Fjallkonan


Fjallkonan - 29.03.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 29.03.1901, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í vikuJYerð árg. 4kr. (eiiendis£5 kr. eða l’/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ögild nema komin sé til út- gefanda íyrir 1. oktð- ber, enda haíi hann þá borgað blaðið. Aígreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasaf nið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Presthólamálin. iii. Síðustn aðfarir kennimannlegu yfirvaldanna norðlenzku, þelrra sem næst atanda, við Hall- dór prófast Bjarnarson, eru Ijóst dæmi þess, hvernig stundum getur gj' gið til hér á landi, þar sem eftiiliter ómögulegt af hálfu æðri yfir- valdanna og almenningur er afskiftalítill af því sem fram fer. Séra Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað hefir veginn og vandann af því, að vera höfuð- persónan í síðasta þætti Presthólamálanna. Hann hefir undirbúið afsetningu síra Halldórs með skýrslum sínum til háyfirvaldanna, og það er nú orðið fullkunnugt, hve áreiðanlegar þær skýrslur hafa verið og á bverju þær hafa verið bygðar. Það er fulikunnugt, að þar hefir verið farið eftir ósönnum sögusögnum fáeiuna manna í prestakallinu, einmitt þeirra sem vóru mót- stöðumenn séra Halldórs, en meiri hlutinn hefir þar ekki verið til mála kvaddur. — Á vísitazíu- fundi að Presthólum 10. júli 1899 var bor- in upp sú tillaga, að skora skyldi á kirkju stjórnina að Halldór prófastur væri sett ur frá embætti, og tók enginn undir það nema hinn mesti fjandmaðnr Halldórs pró- fasts, Þórarinn í Efrihóium. Var svo bókað, að Presthólasöfnuður óskaði, að kirkjustjórnin réði bráða bót á þessu ástaudi, „sem væri skað- legt fyrir kristindóm og kirkjulíf i söfnuðin- um“. En hvernig sem á því stendur, hefir þá þegar eða síðar verið strykað yfir orðið: „i söfnuðinum", og skrifað i etaðinn „í presta- kallinu“, og virðist þetta vera undirstaða undir þann misskilning og ósannindi, sem loks kemst á hæsta stig i ráðherrabréfinu um afsetnÍDg Hall- dórs prófasts, að óvild hafi verið milii síra Halldórs og heggja safuaða hans, sem nú er orðið alkunnugt, að enginn ílugufótur er fyrir. Meðan hæst stóð þjófnaðarmálið (kofamálið), sem höfðað var gegn síra Halldóri, létu fjandraenn hans sér ekki nægja að rógbera hann leynt og ljóst á sliar lundir, gefa út níðrit prentað um hann o. s. frv., heldur cot- uðu þeir einnig þann fjandskap, sem þeir höfðu vakið þannig gegn honum, til þoss að vinna land undan staðnum Presthblum. Þórarian í Efrihólum sá sér þá gott færi, og veitti honum svo sem ekki örðugt að fá umboðsmann í lið með sér. — Prófasturinn átti að fara í tukthúsið, og staðarlandinu átti að skifta upp milli ná- grannanna. — Þórarinn sagði, að hin samþyktu og þinglýstu landamerki milli Eírihóla og Prest- hóla tækju allar engjar undan Efrihólum, og kvað umboðsmaðurinn (Jón í Múla) það hverju orði sannara. Hafði þó fyrv. umboðsmaður og Þórarinn samþykt þessi merki fyrir löngu ásamt öllum hlutaðeigendum, og Þórarinn jafnan tal- Reykjsvík, 29. marz 1901. ið landamerkin eins og þau höfðu verið sam- þykt. Síra Árni var kvaddur til að ríða á merkin, en beið ekki séra Halldórs til þeirrar gerð- ar, lieldur hafði hann með eér Þorstein á Daðastöðum, annan helzta mótstöðnmann síra Halldórs, sem er orðinn kunnur af skýrslum sínum í hinu alræmda kofamáli. Með þessari gerð var staðuíinn sviftur talsverðri landeign, þvert ofan í hin samþyktu og þing- lýstu landamerki, sem aliir hlutaðeigendur höfðu samþykt og þózt vel mega við una. Úttektin á Presthólum af hálfu síra Bene- dikts fór álíka úr heudi. Þegar prófastur kom aðtaka út staðinn, var þarenginn viðtakandi, og vildi þá svo til, að maður frá næsta bæ kom að taka á. móti póstinum. Þenna „fram- andi maan“ tók prófasturinn og lét hann taka á móti staðaum hvað sem hann sagði og gekst hann það nauðugnr undir það sem von var. Síðan hafa Presthólar verið í eyði og jörði’i og húsakynnin í mestu óhirðu; áburðurinn hefir verið fluttur af túninu, og bæjarhúsin hafa verið brotin niður og skomd meira og minua. Má því segja, að hér sé hver guilhúfan upp af annari. Það virðist hafa verið tilgangur Benedikts prófasts, að reyna að koma síra Haildóri burt úr prestakalíinu, hvað sem það kostaði og hvað sem meiri hluti safaaðarmanna segði um það. En ráðln til þess hefir hann brostið, þó hann fynrmunaði síra Hal'dóri að búa á Presthólum og ynni það tii að leggja staðinn í eyði. Yfirsjónir síra Árna og síra Benedikts í þessu máli eru iítt afsakauíegar, þó þær sé sprotn- ar af ókunnugleik og fljótfærni, en ekki lakari hvötum. Fyrir þær getur kirkjustjórnin vitan- lega ekki bætt héðan af, en hún getur gert það sem í hennar valdi stendur til að rétta hlut síra Halidórs, sem svo mjög hefir orðið að iúta í lægra haldi fyiir flókuu samsæri öfuud- armanna og rógbera. Stiftsyfirvöldin munu líka hafa allau vilja á því að koma þessu má!i í gott horf, eyða snndr- unginni í safnuðiaum og koma þar á friði og spekt, en það verður auðvitað ekki með öðru móti en því, að síra Halldór verði settur aftur í embætti. Kynbótastofnanir fyrir sauðfé. Árið 1897, 27. marz, var sett á fót kynbóta- stofnun fyiir sauðfé í Suður-Þingeyjarsýslu. Stofuuninni var komið npp á þann hátt, að nokkrii’ mean gengust fyrir því, að myndað var hlutafélag, og var upphæð hvers hlutar ákveðin 25 kr. Svo var útveguð jörð undir stofnunina, og keypt fé til hennar. Fjármaður var ráðinn, og annast hann hirðingu fjársins að öllu leyti, sér um ræktun jarðarinnar o. s. frv. — Stofuun- in hefir fengið styrk úr jafnaðarsjóði tvö ár, 1897 og 1898, 150 kr. hvort árið, og úr sýalu- sjóði Suður-Þingeyinga alt til þessa. Enn fremur hofir Búnaðarfélag íslands veitt henni styrk. Skýrslu um stofnunina eða „Fjárræktar- félag Suður-Þingeyinga“ hefir herra alþingis maður Pétur Jónsson á Gautlöndum sent félag- inu, er væntanlega verður prentuð í „Búnaðar- ritinu“. Þessi kynbótastofnun (Avlscentrum) Suður- Þingeyinga er sú fyrsta í sinni röð, er komið hefir verið á fót hér á landi, og er það mjög virðingarvert, að brjóta þannig ísinn og greiða Xr. 12. braut góðu málefni. Áður höfðu Bárðdælingar kynbótafélag (Avlsforeniag), og var það stofaað skömmu eftir 1850. Það er enginn efi á því, að slík stofnun sem þessi getur gert og gerir stórt gagn. En ein stofnun er ónóg, og getur eigi komið að al- mennum notnm, eins og til hagar hér á landi. Þvi er það nauðsynlegt, að stofnuð væri önnur með svipuðu fyrirkomulagi, og ætti hún þá að vera á Suðurlandi, helzt í Árnessýslu. Sunnlondingar geta eigi haft not af kynbóta- stofnun Suður-Þiugeyinga, enda var tilgangur- inn með stofnun hennar alls eigi sá, að full- nægja allri þörf landsmanna í þessu efni. Að hinu leytinu teldi ég það mjög varasamt, að ég ekki segi óráð, að fá fé eða kindur úr Þing- eyjarsýslu til kynbóta á Suðurlandi, og miða ég þá einkurn við Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Ycstur-Skaftafellssýslu. Það, sem einkum n elir á móti því, er ólíkt loftslag, ólíkt lands- !ag og hagbeit, meðferð og húsakynni. í flest- um sveitum þessara sýslua er land miklu létt- ara, beit og hey ekki eins og gott og nyrðra, og veðráttufar miklu votviðrasamara. En þetta hvorttveggja, veðráttufar og land- gæði, hefir mikla þýðingu, þegar um kynbætar ev að ræða. Það er ætið varasamt og miðnr hyggilegt, að flytja kynbótaskepnur úr betra landi og þurrara loftslagi á léttara land og í votviðrasamara hérað. Það er því aö eins gerlegt, að meðferð og hirðing á þeim stað, sem ekepnurnar eru fluttar til, sé eius góð eða betri en hún var íður. — En nú er því ekki að heilsa hér. — Að jafnaði er öll hirðing á fénaði í þessum sýslum, er nefndar vóru, lakari en í Þingeyjarsýslu, og or það mikils vert í þessu efni. Eitt af aðal8kilyrðunum fyrir því, að flutuing- ur á kynbótaskepnum úr einu landi í aunað, einu héraði í annað, hepnist og komi að notum, er það, að öll utanaðkomandi áhrif, er þær verða að þola, svo sem veðráttufar, landslag, meðíerð og hirðing, sé sem minst frábrugðin því, er þær vóru vanar áður. Hafi um- skiftin það í för með sér, að skepuunum líði ver, þá getur eigi hjá því farið, að kynbóta- tilraunin mishepnist. Meðferð og hirðing þarf að minsta kosti að vera betri en eigi lakari en hún áður var, enda gætu kynbætur eigi orð- ið að fallum notum, nema farið sé vel með skepnurnar. Að öðrum kosti er mjög hætt við, að kynbæturnar cigi nái tiigaDgi sínum, og að af því sem til þeirra er varið sjái onga staði. Það sést af þessu, að allar kynbóta tilraun- ir krefjast þess, ef vel á að fara, að meðferð og hirðing á skopnunum sé í samræmi við þær og stefni að sama markmiði. Nú er tilgangur- inn með kyabótunum sá, að bæta skepnu-stofn- inn að einhverju leyti, leiða í Ijós eða fuli- komna eiginleika, er horfa til gagnsmuna og samrýmst geta við ástandið á þeim og þeim staðnum. En þetta getur því að eins orðið hér, að samfara kynbótatilraunuuum sé lögð stund á að bæta meðferðina og hirðinguna á skepnun- um, sem víða og enda alstaðar er mjög á- bótavant. Af ástæðum þeim, er þegar hafa verið greind- ar, tel ég því miður hyggilegt fyrir menn í þeim sýslum, er nú vóru nefndar, að útvega sér kindur norðau úr Þingeyjarsýslu til kynbóta. En á hinn bóginn munu flestir er til þekkja viður- kenna það, að eigi sé minni þörf á að gera

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.