Fjallkonan


Fjallkonan - 08.12.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.12.1900, Blaðsíða 3
FJALL’KONAN. 3 með hestum fyrir fara fram og aftur um göt- urnar, og verður maður vel að gæta sin, að vera ekki i vegi. Áföst við Leitk er Edinborg, höfuðbær Skotlands. Par er fagurt um að Iitast í góðu veðri, enda er bærinn víðfrægur fyrir sínar skrautlegu byggingar og breytilegt lands- lag. Stærsta og viðhafnarmesta gata í borg- inni er Princess Street; er hún jafnvel talia hin fegursta borgargata í heimi. Þar er ma*p;t að sjá, skrautleg hús, störfeldar auglýsing •, ýrasan fagran glysvarning, myndastyttur, kfííi- hús, hesta og vagna, fólk af öllu tægi o. s. frv. Þar ægir öilu saman, ungum og gömlum, ríkum og fátækum, ístrubelgjum og aumingjum, fínum hefðarmeyjum og gömlum kerlingum með körfur á höfði og handleggjum. Þar má sjá berfætt börn á hlaupum, blinda og fatalausa menn, er standa og sitja á afviknum stöðum og beiðast ölmusu. Yfirleitt er fólkið alvörulegt og áhyggjufult, en einkar viðfeldið og kurteist. Edinborg stendur á hæðum, og eru dalir á mill- um þeirra. — Þar er Edinburgk Castle; þessi hæð liggur í miðri borginni, og er um 4—500 fet á hæð. Önnur hæð er þar, sem nefnist Arthur Seat, og er hún um 800 fet á hæð. Milli kastalans og nýju Edinborgar er dalur vax- inn allskonar plöntu gróðri, og er það einhver hiun fegursti blettur í allri borginni. Meðfram Princess Street er myndastytta' Wellingtons hershöfðingja á hesti og i fullri stærð. Þar skamt frá er minnismerki Walter Scotts, og er það mjög risafengið. — í Edinborg eru um 150 kirkjur, og ef Leith er ts;3in með eru þær yfir 200. í flestum þessum kirkjum er messað þrisvar sinnum hvern sunnudag. Skotar eru kirkjuræknir mjög, og halda sunnudaginn strang- heilagan að ytra áliti, fara í kirkju og rækja allar helgar tíðir. Öll kaffihús og spilahús eru þá harðlokuð. Eu trú og kirkjurækni Skota er mjög blandin hræsni; þeir íara í kirkju af vana og til að sýnast. Biblían er þar á hveiju heimili, oft í mörgum útgáfum og í skraut- bandi; en hún er sjaldan lesin, en það gerir minst til. Þegar betur er aðgætt, ber stund- um við, að fallega biblían í bókaskápnum er að eins hulstur með letruðum kili, en engin bók. Þetta er þó ef til vili ekki algengt. Útsala Thorvaldsens-félagsins. Skýrsla frá félaginu. Eins og mörgum er kunnugt, gerði Thor- valdsensfélagið siðastliðið sumar dálitla til- raun til að koma á sölu á íslenzkum iðnaði. „Bazarinn“ eða útsalan byrjaði 1. júní, og voru þá að eins örfáir munir til sölu, en brátt kom það í ljós, að furðu mikið seldist af þeim munum, sem voru laglega tilbúnir og með sanngjörnu verði. Þegar það fór að fréttast að nokkuð seldist,- fjölgaði mununum óðum, og seldist i júní fyrir c. 400 kr., i júlí fyrir c. 1500 kr., í ágúst fyrir c. 800 kr. og eftir það til þessa dags fyrir c. 600 kr. Þettaeru að vísu ekki stórar upphæðir, en þó gekk sal- an betur en fólagið hafði gert sér von um. Silfursmíðar hafa gengið vel út, bæði gamlar og nýjar, einkum þó gamlar eða smíðaðar eft- ir gömlum mótum. Mikið hefir líka selzt af vetlingum, sokkum, ullarklútum og tvöföld- um og einföldum hyrnum, en komið hefir fyr- ir, að vetlingar og sokkar hafa verið illalag- aðir og það staðið þeim fyrir sölu. Karl- mannsfataefni, einlitt, mjúkt og þykt hefði mátt selja, ef til hefði verið; það litla, sem kom á „bazarinn“ af því tagi, seldist fijótt. Nokkuð hefir selzt af hvítum vaðmálum og öðrum vefnaði, svo sem glitábreiðum (áklæð- um), salúnsábreiðum og svuntudúk, sem þó hefir þótt heldur dýr; velvandaðar hannyrðir seljast nokkuð. Smíðisgripir úr tró og horni hafa fáir verið til, nema spænir og tóbaks- baukar, sem hafa selzt vel, hafi þeir verið vel gerðir. Dálítið af gömlum stokkum og ösk- um hefir komið á „bazarinn", einnig nokkuð af nýjum útskornum munum, og alt selzt nema fáeinir munir, sem voru of dýrir. Oft hefir það staðið fýrir sölu á vaðmálnm og dúkum, að eigandinn hefir áskilið, að selja ætti alt stykkið I einu. Verð á hvítum vaðmálum hefir verið 1 kr. 10 a. til 1 kr. 50 a. alin; karlmannsfataefni 1 kr. 60 a. til 2 kr. 50 a. alin; sokkar frá 1 kr. til 2 kr. 50 a., fingra- V9tlingar frá 1 kr. 25 a. til 2 kr. 75 a., belg- vetlingar frá 75 a. til 2 kr. 50 a., einfaldar hyrnur 3 til 5 kr., tvöfaldar hyrnur 5 til 8 kr. Nálægt 1000 munir hafa selzt á „bazar- anum“. Nú er i ráði að leigja betra húsnæði á fjöl- förnum stað, og gerir félagið sér von um að salan heldur aukist og mun gera sitt til að efla hana. Ákveðið er að halda útsölunni op- inni alt árið. Saltfisks verzlun. Úr Hafnarfirði er Fjallkonunni skrifað á þessa leið: í 44 tölubl. Fjallkonunnar, 10. f. m., er þess getið í grein, með fyrirsögn; „Saltfisksverzlun41, að hr. Ásgeir Sigurðsson hafi keypt í ár fisk fyrir 350,000 kr., og að þetta sé „hér um bil þeir einu peningar, sem fluzt hafi inn í landið á þessu ári, fyrir utan það, sem komið hefir fyrir hesta og fé, sem Vídaíín hefir keypt“. í tilefni þessa virðist vert að minnast á, að fiski- kaupmaður Mr. Ward kom hér til lands- ins seinast í marz þ. á. og fór héðan aftur seinast í júlí. Á þessu tímabili borgaði hann út hér á iaudi fyrir fisk og vinnu J? 4000 eða fullar 72,000 kr. Ank þess flytja hinar stærri verzlanir hér á landi margar þúsundir króna árlega, sem þær kaupa fyrir íslenzkar vörur. Sá rekspölur er kominn á, að allar aðal-vörur vorar má nú selja hér í landinu fyrir peninga, svo að hver, sem „framleiðir“, getur fengið peninga fyrir síaa framleiðslu, og það er á þann veg, sem vér eigum að afla oss fjár, en ekki með því að ofurselja fjárforræði vort og sjálfstæði í hendur útlendra prívat- manna. Frá útlöndum, Kússakeisari hefir legið í kvefi, og mundi það ekki verða veraldfleygt, ef aðrir ættu í hlut. - - Drotningin er ólétt, og býst nú keisarinn við að fá ríkiserfingja. Búar virðast vera einráðnir í því að gefast ekki upp. í ræðu, sem Wet hershöfðingi hélt við Waal-ána, kvað hann Búa yrðu að berjast þangað til börn þeirra væru orðin fullorðin og gætu tekið við vopnum af þeim. Krfiger gamla er mjög fagnað á Frakklandi. Seint gengur friðarsamningunum í Kína. Sendiherrar stórveldanna hafa nú fært niður kröfur sínar um dauðahegning þeirra, sem að uppreistinni hafa staðið, og láta koma í stað- inn hörðustu hegningarákvæði Kínverja, en þær hegningar ákveður Li-Hung-Chang eftir boði keisara. Eftir því verða prinsar þessir og höfðingjar í Kína að eins gerðir útlægir úr héruðum sínum eða af heimilum sínum, eða lækka í tign sinni, og er þvi þessi refsing að eins til málamynda. Þegar Þýzkalandskeisari var á ferð í Breslau nýlega, óð að honum kerling með öxi í hendi, þar sem hann ók í vagni sínum, og kastaði henni í hann. Hann sakaði ekki, en kerlingin var talin brjáluð. Stokkseyrarliöfn. Fyrir framkvæmdir Ólafs kaupmanns Árnasonar á Stokkseyri og Guð- mundar læknis Guðmundssonar á Stokkseyri, fyrrum í Laugardælum, var fenginn í haust norskur verkfræðingur (ingenieur), Jebe, frá Krístianiu til að skoða Stokkseyrarhöfn og gera áætlun um, hvað' viðunanleg aðgerð á henni mundi kosta. — Hann kvað það alls ekki ókleift verk að bæta höfnina, fyrst og fremst innsiglinguna með því að sprengja i burtu kletta, sem eru innarlega á innsigl- ingunni, og enu fremur stóran klett innan við sundið, s m Klofi heitir. Sömuleiðis þyrfti að dýpka rennu þá sem gengur frá ytri höfninni inn á innri höfnina. Ef vel væri, þyrfti einnig að dýpka alla innri höfn- ina, en það yrði óbær kostnaður fyrst um sinn. Að öðru leyti áleit hann, að kostnaðurinn við að gera höfnina viðunanlega væri viðráð- anlegur, og er því vonandi að framkvæmd verði úr þessu. Það er mjög áriðandi mál fyrir Árnesinga og Rangæinga, sem byggja frjósamasta hluta landsins og hljóta því að eiga góða framtíð fyrir höndum. — Stokks- eyri vantar ekki annað en höfnina til þess að vera bezt fallin til þess af náttúrunni að vera höfuðstaður landsins. Þar eru nú þegar um 600 íbúa. Þilskipaxítgerð að aukast. Auk þeirra 4 þilskipa, sem getið hefir verið að Björn kaup- maður Kristjánsson hefir keypt í Englandi, hefir verzlunin „Edinborg“, sem Ásg .kanpmaður Sig- urðsson veitir forstöðu, afráðið að kaupa í vet- ur 4—6 þilskip til fiskveiða hér, og hefir Krist- ján 8kipst. Bjarnason íarið til Englands að hafa eftirlit með skipakaupunum, en Asg. kaupmað- ur býður þeim sem ráðast á skip hans öll laun í peningum, sem sagt er að ekki fiafi verið venja útgerðarmanna hér. Landsbókavörður, hr. Hallgr. Melsted, hefir í sumar farið suður í lönd og er nýkominn bcim úr þeirri ferð. Hann kom við í Loadon, París, Turin, Yenezíu (Feneyjura), Vín, Dresden, Berlín, o. s. frv., og dvaldí sumstaðar nokkurn tíma. Hann lætur hið bezta yfir ferð sinni. Lausn frá embætti hefir fengið Þorvaldur héraðslæknir Jónsson á ísafirði. „Skálholt“ (kapt. Aasberg) kom hingað auka- ferð 5. þ. m.; fer aftur í dag. Dáinn 4. þ. mán. hér í bænum Eggert Magn- ússon Waage, fyrrurn kaupmaður, fæddur 20. nóv. 1824, sonarsonar Jóus Daníelssonar í stóru- Vogum, sem margar sögur fara af, og dóttur- sonur Eggerts prófasts í Reykholti, en Bogi í Hrappsey var langafi hans i móðurætt. Hann kom í Bessastaðaskóla 1846, en tók stúdents- próf úr Reykjavíkurskóla 1851. — Hann var barnakennari á ísafirði 1852.— Síðan sigldi hauu á verzlunarskóla í Kaupmannahöfn og fekk þar ágætan vitnisburð. — 1854 varð hann verzlun- arstjóri fyrir konsúl M. Smith hér í bæuum og stýrði þeirri verzlun til 1858. Síðan verzl- aði hann í nokkur ár fyrir eiginn reikning, og varð síðan bókhaldari hjá konsúl M. Smith og síðar hjá J. 0. V. yónssyni kaupmauni, er hélt áfram sömu verzlun þar til h^ann dó 1889. Fjárhaldsm. dómkirkjunnar var hann í 8 ár. Hann kvæntist 22. maí 1858 Kristínu Sig- urðardóttur, stúdents frá stóra-Hrauni. Þau eign- uðust 9 börn og lifa 3 þeirra: Sigurður kaup- maður, Jens cand phil. og Halla, öll í Reykjavik. Eggert Waage var raungóður maður og mjög vel látinn, fjörmaður og hvers manns hug- Ijúfi. — Jarðarförin íer fram 11. þ. mán. Dauðan mann rak á Rauðanesi á Mýrum í f. m.; haldið að það væri Guðmundur Björnsson, sem fórst af barónsbátnum. 'ÍM 1® g[ l*******±+**+ + + + + + + * + + + + ±±+ + + * + Hjá undirskrifuðum fæst allskonar reikn- * ings-eyðublöð stór og smá, uinslögog t bréfsefni áprentuð eftir því sem hver vill, sömuleiðis lukku-óska kort eftir nýjustu tízku með íslenzkri áprentun. JlcMdóz IpótdazAon.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.