Fjallkonan - 23.06.1900, Blaðsíða 4
4
FJALLKONAN.
Hjartarson með 9000.— „Valdemar“, eig. Bryn-
jólfur í Engey, skipstj. Magnús Brynjólfsson
með 22000.
Fjársala í lxanst. Omboðsmeun kanpfélag-
anna, þeir Zöllner & Vídalín, hafa þegar selt það
fé, sem kaupfélögin, sem við þau skifta, munu
væntanlega senda þeim í haust, fyrir hæna
verð en verið hefir á fé síðan fjársölubannið
hófst.— Útlit með fjárverðið munþví vera gott
Ferðamenn ýmsir úr fjarlægum héruðum
hafa verið hér á ferð að undauförnu, svo sem
Júlíus Halldórsson iæknir í Klömbrum, Þorvald-
ur prófastur Jónsson af ísafirði með frú og dóttur
sinni, séra Hálfdan Guðjónsson á Breiðabólstað
í Vesturhópi, er kom hingað með konu sína til
lækninga, séra Magnús Helgason á Torfastöðum
séra Stefán Stephensen í Austurey, Þorvaldur
bóndi Björnsson af Þorvaldseyri, Árni bóndi
Sveinbjarnarson frá Oddsstöðum, Ágúst bóndi
Heigason í Birtingaholti og fl.
Nál. 180 vesturfarar sigldu nú með póst-
skipinu, að börnum meðtöldum. Eru þó nokkr-
ir eftir hér enn ófarnir og verða að bíða þang-
að til Csres kemur.
Mannalát. Hinn 9. þ. m. andaðist Þórunn
Jónsdöttir (frá Mýrarhúsum Sigurðssonar) kona
Þórðar bónda Jónssonar í Ráðagerði á Seltjarn-
arnesi, 49 ára gömul, gáfuð kona og gerfileg.
Hinn 15. þ. m. andaðist í Engey merkiskonan
Ouðrún Pétursdóttir (óðalsbónda í Engey Guð-
mundssonar) ekkja Kristins Magnússonar, er
Iengi bjó sæmdarbúi í Engey, 82 ára gömul.
Bausnarleg gjöf. Einhver góður náungi
hefir að sögn sent að gjöf dr. Jóni Þorkels-
syni yngra elztu bók íslenzka, Odds Nýjatesta-
menti, prentað í Hróarskeldu 1540. Ritstjóri
þessa blaðs seldi bók þessa í fyrra útlendu
bókasafni fyrir 65 pd. sterling (=1170 kr.), og
hefir engin íslenzk bók verið seld fyrir helming
þess verðs, auk heldur meira.
Aflabrögð í Noregi hafa verið með minna
móti á vetrarvertíðinni, t. d. ekki fullar 9
miljónir í Lófót.
Cecil Rodes, „Afríku kóngur“, sem kallaður
hefur verið, var á ferð í Lundúnum í vor.
Hann kom eins og fjandinn úr sauðarleggn-
um til Lundúna og jafn-sviplega hvarf hann
brott þaðan. Hann varð veikur áður en hann
fór að heiman og fekk hann þá orðsending
frá Salisbury og Chamberlain um það að hætta
sér ekki í svo langa sjóferð, en hannfórsamt
og fann ekki til neins lasleika á leiðinni. Þegar
hann kom til Lundúna lagðist hann undir eins í
influenzu, varð að halda kyrru fyrir og gat
við engan mann talað. Hann fekk ekki að
tala við nýlendu ráðaneytið eða utanríkisráða-
neytið og loks var hann í kyrþ6y látinn vita
að honum væri ráðlegast að hypja sig aftur
til Afríku og hugsa um sig. Enska stjórnin
vildi ein ráða öllu um Búastríðið og honum
kæmi það ekki við. Hann fekk ekki einu
sinni að tala við Chamberlain, sem er gamall
vinur hans. Sá eini maður, sem nokkurs var
um vert, sem við hann talaði, var Rosebery
lávarður.
Það er sagt að hann hafi farið heimímjög
illu skapi og muni vilja hefna sín þó síðar
verði.
Aldur dýra yirðist fara eftir Btærð þeirra. Hvalir
og fílar verða allra dýra elztir. Á Indlandi eru fílar,
sem hafa gengið að erfðum í 400 ár, og eru einB og
nngir enn. Alexander mikli veiddí fíl í austurför sinni
og lét marka hann nafni sínu. Hann fanst 350 árum
síðar með markinu. — Aldur hvala má ráða af tálknun-
um, sem stækka tiltölulega með hverju ári. Hafa verið
veiddir hvalir 400 ára gamlir, og vísindamenn hafajafn-
vel sagt, að þeir væru ekki fullþroska. Getur vel verið
að hvalurinn, sem gleypti Jðnas spámann sé enn á lífi
og mætti spyrja Östlund um það.
Skjaldbökur verða mjög gamlar. ÍKalkútta er Bkjald-
baka, sem er 969 ára, en hún er líka orðin sjðndöpurog
minnÍBlaus.
Fé á mararbotni. Þegar Bretar og Frakkar
börðust við Rússa á Krím, fðrst stórt enskt herskip i
Svartahafinu, sem var hlaðið vistum til hersins þar með og ein
miljðn krðna í gullpeningum, sem áttu að fara i hernað-
arsjóðinn. Skipshöfninni varð bjargað, en engu öðru af
því, sem í skipinu var. Nú hefir félag eitt í Genúa af-
ráðið, að sækja fé þetta á mararbotn, og hefir það tekið
á leigu franskan neðansjávarbát og köfunarmenn til þess
að ná peningunum.
Vöruskortur hjá kaupmönnum.
Eg hefi lengi dregið að svara grein Ólafs
verzlunarstjóra Davíðssonar í „ísaf.“, þar sem
hann ber á móti því sem eg sagði í fyrra í
„Fjallkonunni“ um skort á nauðsynjavörum hjá
kaupmönnum. Hann vill sjálfsagt neita því,
að nokkur skortur hafi verið á kolum eða
steinolíu í Eeykjavik eða á Eyrarbakka í vet-
ur eða í fyrra? Hann vill bera á móti því,
að tilfinnanlegur skortur á nauðsynjavörum
hafi hvað eftir annað átt sór stað í Keflavík
Hafnarfirði og Borgarnesi? Hann hefir aldrei
heyrt getið um skort á nauðsynjavörum í
hinum ýmsu smákauptúnum út um land? Ef
hann þekkir ekki til nema á þessum fjórum
verzlunarstöðum, sem hann nefnir, þá ferst
honum ekki að bregða mór um vanþekkingu.
Eg gæti safnað mór hundruðum vottorða úr
öllum áttum því til sönnunar, að skortur á
nauðsynjavörum hafi oft og víða átt sór stað
hja kaupmönnum, einkum hinum útlendu.
Eg skal játa það, að eg hefði ekki átt að
láta allar útlendar verzlanir eiga óskilið mál,
því auðvitað má þar taka ýmsar undan, og
eins að eg hefði átt að geta þess, aðinnlend-
ir kaupmenn sumir eru heldur ekki áreiðan-
legir í þvi, að hafa jafnan birgðir af nauð-
synjavöru, en þetta hvorttveggja er öllum
kunnugt.
Yerzlunarstjórinn nefnir flokk manna, sem
níði i ritum og ræðum embættismenn og kaup-
menn. Eg þekki ekki þá menn; þeir eru þá
liklega í nágrenni við hann. Eða er verzl-
unarstjórinn með þessu að láta almenning
vita, að kaupmenn (og faktorar?) séu í „ítang“
með embættismönnum?
Meiðyrðum Ólafs verzlunarstjóra ætla eg
ekki að svara; það ætti betur við fyrir dóm-
stólunum, en af því eg er ekki vanur mála-
þrasi, mun eg sleppa því,þótt mór finnist rithátt-
ur hans miður sæmilegur.
Jón Jónsson.
mr Fyrir slys hefir „Makt myrkranna“
ekki getað komið út í síðustu bíöðum og getur
framhaldið ekki komið fyrri en í næsta mánuði.
— í næsta blaði verður framhald af sögu Jóns
Steingrímssonar, sem hvergí nærri er lokiðeun.
Misprentað í gr. „Fátækramálið“ í síðasta bl., 2. máls-
gr.: „yrði milli hreppa“, f. sýslna, og í niðurl.: „en kem-
ur fram“, f. en þar k. fr.
Vottorð.
Eftir að ég hefi brúkað nokkrar
flöskur af Kína-Iífs-EIixír frá Valde-
mar Petersen, Frederikshavn, finn
ég mig knúðan til að gera almenn-
ingi kunnugt, að mér hefir talsvert
batnað brjóstveiki og svefnleysi og
hefi ég þó áður verið þjáður mjög
af þeim veikindum.
Holmdrup pr. Svendborg.
Basmussen,
garðeigandi.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixir, eru kaup-
endur beðnir að líta vel eftir því, að
standi á flöskunum í grænu
lakki, og eins eftir hinu skrásetta
vörumerki á flöskumiðanum: Kin-
verji með glas í hendi, og firmanafnið
Waidemar Petersen, Nyvej 16, Kjö-
benhavn.
%
1
Tækifæri.
Hvergi fá menn eins ódýrt og vand-
að saumuð fót sín eins og í
Saujnastofunni í liankastræti
Þar fást lika alls konar fataefni
pantað með innkaupsverði og sent
kostnaðarlaust.
5—600 ljðmandi sýnishorn.
Giiðin. Sipurðssoii.
V, Christensens verzlun hefir Yín Yiudla og Tóbak, beztu tegundir. Ódýr húsgögn (Möbler). Ben. S. Þórarinsson kaupm., Rvík hefir til einkasölu fyrir ágæta, sænska húsgaguaverksmiðju vönduð, afar- sterk húsgögn, svo sem borð, stóla o. s. frv. bæði samsett og ósamsett. Af því vsrðið er svo lágt, eru þau ódýrari samsett en aðrir selja ósam- sett húsgögn.
Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir pen- inga við verzl. „EDINBORG" í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. £lí>yei/í Siyuzðsson.
Samúel Ólafsson, Reykjavík, pantar nafnstimpla af allskonargerð. Þeir sem vilja gjörast útsölumenn skrifi mér. Yerða þeim þá send sýn- ishorn af stimplnm.
í verzlun llafns Sigurðssonar komu nú með „Lau?a“ nýjar birgðir og ný tegund af TÚRISTASKÓM ódýrari en áður. Sömuleiðis nýkomin í sömu verzlun ágæt geitaskiunssverta.
V. Christensens verzlun hefir allar nauðsynjavörur og alls konar niðursoðið, bæði Ávexti og Matvæli. Osta og Pylsur, Flesk, reykt og saltað. Snijör og Margarine.
íslenzk umboðsverzlun einungis fyrir kaupmenn. Beztu innkaup á öllum útlendum vörum og sala á öllum íslenzkum vörum. Glöggir reikningar, fljót af- greiðsla. Jakob (xunnlögsson, Kjöbenhavn K. Niels Juelsgade 14.
Sundmagar vel verkaðir verða keyptir fyrirpen- inga við verzl. „EDINBORG“ í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson.
Sundmaga kaupir hæstu verði sem að undanförnu fyrir peninga V. Christensens verzlun,
Smiilit kœkur.
Eg kaupi:
Allar gamlar bækur,sem eru prent-
aðar fyrir 1601 (að undanskildri Guð-
brauds biblíu) fyrir afarhátt verð.
Allar íslenzkar bækur frá tíma-
bilinu 1601—1700 fyrir hátt verð.
Allflestar bækur frá tímabilinu
1700—1800. Þó kaupi ég ekki sum-
ar „guðsorðabækur“ frá Hólum frá
síðari hlut 18. aldar.
Allflestar bækur frá Hrappsey.
Flestar prentaðar rímur (og rímur
frá Hrappsey fyrir hátt verð.)
Allflestar bækur sem prentaðar
eru í Reykjavík fram að 1874.
AUar bækur sem Páll Sveinson
gaf út í Kaupmannahöfn.
Flestar bækur sem prentaðar eru
á Akureyri fram að 1862.'
Valdimar Ásmundss\>n.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst
ókeypis hjá ritstjórunum ogt hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnijg gefur
þeim, sem vilja tryggja líf si^.t, allar
nauðsynlegar upplýsingar.
„F j ö 1 n i r“.
6. árgang af „Fjölni kaupi (|g háu
verði.
Vald. Ásmundsson\
Útgefandi: Vald. Ásmnndarsqn.
Félagsprentsmiðjan.