Fjallkonan


Fjallkonan - 24.09.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 24.09.1900, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 alþingi 1885 um að fá sérstakan ráðgjafa, sem mæti á alþingi. Á orðum hans i nefndarálit- inu, sem prentuð vóru með skíru letri í síð- asta blaði, sést að haun hefir álitið það mjög miklu máli skifta að fá ráðgjafann á þing. „Þjóðólfur“ getur þess, að Jón Pótursson hafi ekki verið með endurskoðunarfrumvarpi Benedikts Sveinssonar, að eins af því að útlit var fyrir að það næði ekki samþykki, en ekki vegna þess, að hann væri því mótfallinn. En eru nokkuru meiri vonir nú um að frumvarp þetta verði samþykt en 1885? Langt frá. Vonimar eru nú alls engar. Horfurnar eru því sízt betri en þá. „Fjallk.“ gat þess líka, að margir þing- menn hefðu haldið þvi fram, að ekki þyrfti stjórnarskrárbreyting til þess að fá ráðgjafann á þing, svo athugasemd „Þjóðólfs“ um álit Jóns Péturssonar á þvi máli er alveg sam- kvæm því sem „Fjallk.“ hafði bent á, en „Þjóðólfur“ gleymir að geta þess, að sumir þingmenn álitu þá þegar (1885), að til þess þyrfti stjórnarskrárbreytingu, eins ográðgjaf- inn álítur nú. Höfðu þeir þá skoðun frá stjórninni? Var Valtýr þá farinn að villa þeim sjónir, „Þjóð- ólfur“? Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framh.) (Frh). Eg hefi nú sagt frá öllu, sem hér hefir borið fyrir mig, þó það sé í sem fæstum orðum, en það er nógu greinilegt til þess, að ég hlýt að vera sannfærður um, að það er enginn draumur, að minsta kosti ekki venju- legur draumur. Til þess að ganga úr skugga um það, hefi ég litast um á loftinu á albjört" um degi. Ég fór inn í turnherbergið og var það alveg eins og um kvöldið. Allur húsbún- aðurinn var óhreyfður og alt var í sömu skorð- um og áður. En það skiftir mestu, að ég fann að kodd- arnir á bekknum í gluggunum vóru í ólagi, eins og mig minnir að ég legði þá, til þess að betur færi um mig, og ég kannaðist vel við að silkið, sem bekkirnir vóru fóðraðir með, var al- veg eins og mig minti að það væri. Ég fann vindilösku i gluggahvolfinu; ég Iagði hana þar meðan ég var að reykja, og ég sá spor í ryk- inu á gólfinu, sem auðsjáanlega hafði ekki ver- ið sópað afarlengi, og eins og slóð eftir léttan kjól. Ég er því ekki í neinum efa um, að ég man alt rétt. Ég veit að ég hefi verið þar uppi þetta kveld, þó greifinn neiti því. Ég get nú reyndar ekki skilið í því, hvers vegna hann gerir það. Hitfc væri skiljanlegra, að ég hefði brotið móti boði hans með því að vera þar uppi. Ég gæti þá fremur skilið í því, að alt sem mér þykir hafa borið fyrir mig sé draumur —----------- Þegar við fundumst í gærkveldi, var greifinn kominn í iessalinn, aldrei þessu vanur. Hann var hinn ljúfasti í viðmóti — hafði tekið úr skápunum fjölda af enskum lögbókum, og lögbókum frá Austurríki, til að sýna mér og gera mér kveldið sem skemtilegast. Það er stór furða, hve mik- ið honum hefir farið fram í ensku á svo stutt- um tíma; hann hlýtur að hafa næmt eyra, því hann lærir ótrúlega fljótt framburðinn, og það er varla unt að heyra annað en að hann sé Englend- ingur, nema á einstaka orði, þar sem hljóðið er örðugast fyrir hann. Ég hældi honum fyrir það, og virtist mér hann hafa mikla ánægju af því. „Mér þykir vænt um að heyra það, kæri Harker“, sagði hann með miklum ákafa — „haldið þér að ég geti, eftir nokkurar vikur skulum við segja — eða mánuð — talað yðar fallega máli eins og Englendingur. Haldið þér ekki að Lundúnabúar heyri það ekki undir eins að ég er útlendingur? Ég á yður mikið upp að inna, vinur minn----------þér megið reiða yð- ur á að ég latfna yður það“. Ég sagði að hann mundi þó bezt læra málið þegar hann væri kominn til Lundúna, eða rétt- ara sagt framburðinn, því hann er fullfær í málinu sjálfu. Þar gæti hann heyrt fleiri tala og kynst ýmsum málýzkum. „Nei, það verður að vera sem ég segi. Ég vil ekki eiga það á hættu, að vekja eftirtekt eða láta hlæja að mér þegar ég kem til Lundúna. —j— Hvað sýnist yður? Eg hefi svo margt í huga, og er fús að borga góða aðstoð. En það er svo margt, sem ekki verður borg- að með peningum, og svo er með þann greiða og þá ánægju sem þér hafið veitt mér. Ég vona að þér unið hag yðar framvegis hjá mér; þér ættuð að geta hvílt yður hér eftir erfið störf. í bóksafni mínu er nóg af lögfræðibók- um, og þar er ýmislegt af fágætum ritum, sem yður mundi ekki auðvelt að finna í stærri söfnum. Hér er því fjársjóður fyrir gáfaðan lögfræðing, og ég veit fyrir víst, að þessi höll hefir nóg að bjóða yður; þér þekkið minst af því. Ég er sannfærður um, að yður þarf ekki að leiðast“. t Ég vissi ekki, hvað ég átti að hugsa um þessi orð. Mér fanst eins og einhver háðblær væri á þeim. Mér kom hvað eftir annað til hugar, að segja honum upp alla sögu og biðja hann að tala hreinskilnislega við mig, en ég gerði þaðsamtekki, ogþaðhefirlíklega verið bezt ráðið. — Ég færði það að eins í tal við hann, að húsbónda mínum mundi ef til vill mislíka það, ef ég dveldi hér Iengi eða vikum saman. „Ég hefi sagt yður, að þér verðið gestur minn fyrst um sinn. Þér hafið látið húsbónda yðar vita um það, og fáeinar vikur gera hvorki til né frá. Við tölum svo ekki meira um það“. Hann leit til mín með því augnráði, þegar hann sagði þetta, að ég sá þann kost vænstan, að nefna ekki burtför mína á nafn. Ég sá, að ég yrði að vera í varðhaldi hjá honum, hvort sem mér þætti það ljúft eða leitt. Ég fæ samt ekki skilið, hvers vegna hann heldur mér hér kyrrum, því það er ekkl annað en fyrirsláttur, að hann þykiat þurfa að læra af mér málið. Hann hlýtur að hafa annan til- gang, sem ég á þó bágt með að gizka á. Ég hefi nú samt afráðið að verða hér ekki þó hann vilji halda mér. Fararleyfi héðan fæ ég hvorki með góðu né illu; það er því ekki um annað að gera, en að reyna að flýja héðan á laun. Ég fór í þessa ferð sem hverja aðra ferð til erindareksturs, sem ég bjóst við að geta lokið á fáum dögum — enn nú er ég alt í einu orð inn ófrjáls maður og á valdi austarlenzks harð- stjóra, og ekki óhræddur um líf mitt fyrir honum. Nei, héðan verð ég að komast. Ég finn það glögt, að vistin hér verður mér óþolandi. Ég finn, að ég hefi þegar mist nokkuð af þeirri geðstillingu, sem ég á að mér. Eg hefi ætíð verið talinn mesti stillingarmaður, og sett mér það mark að láta aðra aldrei hafa áhrif á mig. — Það er í fyrsta sinni, sem það hefir komið fyrir mig, að ég hefi alvarlega orðið að lúta vilja annara. Ég verð að taka mér eitthvert starf fyrir hendur til þess að hafa af mér leiðindin. Ég er nú farinn að semja ritgerð í „Lögfræ- is tímarit“ um réttarfar Ungara að fornu og nýju. Það er rétt, sem greifinn hefir sagt, að bóksafn hans er ótæmandi fjársjóður fyrir lög- fræðing. Ég gæti haft mikil not af því - - ef aðrar ástæður væru fyrir hendi. Það er annars ætíð betra, að vita en vita ekki, og þegar eins stendur á og fyrir mér er iðjuleysið mjög skað- legt. Ég vinn í mesta ákafa og sökkvi mér niður i bækurnar. (Framh.) Slcagafjarðarsyslu 6. sept. „Menn muna ekki jafn-stillt og hlýfct sumar-, allgóðir þurkar; gras- vöxtur í betra lagi, en nú með mánaðarmótum hafa komið óþurkar. Fiskafli hefir oftast verið góður hér á firðinum. Haldin var hér héraðs- fundur 31. ágúst á undan kjörfundi (1. sept). Sagt er að talsverður undirróður hafi átt sér stað. Prestarnir söfnuðu saman kjósendum fyrir prófast, en þó ekki nema einn þeirra svo að kvæði. Handa Stefáni skólakonnara Stefánssyni á Möðruvöllum söfnuðu mestum atkvæðum verzl- unarmenn frá öránufélagsverzluninni á Sauðár- krók og einn maður úr kjörstjórninni. Talað er um að verzlunarbækur hafi haft nokkur áhrif á suma kjósendur. Prestar og kaupmena vilja ekki hafa bændur á þingi, nema þeir séu útlærðir stúdentar eða kandídatar". Stór bæjarbrunl. 23. ágúst brann til kaldra kola bærinn að Felli í Sléttuhlíð með öllu því er í var. — Alt fólk var á engjum nema ein gömul kona. Húsbóndinn, Sveinn hreppstjóri Árnason, eigandi og ábúandi jarðarinnar, var á pólitískum fundi á Hofsós. Timburhús ný- bygt var áfast við bæinn. og var það að eins vátrygt fyrir 2000 kr. Það brann gersamlega og auk þess brann fjós og hlaða með taisverðu af töðu. Nokkuð skemdist og kirkjan af eld- inum. Allir innanhúsmunir brunnu sem vóru miklir og dýrir, því þetta er eitthvert efnað- asta og myndalegasta heimilið í Skagafjarðar- sýslu. Meðal annars brunnu þar inni 3—400 kr. f peningum, allur fatnaður af heimlisfólkinu og 7 rúm upp búin. Alt innanhúss var óvá- trygt, og er skaðinn metinn yfir 3000 kr., þótt timburhúsið væri vátrygt fyrir 2000 kr. Alþmgiskosningar. Af kosningunum í Skagafirði hefir nú frést greinilega: Ólafur Briem fékk 130 atkv., en Stefán kennari Stefáusson á Möðruvöllum 90 atkv. Hinir sem í kjöri voru fengu og nokkur atkv: Jón hreppstj. Jónsson á Hafsteinsstöðum um 50 atkv., Zofauías próf. Halldórsson 36 atkv., Rögnvaldur bóndi Bjarnason í Réttarholti 28 atkv. Kjósar- og Gidlbringusýsla. Þar vóru kosn- ir 22. þ. m. Þórður læknir Tbóroddsen með 135 atkv. og Bjðrn kaupm. Kristjánsson í Reykjavík með 120 atkv.; þar næst fekk Jón skólastjóri Þórarinsson 117 atkv. Árnessýsla. Þar vóru kosnir sama dag Hanncs ritstjóri Þorstcinsson með 154 atkv. og Sigurður Sigurðssson búfræðingur líka með 154 atkv. Þar næst fékk Pétur kennari á Eyrarbakka 123 atkv. og séra Magnús Helga- son á Torfastöðum 113 atkv. Norður- Múlasýsla. Þar eru kosnir: Jóhann- es Jóliannesson sýslumaður og Einar próf. Jónsson í Kirkjubæ. Suður-Múlasýsla. Þar eru kosnir: Axel Tulinius sýslumaðr og Gruttorníur Yigfússon (endurkosinn). Otíð. Nú hafa lengi gengið miklar rigning- ar og hefir verið mikil óþurkatíð sunnanlands síðan um höfuðdag. Hafa því hey stórskemst og eru víða úti. Norðanlands hefir viðrað held- ur betur. Skipskaðar. Síðari hlut vikunnar sem leið var útsynningsrok með rigningu og urðu þá þessir skipskaðar: Þilskipið „Solide“, eign Magn- úsar kaupmanns Blöndals, rakst á annað skip („To Venner“) á Reykjavíkurhöfn og brotáaði svo að það sökk þegar. Annað þilskip, „Egill“, eigandi Jóhannes Jósefsson, sem lá inni við öeldinganes, brotnaði. Þruknun. f þessu sama óveðri fórst stór flutningabátur, sem barón Boilleau á Hvítár- %

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.