Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 19.11.1900, Blaðsíða 2
FJALLKONAN. ig af náttúrunni, &ð kjark og þol ogeinbeitt&n vilja þurfti til að búa þar. Landið í kringum Massachusetts-flóann v#r ekki frjósamt. Það var mjög fyrirhafnarmikið að rækta þar jörðina, og mikla alúð þurfti til að afla sér hinna nauð- syníegustu lífsþarfa. Loftslagið var ómilt, vet- urinn langur og harður, og frumbyggjar lands- ins voru harðar og herskár kynflokkur, sem landnámsmenn urðu að eiga mörg vopnaviðskifti við, áður en þeir fengu yfirráð yfir landinu. Þessi litli hópur fekk þó bráðum viðbót heim- an af Englandi og breiddist út úm alt New England. Það eru eftirkomendur þessara manna, sem kallaðir eru Yankeear (jankí-) og í þeim lifnaði og dafnaði hinn þjóðlegi kjarni Ameríku. Það vóru þeir, sem vóru lífið og sálin í frels- isstríðinu við England. Þeir hafa breiðst út frá Nýja Englandi um öll Bandaríkin, yfir Al- leghany-fjöllin, yfir slétturíkin og yfir Klettafjöll- in alt að Kyrrahafi, og þeir hafa haft þann kraft og yfirburði, að þeir hafa getað brætt sam- an í eina heild hina ólíku þjóðflokka úr öllum áttum heimsins, sem hafa flutt tii Ameríku. í Ameríku geta ekki einstakir stórbæir h&ft stórko8tleg áhrif á alt þjóðlífið sem í Evrópu, eins og t. d. París og Kaupmannahöfn. Þjóð- lífið þar er of stórfenglegt til þess, að nokkur stórborg geti orðið höfuðborg alls sambands- ins. Fremur mætti nefna margar stórborgir, sem hver er sem höfuðborg á sínu svæði, svo sem New York, Boston, Filadelfia, Chicago, St- Louis, San Francisco. Eu þar á móti má segja, að einn hluti af þjóðinni hafi svo mikil áhrif cð þau nái yfir öll Bandaríkin, og það eru Yank- eearnir. Það eru þeir sem stóðu fyrir frelsis- striðínu gegn Englandi og þrælastríðinu, hinum stærstu viðburðum í sögu Bandaríkjanna. Það er svo enn í dag, þegar einhver mikil áhuga- mál eða vandamái eru á dagskrá, að allir hlusta eftir því sem New Englands ríkin segja. Ná- iega allir helztu menn Ameríku eru þsðan komnir, svo sem skáldin W. C. Bryant (Massa- chusetts), Longfellow (Maine), Hawthorne, E- merton, Edgar Poe, Oliver Holmes (allir úr Mass.), sögumennirnir Parkmann, Prescott og Harriet Beecher Stowe (úr Connecticut); mestu stjóra- málamenn Ameríku James G. Blaine (Maíne) og D. Webster (New Hampshire), Horace Gree- ley (N. Hamph.). Hugvitsmenn svo sem Whit- ney (Conn.), El. Howe (Mass.), Cyrus W. Field (Mass.), Benjamin Franklín (Mass.). Hinir stórhuga Ameríku-kaupmenn eiga líka ætt sína að rekja til New Euglandsríkjanna, þessir spekú- lantar, sem ait sjá sér fært og iáta aldrei hug- fallast, hvort heldur sem þeir verzla með járn- brautir eða gamiar saumavélar. Kaupmaður frá Connecticut hafði söluvagn sinn tvískiftan; í öðru hvolfinu hafði hann kol, en ís í hinu. Þá var hann viss um, að fá ætíð viðskiftamenn. Og hvarvetna þar sem niðjar pílagrímafeðranna hafa farið, hafa þeir flutt með sér skóla, kenslu og lagaákvæði New Englands og virðingu „púr- itan^“ fyrir sunnudagshelginni. Flótti frá IUmm. Sænskur maður, sem Janek er nefndur og var í Búa-stríðinu, hefir skýrt frá því, hvernig houum tókst að flýja úr Transwaal og komast úr höndum Englendinga, sem höfðu náð honum á sitt vald. Hann hafði áður reynt að strjúks, en Eng- lendingar náðu honum þá aftur. Hann segir svo frá: „Eg kom til Pretóríu daginn áður en Eug- lendingar komu þangað. Eg lét sem minst, á mér bera og ætlaði að sæta færi að komast í burtu ef unt væri. Eg fekk leyfi hjá verk- fræðing einum, að fara með Hollendingum þeim er gerðir vóru landrækir til Hollands, af því að Englendiugar álitu, að þeir mundu vera meinsmenn þeirra. Eg hélt nú að alt væri um garð gert, og var búinn tii ferðar í tiltekinn tíma. En svo leið og beið, að ekki var farið af stað, af því að Búar vóru smámsaman að brjóta upp járnbrautirnar og hefta þar með sam- göngurnar. Meðan á þessu stóð, hafði enskur njósnari tekið eftir nafni mínu á n&fnaskrá hinna heimfar- andi Hollendinga, sem allir vóru járnbrautar- þjónar. — Einhverir höfðu líka komist eftir því, hvar eg bjó, og sett hermenn til að hafa gætur á mér. Þegar eg varð þess vís, hvað um var að vera, fór eg ekki heim aftur, en reyndi að kom- ast á burt, en ég sá ekkert færiá því, af því eg þoldi ekki að ríða; eg hafði meiðst í lifrinni, af þvi að hestur hafði slegið mig, og þoldi af því engan hristing. Eg komst þá að þeirri niðurstöðu, að réttast væri fyrir mig að lofa Englendingum að handtaka mig hvenær sem þeir vildu, og helzt sem allra fyrst. Eg ráfaði í 2 klst. um helztu götur borgar- innar, og var að bíða eftir því, að eiuhver kæmi og legði hendur á mig. Þessi von brást mér heldur ekki, því eg var tekiun þegar eg fór fram hjá aðaljárnbrautarskrifstofunni. Yið fórum nú til Bloemfontein og þar var mér varpað í ríkisfangelsið með „pólitiskum föng- um“. Þegar við fórum þaðan gleymdi yfirmað- urinn hvernig á högum mínum stóð og lét mig vera með hinum almennu föngum. — Eg not- aði mér þá tækifæri, vafði ullarflóka um hend- ur og handleggi og fleygði mér út um glugg- ann á vagnklefanum kl. */a3 aðfaranótt 5. júlí. Niðamyrkur var úti og enginn sá til mín. Eg hljóp nú eins og fætur toguðu og stefndi að bæ þeim sem Rhenosterkop er nefndur. Varð- raenn vóru settir við aliar brýr og vegamót, en af þeir höfðu ailir elda kveikta til þess að orna sér í vetrarnætur kuldanum, sem var napur mjög, sá eg þá langar langar leiðlr burt frá mér og átti því hægt með að sneiða hjá þeim. Þegaregfór hjá Nelsport, urðu varðmennirn- ir varir við mig og spurðu hver þar færi, en þegar eg svaraði engu, eítu þeir mig og skutu nokkurum skotum á eftir mér. Ekkert þeirra hitti mig. Þegar eg kom til Rhenosterkop hafði eg geng- ið 18 mílur. Eg kom mér þar undir eins í mjúkinn við yfirmanninn við járnbrautarstöðina, og tók hann mér báðum höndum og gaf mér bezta morgunverð, en eg sagði honum langa sögu um það, að eg væri að elta þjóf, sem hefði stolið frá mér reiðhjóli og ýmsa aðra neyðarlygi hafði eg þar á takteinum. í Durban, sem er borg við austurströndina, keypti eg mér einkenuisbúning og kvaðst eg vera enskur sjálfboðaliði, og hefði nú fengið heimfararleyfi. Af því allir Tommies (Tommy er auknefni á easku hermönnunum) höfðu að- gönguleyfi að kapphlaupunum, sem fóru þar frara, notaði eg mér þá dægrastytting. Þar varð eg að bíða í fjórtán daga eftir bátsferð norður með landi. Eg keypti mér farbréf til Chinde, sem er næsti bær í löndum Þjóðverja í austur-Afríku, því ekki var nnt að fá vega- biéf til landeignar Portugalsmanna. Farbréíið þurfti að fá hjá hinum enska yfirmanni, og þaul- spurði bann mig um alla hagi mína, hvaðan eg væri og hvert eg ætlaði að fara, og ætluðu þær spurn- ingar aldrei að hætta. Eg stóð vel fyrir máli mínu, laug í sífellu, og komst með sigri úr þeirri þraut. Siðan var vegabréf mitt innsigiað. Á því stóð þó að eg mætti ekki fara í land í landeign Portúgalsmanna — og varþaðgagns- iítið ákvæði, með því að skipshöfniuni á strand- ferðabátnum var ekki unt að hafa gætur á því, að menn færi ekki ofan í þá óteljandi smábáta, sem lögðust kringum hann á viðkomustöðunum. Á bátnum var enskur njósnari, og var eg hinn málhreyfasti við hann og atytti mér stund- ir með því að segja honum sögur af því, hve vel eg hefði skemt mér í Durban, og þótti hon- um meira en nóg um vaðalinn. Hann sór við alla Olympsguði, að eg skyldi ekki fá að komast í land í Loreuso Marques (tandi Portúgalsmanna), og eg sór við sama heilagleika að ef eg kæraist svo langt skyldi hvorki Þjóðverjar né Portugalsmenn hefta för mína*) — Þegar við vórum komnir á höfnina við Lorenso Marques, hljóp hann fram og aft- ur um skipið sem óður væri, og setti verði al- staðar, þar sem nokkur Iíkiudi vóru að flúið yrði af ekipinu. Eg sat makráður uppi á þil- fari, og horfði á hversu hann sveittist og kept- ist við. Miðskipa var smábátur við skipið með hárri siglu. Eg sat og beið þar til hann áttiaðfara í land, þá stökk eg fyrir borð á gufubátnum, náði í bátsigluna og rendi mér ofan i bátinn í sama vetfangi og þeir drógu upp seglið. Far- þegarnir á bátnum og menn úr landi, sem vissu hvernig í öllu lá, gerðu mikið gaman að þessu. Þegar njósnariun kom í laud, stóð eg á brygg- jnnni með hattinn í hendinni og glotti í kamp; þeir sem stóðu hjá, skellihlógu allir saman, og njósnarinn hefði eflaust sprungið af voazku, ef hann hefði ekki verið svo tröllaukinn og búk- sterkur. Nú er eg kominn heim og sit á skrifstofu minni. Frá Austurríki. F erðasögubrot eftir Helga Pétursson. III. Yér yfirgefum nú Yin um stundarsakir og förum yfir um ána til Korneuburg. Einkenni- legust af brúm þeim sem eru á Doná um þess- ar slóðir er hin svo nefnda „fljúgandi brú“; er það nokkurskonar sviflerja, sem straumurinn knýr fram eða aftur eftir því hvernig hún horf- ir við honum. Slíkar ferjur eru mjög ódýrar að tiltölu, og er ekki óliklegt að mætti nota þær sumstaðar hér á landi. Streymandi vatn hefir svipiík áhrif á hugann eins og sumar tegundir söngs eða skáldskapar, og sitja Korneuborgarar oít á bekkjum þeim sem „fegrnnarféiag“ [Verschönerungsverein] bæj- arins hefir látið setja hér og hvar fram með ánni, og horfa á hið breiða blikandi vatnsband, sem er á hraðri ferð austureftir. Að Doná sé blá, eins og jafnan er sagt um hana, fremur en önnur fijót, er engu sannara en flest af því sem er í hámælum haft. Er litur hennar talsvert svipaður því sem er á Hvítánum hér á landi. Stundum má sjá gufuskip, sem ösla með erfið- ismunum á móti strauminum, eða önnur sem berast hraðan undan straum á austurleið, en á Doná er þó ekki eins mikil sigling og t. a. m. á Elbe (Saxelfi), sem er þó svo miklu minna vatnsfall og kemur það m. a. af því, að Doná rerraur í Svaríahafið. Korneuburg er lítiil bær, ekki mikið stærri en Reykjavik, og segja sumir bæjarmenn að þar mundi þykja „þurleg seta“ ef ekki væri Vín svona nálægt, enda má svo heita, að brodd- arnir í Korneuburg séu með annan fótinn í Vín. Frá Korneuburg sér maður ýms fell og hæðir, og eru sumar þeirra krýndar af klaustr- um eða köstulum frá miðöldunum, og verður ef til vill minst á eitthvað af því siðar. Þar er turn afar-forn og merkilegur, dómstóll fyrir neðra-Austurríki og vinnustofnun fyrir fanga, sú stærsta sem til er i Austurríki, að því er mig minnir, og voru þar í vetur fram und- ir 1000 manns. Stofnun þessi er raunar eins og bær útaf fyrir sig, og er þar framleitt alt sem verður framleitt í Austurríki, svo að ekk- ert slíkt er þar keypt að. Eg fór einu sinni með embættismaDni í Korneuburg að skoða þessa scofnun og var þar ýmislegt merkilegt að sjá, Menn gera sér alt far um að kenna föngunum fyrst ýms almenn fræði, og svo ein- hve’rja iðn, sem þeir geti haft ofan af fyrir sér *) Enska stjórnin hefir eamið við þýzka gufubátafélag- ið am það að sleppa engum öðrum á land hjá Portugals- möinnum þar syðra en þeim sem hafa enskt vegabréf. /

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.