; það er
hún, eem aðaláherzluna ber að Ieggja á; en
framkoma hvers eins byggist mest á hugsun-
arhættinum. Þess vegna á aðallega að meta
hvern skóla eftir því, hvernig honum tekst að
hafa áhrif á hugsunarhátt og viljakraft nem-
endanna ; skólinn á að víkka sjóndeildarhring-
inn; hann á að opna augun fyrir hinu sanna
og rétta; haun á að gera menn framtaksamari,
féiagsiyndari og meir hugsandi en ella ; hann
á að ofla ættjarðarástina, glæða þjóðræknina,
í sem fæstum orðum sagt: hann á að gera
nemendurna að b e t r i mönnum en áður.
En nú vandast málið. Hvernig hefir nú
Möðruvallaskólanum tekist þetta?
Ég var 3 vetur á Möðruvallaskólanum, og
hafði því tækifæri á &ð kynnast býsna-mörgum,
sem þar lærðu, og ég verð að bera það, að
flestir þeirra, er þaðan fóru, sem ég þekti,
höfðu áhuga og iöngun til að vinna eitthvað
þarft, höfðu áhuga á að verða að nýtum mönn-
um í Bveitarfélaginu og þjóðfélaginu, og þessi
áhugi er ég viss um að hefir glæðst við þá
mentun, er þeir fengu á skólanum. Hvort
þessi góðu áform hafa öli komist í framkvæmd,
eða hvort þeim hefir verið frainfylgt með eins
einbeittum vilja og æskilegt hefði verið, er
mér, þvi miður, ekki vel kuunugt um, svo að
sagan er ekki nema hálfsögð frá minni hlið.
Það er vitaulegt, að Möðruvellingar eru yfir-
leitt ekki neinir rammefldir Napóleonar, sem
breytt hafa og bylt öllu í þjóðfélagi okkar; en
þó er það sannfæring mín, að þeir séu yfir
höfuð í hinum betri hlnta alþýðunnar, og við
þá trú ætla ég að halda mér meðan enginn
sýnir mér með gagnlegum rökum hið andstæða.
Það er annars býsna-erfitt að dæma um,
hvort einn maður sé nýtari öðrum, og þess
vegna ættu menn að fara varlega í dómum
sínum um það; þar er svo margs að gæta.
Þá er að síðustu ættjarðarástin ogþjóðræknin.
Ég verð að taka undir með höf. Fjallkonu-
greinarinnar (B. B.), að þjóð vora skorti þetta
kvorttveggja mjög átakanlega. Það er hörm-
ung til þess að vita, hvernig allur fjöldinn af
ungu fólki er í því efni. Alvöruleysi og á-
hugaleysi finst nú sitja efst á baugi hjá fjöld-
anum. Nokkrar verulegar hugsjónir eru óvíða
til, og þó þær séu til, þá eru þó enn færri,
sem nokkuð vilja leggja í sölurnar fyrir þær.
Að kippa þessu í lag ættu skólarnir ekki
að láta sitt eftir liggja. Mér er það kunnugt
um Möðruvallaskólann, að kennarar hansbrýna
oft og iðulega fyrir nemendum sínum ættjarð-
arást og þjóðrækni, en það er ekki auðunnið
verk, að ráða bót á þessu þjóðarmeini.
Eitt af því sem mjög er í hnignun hjá oss
er lestur fornsagnanna og kunnátta í þeim. Á
þessu ættu skólarnir að ráða bót eftir megni.
Fornsögur vorar eru sá dýrmætasti gimsteinn,
sem við eigum enn í bókmentum okkar og
hafa gert oss fræga meðal allra mentaðra
þjóða, Það er því hrapallegt til þess að vita,
hversu menn skeyta lítið um að lesa þessi á-
gætu rit vor. Menn hugsa nú öllu fremur um
að læra döusku, ekki til að lesa gagnlegar og
nytsamar bækur, heldur til að lesa „rómana“,
sem flestir eru langt frá að vera nokkra vit-
und mentandi í nokkru tilliti.
Að minni hyggju ætti hreint og beint að
gera fornsögurnar að skyldunámsgrein í Möðru-
vallaskólanum ; lærisveinar ættu að lesa þær
vandlega og með íhugun og kennarar að út-
skýra þær ítarlega og benda nemendum á
gullið og gimsteinana í þeim, sem nóg er af.
Ekkert kröftugra meðal mun til vera til að
glæða þjóðræknina, efla ættjarðarástina, vekja
dáð og dug, en eyða barlómsanda og kveifar-
skap, en lestur fornsagnanna.
Það ættu annars sem flestir, bæði Möðru-
vellingar og aðrir, að taka til máls í þessu
efni. Alþýðumentunarmálið er eitt af þeim
málum, er einna mesta áherzlu ber að leggja á
allra þeirra„mála, sem nú eru á dagskrá þings
og þjóðar. Menn hljóta að viðurkenna, að
mentunin er sú vogarstöng, er ein megnar að
hefja þjóðlíf vort á margfalt hærra stig menn-
ingar og framfara en það nú er á. Það er
alls ekki hægt að hugsa sér nokkur veruleg
þjóðþrif, nokkrar sannar framfarir hér hjá oss,
á meðan alþýðan, sem er meginþorri þjóðar-
innar, er ekki komin á hærra mentunarstig en
nú er. Hversu mikið einstaklingsfrelsi sem oss
er látið í té, hversu mikið pólitiskt frelsi sem
oss er veitt á pappírnum, þá kemuv það að
litlu liði á meðan vér kunnum ekki að meta
það, á meðan vér höfum ekki nóg vit til að
færa oss það réttilega í nyt, — á meðan verður
það að eins hefndargjöf.
20./4./1900. Ingimar Jónatansson.
Útlendar fréttir.
Eftir siðustu fréttum vóru Bretar að halda
lengra og lengra norður eftir og komnir inn í
Transvaal. Hafði Frenoh hershöfðingi Breta
tekið Jóhannesborg að sögn orrustulaust, og sagt
var að Bretar væru seztir um Pretoríu, en ekki
er líklegt, að sú fregn só sönn, sem segir, að
Pretoría hafi gefist upp.
Loks hefir Bretum tekist að bjarga Mafe-
king úr herkví Búa, og var mikið um fagn-
aðarlæti á Englandi er síðast fróttist út af
þessum framgangi Breta, þó lítils só um vert,
með því líka að innrás hersins í Transvaal
gerðist á afmælisdegi Yiktoríu drotningar.
Englendingar segja, að ófriðinum muni nú
verða lokið á fáum vikum. En öðrum þykir
fult eins líklegt, að Búar geti enn varist
lengi, eða að minsta kosti að þeir muni enn
lengi þreyta við Breta með því að láta fyrir
berast í fjöllunum í Transvaal og gera þaðan
áhlaup á hersveitir óvinanna.
Yfir 20 þús. Breta er sagt að fallið hafi í
ófriði þessum, en af Búum ekki yfir 6 þús.
Annars mjög fréttafátt utan úr heiminum.
Formaður mikla fréttaþráðarfélagsins nor-
ræna, Suenson, lýsti yfir þvi á aðalfundi fé-
lagsins í maí, að nú væri allar líkur til að
fréttaþráður yrði lagður frá Hjaltlandi til
íslands. Sænska stjórnin hefir þegar sam-
þykt tillag úr ríkissjóði til íslands-þráðar-
lagningarinnar, 10,000 franka á ári í 20 ár.
Mun þá eflaust norska stórþingið leggja fram
sinn hlut, og sagt er að Rússar séu málinu
mjög hlyntir.
I?ó mun málið ekki komast svo fljótt í
kring að likindum, að ekki þurfi að koma til
kasta næsta alþingis að ákveða tillagið úr
landssjóði af nýju, og er þá vonandi að farið
verði varlega í sakirnar, þar sem af litlu er
að taka.
Mikill ferðamannahópur danskur kemur
hingað í sumar í lok júlímánaðar, 90—100
manns. Hefir fyrirlestur, sem dr. Finnur
Jónsson hélt í Kaupmannahöfn um ísland,
átt nokkurn þátt í því. Hópurinn ætlar að
koma með „Botnia“ til Reykj avíkur 5. ágúst
og verður í Reykjavík þann dag og næsta
dag; skoðar meðal annars forngripasafnið,
dómkirkjuna og bókasöfnin og skreppur inn
í Laugar og inn að Laugarnesspítala. Síðan
verður lagt á stað til Þingvalla, G-eysis og
Gullfoss. Gert ráð fyrir að ferðakostnaðurinn
fyrir hvern mann verði að eins 300 kr.
Slysfarir. 1. þ. m. druknaði í ál hjá Elliða-
vatni ólafur Sveinar Uauicur Benediktsson
(sýslumanns Sveinssonar), bóndi á Vatnsenda.
Hann kom þann dag neðan úr Reykjavík og
ætlaði upp að Elliðavatni til að vera þar við
úttekt fyrir hönd sína og samarfa sinna. Til
þess að stytta sér leið hefir hann ætlað að fara
yfir ál þennan, sem oft er farinn á ferju. Mun
hann hafa kallað ferju, en fólk á Elliðavatni
ekki tekið eftir því, og þess vegna hefir hann
ráðist í að ríða þar á sund. En hesturinn virð-
ist hafa steypst á höfuðið og orðið fastur i
leðju, sem er í botninum, og maðurinn líklega
orðið undir hestinum, og því ekki getað bjarg-
að sér með sundi, en hann var allvel syndur,
og á líkinu þóttust menn sjá, að hann hefði
tekið sundtök.
Hann var tæpra 28 ára gamall; hafði veiið
í Iærða skólanum og komist upp í 4. bekk, og
síðan um nokkurn tíma við landbúnaðarnám á
Jótlandi. Hann var ýmsum góðum hæfileikum búinn
og þótti líklegur til að verða góður bóndi, því
hann var duglegur og hafði nýreist laglegt bú
á Yatnsenda. Hann kvæntist I fyrra Sigríði
dóttur Þorláks kaupm. Johnsons, sem lifir hann
ásamt barni þeirra á 1. ári.
í fyrri nótt druknuðu fjórir menn
af þilskipinu „Guðrún“ (eign Helga
kaupmanns Helgasonar). Þeir fóru á báti út
í botnverping, en þegar að skipinu kom,
hvolfdi bátnum. Druknuðu þeir allir, sem á
bátnum vóru, nema einn, sem varð bjargað
upp í botnvörpuskipið, Þorsteinn Herm. Sveins-
son frá Fitjum. Þeir sem druknuðu vóru:
skipstjórinn Guðmundur Sigurðsson úr Reykja-
vík og Gestur bróðir hans, ættaðir úr Garði,
Ólafur Ebenezersson frá Minnahofi, ættaður
af Eyrarbakka, og Sigurður Sigurðsson frá
Butru í Fljótshlíð. Bræðurnir vóru giftir og
átti Gestur eitt barn. Lík austanmannanna hafa
fundist og kom skútan inn með þau
Bókmcntafélagsf'undur var haldinn hér í
Reykjavíkurdeildinni 7. þ. m. Forseti var
kosinn Eiríkur Briem og gjaldkeri Björn
Jensson, en hinir aðrir stjórnendur endur-
kosnir. RitDefndin sömuleiðis endurkosin.
Skaftafellssýslu, Mýrdal, 17. maí.
Sumarið byrjaði með sujö og gaddi, og kulda tíð heílr
staðið sífeld síðan um páska; hefir mönnum Jiess vegna
komið vel að hafa nægileg hey undan vetrinum, Jiví lít-
ill er gróður kominn íjörð. — 1. 2. og 3. maí máttiheita
stöðugur bylur; kyngdi J)á niður svo miklum snjó, að fé
fenti.
Fremur eru menn daufir til allra framfara, sem von-
legt er; því hagur almennings er mjög þröngur og hver
einn hefir nóg að hugsa um sjálfan sig — það er fyrst
eins og vakni líf og fjör í sveitinni, þegar vöruskipin
koma á vorin til verzlananna í Vík, því menn safnast
þangað hópum saman til uppskipunarvinnu. — Uppskip-
un er þar mjög erfið, og þar af leiðandi dýr, og mágeta
þess til dæmis, að uppskipun á salti, sem fluttist til Bryd-
esverzlunar i fyrrasumar, bafði að sögn kostað 1 krónu
á hverja tunnu.— Það er mikil bót í máli fyrir okkur,
sem búum næst kauptúninu í Vík, að geta fengið þessa
uppskipunarvinnu, þegar hvorki er að tala um fisk úr
sjó, né aðra atvinnu, sem fáanleg væri þess í stað, og
mun ýkju-laust mega segja, að árlega renni hér inn í
hreppinn frá 2 J)úsund til 4 þúsund krónur einungis fyr-
uppskipun og útskipun víð Brydesverzlun. — En menn
skulu nú ætla, að verzlunin vinni það npp á okkur aftur;
samt hefi eg oft íurðað mig á því, hve lítill verðmunur
virðist vera á vörum hér og hjá öðrum verzlunum út um
landið, sem hafa við mikið betri kjör að búa frá hendi
náttúrunnar, heldur en verzlanirnar hér í Vík. Nú i vor
hafa 2 skip komið tíl BrydeBverzlunar: fyrst gufuskipið
„ísatold" í byrjun maí-mánaðar, og var þá ekki hægt að
af ferma hana vegna bylja og ótíðar fyrr en eftír 6—6
daga, og viku siðar kom seglskipið „Jóhanna". Einnig
komu „Hólar“ hér við 16. þ. m. og höfðu meðferðis lítið
eitt af vörum til Brydes og Halldórs Jónssonar í Vík og
er hér því, nú sem stendur, enginn vöruskortur. — Vöru-
verð hjá Brydesverzlun er á þessa leið:
Beikningsverð. Peningaverð.
Rúgur pd. 9‘/2 aur. pd. 7‘Á aur.
B.bygg — 14 — — 10V4 —
Ertur — 16 — — ioVí —
Rísgrjón — 16 — — 117,
Grjón nr. 2 — 14 — — 107, —
Rúgmjöl — 11 — — 87„ —
Overheadsmjö! — 11 — — 87, —
Flórmjöl — 16 — — 11
Kaffi — 76 — — 57 . .
Kandis — 38 — — 27
Melís — 36 — — 26
Export nr. 1 — 60 — — 44
Rulla — 2.35 — — 1,80 —
Rjól — 1,70 — — 1,30 —
Aðgætandi er, að peningaverðið er þannig því að eins
að mikið sé keypt í einu, en auk þess ,er smá-afsláttur
á öllu 8mávegis gegn peninga borgun. Óvíst enn um verð
á innlendri vöru nema harðfisk er svarað út á 80 kr. fyr-
ir sk.pd.