Fjallkonan - 08.12.1900, Side 2
2
FJALLKONAN.
en með því að rýna eftir þeim i bókum. Eg
get farið lengra: Höggnar eða steyptar mynd-
ir, málverk og teiknanir mestu iistamanna eru
lærdómsrikari en flestar bækur. Hichelangelo,
Tizian, Yelazquez og'Rembrandt hafa veitt mér
dýpri þekkingu á mannlífinu en heil bókasöfn.
Bækur verðum vér yfirleitt að skoða sem
fræði (teorí). Álíka og læknirinn getur ekki
lært visindi sín af bóklestri einum, en verður
að kynna sér sjúklingana sjálfa, eins getum vér
ekki lært af bókunum, nema vér lærum jafn-
framt af lífinu. Ef vér höfum ekki nokkura
þekkingu á mönnum, getum vér ekki einu sinni
haft gagn af skáldsögu. Yér erum þá ekki
færir að dæma um það, hvort hann sýnir réttar
eða rangar myndir af lífinu, eins og það er.
Þetta sést bezt á því, hvernig oft er dæmt
um góðar bækur. „Svona hugsar eða breytir
enginn maður“ — segja menn, sem þekkja að
eins fáa og hafa aldrei skiiið neitt af því sem
fram hefir farið í mönnunum í kringum þá.
Menn kalía bækur illa ritaðar og óeðlilegar, ef
þær eiga ekki við reynslusvið sjálfra þeirra.
En reynslusvið þeirra er í samanburði við mann-
líflð eins og gæsatjörn í samanburði við út-
hafið.
Við megum því ekki halda, að vér öðlumst
neinn visdóm með því að gleypa í okkur bæk-
ur. Til þess að skilja og eignast það brot af
vísdómi, sem í bókinni er fólgið, þarf maður að
hafa margt til brunns að bera.
Hins vegar verður þó að játa það, að bækur-
nar haía kosti íram yfir mennina.
Þær koma hugsununum á hreyfingu, en það
gera mennirnir sjaidan.
Þær þegja, ef þær eru ekki spurðar; menn-
irnir eru sjaldan svo varkárir. Er það ekki
venjulegt, að menn koma heim til okkar, sem
eru okkur til óþæginda og leiðinda? í vlnnu-
stofu minni standa 7—8000 bækur, sem eiu
mér aldrei til óþæginda, en oft til ánægju.
Þær eru sjaldan svo inuihaldslausar sem
mennirnir, sem stundum má segja um sem Goe-
the sagði: „Væru það bækur, þá vildi eg ekki
lesa þær“.
Ef menn vilja leyfa mér að segja blátt áfram,
þá eigum vér að lesa til þess að bæta við vora
eigin reynslu annara manna reynslu, sem oss
eru fremri að þekkingu. Vér eigum að lesa af
því, að vér fáum þá í vísindunum starf og rann-
sóknir heilla aldaþjappað saman og í hreinsaðri
mynd, og í hinum rituðu listaverkum er oss
sýnd einkennileg fegurð og menn, sem eiska
hið fagra, sem vér getum ekki lært að þekkja
á annan hátt. Lesturinn getur veitt oss skarp-
ari greind og gert oss hæfilegri að veita því
móttöku, sem mest er í varið.
Og þó lesturinn veiti oss ekkert annað en
saklausa dægrastytting, er það líka mikils vert
í leiðindum daglega lífsins og eftir tilbreytinga-
lausa áreynslu. Eintómur skemtilestur er held-
ur ekki metandi að engu — ef hann skemtir.
Nú mun margur segja: „Vér eigum að lesa
til þess að verða betri menn og benda síðan á
þær bækur, sem brýna það fyrir mönnum, frem-
ur en á aðrar bækur“. Menn halda því fram
að bókmentirnar eigi að vera siðbætandi. Eg
neita því ekki, að lestur geti betrað menn, en
það er mest undir því komið, hvernig iesið er,
og að þeirri spurningu’ er eg ekki kominn enn.
En reyndar er óhætt að segja, að ekkert í
heiminum betri menn minna en bækur þær og
ræður, sem til þess eru gerðar; ekkert hefir
leiðinlegri áhrif, þó ekki sé tekið tillit til, að
ekkert er jafnlangt fra allri list. Álíka og
ekki er unt að ala upp börnin með því að
sneypa þau stöðugt, svo er ekki heldur hægt
að ala menn upp með sífeldum prédikunum.
Dæmið sjálft getur stundum haft siðbætandi á-
hrif, ef mikið kveður að því. Og það eitt. En
siðkennandi bók er ekki dæmi. Allir þekkja
frá barnæsku þau boðorð, sem kenna að vera
ekki eigingjarn, Ijúga ekki, svíkja ekki og gera
ekki öðrum mein. Vér þekkjum þau svo vel
að þau hafa engin áhrif á oss, enda þó þau sé
sett fram í kvæði. Vér getum því ekki vænzt
þess, að rithöfundurinn vinni að betrun vorri;
það er honum ofætlun. Vér eigum að eins að
krefjast þess af honnm, að hann skrifi sam-
vizku8amlega og hafi hæfileika til að kenna
okkur eitthvað.
Og vér getum forðast þær bækur, sem vér
vitum að gera okkur að ónýtari möanum.
En þá erum vér komnir að annari spurning-
unni:
Hvað eigum við að lesa?
Hvað lesum vér? Blöð. Því verður ekki
neitað, að blaðalesturinn er orðinn öilam nauð-
synlegur á þessum tíma, og er oft til skemt-
unar. Hann færir okkur líka mjög fljótlega
og (stundum) áreiðanlega ýmsa þekkingu, sem
vér þurfum að fá, þó hún sé reyndar mjög
á dreif. Vór eirum engu, þegar við erum
komnir úr rúminu, nema vér þeytum undir
eins um alla Evrópu, Asíu, Afríku og Ame-
riku.------
Okkur þykir líka vænt um, að sjá vorar
eigin skoðanir á prenti, þó þær séu oft varla
annað en þeir hleypidómar, sem vér höfum
lært af náunganum; vór viljum fá þessar skoð-
anir skýrðar og varðar á prenti betur en vér
erum færir um sjálfir. Misendis lesendur mis-
endis blaða þarfnast líka daglegra skamta af
alls konar þvættingi og þvaðri um prívatlíf
manna, og eira ekki nema þeir sjái skammir
í biöðunum um þá menn,sem eru sjálfstæðir
í pólitík og öðru og hafa því ekki hylli múgs-
ins. Þetta er að minsta kosti skaplöstur Dana.
Þó Danir séu orðlagðir fyrir það, hve þeir eru
mikil góðmenni, eru þeir þó í aðra röndina
ótrúlega illkvitnir í smámunum. Á líkan hátt
og aðrar þjóðir skemta sór við nautaat, hana-
at og blóðnasir hnefleikamanna, hefir dansk-
ur lýður ánægju af alls konar persónulegum
ofsóknum og hneykslum, sem blöðin breiða
út.
Það er tvent, sem eg vil minna blaðales-
endur á: að þeir reyni að lesa eftirlætisblöð
sín með nokkuru gagnrýni, og að þeir láti sór
ekki svo nægja blaðalesturinn, að þeir lesi
ekkert annað.
Eg byrjaði á því að bera á móti því, að
nokkurar tilteknar bækur yrðu álitnar beztar
handa öllum.
Meðal bókanna er ein bók, sem jafnaðar-
lega er álitin bezt allra bóka til lesturs og
hverjum manni. Það er biblían. Fáar bæk-
ur sanna betur, að mannflokkurinn yfirleitt
kann ekki að lesa. G-amla testamentið, sem
kallað er, hefir að geyma alt sem til er af
fornhebreskum bókmentum á 800 ára bili,
ásamt nokkurum bókum á grísku. Þetta eru
rit, sem eru mjög misjöfn að gildi og afmjög
ólíkum uppruna; eins og þau eru komin okk-
ur í hendur, stafa þau frá afskriftum, sem
seint eru tilkomnar, textinn er oft afbakaður
og þar að auki misritaður af fjölda afskrifara;
þau eru eignuð höfundum, sem ekkieigaeinn
staf i þeim, og eru nær því öll torveld að
skilja, og þarf að hafa víðtæka sögulega þekk-
ingu til þess að geta lesið þau svo að ein-
hverju gagni só.
Samar af bókum Gumlatestamentisins, svo
sem rit þau sem kend eru við Jesaia, hafa að
geyma nokkuð af hinum ágætasta skáldskap
frá fornöldinni, sem til er; þar má og sjáum
hið hreinasta réttlætislögmál og æðstu trúar-
bragðalega fullkomnun, sem á þeim tíma (750
—500 árum fyrir Krist) var á jörðunni. Aðrar
bækur, svo sem Kroníku bækfirnar, eru safn
af fölsuðum frásögnum sögulegra atburða eft-
ir presta frá siðari tíma og einkisvirði.
Alt þetta er fengið í hendur alþýðu manna
i löndum prótestanta sem væri það sönn sálu-
bótarrit, og fjöldi manna hefir öldum saman
fundið andlegt fóður, ekki einungis í hinum
fögru og einkennilegu sögum, heldur í öðru
lakara, svo sem því, hver guðsmaður Davíð
konungur hafi verið, sem þó var morðingi og
föðurlandssvikari. Almenningur heldur að
hann hafi ort sálma, sem hann á ekki einn
staf í og lesarinn skilur heldur ekki helming-
inn af.
Þetta sannar ljósast, hvernig lestur þessara
rita villir hugsunarhátt manna.
En verði ekki þessi bók álitin góð lesning
öllum jafnt, hvað ætti þá að segja um hin
fornaldarritin? Á flestum efnuðum heimilum
eru „klassisku“ ritin, sem kölluð eru, höfð i
bókaskápnum. En þau eru þar reyndar mest
til prýðis, eru sjaldan eða aldrei lesin, og
menn hafa litla skemtun af að líta í þau, af
því það er að eins af hendingu, ef menn skilja
þau. Þessir fornu höfundar hafa ritað fyrir
hinar fyrri kynslóðir og er því venjulega ým-
islegt í ritum þeirra, sem hin upprennandi
kynslóð skilur ekki. Hún á að byrja á því að
lesa þær bækur sem ritaðar eru handa þeirri
kynslóð, sem nú lifir. Þær skilur æskulýður-
inn til hlftar, og síðan er vegurinn greiðari
til hinna miklu rithöfunda fornaldarinnar.
Klassisku ritin i bókaskápnum eru oft merki
um ósjálfstæði eigandans. Hann hefir tekið
það eftir öðrum, að fá sór þessi rit, sem hon-
um sjálfum þykir ekkert í varið.
(Niðurl. næst).
Úr ferðasögu.
I.
Það var komiu nótt, er skipið Isgði á stað,
veðrið var all-ískyggilegt, og leit útfyrirstorm
og stórsjó. Þetta útiit gerði mig hálf-órólegau,
enda hefi ég aldrei verið nein sjóhetja, og sízt
á mínum efri árum. Eg lagði mig því til
svefns og sofnaði von bráðara. Brátt vaknaði
eg þó aftur við einhvern gauragang; skipið valt
og ruggaði, og hætti mér þá að standa á sama.
Heyrði eg í þeim svifunum einhvern segja, að
við værum í „röstinni", og þótti mér þá engin
undur, þó ekki væri eins kyrlátt. Eg svaf svo
af um nóttina, draumlaust að kalia. Um morg-
uninn var komin blindþoka, og hélzt hún í tvo
daga, alla leið til Færeyja. Á Færeyjum varð
viðstaðan ekki löng, og miklu styttri en
eg hefði ákosið. — Eg fór ásamt fleirum í land
í Þórshöfn, höfuðbæ Færeyinga. Þar er ein-
kennileg húsaskipun og fátt af stórum húsum.
Færeyingar eru stiltir í framgöngu og eigi yfir-
lætismenn miklir. Færeysku stúlkurnar eru
margar laglegar, miklu laglegri en eg hafði bú-
ist við, og leizt mér furðu vel á sumar þeirra.
Meðal ann3ra hafði eg tal af kaupmanni úr ey-
junum og sagði hann mér ýmislegt um hagi
eyjaskeggja. Færeyingar eru, sem kunnugt er,
sjómenn góðir; eiga þeir um 60—70 þilskip, og
auk þess 2 eða 3 gufubáta. Landbúnaður er
þar eigi á háu stigi. Féð gengur úti sjálfala
að vetrinum; kemur sjaldan og oft aldrei í hús,
enda eru þau óvíða til. En á eyjunum er víða
gott ekjól, og þegar kaldast er hópar það sig
saman í einskonar tættur, sem gerðar eru fénu
til skjóls. Þessar tættur eða fjárborgir nefna
Færeyingar „ból“. Kýr er all-margar á eyjnn-
um, en hestar fáir. Búnaðarskóli er þar einn,
og stýrir honum Jóli. Patursson; hann er giftur
dóttur sómabóndans Eiríks á Karlsskála í Reyð-
arfirði.
H.
Það var seint um kveld, er skipið kom til
Leith. Fjöldi skipa lá þar úti fyrir; þau blésu
og hringdu í sífellu, og saman við það bland-
aðist gaul eimlestanna á landi. Hér verður
maður þess fijótt var, að líf og fjör er í öllu.
Um morguninn fór skipið inn í skipakvína (dokk-
ina), og var eg þá ekki seinn á mér að hlaupa
á land. Það sem eg nú fyrst rak augun í
voru stóru hestarnir, hinir svo nefndu skozku
kerruhestar, um og yfir 70 þuml. á hæð. Leith
er óásjálegur bær, húsin skuggaleg að utan, og
alt svart af kolareyk og sóti. En umferð
er þar mikil og óaflátanleg, vagnar og kerrur