Fjallkonan


Fjallkonan - 27.10.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 27.10.1900, Blaðsíða 2
2 breytiagu þessa með miasta flngri, ef þeir sæu að nokkur hætta lægi í henni fyrir frelsi lands- ins, og eg efa ekki, að þér munið þekkja ef til vill marga í þessum flokki, sem þér berið ó- hikandi þenna vitnisburð. Pér þekkið þá, sem trúfasta vini, holla sveitarfélagi sínu, sýslu- félagi og landsfjórðungi. Er hyggilegt. að á- líta, að slíkir menn muni vilja svíkja alt föð- urlandið? Þetta er í raun og veru nægileg sönnun. En tökum þetta einnig frá efnishliðinni. Stjórnin hefir látið landshöfðingja lýsa yfir því á alþingi 1899, að hún gangi að þessum stjórnarskrárbreytingum og vildi semja um öll atriði i stjórnarskipun vorri, að undanteknu sambandinu milli íslands og Danmeikur. Jatn- vel stjórninni dettur þá ekki í hug, að hreyfa við þessu atriði. Felst þá nokkur innlimunartilraun í frum- varpinu frá 1897 ogl899? Ráðgjafian fyrir ísland er nú jafnframt dóms- málaráðgjafi Danmerkur. Eftir frumvarpinn má hann ekki hafa annað ráðgjafaembætti á hendi. Getur það verið að innlima sig í Danmörku, að hafa sórstakan ráðgjafa? Það hlýtur þó að vera ómögulegt. Núverandiráðgjafiíslands og fyrirrennarai hans munu engir hafa talað eða skilið íslenzku. Inn- limun í Danmörku getur ómögulega legið í því, að hann á að kunna hvorttveggja framvegis. Ekki getur það heldur verið til að innlima landið, að hann ber ábyrgð á öllum stjórnar- störfunum i stað þess nú á stjórnarskránni einni. Hann má mæta á alþingi. í því ætti ha • urinn að vera allur okkar megin, að þingið fál stjómina til meiri samvinnu en áður hefir verið, og eftir réttum hugsunarregíum ætti þingið fremur að hafa áhrif á hann einan en hann einn á alt þingið. Þingkosningar mættu tak- ast hrapallega illa, og þingið vera óskiljanlega illa skipað, ef það yrði ekki ofan á. Þá er sagt, að ráðgjafann eigi að Iögfesta í rikisráðinu. Það vill svo vel til, að ríkisráðið er hvergi nefnt í frumvarpinu frá 1897 og 1899, og hver einasti maður með heilbrigðri skynsemi hlýtur að sjá það við eæmilega athugun, að það at- riði hlýtur að standa óhreyft og allsendis óút- kljáð, sem ekki hefir verið nefnt á nafn. Mót- stöðumennirnir munu svara: „Jú óbeinlinis", úr því breyting á þessu er ekki sett inn í frum- varpið. Þetta væri fyrst á nokkurum rökum bygt, ef stjórnin gæfi vilyrði um, að hægt væri nú að hreyía við ríkisráðs setu ráðgjafaus, og þingið léti farast fyrir að nota tækífærið. Þá mætti með dálitlum rökum segja, að þingið vildi lög- festa ráðgjafann í ríkisráðinu. En það er öðru nær en svo sé. Stjórnin lýsir einmitt skýrt yfir því, að ekki sé til neins að hreyfa við þessu atriði. Ekki verður þetta heldur Ieitt óbeinlínis út af frumvarpinu frá 1897 og 1899. Ríkisráðs- setu íslands ráðgjatans leiðir beinlinis af grund- vallarlögunum Dana og stöðulögunum Sam- kvæmt grundvallarlögunum eiga allir ráðgjafar konungs sæti í rikisráðinu. Samkvæmt stöðu- löguuum er ísland óaðskiljanlegur hluti Dan- merkur með sérstökum landsréttindum. Sam- kvæmt 1. gr. stjórnarskrár vorrar er Iöggjafar- málið hjá konungi og alþingi í sameiningu, án þess ríkisráðið sé nefnt á nafn. — Sannist það, að stjórnarskráin standi að gildi jafnhliða grund- vallarlögunum, gæti komið til mála, hvort ekki væri ástæða til að beita ábyrgðar ákvæðinu gegn ráðgjafa íslauds fyrir setu hans í ríkis- ráðinu, að því er sérmál landsins snertir. Á hinn bóginn tel ég vafasamt, hvort það væri hagur fyrir oss, að íslands ráðgjafinn geti ekki mætt í ríkisráðinu sökum þeirra sameig- inlegu mála, t. d. þegar ræddir eru tollsamniug- ar og verzlunarsamningar milli Danmerkur og annara ríkja. Þá á íslandsráðgjafinn einmitt að gæta vorra hagsmuna þannig, að ekki séu lagð- ir otháir innflutningstollar i Danmörku á vörur FJALLKONAN. þeirra landa, er vér höfum mest viðskifti við, og vér gjöldum þess aftur á vörum þeim, sem fluttar eru héðan til þeirra landa, er verða að sæta háum innflutningstolli í Danmörku á af- urðam sínum. Ríkisráðssetu ráðgjafans má því skoða frá mörgum hiiðum. Það er vafasamt, hvort henni verður breytt án grundvallariagabreytingar í Danmörku. Sé svo, að hún sé óheimil í sér- málum vorum, samkvæmt stjórnarskránni, þyrfti ekki stjórnarskrárbreytiagu til að fá hana numda brott. Aftur á móti þurfum vér að hafa ráðgjafann í rikisráðinu til að gæta hags vors i hinum sameiginlegu málum. Þrátt fyrir þetta má þó álykta, að stjórnar- skrárbreyting sú, sem nú er á stokkunum, snerti alls ekkert þetta efni og ég hika ekki við að fullyrða, að hver og einn skynberandi maður verði að játa, að það sé á alls engum rökum bygt, að hún verði til þess að „lögfesta ráðgjaf- ann í rikisráðinu“. Þá er „gimsteinnninn“ í 61. gr. stjórnar- skrárinnar. Ég hefi jafnan álitið, að „gimsteinninn“ væri öllu heldur í 28. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem ákveðið er, að báðar þingdeildir megi ganga í eina málstofu til að útkljá þau mál, er þær hafa ekki komið sér saman um á annan hátt. Hver er þá „gimsteinn“ 61. gr. stjórnar- skrárinnar ? 2. málsgrein 61. gr. hljóðar núþannig: „Nái uppástungur um breyting á stjórnarskránni samþykki beggja þingdeildanna, skal leysa al- þingi þá upp þegar og stofna til almennra kosninga af nýju“. í sambandi við þessa máls- grein er 8. gr., sem ákveður, að konungur geti leyst upp þingið, en þá verði að stofna til nýrra kosninga áður tveir mánuðir sé liðnir frá því þingið var leyst upp og þingið komi saman árið eftir. Af orðunum í 61. gr., að al- þingi skuli leyst upp þegar, er það hefir sam- þykt frumvarp um stjórnarskrárbreyting, leiðir, að aukaþing verður að halda árið eftir. Sam- kvæmt 6. gr. stjórnarskrárinnar ræður konung- ur því, hversu lengi aukaþingið standi, og í þau tvö skifti, sem aukaþingi hefir verið haldið, 1886 og 1894, hefir það aðeins verið fjórar vikur, og er auðsætt, að það muni ekki verða lengra framvegis, viljí stjórnin ekki styðja þau mál, er það hefir meðfexðís. Samkvæmt 25. gr. stjórnarskrárinnar og 4. gr. frumvarpsins 1899 á að Ieggja frumvarp til fjárlaga fyrir tveggja ára tímabil sera í hönd fer. Aukaþingið getur því ekki haft fjármál til meðferðar þar sem fjárlög eru sam- þykt fram til næsta nýárs eftir næsta reglu- legt alþingi. Aukaþingin standa auk þess svo stuttan tíma, að þcim er ómögulegt að gera neitt við fjárlög, svo í nokkuru lagi fari, og það þing verður oftast nokkuð þýðingarlítið, sem ekki hefir að fjalla um nein íjármál. Það ber ekki oft við, að aukaþing það, sem kallað yrði saman sökum breytingar á stjórnarskránni, hefði auk hennar meðferðis jafn-þýðingarmikið frumvarp og aukaþiugið 1894, um bannið gegn botnvöipuveiðum í landhelgi, og það er ekki ólíklegt, að stjórnin hefði einmitt kallaðþíngið saman til aukaþings það ár sökum botnverp- inganna, þótt ekkert stjórnarskrárírumvarp hefði legið fyrir — Yilji þjóðin fá þing á hverju ári, sem ekki mun ástæða til að svo stöddu, er og miklu nær, að fá þá breytingu á 5. gr. og 25. gr. stjórnarskrárinnar, að reglu- legt alþingí sé haldið árlega og frumvarp til fjárlaga til eins árs sé lagt fyrir hvert reglu- legt alþingi, heldur en að samþykkja stjórnar- skrárbreytingu að eins til þess að fá aukaþing. Fjögra vikna aukaþing er líka svo stuttur tími, að því getur naumast orðið neitt verulegt að verki, og sé ástæða til að kvarta yfir hroðvirkni á reglulegum þingum, er því fremur ástæða til að óttast hana á aukaþingunum. Ferðakostn- aður þingmanna til aukaþings og frá er einnig eins mikill og til aðalþings, þótt þingsetan sjáit I verði kostnaðarminni. Aukaþingið hlýtur því hlutfallslega að verða miklu dýrara en reglu- legt þing, þótt aðeins sé mið&ð við þiugsetu- tímann, en ekki tekið tillit til afkastanna eða hvernig störf þess verða af hendi leyst. Nú fer 6. gr. stjórnarskrárffumvarpsins frá 1899 fram á, að á eftir orðunum: „beggja þiag- deildanna" í 61. gr. stjórnarskrárinnar sé bætt orðunum: „og vilji stjórnin styðja málið“, eða að þó alþingi hafi s&mþykt stjórnarskrárbreyt- ingu, skuli því aðeins skylt aö leysa upp þing- ið, efna til nýrra þingkosnÍDga af nýju og kalla saman gukaþing, að stjórnin vilji fallast á stjórnarskrárbreytingu þá, sem um er að ræða. Þetta er að glata „gimsteiniuum“. í „Fjallkonunni“ voru nýlega færð rök að því, að orðin: „og vilji stjórnin styðja málið“, hefðu fallið í burt sem prentvilla í síðustu stjórnarskrárfrumvörpunum, sem ráðgjafaþingið (Jón Sigurðsson eldri og Benedikt Sveins- son o. fl.) hafði haft til meðferðar, og sökum þess mundi 61. gr. stjórnarskrárinnar hafa orðið þannig orðuð eem húa er nú. Þetta styrkir auðvitað þá skoðan, að ekki sé hætta á ferðum, þótt þessum orðum væri nú aftur bætt inn í stjórnarskrána. Þó er elcki ástæða til að láta sér nægja þetta eitt. Höfuðatriðið er hvort 61. gr. er betri í raun og veru fyrir oss eins og hún er orðuð nú, eða eins og hún yrði, ef orðunum yrði bætt inn. Knýr það stjórnina til að slaka til, að þingið getur komið af stað þingrofi með því, að samþykkja breytingar á 'stjórnarskránni? og flýta þau þingrof fyrir því, að stjórnarskrár- breyting þeirri verði sint, sem þingið vill fá fram? Ekki benda aukaþingin 1886 og 1894 í þá átt, að þau hafi á nokkurn hátt stuðlað til þess, að stjórnin slaki til. í bæði skiftin vildi hún ekki styðja stjóraarskrárbreytinguna, en aukaþingið varð hún að láta halda samkvæmt stjórnarskránni. Þingið er því veikara fyrir þess oftar sem það er leyst upp, og þinglausnir þær, sem stjórnin Iætur íramkvæma að sjálf- ráðn, eru og alment til þess gerðar, að afla stjórninni meira fylgi. Það er því hreint og beint viðsjávert fyrir þingið sjálft, að stuðla til þingrofa, nema það eigi vissu fyrir því, að það beri töluverðar umbætur úr býtum. Færi kon- ungur að leysa npp þingið aftur og aftur mund- um vér fljótt sannfærast um, að þingið á ekki að stuðla til þingrofs, og það á ekki að vera leyfilegt fyrir stjórnina, að beita þingrofi eftir 61. gr. stjórnarskrárinnar, nema því að eins, að hún vilji styðja stjórnarskrárbreytingarfrumvarp það, er þingið hefir samþykt. Ákvæðið í 14, gr. stjórnarskrárinnar um, að hinir konungkjörnu sitji út 6 ára tímabilið, þó þingið sé leyst upp, benda og í þá átt, að þeim flokknum er ekki ætlað að veikjast vegna þing- rofanna. Tökum dálítið dæmi: Maður kemur að sterkri hurð að luktum dyrum. Hurðin er með tveim- ur læsingum og sterkri járnslá að innanverðu. Aðkomumaður hefir Iykilinn að annari skránni og lýkur henni upp. Sá sem er inni í her- berginu er þá skyldur til, að rétta aðkomu- rcanni hinn lykilinn út um gat á hurðinni, en slána þarf hann ekki að draga frá fyrr en hon- um sjálfum sýuist. Stendur nú aðkomuraaður- inn nokkru nær með að komast inn, þó hann hafi lokið upp báðum skránum? í 8tjórnarskrármálinu stendur nokkuð líkt á. Fyrri lykillinn er iíkt og þingið, sem samþykk- ir stjórnarskrárbreytinguna. Stjórnin er líkt og maðurinn sem er inni íyrir. Hún er skyld til að athenda þjóðinni hinn lykilinn o: leysa upp þingið og kveðja til þings af nýju, en hún er enganveginn skyld til að taka slagbrandinn frá að innanverðu, styðja málið, og þjóðin stendur öldungis jafn-illa að vígi og áður, að því er úrslitin snertir, hversu oft sem þingið samþykkir stjórnarskrárbreytinguna, sé stjórn- in andstæð þeirri breytingu. Að hverju gagni kemur þá 61. gr. stjórnar- skrárinnar, eins og hún er orðuð nú?

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.