Fjallkonan - 23.06.1900, Blaðsíða 2
8
Úr dagbókiimi.
31. des. 1899.
Hún kallar hátt hin fjarlæga, bláa hlíð. —
Eg sá hana fyrst í draumi. Mér þótti sem
ég væri staddur einmana á gróðurlausum,
frosnum móum, snemma vors; og yfir þetta
tómlega land næddi kaldur, ömurlegur norð-
anstormur.
En í norðri hafði skipast furðulega. Eg
hafði aldrei séð þar annað en endalaust haf
— og rúm; nú gnæfðu þar fjöll við himin;
báru við fjallaskagann, sem gekk út með
flóanum að vestanverðu og sýndust takaaust-
ur í hafið mitt.
Siðasta hlákan hafði tekið hjarn af holt-
um og þúfnakollum sveitar minnar; hún var
enn þá gráhvít og bleik. Hlíðin í norðrinu
var græn að neðan; að ofan vóru klettabelti,
fönn í skörðum og giljum, grænir geirar upp
undir brúnir hér og þar — sólskin yfir öllu
saman. Eg fann að þar var hlé fyrir norð-
an næðingnum og að þar var gott að vera.
Síðan hefir þessi hlíð birst mér oft, stund-
um í draumi, oftar í vöku. Mynd hennar
hefir vaxið saman við hugsanir mínar ogtek-
ið föstum tökum um hjarta mitt.--------------
------Eg var staddur í Nesi í Höfðahverfi
snemma í júlímánuði. Eg kom út um morg-
un. Loftið var svart til lands, og regn inn í
dölum, en sólskin út með Eyjafirði báðum
megin.
í norðri liggur Upsaströnd ffá suðvestritil
norðausturs oglokar firðinum frá Nesi að sjá—
fjallgarður, grænn að neðan, hamrabelti að
ofan, fönn í skörðum og giljum, grænir rind-
ar upp eftir hlíðunum.
Og þessari spurningu sló eins og eldingu
niður í hugann: Er þetta draumland mitt?
— Ef til vill hafa fyrstu drættir þeirrar mynd-
ar orðið til — óafvitandi — þegar ég kom
hingað í fyrsta sinn?-----------
Næsta dag fór ég upp um Dalsmynni og
Fnjóskadal norðanverðan. Altaf sama lands-
lagið: há fjöll; klettabelti að ofan, fönn í slökk-
um, brattar hlíðar grænar að neðan, víða
grænir rindar langt upp eftir, á stöku stað
grænir blettir í hengiflugum upp undir brún-
um — stórkostlegt landslag og fagurt— raun-
ar sama landslagið og það, sem ég hefi haft
fyrir augum frá bernskudögum.
En þenna dag streymdi nýtt afl um sálu
mina — eða gamalt afl i nýrri mynd. Og
augu mín urðu hvöss og ég sá í „gegnum
holt og hæðiru. Eg sá sál í þessari hrika-
legu náttúru — bak við þessi hrikalegu fjöll
— svo tiltölulega auðug af klettum og skrið-
um, svo tiltölulega fátæk af sumarskrúði —
sál með brennheitt hjarta og sára þrá. Og
þessi þrá stefndi öll niður í dalina — stefndi
öll að þvi að leggjast fyrir fætur lífsins, stefndi
öll að þvi að verða fyllra líf.----------
------Tíminn líður — fljótt. En ástin á
föðurlandi mínu vex og tekur hjarta mitt æ
fastari tökum. — —
Nú sit ég hér og hugsa um þig. Tárin
renna niður eftir kinnum mínum; það er ekki
karlmannlegt, en það er þó af því að mér
þykir vænt um þig.---------
Annað slagið kem ég til hriðarinnar úti,
hvassrar og kaldrar. Hún lemur þekjuna og
hristir húsið svo það titrar við.
Þá rís eitthvað á fætur í sálu minni —
eitthvað, sem vill taka í tauma vetrarins og
ganga á hólm við frostið og dauðann. En á
bak við kallar hin fjarlæga, blágræna hlíð —
föðurlandið í sumarskrúði.
í jan. 1900.
Þú kallar hátt fjarlæga, bláa hlíð. Ég kem
til þín gegnum hríðina og storminn — sé
þig gegnum myrkrið og fönnina. Rómur
þinn er mjúkur og þýður og þú kallar hátt.
En þó er rómur vorsins mýkri og töfrar þess
enn þá sterkari.-------
FJALLKONAN.
Þú komst, vor, og fórst, og sumarið kom
og fór, en ég sá þig hvorki né heyrði. En
þegar fyrstu snjóar haustsins féllu, heyrðiégtil
þín í fjarska; síðan hefir þú alt af nálgast —
stöðugt færst nær og nær.
Eg heyrði til þín í annað sinn og ég heyrði
til þín aftur — og aftur. Þú kallaðir til mín
með ýmiskonar rómi; þú kallaðir til mín með
rómi blævarins, með rómi fuglanna og rómi
mannanna. Og sjálf lékstu undir í fjarska og
seiddir mig að stóli þínum.
Svo dróstu tjaldið ffá.-----—
-----Tíminn líður — fljótt. Hríðin lem-
ur þekjuna hvíldarlaust, snjórinn þyknar og
nóttin sortnar. En hörpustrengir vorsins eru
hljóðmeiri en hvassasti norðanstormur, og
geislar þess vinna sigur á hinni svörtustu
vetrarnótt. —
Ég styð hönd undir kinn og horfi. Fólkið
í kringum mig hverfur í þoku, en í fjarlæ^ð
svifa óljósar myndir, gamlar og nýjar. Ég
finn, að þær koma, ef ég kalla; en ég leita ein-
ungis að þér — einungis að þvi, er ég sá
þegar tjald þitt var dregið frá.
Ég styð hönd undir kinn og horfi og ég
sé þig enn unaðsþungaða vor. Þú ert ekki í
gervi fagurra hlíða, vefur þig ekki tónum
fugla né fossa. Þú hefir tekið þér bústað í
manninum -- tekið þér bústað í því, sem
fyrrum nefndist sál, og nú má tæpast nefna
á nafn.
Þú tekur á þig mannsmynd og svífur fyr-
ir, þú sem elskar alt — bæði heilt og sjúkt
— þangað til alt er orðið heilt. — — —
a. b. c.
Alþingisrímur.
Sjöunda ríma.
Bakkus sjóli sæll við bikar
situr á stóli tignar hám;
eins og sólin öðling blikar
upp í jólna sölum blám.
Hefir þengli þrúðgum lengi
þjónað mengi jarðarranns,
hraustir drengir vítt um vengi
veg og gengi framað hans.
Þeir sem mega athvarf eiga
óbráðfeigum kóngi hjá,
fagrar veigar fá að teiga,
flýr og geigar sorgin þá.
Það eg fregna á þessu landi,
þó um megnið sýnist fátt,
hafi þegna í þraut og grandi
þaría og gegna Bakkus átt.
Nú er trygðin forna flúin,
fylla bygðir Templarar,
þjóðin stygð og þaðan snúin
þar sem hrygðin aldrei var.
í Bakkí-veldi er uppreist orðin,
oít á kveldin þar er hljótt;
sveitin hreld við sultarborðin
situr held eg fram á nótt.
Áður en þjóð á þingför hugði
þótti móður vaxa lýð;
Bakkus hljóður einskis ugði
ilt þó sóðar færi’ í stríð.
Indriði spandi lýð um landið,
Ijótur vandi að höndum bar;
út sig þandi Árui á gandi
eins og fjandinn tilsýndar.
Á allar vættir íslands heita,
ef þær mætti veita lið,
en þær grætti glamrið sveita,
gleyma’ ef ætti fornum sið.
í Meyjasæti dvelur dyrgja,
drjúg á fæti nokkuð er,
allar nætur er að syrgja
eftirlæti horfið sér.
Bakkó ung hún unnað hafði,
en hann sinna vildi ei hót;
hefnda þungra hún því krafði,
honum vinna sagðist mót.
Köppum vildi hún vænum safna,
vekja hildi Bakkó mót;
allir skyldi honum hafna,
hún svo gyldi brögðin ljót.
Undir fótinn Ieggur landið
langstíg snótin, ygld og grá, •*
eflir blót og bruggar graudið,
blíðuhótin sýnir fá.
Mörg hefir Bakkus vegleg vígi,
vert er að þakka liði hans,
margur frakkur fram þó hnigi,
er fýsist skakka Hildar dans.
í einni höllu hermenn eira,
Halberg öllu ræður þar;
þar má sköll og hlátra heyra,
hátt í fjöllum bergmálar.
Þangað æddi þrjóta flokkur;
þó að mæddur Bakkus só
aldrei hræddist hetja nokkur
hreystigædd er sat það vé.
Sátu að brunni kappar kynna
konjakstunna skjaldborg við;
enginn kunni á þeim vinna,
álmarunnar spörðu grið.
Dundi á kappa drjúg um síðir
drífa tappa og flöskubrot;
þar í krappann komust lýðir,
köldust happa og ráðaþrot.
Hofgæðingar1 hóp á þingi
hafa og stinga bitrum geir,
en þó þeir syngi seið með kyngi
sigurinn þyngist meir og meir.
Þó verði’ in smærri vígi’ að þústum,
við þvi færrum görpnm hrýs,
þau hin stærri þjóta úr rústum
þá með hærri veg og pris.
Bakkus liflr öldum yfir, —
ekki skrifa eg meira um hann. —
Falda-Sifin fegurð drifin,
við förum að tifa i svefnarann.
Efrihólahundurinn og amtmennirnir.
Eftir eéra Halldór Hjarnarson.
Ég hefi reyndar ekki ætlað mér, að skifta
mér af þusi „ísafoIdar“ um mig, en söguburður
hennar úr Núpasveit í 4. tbl. þ. á. gefur til-
efni til að halda á lofti heiðri þeirra sóma-
manna, sem gegna amtmanuaembættunum núna,
og þá er öðru máli að gegna, aldrei nema sjálf-
sagt að frægja hina fyrirtaks heiðarlegu notkun
embættisvaldsins, sem þeir herrar temja sér.
Fyrir því vil ég biðja yður, hæstvirti herra
ritstjóri, að taka af mér leiðréttingu á fxaman
nefndum fréttaburði, og dáiítil sýnishorn af
amtmannslegum embættisrekstri hér nyrðra.
„ísafold“ segir: „að Þórarinn bóndi á Efri-
hólum, með 3 hunda, hafi hitt mig og 2vinnu-
menn mína heima undir bæ sínum, þar sem
við höfum haldið fé mínu til beitar; hafi hann
kastað ómildri kveðju á mig fyrir ábeitina, en
ég brugðist illa við, og skipað að skjóta hunda
hans; hafi svo einn verið skotinn rótt fyrir
fætur Þórarni, en hann þó ekki sakað“, þ. e.
a. s. Þórarinn.
Þetta er eintómur uppspuni frá upphafi til
enda. Sannleikurinn er sá, að eftir að ég
hafði orðið fyrir því oftsinnis af Þórarni, að
1) Hofgæðingar er nær því orðrétt þýðing á Good-
Templar.