Fjallkonan


Fjallkonan - 12.12.1900, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 12.12.1900, Blaðsíða 3
fj;allkon'an. 3 í grend við eystri turninn. Síðan vafði eg á- breiðunni utan um mig og beið. Eg v&rð að bíða lengi og sofnaði um síðir þar sem eg sat, en vaknaði í afturelding og þótt- ist ekki bafa varið vel nóttunni. Klukkan var þá nærri 5; það var orðið albjart. Eg taldi víst, að bann væri fyrir löngu kominn aftur. En í sömu svipan varð eg var við eittkvað í herbergjum fyrir neðan mig. Eg þreif kiki minn. Já, þarna kom hann.-----------En eg gat ekki einu sinni séð það með kíkinum, hvernig hann fór að því að klifa upp snarbrattan mór- inn. Það hlaut að vera fótfesta þar, höggvin spor í vegginn — en það þarf líka sterkar taugar og stilt skap til að geta farið þann veg. Já, það eru höggvin spor i vegginn, og þá kefi eg líka fundið veg fyrir mig til að fiýja héðan — og það varðar mestu. Hann hvarf alt í einu við eystri turninn. Hinn 17. júní. Greifinn sagði mér í gær> að hann yrði að vera að heitnan allan daginn’ og eg hefi nó notað tækifærið, að rannsaka eystra turninn. Eg varð að fara upp í myndesalinn, því allar aðrar leiðir eru lokaðar. Eg hefi ekki verið þar uppi líkamlega síðan eg fekk þar kossinn í glampanum af eldingunni — en eg hefi ver- ið þar því oftar í hugannm og ímynduninni — og því hefi eg með öllum mætti varist því að fara þar upp. Eg hefi fundið að þar átti hón heima, og að hón mundi geta yfirbugað mig.— En eg hefi enn þá aldrei séð hana nema í rökkrinu eða á nóttunni. Eg hefi aldrei séð hana í aibjörtu, né fundið þá eins til þeirrar þrár, sem hefir dregið mig til hennar. Eg var því óhræddur að fara upp í loftið. Sólin skein gegnum rykugar róðurnar; mynd- irnar í salnum böðuðust í Ijósi, en eg þorði ekki að líta á þær, þvi í sama bili sem eg lauk upp dyrunrum, fanst mér eins og stóra myndin fyrir gaflinum reisa sig upp og breiða faðminn í móti mér.--------Eg flýtti mér gegnum sal- inn og önnur herbergi, sem öll vóru skrautleg og í þeim stil sem tíðkaðist á dögum Napóle- ons 1. Loks kom eg að vængjahurð, sem eg þóttist vita, að vera mundi að turninum. Hón var ólæst, en skráin stirð af ryði. Þegar eg kom inn sá eg kringlóttan turnsal, og var í miðjum salnum stór skrautleg rekkja með himni yfir höfðataginu. Efst í sængur- himninum var mynd af Amor með bogann, og loftið í herberginu var málað með skýjum eins og vorhiminn og gægðust fram leikandi amorín- ur að skýjabaki. Það var eins og maður væri í svefnherbergi gyðjunnar Venusar sjálfrar. Eg gekk að róminu og fór að aðgæta, hvort nokkur hefði sofið í því nýlega, en eg sá undir- eius að þykt ryk lá á silkiábreiðunni og að mauravefir vorn á rómgaflinum. Það klaut að vera fullur mannssldur eða meira síðan sofið hafði verið í þes9u rómi. Og á hinum gula kodda var dökkur blettur, en hann hafði einhvern tíma verið rauður sem blóð. Víst heflr ein- hver látið hér lifið, þegar þetta blóð rann af koddanum ofan á gólfið, þar sem svarti bletturinn vitnar enn um löngu drýgðan glæp. Enginn efi er á því, að hér hefir hinn af- brýðissami eiginmaður grimmilega hefnt sín á hinni fögru konu, sem hann hefir alveg haft á sínu valdi. „Enginn sá eða heyrði neitt; eng- inn þorði að spyrja að neinu. Hón lá dauð í róminu; það var alt sem menn vissu; hón var færð í þau föt, sem hón ber á þessari mynd, og kistulögð. Hón hvílir í kapellunni, þar sem flestir af ætt Drakulitz hvíla, en eins og þér sjáið, viuur, er hóu alt af jafnfalleg“---------- sagði greifinn við mig einu sinni. Mér var sem eg heyrði rödd greifans, þegar hann sagði þetta, og mér kom til hugar það sem síðan hefir borið fyrir mig.-------- Eg hljóp ót að glugga og l&uk honum upp. Héðan ofan að jörðu var mörg hundruð fet — og líklega hefir eftirlætisvinur greifynjunnar farið ót um þer.nan glugga. Undir hallarglugganum tók við gljófur með freyðandi fossi. Eg reyndi að stilla geðshrær- ingar minar, og gekk ót að glugganum hinum megin, sem lá næst framhlið hallarinnar. Það- an gat eg glögt séð þá ieið, sem maðurinn hafði farið í nótt. Eg hafði með mér kíkinn minn, og þegar eg teygði mig ót, sá eg höggvin spor í vegg- inn, sem varla var hægt að sjá með berum aug- uro. Þar voru líka járnkrókar, sem auðséð var að ætlaðir voru til þess að kalda sér við. Þenna veg mátti auðsjáaulega fara til þess að komast á stéttina á veggnum, sem eg hafði séð mann- inn feta eftir. Nó verð eg að reyna að finna ráð til þess að komast á þessa stétt frá þeim herbergjum, sem eg bý i, og eg vona að mér takist það með guðs hjálp. Hinn 19. júní. Guð má vita, hvort eg kemst héðan nokkurn tíma lifaudi. Eg get ekki fært í letur það sem ríkast er í grun mínutu, en mér virðist sem eg hafi þessar undanförnu vik- ur séð hættu, sem vofir yfir mannkynínu og fæatir hafa hugmynd um. En hón er þess eðlis, að allir góðir menn hljóta*að hefjast handa og berjast gegn henni, hverrar tróar og þjóðar sem þeir ern. (Frh.). JOLABAZARINN er nó til sýnis, og eru þar þósundir af faliegum munum, hentugir í Jóla- gjafir. Hér verður að eins minst á nokkra þeirra: Pletvara: Kaffikönnur, Sykurker, Skeiðabakkar, Kertastjakar, Sópuskeiðar, Matskeiðar, Matkvíslar, Býtingsskeiðar með skelplötu, Ávaxtahnífar, Kökubakkar, Kryddglös með pletumgjörð, Kextuunur með pletloki, Kökuspaðar o. m. fl. BÍSqU.Ít ~ myndir, sem eru skrautlegasta stofuprýði sem menn geta fengið sér fyrir jólin. Vindlaborö, Yindlabikarar og Vindlahylki með spiladós, Hæg- indastólar, Körfustólar, Smá-borð, Blómsturborð ór járni, Hornhyllur Speglar, Myndarammar, BSómsturpottar og Vasar. Hljóöfæri: Gnitharar, Fiðlur, Sítharar, Harmónikur, Horn, Munn- hörpur, galandi Hanar o. fl. Stofuklukkur, Vasaór, íhkeðjnr — stórt órval. Loftþyngdar- mælar, Hitamælar. Gull- og Silfurstáss — mikið órval, Sjón- aukar, Sjónpípur. Album, Peningabuddur, Saumakörfur og Stokkar, Hanzkaöskjur Klótaöskjur, Jetonskassar, Spilahylki, o. fi. Barnagull. Eimskip, Eimvagnar, Fallbyssur og skammbyssur, sem engan meiða, ýmis konar dýr, Bróður, Soppar, Hnettir, Bumb ur, Hós, Skoprur, Lukkuspil, Kerrur með hestum fyrir, Ljósmynda- maskínur og ótal m. fl. Ilmvötn 0g sápur af beztu tegundum. Jolatres-stass alls konar. Yflr höfuð er bazarinn miklu fjölbreyttari en nokkru sinni áður, gott verð á öllu. Hver maður lilýtur að flnna þar lientuga jólagjöf. Komið því á bazarinn lijá Kvennablaðið Barnablaðið. Af þvi að ég veit að mjög marg- ir kaupendur Kvbl. og Barriabl. halda blöðunum saman og binda þau inn, þá hefi ég til reynslu fengið mér fáein bindi á blöðin. Það eru skrautbindi með gyltu nafni b!að sins bæði á kili og franispjahl- inu. Mjög lík bindunum á kvæð- um Gröndals. Bindin eru á 2 ár- ganga af Kvennablaðinu, svo þeir ,sem eiga það frá upphafi þurfa þrjó bindi, ef þeir vilja binda þá alla inn. Hvert bindi á hvort þessara blaða kostar 50 aura. Nýir kaup- endur að Kvennablaðinu, sem vilja kaupa sér 2 af eldri árgöngunum (þó ekki þann fyrsta) geta fengið þá innbundna i skrautband fyrir að eins þi’járkrönur og Barnabl. frá upphafi inub. íyrir tvær krónur Bæði Kvennablaðið og Barnablað- ið í skrautbandi eru einkar hentug- ar jólagjafir, og verða nokkur ein- tök innbundin fyrir jól handa kaup endum, en þeir verða þá að sæta færi, af því ekki hefir verið fengið af þeim nema svo lítið í bráðina, en verður pantað meira síðar ef menn viija. Bríet Bjarnhéðínsdóttir. Ný snið af allskonar kvenfatnaði og barnafatnaði eftir allra nýj- ustu tízku fást nú hjá mér, eins og stöðugt að undan- fórnu, og kosta frá 40—80 aura. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. I. Paul Liebes Sagradavm og Maltextrakt med kínín og járni hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leynd- arlyf (arcana), þurfa þau því ekki að brúk- ast í blindni, þar sem samsetning þeasara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagradavínið heíir reynst mér ágætlega við ýmsum maga- gjúkdðmum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem og þekki, er verkar án allra óþæginda, og er iika eitthvað hið ó- skaðlegasta lyf. Haltextraktin með kinín og járni er hin bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyf þessi heíi eg ráðlagt mörg- um moð bezta árangri og sjálfur hefi eg brúk- að Sagradavínið til heilsubóta, og er mér það ómÍBsandi lyf. Reykjavík 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á J. Paul Liebes Sag- radavínl og Maltextrakt með kínín og járni fyrir ísland hefir undir skrifaður. Útsölumenn eru viusam- lega beðnir að gefa sig frarn. Keykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. Nærsveita menn! KaaDenflur Fjaioniir r nærsveitunum eru heðnir að vitja blaðsins, eða láta vitja þess, á afgreiðslu þess í livert skifti sem þeir eru á ferð eða fá ferðir. — Þá fyrst geta þeir fengið það með skilum, en þeir mega ekki hiiast við því, þó þeir sjálflr staiuli auðvitað vel í skilum, að útgefandinn fari að senda menn með blaðið heim til þeirra í Iivert skifti sem það kemur út.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.