Fjallkonan


Fjallkonan - 21.02.1901, Síða 1

Fjallkonan - 21.02.1901, Síða 1
Kemur úteinu ainui í YÍku.?Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild noma komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavík, 21. febrúar 1901. >i\ 7. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiöjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f- m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. (lokað i des. og jan.) Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og íöstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. nU nI^ ^ isLí! lit: —tÁc—!^——'sL* ^ , *\L* ...'nL?-, ~ír,r’7r~z^F-’7r’T7m!7^N^:^7r'77^rr'7r,77-'77^7r’77'r-7r77-’7r,Tr'77^' ~,.v ^ Skipstrand og manntjön. Af Stokkseyri er skrifað: „13. febr. í dögun strandaði botnvörpuskip fram undan Eagnheiðarstöðum i Flóa, skamt fyrir vestan Þjórsárós. Öll skipshöfnin druknaði nema einn maður, vélarstjóri. Hann komst á sundi til lands og náðist með naum- indum í briminu við sandinn. Fyrst bar þar að menn frá Loftsstöðum, og sáu þeir bvar skipið stóð fast langt úti á sandrifi og gekk brimið yfir það. Þá sáu þeir að menn- irnir vóru komnir í bát, og vóru skamt frá skipinu, en svo hvarf báturinn bráðlega og sáu þeir ekki meira til hans nó mannanna, fyrr en þessi eini maður kom á sundi utan þaðan. Þóttu fremur líkur tii, að báturinn hefði verið of lítill, og því engan sjógang þolað svo hlaðinn, enda var alófært vegna brims bæði fyrir framan og innau þar sem þeir voru. Þessi maður sem bjargaðist var furðu hre3s. Hann sagði að einn ís! endingur hefði verið á skipinu, en 6kki gat hann greint nafn hans né stað, nema þeir hefðu kallað hann Kristinn(?) Hann hafði verið hár maður, ungur og skegglaus. Hann kvaðst sjálfur hafa vakað ásamt öðr- um manni þagar skipið rakst á. Tíu manns druknuðu af skipinu“. Annar brófritari segir: „Þeir höfðu hlaðið skipið milli Heykjaness og Eldeyjar, lagt svo á stað til Englands og þá allir lagzt til svefns nema 4: tveir við gufavólina (hann og annar til) og tveir á þilfari; annar þeirra við stýrið. Nú hyggur hann að þeir sem á þilfari voru hafi sofnað lika, því allir höfðu þeir verið aðþrengdir af svefnleysi, með því botnvörpuskipshöfnum er að jafnaði lítill svefntími ætlaður meðan við veíðar er verið. Allir vöknuðu við illan draum er skipið stóð á skeri; þaðvarsnemmá morguns; blós þá skipið ogfóru þá Loftsstaða- menn til strandar. Skipsmenn settu út bát og fóru allir í h&nn, en svo var mikið fát á þeim, að þeir gleymdu að taka árar með. Brim var talsvert og tók sjórinn bátinnundir eins og kastaði mönnunum úr honum. Sáust þeir eigi nema þessi eini. Harai komst hvað eftir annað upp undir land á sundi, en út- drátturinn dró hann jafnóðum frá landi af'tur, þar til mönnum tókst að ná í hann með því að vaðbera sig og vaða svo út í brimið móti honum. — Sjór fellur yfir skipið“. Yélastjórinn or nú kominn hingað. Vestmanneyjum, 26. jan. Dað sem af er vetrinum heíir verið snjólaust og frostlaust, en allmiklar rigning- ar og stormar af suðaustri og suðvestri; nokkrum sinn- um skruggur. Skaðar hafa ekki orðið af veðrum, nema 21. þ. m. fauk hér heyhlaða og lambhús. — Næstliðið sumar varð grasv’óxtur góður og nýting viðunanleg. — Matjurtagarðar lánuðust miður vel. — Fénaðarhöld eru enn allgóð, en þó ekki eius og vænta mátti eftir veðr- áttunni. í fyrra haust voru fengnir hingað nokkrir hrút- ar til kynbóta austan úr Múlasýslum og sömuleiðis í haust; kom það brátt í ijós, að lömbin urðu miklu failegri en áður, en töluverð vanhöld hafa orðið á hrútum þessum og sömuleiðis lömbunum vegna sýkingar (bráðafárs). Menn hafa enn ekki reynt hér innspýtingu (bólusetn- ing!) Til þess heflr vantað framkvæmd og svo dálitla þekkingu. Það eru farin að opnast augu sumra með það, að óheppilegt og skaðlegt sé að kaupa hingað sumt sauð- kindarusl, Bem keypt hefir verið úr aumustu rýrðarsveit- um Rangárvallasýslu, Landeyjum og Eyjafjöllum, þvi það er langt frá að margt af því borgi sig, þó það tóri eitt eða tvö missiri, að ég ekki nefni það sem sofnar úr ves- öld nðttina eftir það kemur hingað eða suilaveikis og vanka-ræflana. Pað heitir ekki að sulla verði vart í bér uppöldu fé síðan farið var að gefa hundunum hreinsun- armeðul á haustin, og svo höfð varkárni með sulii þegar slátrað er, en á því riður mest. Öðru máii er að gegna með aðfengið fé. Kúm er heldur að fjölga, en hrossum að fækka, Bem eru hér sannköliuð átumein en arðiaus. Það lítur út fyrir að sumir haldi ekki mikinn reikning yfir þá grein búnaðarins, hrossaeignina. Yögnum er hér að smáfjölga, en skrínu- og pokaburður á bakinu minkar talsvert. Það er að eins þessi nafnfræga verzlun hér, sem viðheldur böruburði og pokaburði á bakinu, með sinni vísdómslegu niðurröðun á óvegum sinum frá sjón- um og kringum fúahjaliana. Fiskilaust að kalla hefir verið hér síðan i byrjun júaímán. f. á., nema 3 daga um mánaðarmótin nóv. og des. f. á. fiskaðist nokkuð af ýsu, mest um l*/2 hundrað. Altaf er að fjölga hér skipum, mest vorbátum frá Eær- eyjum. Bátar þessir eru að vísu *Jt ódýrari en bátar hér smíðaðir með likri stærð, en þeir eru líka úr versta efni og sannkölluð handaskömm hvað traustieika eða frágang snertir. Þeir munu endast 8—10 ár, en bátar hér smíð- aðir úr góðu efni um 30 ár og jafnvei lengur. Hversu vel Færeyjabátar reynast hér er ekki gott að segja, því fyrir þeim er engin reynsia fengin enn. Er það álitsumra manna, að hyggilegra hefði verið að fá hingað báta frá Noregi, eða jafnvel frá Breiðafirði. Lítið hefir orðið vart við viðarrelca, en fyrir fám dögum síðan kom botnverp- ingur hér inn á Vík, en engin hafði hann tíðindi að færa. Á verzlunina hér þarf lítið að minnast; hún er engu iík nema sjálfri sér. Að sönnu varð þorskur nr. 1, 57 kr., langa 45 kr., ýsa 35 kr., hvít uli 45 a., mislit ull 35 a., smáfiskur 40 kr., móti vörum; þegar á alt er litið og tillit er tekið til vörugæða, eru allir sem sendu fisk sinn sjálfir út eða peninga, sannfærðir um að pöntun, — sem var hér allmikil næstliðið sumar — var mikill ávinningur. Eins og það er tiifinnanlegt, hvað ýmsum vörum hér er ábótavant að gæðum, svo er hitt engu síð- ur, að ýmsar nauðsynja vörur vantar um lengri og skemri tíma ársins.— Bindindisfélaginu hér fer hnignandi, enað sama skapi fer drykkjuskapur óðum vaxandi, hefir næst- liðið sumar og vetur þessi verið hér sannkailað brenni- víns- og romm-ár, með þvi líka brennivinsliðið hefir fram- úrskarandi forustusauð. Eru fullar líkur til þess, með sama áframhaldi, að tekist geti að vekja upp aftur hina gömlu drykkjuskaparsvívirðingu, er gekk hér eins og logi yfir akur á fyrri hluta nítjándu aldar og fram yfir hana miðja. Pór Landakirkja ekki alveg varbluta af drykkjuskaparósómanum um jól og nýár í vetur, eins og stundum hefir borið við áður, að ónefndu öllu nætur- slarki og strákapörum við hús og báta. í haust á hrepp- skilaþinginu var samin og undirskrifuð af nálægt 80 manns — þar á meðal allir helztu menn hér — áskorun til Péturs kaupmanns, um að hætta hér allri áfengis- sölu framvegis. En þessum herra þóknaðist ekki að sýna áskoruninni og þeim sem hana sendu þá kurteisi, að svara henni né láta verzlunarstjóra sinn gera það. Hann mein- ar ef til vill karlinn, að brennivinsbelgirnir verði arðsam- ari fyrir verzlun hans og íæðingarey heldur en reglu- mennirnir. Hann hefir lengí sýnt hér sonarlega ræktar- semi og höfðingslund að ógloymdu ærustrikinu við „Styrkt- arsjóð ekkna og barna drukknaðra og hrapaðra Vest- manneyinga". Meðal skemtana má telja, að Skugga-Sveinn var leik- inn hér nokkrum sinnum í Good-Tempiarahúsinu og tókst vonum betur. Grímudans var haldinn um þrettándann, en mest var varið í, að Þorsteinn Jónsson læknir hélt mjög fróðlegan fyrirlestur 3. jan. um framfarir VeBtmann- eyja, einkum á siðari hluta 19. aldar og fl., til ágóðafyr- ir Btyrktarsjóð ekkna og barna drukknaðra og hrapaðra Veetmannaeyinga, som varð um 49 kr. Á aðalfuudi sín- um í dag gaf Skipaábyrgðarfélagið af sjóði sínum, — sem nú er rúm 4009 kr. — nefndum Styrktarsjóði 500 kr., svo nú er hann orðin um 1400 kr. eftir 10 ára til- veru. Var þetta mjög heiðarlega af sér vikið af skipa- ábyrgðarfélaginu. Eru i því margir góðir menn, sem sjá hversu ðmetanlegt gagn ekknasjððurinn getur gert með framtíðiuni. Skipasmíðar og húsabyggingar hafa verið hér nokkr- ar í hanst og vetur, sömuleiðis jarðabætur. Er það víst, að landsjóðsstyrkurinn hefir nokkuð ýtt undir suma til að bæta jarðir sínar Arnessyslu (neðanverðri) 13. febr. Sharlats- sóttin er nú í rénun hér upp til sveitanna og hefir ekki breiðst út viðar, en í Rangár- vallasýslu hefir hún koxnið upp, á Hömrum, og dó þar piltur úr henni eftir mjög stutta legu. Taugaveiki er megn á Torfastöðum í Biskupstungum; einnig á Kópsvatni í Hruna- mannahrepp. — Ómuna veðurblíða um langan tíma. — Sjógæftir engaf lengi, þar til vika var af þorra. Komu þá ágæt sjóveður og var alment róið ; hefir fiskast töluvert talsins, en mjög smár fiskur og lítið eitt þorskvart, %—1 í hlut yfir daginn af þorski. í dag var líka róið og reyndist nú vera alvegfiski- laust. Rógur um Reykjavík. „Fjallk. hafði éklá komið til liugar, að svara greininni um spillinguna í Keykjavík í blaði

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.