Fjallkonan - 27.10.1900, Blaðsíða 3
FJALLKÍONIAN.;
3
Ég þykist hafa sýnt fram á, að hún stuðli
alls ekki að því, að greiða fyrir framgangi
voram í stiórnarskrárbaráttunni, því stjórnin
muni jafnt neita þeim stjórnarskrárbreytingum,
sem tvö þing samþykkja hvort eftir annað, eins
og eitt væri, meðan hún heflr ekki fengist til
að álíta breytinguna gerlega. Ákvæði 61. gr.
má beita af þingsins hálfu til að veikja þingið,
en ekki tii hins gagnstæða.
Þó fetta sumir fingur út í, að stjórnin vilji
breytingu á 61. gr. Hún muni því sjá sér
hag af breytingúnni. Þar muni liggja fiskur
undir steini.
Þetta liggur einmitt í því, að 61. gr. er með
formgalla, sem stjórnin vill afnema úr því
hreyft er við stjórnarskránni. Það þekkja víst
allir, hve afarmikla þýðingu stjórnarvöldin leggja
í „formið", jafnvel í þýðingarlitlum smáatriðum.
Þá má nærri geta, hvaða þýðingu stjórnin muni
leggja í slík missmíði á sjálfri stjórnarskránni.
Grundvallarlög Dana hafa sama ákvæðið og
hin fyrirhugaða 61. gr. stjórnarskrár vorrar.
Þetta er önnur orsökin til, að stjórnin vill
breytinguna.
Orðið „gimsteinn“ hefir þá æði-Iitla þýðingu
um 61. gr. stjórnarskrárínnar. Ég þykist hafa
sýnt, að það er að eins stórt, óheppilegt orð.
Makt myrkranna.
Eftir
Bram Stoker.
(Framh.)
Margt er talað um dáieiðslu — eg hefi sjálf-
ur aldrei reynt að láta dáleiða mig, en í mál-
flutningastörfum mínum hefi eg oftar en einusinni
orðið þess var, að misverknaður hefir verið
kendur dáleiðslu. Ég hefi alt aí álitið, að
þessi dáleiðsla, sem kölluð er, sé ekki annað
en skortur á siðferðisþreki eða vilja. Ég hefi
aldrei viljað kannast við, að neitt væri
eftir því farandi í málaferlum; ef lagamenn
færi að halda því fram, gæti það orðið til þess,
að rugla alveg réttarmeðvitund manna og sjálfs-
ábyrgð. En það væri þægilegtj fyrir alla
breyska menn, ef þeir á þann hátt gætu skotið
skuld sinni á náungann, sem þeir hefðu ekki
getað móti staðið. — Það mundi verða til þess
að mannfélagið færi alt um koil. — Því þótt
eg hafi orðið að kenna á því, að vilji minn
hefir orðið að bráðna eins og vax fyrir áhrifum
annars, verða alveg máttlaus og að engu, þá
finn ég og veit, að það er alt mér að kenna.
Væri sál mín hreinni og vilji minn til hins
góða sterkari og harðnaðri í bardaganum, mundi
ég ekki suðveldlega láta undan fyrir einhverju,
sem eg veit ekki hvað er — sem ég ekki einu-
sinni get hugtekið með heilbrigðri skynsemi.
Hún beygði sig yfir mig og ég fann hvern-
ig augu hennar leituðu eftir insta eðli mínn,
sjálfstæði mínu og öllum andlegum krafti mín-
um; ég fann það, þótt ég gæti þá ekki gert
mér grein fyrir því. Ég hallaðist aftur í stólinn
og horfði á hana. Ljósbirtuna bar á rúbíns-
hjartað á brjósti hennar og mér fanst sem blóð
rynni úr því.------Var ég sofandi?--------Ég
sá að eins geislann í augum hennar--------og
þó sé ég nú fullgreinilega, að brjóst hennar
var bióði drifið og man hversu mig hrylti við
því. Það sem á eftir fór man ég ekki betur
en það væri draumur, þar sem sannleikur og
óveruleiki renna saman. Hún hneig ofan á
hnéð á mér — ég fann hennar mjúklega lík-
ama í faðmi mínum og fann, að hún vafði
handleggjunum utan um mig svo fast, að ég
ætlaði varla að geta náð andanum, og enn þá
fann ég, hvernig hún þrýsti vörunum að hálsi
mér með löngum titrandi kossi. Það var eins
og ég bráðnaði upp og vissi varla af mér, og
tími og rúm yrði að engu.-------En svo þótti
mér sem ég vaknaði við að ég kendi sárt til,
og að hún hvíslaði í ákefð að mér: „Taktu
burtu krossinn — krossinn — mér fellur hann
illa — taktu hann burtu“.
Eg þóttist þá vits, að hún mundi eiga við
krossmarkið, sem hékk við talnabandið, sem ég
bar á hálsinunr — en þá var sem einhver innri
kraftur í mér ri*i upp á móti því, sem ég get
með engu móti gert grein fyrir. Því sjálfur
legg ég engan átrún&ð á dauða hluti, hvorki
krossa né annað, og ég er svo sannlúterskur,
að ég get ekki eiguað krossinum yfirnáttúrleg-
an krsft, eins og rammkatólskt fólk gerir. En
satt að segja veit ég ekki hvað til kom, að ég
hlýddi henni ekki — en það var eins og því
væri hvíslað að mér, að ég skyldi engan ganm
gefa að orðum hennar. Ég vaknaði eins og af
móki, og það var þvi lík&st sem eitthvert ó-
sýnilegt band slitnaði af mér. Mér fanst hún
þá spretta upp eins og fjöður, og horfa sem
snöggvast framan í mig með hótunarsvip. Síð
an rétti hún handleggiuu yfir höfuðið á mér,
og lét hann síðan smámsaman síga niðar og
starði á mig á meðan. Jafnframt þokaðist hún
fram að dyrunum, en ég etóð eftir sem steini
Jostinn og tók ekki eftir því, hvert hún fór,
þótt mig Iangaði til að vita það.
Og síðan finst mér sem hún sé stöðugt í
kringum mig, og þótt ég finni glögt til þess,
hve ég er þreklaus og finni til hrylliugs, þegar
ég hugsa til hennar, getégþóekkilosað migúr þeira
böndum, sem hún hefir vafið mig — þessum ósýni-
leguþráðum, sem ég hefi orðið var við að spunnir
hafa verið utan um mig síðan ég kom hingað
— upphaflega örsmáir og léttir eins og köngur-
lóarvefir, og síðan sterkari og sterkari, svo að
við liggur, að þeir kyrki mig.
Ég hefi séð hana tvisvar sinnum síðan. í
annað skiftið í rökkrinu, eins og í fyrsta sinni
þegar ég sá hana; þá stóð ég við gluggann í
lessalnum og horfði út, en þegar ég leit við,
sá ég að hún stóð á baki mér, og ég vissi ekki
fyrri til, en hún hafði sveifl&ð handleggjunum
utan um mig, og ég fann að hún þrýsti kossi á
hálsinn á mér eins og fyrri. Hitt skiftið stóð
hún, hvít og spengileg, undir miðjum lampanum
í áttstrenda herberginu, þegar ég lauk upp
dyrum mínum. Við horfðumst á, en ég var þá
nógu styrkur til að snúa við og skella hurðinni
í lás á milli okkar.
En vakandi og sofandi sveimar hún alt af
fyrir hugaraugum mínum, og ef ég gegndi þeirri
rödd, sem mér finst alt af tala til mín, mundi
ég leita hana uppi um alla höllina.
Það er að eins ein þrá í mér, sem er sterk-
ari; þráin að komast héðan í burtu, þó það
kosti líf mitt. En hvernig á ég að komast
héðan?
Portið er altaf læst og aðrar útidyr þekki
ég ekki. Greifinn hefir að vísu ekki gætur á
mér, en samt veit ég fyrir víst, að hann mundi
brátt komast að því, ef ég reyndi að fiýja. Það
er eins og hann veiti mér stöðugt athygli
hróðugur og hæðandi — — hann liirðir nú
varla um að draga dulur á það. Þegar hann
hefir talað við mig — því hann er alt af jafn-
iðinn &ð temja sér enskuna, — og ég er svo
utan við mig, að ég gleymi að svara honum,
þá þagnar hann og lítur á mig með þeim svip>
sem ég get að vísu ekki lýst, en skýtur mér
skelk í bringu. Ég er nær því sannfærður um,
að hann veit og skilur hvernig mér líður, og að
honum þykir vænt um það.
Oft hljóma í eyrum mér orðin, sem hann
sagði við mig fyrstu dagana, sem ég var hér,
þegar hann var að tala um frænku sína, sem
hanu sagði vera brjálaða. Ég man hve lymsku-
lega hann gaut þá augunum. Ætli ég sé
flæktur í snöru? Er hún geðveik — eða hvað
er hún? — Nei héðan verð ég að fara áður
en ég geng af vitinu.
(Frh.).
Sjálfsmorð. Guðmundur Jón Friðriksson,
húsmaður á Borg í Skötunrði vestra, skaut sig
6- okt. til bana. Hafði gengið ofan að sjó, og
tekið byssu úr bát hlaðna, sem annar maður
átti, og skaut svo, að hann var örendur á sama
augnabliki. Hann var kvongaður og lætur
eftir sig konu og tvö börn. „Hann var einkar
dagfarsgóður maður og glaðlyndur, og vel þokk-
aður af öllum seœ þektu hann, og vita menn
ógerla um tildrög þessa verknaðar“.
Isafjarðarsyslu, 20. okt. — Tíðarfar hefir
verið stórviðrasamt og illviðrasamt í haust, alt
af skifzt á kafaidshiíðar af suðri og bleytu-
veður af vestri. — 20. sept. gerði hér aftakarok
af norðvestri, sem gerði ýmsar skemdir bæði á
húsum og skipum, en engar stórskemdir, noma
á eimskipinu „SoIide“, som var óvátrygt.—Gest-
ur bóndi Guðmundsson í Arnardal, sem lenti
undir báti í’því veðri, er nú á góðum batavegi-
— Fisliilaust niá heita við Djúpið, enda hafa
fáir byrjað róðr?. Síld engin til beitu, og
smokkur sárlítill, svo að horfir til vandræða
hjá sjómönnum. Að vísu eru tvö frystihús með
síld, en hún þykir dýr á 45—50 krónur
tunnan, þegar engan drátt er að fá. — Hey-
skapur varð yfir höfuð ágætur, og víða ómuna-
munalega góður. — Garðrœkt varð góð á kar-
töflnm, lakari á rófum vegna hinna sífeldu
þurka. — Kjörfundur var haldinn á ísafirði 1.
sept. Það er knnnugt, hverir kosningu hlutu,
og er ekki um það að sakast, jafnvel þótt skoð-
anamunur kunni að verða hjá þeim, sem óvíst
er þó, því eftir því sem ráða má af ræðu Hann-
esar Hafsteins á fundinum, kvaðst hann vera
hlyntur valtýskunni, eða stjórnarskrárbreytingu
í þá átt, sem dr. Valtýr og helmingur þing-
manna hefir framfylgt, með smábreytingum, og
ámælislaust getur hann varla greitt atkvæði á
móti því frumvarpi. En um aðra frambjóðend-
ur auk Skúla var ekki að ræða. Allur þorri
kjósenda vildu hafna séra Sigurði fyrir það
sem hann hafði ritað um hina lægri stéttar
kjósendur sína. — — Flestir úr Grunnavíkur
og Sléttuhreppum mættu með prentaða seðla,
með nöfnum Hannesar og séra Þorvaldar, og
var því fleygt, að einhverir hefðu verið að
tala um, hverju hann Sigurður á Hesteyri
mundi nú svara sér út á svona seðil.
Dáinn hér í bænum 26. þ. m. Eyþör kaupm.
Felixsson, hniginn að aldri. Hann hafði haft
verzlun hér í bænum yfir 20 ár, og blómgvaðist
verzlun hanns lengi vel, en fór síðari áriu
hnignandi, eins og hjá mörgum öðrum, svo að
hann varð að hætta. Hann var upphaflega
bóndiogum nokkur ár vesturlandspóstur; var
járnduglegur maður og harður, en bezti dreng-
ur að mörgu leyti og vinur vina sinna. Síð-
ustu árin var hann mjög þrotinn að heilsu.
14. þ. m. iézt hér í bænum Eiríkur ólafsson
frá Brúnum, 69 ára, sem mjög margir kann-
ast við. Hann bjó lengst að Brúnum undir
EyjafjöIIum, síðan á Ártúni og í Reykjavík, en
fluttist síðan (fyrir um 20 árnm) til Ameríku
(Utah), og gerðist þar mormónskur kennimað-
ur („stumpara-prestur", sagði hann). Meðan
hann bjó á Brúnum varð hann nafnkunnur fyr-
ir ferð sína til Kaupmannahafnar að finna kóng-
inn og hestinn hans, sem Eiríkur hafði selt
honum 1874. Um þá ferð samdi hann ferða-
sögu, sem er mjög einkennileg; aðra ferðasögu
samdi hann um Ameríkuferð sína og auk þess
eru prentuð eftir hann ýms smárit, einkum
um trúarefni (mormónsk); hafði hann þó kast-
að þeirri trú, er hann fór hingað heira frá
Ameríku. Rit hans sýna, að hann hefir haft
góða greind, og eftirtekt á mörgu, en ment-
unarsnauður var hann mjög. Orðfærið er gott
á ritum hans, þó innan um komi orðskrípi.
Eftir það hann heimsótti kónginu, skrifaðist
hann á við Valdemar prins, og vóru það bréfs-
efnin, að spyrja um, hvernig hestinum liði.
Uppfunding. Þýzkur maður hefir að sögn
fundið útbúnað til að hagnýta aflið i sjávar-
öldunum til vélahreyfinga á landi uppi. Ýmsir