Fjallkonan


Fjallkonan - 29.09.1900, Síða 3

Fjallkonan - 29.09.1900, Síða 3
FJALLKONAN. 3 Ekki dettur mér í kug að neita því, að* ís- núin hraun og jökulurðir geti verið hvert upp- yfir öðru í eldfjalli, sem jökull liggnr á, ogþyk- ir mér fróðiegt að sjá að Dr Th. hefir atkug- að slíkar myndanir. Ea jöklamóbergið er svo víða, og á slíkum stöðum, að ómögulegt er að kom- ast hjá þeirri ályktun, að land alt hafi verið jökli hulið, þegar það myndaðist. Og eins og hagar til í Þjórsárdal t. a. m., þá duga engin „ísþakin eldfjöll" til að skýra, hvernig skiftast þar á jokuIurðir,j malsrlcg (conglomerat) og blágrýtÍBÍög, og hin ísnúnu dóleríthraun sýna alveg ómótmælanlega, að afarlaugt tím&bil hefir liðið milii þessarar ísaldar, er íór fyrir, og þeirr- ar er á eftir kom. Ég er alveg sammála Dr. Th. í því, að öll dóleríthraun séu ekki jafn- gömul, og það er mér ráðgáta, á hverju hann byggir þessi orð sín (s. 163): „H. P. virðist ætla, að ég haldi öli dóleríthraun jafngömul“. Að endingu get ég ekki stilt mig um að óska þess, að Dr. Thoroddseu, er hefir þessa mörgu góðu kosti sem rithöfundur, gerði sér dálítið meira far um að vanda tilvitnanir sín- ar. Hann hefir t. d. hvergi rétt eftir, þar sem hann vitnar í „Eimr.“ ritgeið mína. Eða hvar hef ég t. a. m. sagt, að „mestalt móberg á öllu íslandi sé jökulurðir111? eða hvar kveðst ég „hafa fundið lykilinn að jarðfræði íslands“? Þegar Dr. Thoroddsen þykir svo við horfa, seg- ir hann þó að móbergið sé „aðeins einn lítill liður í jarðfræði ís!ands“ (s. 167). Reykjavík i Beptemberm. Helgi Pétursson. Sérstaki ráðgjaflnn. í 36. blaði „Fjalikonunnar“, 11. dag þ. m., er sagt, að eg sé fyrsti faðir va!týskunnar“, þar sem ég á alþingi 1885 hafi látið mér nægja, að fá sérstak&n ráðgjafa, sem mætti á alþingi. Það er satt, að ég var einn í nefnd þeirri, sem neðri deild alþingis þá kaus til að íhuga stjórnarbótarmálið, og var þar einn á bandi að vilja eigi hreifa þá við stjórnarskránni, því að ég þóttist sjá með vissu fram á, að það mnndi verða árangurslaust; en þar sem ég þá stakk upp á, að þingið skyidi beíðast, að skipaður væri sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, sem mætti á íslandi, þá verður að skilja þau orð mín í sambandi við það, sem ég hafði áður sagt um það, hvað ég teldi „sérstakur ráðgjafi“, það er að segja: þann ráðherra, sem eigi hefðu önnur störf á hendi, en hin sérstöku mál íslands, og ætti eigi sæti í ríkisráðÍDU, og þyrfti því eigi að bera hin sérstöku mál íslands undir ríkis- ráðið, og annað hefi ég aldrei skilið við „sér- stakur ráðgjafi“. Þetta vona ég að ég hafi full- skýrt látið í ljósi á alþingi 1875 (sjá Alþingis- tíðindin 1875, II, bls. 367—370). Reykjavík, 22. dag sept. 1900. H. Kr. Friðriksson. * * * Ath.s. ritstj. Höf. þessarar greinar hefir ef til vill viljað haida því fram með Ben. Sveins- syni 1875, að ráðgjafinn ætti ekki að sitja í ríkisráðinu, þó þingtíðindin beri það ekki Ijóa- lega með sér, en 1885 sést hvergi, að hann hafi haldið því fram. Hann segir þá (Alþ.tíð. 1885 II 387): „Aðalatriðið er það, að koma því frelsi, sem vér höfum, svo fyrir, að það verði að sem haganlegustum og beztum notum, oq það fæst með því, að sérstakur ráðgjafi sé skipaður fyrir Island, hdzt Islendingur, er komi á þing og haldi svörum uppi fyrir gerðir sínaríl. Ríkis- ráðsseta ráðgjafans var þá ekki nafnd á nafn. íthafsrannsókiiir í nánd við ísland. Þess hefir áður verið getið í þessu blaði, að Norðmenn gerðu út skip í sumar til að rann- 1) Auðkent af Dr. Th. saka úthafið milli ísl&nds og Noregs og norður alt til Jan Mayn cg svo fram með ströndum íslands. Á skipi þessu var Fridtjof Nansen og fleiri norskir vísindamenn og áttu þeir einkum að grenslast eftir háttum fiskanna á þessu svæði. Þeir höfðu öi! hin nýjustu og beztu áhöld og veiðarfæri. Skipið kom aftur heim seint í ágúst, og 'var gert ráð fyrir, að haldinn yrði síðan alþjóða- fundur í haust um úthafsrannsóknir; verður þar bygt á þeim rannsóknum, er Norðmenn hafa nú gert. Skipið heitir „Michael Sars" og hefir það far- ið til ísiauds og Jan Msyn eius og ráð var fyr- ir gert. Árangur ferðariunar er talinn mjög mikill. Það er sannað með þessum rannsóknum, að smáseiðið leitar til hafs. Þeir fundu það 60 mílur undan ströndum Noregs. Prófessor Ossian Sars hafði áður getið til, að smáseiðið mundi fylgja marglyttunum á ákveðnu þroskastigi og leita bæði verndar og fæðu uud- ir þeirn. Á skipinu fundu menn á þessu svæði vestur af Noregi smáseiði í hvert skifti sem háfnum var rent, meira eða miuna, ýmist und- ir marglyttum eða skýlislaust í hafinu. Þeir fengu yfir 180 í eitt skifti; það var smáseiði af hinum venjulegu fisktegundum, ýsu, ufsa, þorski, kola og öðrum flatflski. Niðurstaðan verður, að atkvæmi fisksins rekur til hafs og berst fyrir straumi. í álands- vindi rekur það aftur undir land, en verið get- ur, að sumt verði eftir og verði úthafsfiskur. Þelr fundu líka stóran fisk út á hafinu, svo sem þorsk, ufsa, ýsu, karfa og síld. Síld fengu þeir með reknetum úti fyrir Fær- eyjum. Þorsk fengu þcir á 20 föðmum á 1000 faðma dýpi 30—40 mílur undan landi og karfa á 100 föðmum og á 1600 faðma dýpi. Hug- myndnm manna um botnfiskinn er þar með al- gerlega hrundið. í íshafssjónum er ekkert af hinum venjulegu fisktegundum, svo sem þorskur, ufsi eða ýsa, heldur einungis í golfstraumssjó. Svo reyndist það líka fyrir vestan ísland 20 mílur undan landi. íshafssjórinn og golfstraumssjórinn var greini- lega aðskilinn, og svo var um golfstrauminn vestan við ísland og íshafsstrauminn sem þar er líka. Á 5 mínútum gátu þeir farið úr hrein- um íshafssjó í golfstrauminn, og jafnframt sýndu athuganir þeirra einkennileg umskifti á seltu og hita. Hitinn gat alt í einu aukist eða minkað alt að 4 stigum. Þessi piismunur var ekki einungis í haffletinum, heldur og niður í sjónum í hinum ýmsu lögum sjávarins og á sama tírna. Það er einkum H. G-ran, docent, sem rann- sakaði alt sjávarlífið á þessari ferð. Nú er eftir að gera rannsóknir um útbreiðslu smáseiðanna í hafinu. Dr. Hjört hefir fyrstur bent á, að smáseiði fiskanna mundu þroskast þannig sem hér hefir reynst, o^, eftir tillögum hans er nú í ráði, að rannsaka hafið fram með ströndum Noregs og Norðursjóinn. Jafnframt er ætlast til, að hafið verði rannsakað á sama hátt á ýmsum stöðum af ýmsum þjóðum. Af þessum rannsóknum er það þegar Ijóst, að fiskurinn er ekki bundinn við strendurnar, og að fiskauður hafsins er meiri en menn hafa ætlað. Menn þurfa því ekki fremur að leita að fiskinum við land en á hafi úti, ef menn hafa áhöld tii þess, og því sizt að leita undirstrend- ur hjá öðrum þjóðum. Af þessum rannsóknum er það líka Ijóst. að það muni vera iítils eða einskis vert, að klekja út hafsfiski. Það hefir sannast, að golfstraumurinn breyt- ir sér. f sumar var hanu talsvert minni og kaldari en venja er til (alt að 2°), Hraðinn varminni, og því kólnaði hann fljótara. Honum hefir því dvalist meira suður í hafinu. Af því kemur hiti suður í Iöndum og kalt samar hér á Norðurlöndum. Því hefir verið haldið fram, að köld sumur stöfuðu af því, að ís ræki langt suður í hafið, en það er ekki því að kenna, heldur stafar sumarkuldinn beinlínis af því, að golfstraumur- inn er þá ekki öflugur. Úthafsrannsóknirnar muuu áður langt líður gera grein fyrir háttum golfstraumsins og þar með fiskgöngunum o. fl. Alþiiigiskosniiigar. Vestmannaeyjasýsla. Þar var kosinn 15. þ. m. dr. Valtýr Gruðmundsson með 41 atkv. Snæfellsnessýsla. Þar var kosinn Lárus sýslu- maður Bjarnason með 116 atkvæðuro. Einar ritstj. Hjörleifsson fekk 26 atkv. og séra Sig- urður Gunnarsson 9 atkv. Skaftafellssýsla. Þar er kosinn 22. þ. m. séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli með 49 atkv. Jón próf. Jónsson fekk 29 atkv. Þá er ófrétt úr Barðastrandarsýslu og Þingey- jarsýslu. Um atkvæða tölu kjörinna þingmanna er þess vangelið, að í Norður-Múlasýslu fekk Einar próf. í Kirkjubæ 129 atkv. og Jóhanues sýslu- maður 115, en auk þeirra voru í boði séra Einar í Hoftegi (fekk 109 atkv.) og Jón lækn- ir Jónssou (97 atkv.), en í Suður-Múlae. Tuli- nius sýslumaður 97 atkv. og Guttormur Vig- fússon 88, en auk þess voru i boði séra Magnús í Vallanesi og Ari bóndi Brynjólfsson á Þver- hamri, er fengu hvor 73 atkv. Sveinn borgari Ólafsson fekk ennfremur 7 atkv. í Húnavatnss. fekk Hermann 135 atkv.; en Jósafat hrepp- stjóri 119, en af binum sem í boði voru Björn Sigfússon 51, séra Stefán á Auðkúlu 38 og Júlíus læknir 17. Hermann gaf kost á sér hálfum mánuði fyrir kjörfund, og hefir því haft örugt fylgi. — Þegar getið var um kosningu í Gullbringusýslu hefir enn fremur gleymst að geta þess, að Þórður hreppstjóri á Hálsi fekk 49 atkv. og Guðmundur bóndi i Elliðakoti 41, en þeir drógu sig í hlé við síðari kosninguna. Tjón af ofsaveðri. Veðrið 20.—21. þ. mán. hefir gert víða mikið tjón. Bátur fórst af Siglu- firði með 10 mönnum. Á Akureyri gerði veðr- ið mikið tjón á skipum og húsum. Eitt hús fauk um koll og rotuðust þar 2 börn til bana og konan handleggsbrotnaði. Tvö skip strönd- uðu á Seyðisfirði og kirkja fauk í Borgarf. eystra. Nánari fréttir í næsta blaði. „Ilólar“ (kapt. Öst-Jakobsen)kom í morgun með fjölda farþega. Heiðursgjöf úr styrktarsjóði Kristjáns kon- ungs IX liafa þessir bændur fengið nú: Guð- mundurKlemensson í Bólstaðarhlíð í Húnavatns- sýslu og Þorsteiun Jóusson í Vík í Mýrdal, 140 kr. hvor, fyrir framúrskarandi dugnað og framkvæmdir í jarðabótum. Botnverpingar. 21. þ. mán. kom varðskip- ið „Heimdal“ hingað með 2 botnvörpuskip: „Doris“ H. nr. 364 frá Hull, skipstj. J. C. Turner og „E"arward“ H. nr. 407 frá Hull. — Hinn fyrr nefndi var sektaður um 75 pd.sterl. og 12 kr. mál8kostnað. — Veiðarfærin gerð upptæk. Hinn síðarnefndi var sektaður um 1620 kr. og 45 kr. í málskostnað. — Veiðar- færi og afli gert upptækt. Um kosningabardagana víðsvegar um landið ætlar Fjall- konan að flytja kviðlinga nokk- ura, og eru því allir þeir, er bezt þekkja sögu kosninganna í haust, beðnir að senda blaðinu upplýs- ingar hver úr sinu kjördæmi. Skemtileg ferðasaga úr Eaýzka- landi eftir Helga Pétursson hefst bráðum í þessu blaði.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.