Fjallkonan


Fjallkonan - 12.12.1900, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 12.12.1900, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. Og af því að þetta hugðarmál mitt átti sér þungamiðju; lét eg mér umhugað um allar þessar ræður, sem vóru þó um eíni, sem mér komu alls ekki við, og ekki einungis ræður hans, heldur ræður ílokksmanna hans og eink- um mótstöðumanna hans og óvina. Með þassu móti dróst að mér mikill kafli af stjórnarsögu Englands, sem annars hefði verið fjarri mér. Því: Ef þér verður umhugað um einhvern mann eða málefni, lesari góður, þá skal eg kenna þér ráðið. Söktu þér niður í höfund- inn og málefnið. Þú lærir margsinnis meira á því en að sökkva þér niður í þúsund mál- efni og menn. Viðfangsefnið teygist út fyrir augum þér, og þenur sig smámsaman yfir heilan sjóndeildarhring. En byrjaðu aldrei á sjóndeildarhringnum; það er sama og að horfa út í himinblámann. Þegar öllu er á botninn hvolft, er miklu minna komið undir, hvað lesið er, en að vel sé lesið. Þar með er þó ekki sagt, að ekki séu til ónýtar bækur, sem gagnslaust væri að lesa. Menn vara við hættulegum bókum, og stund- um eru þær bækur hættulegar, sem svo eru kallaðar. En hættulegar eru ekki þær bækur einar, sem reyna að vekja fýsnir ungra les- enda eða auka léttúð þeirra og leti, heldur og þær, sem gera mikið úr því eða dást að því, sem er einskisvert eða ómannlegt, eða breiða út hleypidóma og gera frjálslyndi og ffam- faraviðleitni tortryggilega. Gagnið og skaðsemina, hættuna og hættu- leysið verður þó að miða við hvernig á stend- ur. Bækur, sem gefa barnalegar og því vill- andi ímyndir af mannseðlinu (eins og t. d. hinir sögulegu rómanar Ingemanns), má ef til vill fá í hendur 10—12 ára börnum, án þess þau hafi ilt af því, en eldri börn er hætt við að slíkar bækur geri ónýtstri. Bækur, sem fullorðnir menn hafa ekkert gagn af að lesa, geta verið skemtandi og gagnlegar fyrir börn. Á sama hátt eru til margar bækur, sem lýsa löstum og ástríðum, án þess að það sé gert í illum tilgangi, og væri rangt að leyfa unglingum að lesa þær, en þær geta eigi að síður verið hæfar fyrir þroskaðri menn og sterkari á svellinu, og eru því ísínugildi. Leiðinlegar bækur eru nær því jafnillar og skaðlegar bækur, og það er hjátrú að virða nokkurs þá alvöru og þann lærdóm, sem okk- ur finst leiðinlegur. Leiðinlegar bækur fæla lesandann frá að afla sér þekkingar. Sögulegar bækur eru t. d. oft voða-leiðin- legar; menn stritast við að lesa í þeim og telja það skyldu. Eyddu ekki tíma þínum á svo hnjóskþurru svæði, nema þú sért að leita að einhverju. Brjóttu ekki tennurnar á því grjóti. Sagan getur verið og á að vera skemtilegust allra námsgreina. Mér finst það vera enn þá skemtilegra, að fá að vita um menn, sem hafa verið til, en um hina, sem ekki hafa verið til, þótt þeir séu búnir til eftir réttum fyrirmyndum. En söguritararnir leggja stundum oflítið á sig, lýsa mönnunum að utan, án þess þeir hafi kannað innviðuna. Eg sat eitt kveld í þýzkum háskólabæ við hliðina á prófessor í sögu, og sagði hannmér að hann væri að rita sögu Bothwells, vinar Maríu Stuart, sem drap Darnley. Mér varð að orði: „Það hlýtur að vera erfitt fyrir yð- ur, að fara nærri um hugsunarhátt hans“. — „Ogþess þarf ekki: eg hefi öll málskjölin í höndunum“. Mér er enn þetta svar í fersku minni eftir tuttugu áf. — Skjölin vóru þar, en enginn lífs andi, enginn persónuleiki skap- aður af höfundinum. Lesið aftur á móti aðrar eins bækur og „Cromwell“ eftir Carlyle og 1. bindi af Frið- riki mikla eftir sama höfund, eða Frakklands sögu eftir Michelet, eða Rómverj a sögu eftir Mommsen. Þar koma söguhetjurnar lifandiá móti lesandanum. (Niðurl. næst). Úr ferðasögu. iii. Svo var haldið frá Leith. Veðrið var yndi islegt, blakti ekki hár á hbfði, og sjórinn var sem heið .rtjörn á sumardegi. Á leiðinni inn Kattegat mættum við fjölda skipa. Taldi eg einu sinni 55 skip á 5 mírútum, og var þó þoka og sást eigi vel til. Kaupmannahöfn er snotur bær, og margt þar að sjá fyrir þá, er eigi hafa víða farið, bæði lærdómsríkt og skemtilegt. Söfnin eru mörg merkileg, en eg ætla eigi að fara að lýsa þeim hér, enda er það naumast annara meðfæri en þeirra, sem annaðhvort eru skáld eða fagur- fræðingar, en það er eg hvorugt. Það sem mér ef tii vill þótti mest koma til að skoða var „bótaníski“ garðurinn og dýragarðurinn; þar eru mörg dýr, er manni þykir gaman að sjá og fróðlegt. Þar er apinn, frændi mann- anna, fíllinn, ljónið, „konungur dýranna“, tigris- dýrið, ísbjörninn og ótal fleiri. Þar voru einnig tvær sauðkindur, og var önnur þeirra ferhyrnd og fengin frá íslandi. Það lítur annars svo út, sem flestir útlendlngar haldi að alt fé á ís- landi sé ferhyrnt, Og þegar þeim er sagt að svo sé ekki, setja þcir upp stór ?ugn, og trúa tæpast að satt sé sagt. Flest dýrin í garðinum una illa ófrelsinu, sem eigi er heldur að undra. Það stríðir mót eðlisfari og náttúru, enda bera þau þess merki, að þeim líður miður vel. En það er ekki vert að vera að þreyta menn með þessu, en minn- umst á eitthvað annað. — Einhver viðkunnan- legasti bletturinn í Höfn er „Öster Anlægu það er paradis elskenda og alira þeirra er lifa í ástarveikleika ástandi, enda má sjá þar oft á gangi mann og konu, pilt og stúlku. Lands- lagið er mishæðótt með smátjörnum á milli, og og alt er þar vaxið skógi og trjám. ( Eitt af því, sem gefur að sjá í Höfn er „Panoptikon“, ea það kostar auðvitað peninga sem flest annað. Þar er rneðal annars sýndur æfiferill drykkjumanns, frá því hann byrjar sína óreglu og þar til hann stendnr við högg- stokkinn. Hann er iátinn yfirgefa konu og börn í eymd og örbirgð, og strjúka í burt. Á því flakki myrðir hann konu, stelur pening- um hennar, kemst svo í tæri við vændiskonur, er tekinn fastur og dæœdur til dauða. Og konan og börnin hans kveðja hann á síðustu stund, og húu fyrirgefur honum alt. IV. Þegar íslendingar ferðasfc um Danmörku, veita þeir því brátt eftirtekt, að landið er fjallalaust. Danmörk er flatfc land, með mis- munandi hæðum og öldum, en enginfjöll, og því kvað Bjarni Thorarensen: „Leiðist mér fjalllaust frónu. Annar hæsti hnúkurinn í allri Danmörk er rúm 5'X) fet á hæð og nefn- ist Himinfjallið. En þótt landið sé flatt og fjallalausfc, þá eru þar þó margir blettir fagrir og blómlegir. Sem dæmi vil ég að eins nefna landið umhverfis Silkiborg og Skanderborg, héraðið meðfram Yejle-firðinum o. s. frv. — Þessi svæði, sem hér eru nefnd, eru óefað einhver hin fegurstu í allri Danmörku, þótt víða sé þar fagurt. Meðfram allri vesturströnd Jótlands eru einlægir sandhólar og sandöldur, sem Danir nefna „Klitte“. Þessir sandar taka yfir 8—9 ferhyrningsmilur. Upp við Jótlandsskaga er þessi sandöldumyndun einkennilegust, enda er landslag þar afareinkennilegt og sérstakt. Holger Drachmann hefir farið um Skagann þessum orðum: „Á Skaganum, þessari eyðimörk föðurlands okkar, eru engir skógar, engin frjósöm grasi- vaxin engi. Hér er eigi annað en sandur, aftur saudur, ekkert nema sandur. Hér finst manni alt svo einkennilegt, ókunnugt, en þó aðlaðandi; náttúrar er hér öll önnur en sú, er annarsstaðar kemur í ljós, og það er næstum svo, að maður ekki beri kensl á hana. Þó er fólkið viðfeldið og gestrisnin hin sama og annarsstaðar; en það er sjálf náttúran, sem er öðruvísi, berandi á sér þessi sérstöku einkenni, er gerir lifið svo alvarlegt, þögult og dauft. Og mennirnir, er mæta oss, hafa í raun og veru sama svip; náttúran við Skagann og baráttan við Yesturhafið hafa sett á þá inn- sigli sitfc“. Á suður- Jótlandi, ekki langt frá takmörk- um Danmerkur og Þýzkalands, er hinn nafn- kunni lýðháskóli (Folkehöjskole) í A s k o v Skólastjórinn heitir Sohröder, nafnkunnur maður í Danmörku og víðar. Einn af kenn- urum skólans er prófessor 1 a C o u r, frægur vísindamaður. Hann er eðlisfræðingur mikill, og hefir gert ýmsar tilraunir og uppgöfcvanir í þeirri visindagrein. Nú í mörg ár hefir hann fengist við tilraunir að framleiða ljós með vindkrafti. Eins og kunnugt er, er enn hvorki kol eða fossa að finna á Jótlandi. Aftur á mófci er þar mjög vindasamt, einkum af vestri. Prófessórinn hefir setfc upp tvær vindmylnur í sambandi við mjög margbrotn- ar vélar, sem ég er eigi fær um að Iýsa. Til þess að framkvæma þessar tilraunir hefirhann fengið styrk af því opinbera, og það er lands- sjóður sjálfur, sem á vindmylnurnar ásamt vélunum. Það er alt virt til brunabóta á 34,000 kr. Vindaflið er nú notað á tvennan hátt. — Það er fyrst og fremst notað til þess að íram- leiða rafmagn, sem síðan er haft til þess að lýsa bæði skólann og ýms íbúðarhús í Askov. I öðru lagi er vindurinn notaður til þess að aðskilja vatnið í sín frumefni, vatnsefni og súrefni. Hvoru efninu fyrir sig er svo safnað í stór geymsluker, og þau geymd þar unz þau eru notuð. Þegar hreint vatnsefni brennur við nær- ingu súrefnis, mynda3t afarmikill hiti, er getur orðið alt að 4000°. Ef t. d. járni er brugðið í þennan hita, logar á því og það brennur. La Cour hefir hepnast að finna efni, er hann getur notað til þess að framloiða Ijós af þess- um hita, sem ekki brennur svo brátt, en lýsir vel. Þetta ljós, er framleiðist við það, að efni vatnsins sameinast, er áður voru aðskilin, logar skært og hefir þægilega birtu; það lík- ist töluvert rafljósi, rýkur ekki og logar stilt. Hvergi í heiminum er ljós framleitt á þennan hátt, nema í Askov. — Yindurinn er látinn aðskilja vatnið í frumefni sín, og þegar þau sameinast aftur, myndast ákafur hiti, og af þeim hita er ljósið framleitt. Jótland vantar fossana, en á nægilógt af vindi, og notar hann. ísland á nóg af fossum, og vind skortir sjaldan; en hvorugt er notað. Makt myrkranna. Eftir Bram Stoker. (Framli.) Hinn 13. júní. Eg sá hann aftur í nótt, rétt fyrir sólaruppkornuna. Hann fór sömu leið og áður. Þó gat eg ekki séð, hvaðan hann kom. Þegar eg hefi komist að því, hvar hann fer út, mun eg reyna að rannsaka turuinn, þó mér standi staggur af því, að reika um hina *mörgu ganga í þessari höll. Hinn 16. júní. Loks hefi eg séð hann bæði koma og fara. Eg hafði afráðið að vaka alla nóttinp, ef þess þyrfti, og sagði því greifanum, aðeg værióvanalega þreyttur afþví eg hefði unnið venju fremur um daginn. Haun hafði ekkert á móti því, og við skildum þegar eg hafði lokið kveldverði og fór eg þá inn í herbergi mitt. Eg slökti svo ljósið og settist við giuggann, sem eg lauk alveg upp. Eg þurfti ekki lengiaðbíða, þaðvar björt nótt og tunglsljós. Litlu eftir kl. 11 heyrði eg eitt- hvert þrusk, og þegar eg leit með gætni út fyrir, sá eg mann, sem skreið á veggjarstéttinni og virtist koma frá vestri turninum og hverfa

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.