Fjallkonan


Fjallkonan - 23.06.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.06.1900, Blaðsíða 3
FJALLÍEONAN. 3 hann sigaði eða lét siga á fó mitt, þar sem þvi var haldið á beit í landareign staðarins, innan þeirra merkja, er samþykt hafa verið milli staðarins og þjóðjarðarinnar Efrihóla, og í síðastl. nóv. eitt sinn þar á meðal hrakið fé í á eina, svo nærri lá við fjárskaða, þá vopn- aði ég húskarla þrjá með byssum og bað þá fylgja fénu og skjóta hunda Þórarins, ef þeim yrði Bigað á féð. Þetta var 4. desember síðastl. Óðara en menn mínir vóru komnir á beitina, sem er milli bæjanna, ekki nær E. en P., sáu þeir Þór. sjálfan koma með 3 hunda og siga á féð. Var einn hundurinn skotinn undir eins og hann kom í fóð, en meira ekki að gert, því Þór. hætti að siga við smellinn, og hafði sig á burt jafnskjótt og hann var búinn að sjá, hvaða viðtökur Móra hans hafði fengið. Þetta sagði mér vinnumaður minn, sá er hundinn skaut, og kom heim frá fénu skömmu eftir að hann hafði farið til þess, því sjálfur var ég þar ekki við. Engin orðaskifti fóru og milli þeirra Þór., nema þau, að skotmaðurinn kallaði til hans, er hann hvarf frá, hvort hann vildi ekki halda á Móru sinni með sér, til að nota skinnið ; en Þór. hafði ekki tekið undir það. Féð hefir síðan verið Iátið óáreitt á beitinni. En nú er eftir að rekja þráðinn úr skrípa- tröllinu, sem Þór. lætur hafa sig að, til amt- mannanna sjálfra. Vitanlega þekki ég ekki fráganginn allan á þræði þeim, en þó nóg til þess að vita, að þangað liggur hann og þaðan er keipað, og hefir lengi verið keipað. Eftir ágreining um þessa beit, sem úrskurð- aður var af landshöfðingja á sínum tíma þannig, að merkin fyrir beitlandinu skyldu talin eins og ég helt fram, vóru landamerkjaskrár jarð- anna samþyktar á víxl af okkur Stepkensen umboðsmanni og mér (staðarskráin þó ekki fyr en Stephensen hafði endurathugað merkin, vegna ágreihings, er Þór. að nýju vakið hafði). Síðan lét ég þinglesa merkin gegnt Efrihólum, færa þau inn í landamerkjabók sýslunnar, og menn tilkvadda af sýslumanni hlaða vörður á merkjalínuna, til að „gera merkin auðsýn“. Þetta gerði ég bæði til að hlýðnast landa- merkjalögunum og einkanlega forðast þras við Þór. En Þór. var ekki af baki dottinn fyrir þessu. Stephensen fór frá umboðinu um þetta leyti, og þá var farinn að brjótast á amtmann grunurinnl að annaðtveggja væri ég þjófur eða ræningi, og það gaf Þór. vind í seglin. Jón í Múla, nýi umboðsmaðurinn, gerði betur en hlusta á kærukvak Þór., hann stakk kæru hans undir stól, lagði ráðin á og bjó til aðra, og svo er sagan úr því eins og kálfsrófuþulan af Einbeini og Tvíbeini. Þeir lykkjuðu sig hver í endann á öðrum, umboðsmaður, amt- maður, Skútustaða-Árni, og aftur amtmaður og kirkjustjórnin aftan í Þór., með þeim árangri, að Þór. „vann Iandið“, að sagt er, aðgerðir mínar hafa verið auglýstar ógildar — það þarf nú kann ske meira til — staðarskráin verið ónýtt, og merkin færð inn á landareign stað- arins, svo að stór geiri myndaðist milli jarð- anna, er hvorki á staðurinn eftir því, né heldur Efrihólar, eftir merkjasamþykt þeirra. Fógetann, Benedikt Sveinsson, gat ég ekki fengið /til að koma að lögbanna Þór. notkun lands ^nnan samþyktra staðarmerkja, „af því amtið aéetti í hlut“, sagði hann, og ekki heldur fékk ég stefnt honum fyrir landsyfirrétt upp á skrilfiega neitan hans á því að koma. Það átti ekki að vera hægt, af því „judicielt decret“ vantalði. Eftir því er hægt að klekkja á fó- ef hann er svo vitlaus, að kveða upp rð, en sé hann svo slunginn, að bíta höf- af skömminni, og láta alla ekki sjá sig til ]>eirrar gerðar, sem hann er um krafinn, þá er (inga leiðrétting af honum að fá. Ég vissi að þetta vóru vífilengjur, sprotnar af fylgi amtmann og tengdaslengi hans, eða af rleysi, að fylgja réttu máli fram, en varð ^afa það svo búið, því ég hafði ekki fjár- að draga hinn alkunna fógeta fram fyrir rétt. Á hinn bóginn hefir Þór. verið látinn sprikla ósvikið frammi fyrir mér með allra handa spekálum, með uppáslætti og hunds- gjammi o. s. frv., þangað til í haust, að út yfir tók, svo ég lét skjóta hundinn. Má það skot ekki nema skyldug hugulsemi heita við amt- mennina, svo að þeir hefðu eitthvað að sjóða súpu af, meðan þeir bíða eftir öðru útskitinu frá hæstarétti. Gerræði sagði háæruverðugur konungkjörinn á alþingi það vera, að taka skógarítak, gegn endurgjaldi, undan presti, án þess að leita sam- þykkis hans, og lét sér mjög sárt um rétt prestsins; en hvað má þá segja um framan- greindan embættisrekstur. Þá er „ísafold" að sletta með það, að Þor- steinn hreppstjóri í Núpasveit hafi verið sýkn- uður af landsjfirrétti í máli, sem ég „hafi feng- ið höfðað gegn honum af hálfu réttvísinnar“, og vill kenna mér um málið; en það er sönnu fjarri, því engu ræð ég um sakamálshöfðanir. Yinur blaðsins, sá fyrir litið skjallaði Páll Briem, á heiðurinn af þeim og vanheiðurinn, þegar svo fellur, en ekki ég. Annars held ég Páll eigi ekkert last skilið fyrir það mál; miklu fremur mætti finna að því, hve hægfara hann var í því. Þorsteinn var dubbaður upp í hreppstjórn hér, eftir að hann hafði borið falskan vitnisburð gegn mér í júlíanska-briemska sakamálinu, og byrjaði hreppstjórnina þar eftir með því, að vilja ekki taka lögtak fyrir mig. Ekki kærði ég hann fyrir þetta, eins og „ísa- fold“ segir; heldur bað ég amtmann sjá til, að hann gerði skyldu sína. Lögtökin vóru ekki tekin að heldur. Þar á móti fór amtmaður í smiðju til mín — sendi mér svar Þorsteins „til að gefa upplýsingar", sem engra var vit- anlega þörf í jafn-óbrotnu máli, allra sízt er hreppstjórinn játaði yfirsjón sína upp á sig — og þá vísaði ég honum á paragrafíana, eins og hitt, að æðri og betri þekkingu væri að fá hjá landshöfðingja, ef hann ekki treysti sér sjálfum. Svona var farið í þetta mál; farið i það upp á skýra og ótvíræða játningu Þorsteins, að hann hefði vanrækt skyldu sína, og er það óaðfinn- anlegt. Hitt eru meiri býsn, að hann skuli nú sýknaður af landsyfirrétti; samt kann svo að fara á endanum, að þetta verði eina sakamálið úr Núpasveit, sem Páll hafi sóma af, því lands- höfðinginn hefir nú skotið því fram til hæsta- réttar. Af lögtökunum er það aftur að segja, að þau eru ótekin enn. Kirkjugjöldin, sem vóru í lögtaksbeiðni minni, var þjónandi prestur lát- inn plokka inn löngu seinna, eftir að ég hafði fært þau kirkju til taps, af því ég ekki fengi lögboðna aðstoð; en tekjur mínar hafa verið látnar eiga sig, þó ég hafi sagt amtmanni, að ég vildi fá þær teknar, er hann hefir hvað eftir annað grenslast eftir því. Þeir eiga það með réttu, amtmennirnir báðir, sem Júlíus amtm. Havsteen sagði um sjálfan sig nýlega: „Þeir gera margt annað en skyld- an býður þeim“. Skarlatssóttin. Vonandi er að enn takist að hefta útbreiðslu skarlatssóttarinnar í Borgaifirðinum, þó það sé alls ekki víst. Það má nú kalla sannað að veikin hefir upphaflega borist sunnan úr Höfn- um (frá Kalmanstjörn) og þaðan stafar veikin í Lósakoti og i Hliðsnesi og eins í Bakkakoti. Bakkakot hefir nú verið sóttkvíað; þar hafa fjórir sýkst af skarlatssótt, en ekki hefir hún breiðst út þaðan. Stúlkan frá Bakkakoti, sem veiktist í Borgarnesi, var flutt heim aftur, en hús Helga kaupmanns sótthreinsað. Lónakot hefir verið brent til kaldra kola á landssjóðskostnað. Það hafði verið mjög lélegt hreysi, og fekk eigandinn 200 kr. skaðabætur úr landssjóði. Héraðslækninn í Kjósinni, hr. Þórður Edílons- son, er hræddur um, að skarlatssóttin sé komin að Möðruvöllum í Kjós. Þar hefir fólk lagst og hefir læknirinn þegar sóttkvíað heimilið, og ætlar að senda hingað til landshöfðingja, eins og lög gera ráð fyrir, ef raunin verður sú, að lasleikinn á Möðruvöllum sé skarlatssótt. Það geta liðið nokkrir dagar áður en sjúkdómsein- kennin koma í ljós og þarf því engan að furða á þessum aðgerðum læknisins. Björgun úr lífsháska. Að austan er skrifað „Fjallk.“: Ummiðjan júní fóru tveir menn frá Stórusandvík í Flóa að leggja laxanet í Ölfusá þar skamt fyrir ofan, þar sem kallað er „Nabbalátur“. Menn- irnir voru Hannes bóndi Magnússon og dreng- ur, sem hjá honum er. Þeir lögðu netið af bát, en hávaðar miklir eru þar í ánni. Bar þá svo við, er þeir voru að kasta netinu út, að möskvi festist á naglahaus í bátnum svo við það sneri hringiðan honum við, og straumur- inn hvolfdi honum í sama vetfangi; menn- irnir fóru báðir úr honum og árar báðar, en Hannes veltist áfram með bátnum, þar til honum hvolfdi upp aftur; komst hann á kjöl og slepti aldrei tökum. Skömmu seinna hvolfdi bátnum aftur, en Hannes komst enn upp í hann og var hann þá fullur af vatni, og maraði í hálfu kafi fram alla „Þóris- staðahávaða“, sem kallaðir eru, og fram á móts við Kotferju-ferjustaðinn gamla. Drengurinn veltist undan straumi og vindi skamt á eftir bátnum, en komst aldrei svo nærri, að Hannes næði í hann, en hann heyrði stöku sinnum til hans smá-stunur. Neyðaróp heyrðist frá Hannesi hvað eftir annað; fóru því menn frá Árbæ í Ölfusi óðara er þeir heyrðu það, og ætluðu bjarga, en er þeir voru komnir skamt áleiðis, kom bátur frá efra landinu og náði báðum mönnunum lifandi. Það vildi svo heppilega til, að Kotferjuhjónin voru fyrir ofan ána og ætluðu að fara að ýta frá landi, er áralausa bátinn rak þar á móts við og náðu því bátnum og báðum mönnunum. Hannes komst heim til sín um kveldið vel frískur, en merkilegt kraftaverk þykir með drenginn, 11—12 ára gamlan, sem var stöð- ugt í vatni 10—15 mínútur, að hann var svo hress daginn eftir, að hann treysti sér heim til sín. Á þessum stað hefir ekki verið hafður bátur um langan tima, en fyrir nokkrum árum var þar bátur, og þá druknaði þar drengur; þyk- ir því ástæða til að ætla að ekki só heppilegt að hafa þar bát. J. Ö. 0. Embættispróíi við prestaskólann luku 18. þ. mán.: Eink. Stig Sigurbjörn Á. Gíslason...................I 95 Ólafur V. Briem..........................I 82 Friðrik Friðriksson.....................II 74 Böðvar Bjarnason .......................II 66 Jónmundur Halldórsson...................II 64 Yerkefni í skriflega prófinu: Skyring Nýja testamentisins : Rómv. 8,18 -25. Trúfrœði: Að framsetja í höfuðatriðum lær- dóminn um „Communicatio idiomatum" í hinni lútersku trúfræði eldri tíma, og sýna fram á, í hverju honum sé ábótavant. Siðfrœði: í hvaða tilliti er Kristur vor fyr- irmynd og hversu á eftirbreytni vorri eftlr hon- um að vera háttað? Kirkjusaga: Að rekja rætur „píetismans“, segja sögu hans og dæma um kosti hans. Prédikunartextar: Matt. 13, 44—46. Matt. 21, 28—31. Lúk. 6, 20—26. Jóh. 3, 16—18. Jóh. 7, 14—18. Aflabrilgð. Fiskiskip nýkomin inn : „Stjernö“, eign Björns kaupm. Guðmundssonar o. fl., skipstj. Halldór Friðriksson, með 14000, „Agnes“ eign Jóns kaupm. Þórðarsonar, skipstj. Stefán Kr. Bjaruason með 13000.— „Engeyin“ eig. Brynjólfur i Engey o. fl., sklpstj. Erlendur

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.