Fjallkonan - 27.10.1900, Blaðsíða 4
4
FJALLKONAN.
vísindamenn hafa Iengi brotið heilann um það,
og hefir þótt það mjög mikilsvert, því þar er
fengin óþrjótandi og afar ódýr aflslind. Gera
menn sér vonir um stórkostleg not af þessari
uppfunduing.
Frá Transvaal. Danski konsúllinn í Jó-
hannesborg, sem hefir verið nýlega í Kaup-
mannahöfn, hefir í dönskum blöðum skýrt frá
högum manna þar, og lætur illa yfir. Hann
kveður óvíst um, hvort ófriðnum muni brátt
lokið. Þegar friður sé á kominn muni verða
að stjórna landinu með hervaldi fyrst um sinn
Fjöldi manna hefir flúið úr Transvaal meðan á
ófriðnum stóð og hafast þar við, þar til hon-
um er lokið. Þá mun einnig fjöldi útlendinga
flytja til Transvaal, og eflaust mun líka mjög
margt af enska hernum setjast þar að fyrir
fult og alt.
Alþjóða-fiskiraimsóknir. Þess var getið í
Fjallk. í hnust, að það stæði til að fundur yrði
haldinn í Kristjaníu til þess &ð ræða um fiski-
rannsóknir á hafi úti, sem ýmsar þjóðir yrði í
samvinnu um, og er ráðgert að fari fram í
fimm ár.
Fundinn átti að halda 15. okt. í Kristjaníu,
og áttu þar að koma saman fulltrúar frá Sví-
þjóð, Danmörkn, Þýzkalandi, Hollandi, Rúss-
landi og jafnvel Englandi og Beigíu til þess að
ræða um það hvernig rannsóknunum skal haga
og hvar aðalstöð stjórnarinnar á að vera. Eng-
lendingar einir hafa verið tregir til að vera í
þessum félagsskap; þeir hugsa oftast meira um
sjálfa sig en gagn alls mannkynsins.
Baðmullariðnaðurinii. Baðmull hefir hækk-
að stórkostlega í verði þetta ár, og er meira en
helmingi dýrari en í fyrra. Yita menn engin
dæmi til slikrar verðhækkunar. Búist er við,
ið verðið lækki lítið eitt, en naumlega svo
miklu muni fyrst um sinn. Margar baðmullar-
verksmiðjur hafa orðið að hætta störfum sínum
bæði á Norðurlöndum og Englandi og víðar.
Menn kynnu nú að ímynda sér, að verðhækk-
un á baðmull yrði til þess að ull hækkaði í
verði, en ekki hefir þó enn orðið sú raunin á.
Framan af árinu var útlit fyrir, að ull yrði í
háu verði, en hún hefir síðan lækkað í verði.
Þetta getur þó breyzt bráðlega.
Fellibylurinn í Texas 8. sept. gerði voða-
tjón, og er sagt að um 10 þús. manna hafifar-
ist. Mest varð tjónið í Galveston, bæ með 40000
íbúa, og er talið að þar hafi farist 5000 manns
Bærinn er á ey við ströndina. SjórinU gekk
svo hátt, að öldurnar skoluðu mörgum húsum
burtu með fólkinu. Flóðið var hvergi grynnra
en 2 álnir og víða um 5 álnir. Þegar veðrinu
slotaði, lágu lík unnvörpum um allar götur, og
upp á ströndinni lágu líkin í dyngjum, sem
höfðu rekið af sjónum. Það sem mest reið á
var þá að hjálpa særðum og veikum mönnum
og grafa dauða menn. En það var hvorugt
hægðarleikur. Fréttaþráðarsambandið var slitið,
svo að seint gekk að ná í læknana.
Á eftir óveðrinu kom ofsa hiti og varð þá
svo mikil fýla af mannabúkum og hesta búk-
um og múlasna, að ekki þótti vært í borginni.
Skipuðu þá læknarnir öllum að fara úr bænum
sem gætu, því búist var við að drepsótt gysi
upp, en líkum og hræum skyldi fleygja í sjó-
inn, en sumstaðar, því safnað saman í húsatóft-
um og alt síðan brent til ösku.
Forseti Bandaríkjanna lét þegar senda vistir
og tjöld, og annað sem hafa þurfti til að bjarga
fólkinu.
Fjölment er af blámönnum í borginni, og heflr
ekki tekist að siða þá þar, fremur en víða
annarsstaðar. Fara Ijótar sögur af ránum
þeirra og ódáðum meðan á mestu bágindunum
stóð.
Þeir drógu saman flokk mikinn til þess að
ræna líkin; fóru inn í hvert bús sem fyrir varð,
og rændu öllu sem þeim þótti nokkurs vert.
Lögreglustjórnin gat ekki ráðið við neitt, og
varð að senda eftir herliði. Bærinn var iýstur
í umsát og birt á strætunum, að líkrán og ann-
ar ránskapur varðaði lífláti. En blámenn héldu
áfram uppteknum hætti; tóku nú að ræna alla
vínsölustaði og vórn stöðugt ölvaðir. Á þessu
gekk þar til óaldarflokkurinn var allur skotinn
niður, og varð þar engum rannsóknum né regl-
um við komið, svo að svo er að sjá á blöðun-
um sem bæði saklausir menn og sekir hafi
fallið fyrir vopnum herliðsins.
H.oylijavílt.
Læknaskólinn. Þar eru nfi 18 stúdentar:
1. Sigurður Pálsson (frá Dæli) (kom á skólann 1895).
2. Andrés Fjeldsteð (frá Hvítárvöllum).
3. Ingólfur Gíslason (frá Þverá).
4. Jónas Kristjánsson (frá Grenjaðarstað).
5. Þorbjörn Þórðarson (frá Hálsi).
6. Þórður Pálsson (frá Gaulverjabæ).
(2.-6. komu í skólann 1896).
7. Sigurjón Jónsson (frá Klömbrum) (kom í skólann 1897).
8. Jóhannes Jóhannesson (fir Beykjavík).
9. Þorvaldur Pálsson (fir Reykjavík).
(8—9 komu í skólann 1898).
10. Jón Rósenkranz (fir Reykjavík).
11. Kristján Sigurðsson (úr Árnessýslu).
(10.—11. komu í skólann 1899)
12. Helgi Pétursson kand. mag. (úr Reykjavík).
13. Hendrik Erlendson (fir Reykjavík).
14. Matthías Einarsson (af Akureyri).
15. Jón Jónsson (frá Herríðarhóli).
16. Sigurmundur SigurðsBon (fir Reykjavík).
17. Eiríkur Kjerúlf (fir N-Mfilasýslu).
18. Valdemar Steffensen (fir Reykjavik).
(12—18. komu í skólann 1900).
Raflýsing Reykjavíkur hefir verið á dagskrá
í mörg ár, sem kunnugt er. Nfi hefir Eyjólfur Þorkels-
son úrsmiður boðið bæjarstjórninni sína farmgöngu í því
máli, en alveg er óvíst hvort því verður sint. Hann býðst
til að fitvega mann frá Þýzkalandi til að gera áætlanir
og gangast fyrir framkvæmdinni.
Sáttanefndarmann á að kjósa hér í bænum í
stað biskups, sem hefir sagt af sér þeim starfa. Hefir
bæjarstj. tilnefnt 5 menn, sem bæjarmenn eiga úr að
velja: Eirík Briem, H. Kr. Friðrikson, séra Jóhann Þor-
kelsson, Jón Magnússon landritaraog séra Þórhall Bjarna-
son.
Voveifleg slys. Annar maður hefir nfi fundist
dauður hér við bæinn í fjörunni vestarlega, Björn Jakobs-
son að nafni, hafði áður átt heima á Núpum í Ölfusi.
Baiikavaxtabréf þau, lii.jóð-
audi á 1000 kr., 500 kr. og 100
kr., sem geíin hafa verið út sam-
kvæmt lögum 12. janúar 1900,
um stofnun veðdeildar við Lands-
bankann í lieykjavík, fást keypt
á afgreiðslustofu bankana. — Árs-
vextir af verðbréfum þessum eru
4y2 af liundraði.
Landsbaakinn 28. október 1900.
Tryggvi Ounnarsson.
Dundas-prj ónavélar
frá Ameriku
eru nfi til framboðs héi á landi til kaup-
manna og annara.
Kosta 50 krónur.
Þær eru einfaldar^ og einkar hentugar
fyrir alment brúk, og þær einu sem eru í al-
mennu brfiki meðal íslendinga í Canada.
Aðalumboðsmaður fyrir ísland er:
S. B. Jónsson,
Dunkárbakka í Dalasýslu.
Útsölumenn vantar enn marga að þessum
vélum. En þær verða bráðum til sölu eða
framboðs hjá þessum mönnum:
Kaupm. Hr. Jón Þórðarson, Reykjavik.
-----— Jóh. Kr. Jónsson, Seyðisfirði.
-----— Jakob Gíslason, Akureyri.
--------- pr, & m. Kristjánsson, Akureyri.
-----— Sæm. Halldórsson, Stykkish.
-----— Á. Sveinssen, ísafirði.
Bfifr. Ól. Ólafsson, Rangárvallasýslu.
Skrifið eftir söluskilmálum til umboðsm.
og frekari skýringum til:
S. B. Jónssonar,
Dunkárbakka í Dalasýslu.
Skrifborð óskast til leigu.*
Stofuborð óskast til leigu.*
FJALLKONAN 1901,
Nýir kaupendur að Fjallkonunni 1901 fá í kaupbæti:
Þrjú sérprentuð sögusöfn blaðsins í allstóru broti
yfir 200 bls., meðan þau hrökkva, með mjög mörg-
um skemtisögum.
Enn fremur einhvern eldri árgang blaðsins eftir
samkomulagi.
Ekkert íslenzkt blað býður þvílíka kosti.
Framhald verður á innlendum sögum, sem ekkert
annað blað getur boðið, með því að þær eru hvergi
til nema hjá útgefanda blaðsins.
Lýsing lleykjavíkur um aldamótin getur ekki kom-
ið fyrr en eftir nýár, vegna þess að enn vanta mynd-
ir, sem þeirri ritgerð eiga að fylgja.
Útlendar sögur verða og stöðugt í blaðinu.
Framhald verður af Alþingisrímunum eða kveð-
skap í svipuðum anda.
Fyrir 1 kr.
geta kaupendur nú fengið blaðið um hvern ársfjórð-
ung, með ýmsum hlunnindum, eftir samkomulagi.
Gamlar bækur.
Ég kaupi:
Allar gamlar bækur, bæði inn-
lendar og útlendar, sem eru prent-
aðar fyrir 1601 (að undanskildri Guð-
brands biblíu) fyrir afarhátt verð.
Allar íslenzkar bækur frá tíma-
bilinu 1601—1700 fyrir hátt verð.
AUflestar bækur frá tímabilinu
1700—1800. Þó kaupi ég ekki sum-
ar „guðsorðabækur“ frá Hólum frá
síðari hlut 18. aldar.
Allfiestar bækur frá Hrappsey.
Nálega allar prentaðar rímur (og
rímur frá Hrappsey fyrir hátt verð).
Allflestar bækur veraldlegs efnis
sem prentaðar eru í Reykjavík fram
að 1874.
Allflestar bækur sem Páll Sveins-
son gaf út í Kapmannahöfn.
Flestar bækur veraldlegs efnis sem
prentaðar eru á Akureyri fram að
1862.
Valdimar Ásmundsson.
(frnni-n 1111 ii) i i n. 111 i.y.i'i:i
Vottorð.
Hin síðustu sex ár hefi ég
þjáðst af alvarlegri geðveiki og
hefi ég reynt við henni ýms lyf
árangurslaust, þar til ég fyrir
5 vikum fór að brúka Kína-lífs-
elixír frá Waldemar Petersen
Frederikshavn, sem undir eins
veitti mér reglulegan svefn, og
þegar ég hafði brúkað 3 flöskur
af elixírnum fór mér verulega
að batna, og vona því að ég
verði alheíll ef ég held áfram
að brúka þetta iyf.
Staddur í Reykjavík.
Pétur Bjarnason.
frá Landakoti.
Það votta ég, að ofanrituð
skýrsla er af frjálsum vilja gefin
og að höfundur heunar er með
fullu ráði.
L. Pálsson,
prakt. læknir.
Kína-lífs.elixírinn fæst hjá
flestum kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að
fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru
kaupendur beðnir að líta vel eftir
því, að vFf' standi á flöskunum
í grænu lakki, og eins eftir hinu
skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Waldemar
Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn.
i ii 11111.i.i. 1111111111111111111 n i 111 ii i i 11..
Hægindastóll óskasttii íeigu *
Útgefandi: Vald. Ásmandarson.
Félagsp rent smið j an.