Fjallkonan


Fjallkonan - 29.03.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 29.03.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 hag& bæði með tilliti til sölu á þeim, eða kröfum markaðarins, og eigin þarfa og stað- hátta. Hvað markaðssölu snertir, þá er undir selj- endum komið eða eigendum hestanna, hvernig hún fer úr hen di eða hepnast. Ef hestaræktin batnaði, og það getur hún gert, bæði með kynbótum og betri meðferð, þá er mjög lik- legt, að sala á þeim út úr landinu haldist og ef til vill að hún geti aukist. Á seinni ár- um hefir íslenzkum hestum verið veitt meiri eftirtekt, t. d. i Danmörk, en áður var, og enda viðar. Eg minnist þess nú, að um það var getið fyrir nokkru í einu blaði hér, að ís- lenzkur hestur hefði verið seldur á Englandi fyrir 18(X) kr. („Dagskrá“ II, 108. bls., 1898). Hann var sagður brúnn á lit, norðlenzkur að kyni, góður brokkari og friður á allan vöxt. „Fjallkonan“ gat þess nýlega, að grein um íslenzka hesta hefði staðið í danska blaðinu „Börsen“, þar sem leitt er athygli að þeim, og sýnt fram á, hverja kosti þeir hafa. í „Tidskrift for HesteavV‘ (5. árg. 1900) hefir kapt. Lund Larsen, er hér var síðast- liðið sumar við mælingar, ritað grein um is- lenzku hestana. Hælir hann þeim mjög, og segir þá vera bæði harðgeðja, nægjusama fótvissa og þolgóða, — alt mjög mikils verðir kostir, sem hver hlýtur að veita eftirtekt, er kynnist okkar hestum. Hann getur þess einnig, að íslenzka hesta mætti nota til hern- aðar handa fótgönguliðinu, og heldur, að þeir á þann hátt mundu get i orðið að góðu liði. — Það sést af þessu, að hestunum okkar er veitt tölverð eftirtekt í Danmörku, og að það eru meir að segja ýmsir þar, er hafa verið að hugsa um að kaupa hér hesta, þótt eigi hafi orðið af því, að minsta kosti svo miklu nemi. Að vísu eru fluttir þangað árlega fleiri og færri hestar héðan, en sú sala, sem þannig á sér stað, verður þó eigi talin að hafa mikla þýðingu eins og nú er. En það er eigi ósennilegt, að þessi sala á hestum til Dan- merkur heldur færist í vöxt, sérstaklega ef að því kæmi, að þeir væru keyptir til hersins, eða handa fótgönguliðinu. Ef íslenzku hest- unum væri sómi sýndur, svo að þeir yrðu stærri en þeir alment eru nú, fengju betri meðferð og tamningu, og væru sem mest ein- litir, þá eru fullar likur til, að þeir mundu keyptir að töluverðum mun. Danir kaupa nú sem stendur töluvert af hestum frá Rússlandi, en þeir þykja eigi neitt hentugir. Þeir eru fóðurþungir, en þó eigi stórir, er kvillahætt, og miklu dýrari en okk- ar hestar eru nú og munu verða fyr3t um sinn. í Danmörku . hafa heyrzt raddir í þá átt, að bændur þar ættu heldur að kaupa hesta héðan, en hætta við Rússa. Færi nú svo, að þetta yrði meira en ráðagerð, mundi markað- urinn aukast fyrir hesta héðan af landi. EfDanir færuað kaupa hesta hér fyrir alvöru, bæði til algengrar hestavinnu, aksturs, plæg- ingu o. s. frv., og til hersins, mundi það hafa stórmikla þýðingu fyrir oss. Það mundi ekki einungis færa peninga til landsins, heldur hlytu þau viðskifti einnig að stuðla að um- bótum hestaræktarinnar. En til þess, að nokkur von sé um að þetta megi verða, þarf strax að byrja á því að gera meira en gert hefir verið til þess að bæta kyn, uppeldi og meðferð hestanna. Sigurður Sigurðsson. * * * Athugas. ritstj.: Tvö atriði í þessari grein virðast mér nanmast svo rökstudd, sem vænta mætti af landbúnaðar- ráðanautinum, þó hann gefi hér ýmsar góðar bendingar. Annað er það, að það yrði til ills eins, ef reynt væri að bæta íslenzkt hestakyn með útlendu kyni. Getnr vel verið, að þar sé rétt á litið, en höfundurinn hefði átt að færa ástæðu fyrir því. Ástæðan mun nú vera hin sama sem búfræðingar vorir hafa lengi haldið fram, að islenzkir hestar og íslenzkt sauðfé sé svo gott í eðli sínu, að það verði ekki bætt með útlendum kynjum og þau venjist ekki heldur við loftslagið og landslagið. Bn búfræðingar vorir hafa ekki svo eg viti fært nægar ástæður fyrir þessu áliti sínu og — reynsluna vantar. Hitt atriðið er það, að Jón konsúll Vídálín verði sak- aður um það, að Nielsen faktor á Byrarbakka hætti hesta- verzlun sinni; „J. V. hafi spilt kaupunum“, og segir höf. að Nielsen hafi þó ekki skaðast. Þetta má maður manni segja, því „svo gerast kaupin á Byrinni“. Á heimsmark- aðinum spyr ekki kaupmaður kaupmann: „Má eg selja vöruna mína hérna?“ og A. kanpmaður væri fábjáni, ef hann hugsaði á þessa leið: „Af því hann náungí minn, kaupmaður B., selur vöru sína þarna, og hún seizt þar vel, verð eg að fara með mína vöru eitthvað annað!“ — Það nær engri átt að kvarta yfir því, að einn kaup- maður spilli fyrir öðrum með frjálsri samkepni, og or sprottið af misskilningi á eðli verzlunarinnar. Auk þess eru engar líkur til, að Vídalín hafi neitt kept við Nielsen, eða geta þeir ekki báðir N. og V. komist fyrir á Jót- landi með fáeinar drógar? Bg veit ekki betnr en smá- kaupmenn bæði hér syðra og víðar sendi hesta til út- landa hvað sem Vídalín líðnr. En það er nú venja kaup- manna, að berja því við, að það sé keppinautum sínum að kenna, ef þeir hætta að selja einhverja íslenzka vöru, annaðhvort af aðburðaleysi eða því að þeir þykjast ekki græða nóg á henni. Bætt smjörlíki. Danir eru, sem kunnugt er, fremstir allra þjóða í smjörgerð. Nú hefir danskur maður fundið nýja aðferð við tilbún- ing smjörlíkis, og er sagt svo, að með henni verði smjörlíkið bæði ódýrara en áður og að öllu eins og náttúrlegt smjör; í öðru lagi er sagt, að sama manni hafi tekist að gera und- anrennu Iíka nýmjólk, bæði að bragði og nær- ingargildi, með því að bæta í hana kolahydr- rötum, og verði slík mjólk bæði góð og ódýr. Sjónleikir. Sum blöðin hafa langa, en ekki að því skapi lærdómsríka dóma um leika „Leikfélagsins“ í Beykjavík, að minsti kosti í hvert sinn sem nýr leikur er sýndur. Ekki er óliklegt að lesendum út um landið, sem ekkert þekkja til, þyki nóg um þær þulur. Félagið, eða sá sem velur leikritin, hefir að undanförnu ekki látið sér nægilega um það kugað, að velja mentandi leika, og ætti félagið að geta valið betur úr nýjum leikum en það gerir. Síðasti leikur félagsins eru „Gulldósirnar". Sá leikur er frá 1793, og hefir verið eignaður 0. Ch. Oluf- sen, prófessor í landshagfræði við háskólann (-j- 1827), en mjög óvíst er um höfund hans. Hefir hann þö verið i allgóðu gengi, af því hann kemur mönnum til að hlæja. Þar hefir Árni Eiríksson vandasamasta hlutverk- ið eins og oftar, og tekst það svo, að enginn hinna leik- endanna mundi geta gert það svo vel. — Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur vel bæði í þessum leik og í „Þrumu- veðrinu", þó hún sé ef til vill of fasmikil. — Kristján Þor- grímsson stendur alt af sæmilega í sinni stöðu. — Brk. Solveig Sveinsdóttir leikur bezt í „Heimkomunni11. — Veitingamaðurinn í „Gulld.“ er mjög vel útbúinn og lip- urlega leikinn, en ekki nógu húsbóndalegur. Yfirleitt er „Leikfélagið" svo skipað, að það ætti að geta færst tilkomumeiri leika i fang en það befir gert í vetur. Sama veðurblíðan helzfc á hverjum degi. Aflabrögð. Þilskipin afla með bezta móti. E;u nokkur þeirra komin inn fyrir skömmu. Fyrsfc kom „Swiffc“ (skipstj. Hjalfci Jónsson) með 18l/2 þús., og síðan hefa komið „Björg- vin“ (Kristinn Magnússon) 17 þús., „Svanur- inn“ (Sig. í Görðum) 12 þús., „Guðrún“ frá Glufunesi (Björn Ólafsson) 10 þús., „Josefine“ (Jón Ólafsson) 14 þús., „Sjana“ (Jafet Ólafsson) 15 þús. „Palmen“ (LofturLoftsson) 3x/2 þús., „Guðrún“ Helga kaupm. (Karl Ólafsson) 3 þús. „Yesta“ kom í nótfc norðan og vestan um land með fjölda farþega. Sunnanfari IX 3; sem út kom 18. þ. m., hefir inni að halda: Höfðingjaskiftin á Eng- með myndum af konungshjónunum nýju, þeim Játvarði konungi YII og Alexöndru drotn- ingu. Bréf til vinar míns, kvæði eftir Guðmund Friðjónsson. Fyrirgefning, saga eftir Einar Hjörleifsson. Spilabankinn í Monaco með mynd. Presturinn (saga, niðurl.). Ferðarolla Magn. Stephensens. Gaman og alvara. Sunnanfari kosttr 21/., kr. árg., 12 arkir, með 3—4 myndum i hverju blaði, m. m. 4 en brast kjark til að fylgja því fram, sem honum mátti þó vera ljóst, að bæði honum og söfnuðinum hagaði bezt“. Það mátti sjá á svip margra þeirra sem við vóru staddir, að þeim líkuðu iila þessi ummæli prestsins, en þeir sem næstir hon- um stóðu kinkuðu kolli til samþykkis. Biskupinn þagði, og enginn af hinum eldri mönnum vildi halda áfram þessu samtali. Þá stóð upp ungur maður, sem setið hafði á bekk úti fyrir laufskálanum. Hann roðnaði lítið eitt og sagði með græskulausum gletnissvip og hálftitrandi röddu: „Af þvi enginn annar tekur málstað prófastsins sáluga, sem embættisbræðrum hans, semhéreru staddir, ætti þó að vera kunn- ugt um, bið eg menn að afsaka það, þó eg, sem hér er yngstur allra, leyfi mér að mótmæla því ámæli, sem prófessor von Born hefir veitt formanni sínum, og segi ég það ekki af því, þó eg sé venzlaður því fólki, heldur af því eg álít það rétt og satt. Séra Vikman var prestur í anda og sannleika; hann hreif ekki síður tilheyrendurna fyrir það, þó það væri kærleikurinn einn, sem réði orðum hans, og þegar hann á sóknarfundum lét að vilja sóknar- manna, var það ekki af áhugaleysi, heldur af þeim skilningi, að það væri málefni sóknarmanna og ekki hans eins, sem um væri að ræða“. Allir urðu forviða og horfðu á unga manninn, sem allur var sem á nálum af ákafa. Eftir stundarþögn tók prófessórinn til máls: „Mér hefir verið sagt, að Hellstedt lyfsali væri deilugjarn í meira lagi, og eg heyri nú, að það er satt sem sagt er um það. Skógarmaðurinn. Sænsk saga eftir Joh. Ankarloo. 1. Yígslugildið. I sunnanverðri Svíþjóð er prestdæmi með tveimur kirkjusókn- um, sem heita í Homdölum og i Vindinge. Þetta stóra og arðsama prestdæmi liggur þar sem skógar og sléttur mætast; Homdala sóknin er í skóglendinu, en Vindinge á sléttunni, — og af því landshættirnir eru svo ólíkir í þessum sókn- um er samsvarandi munur á búnaðarháttunum og fólkinu. Sóknarskiftunum ræður botnlaust kviksyndi, sem ekkert kvikt komst yfir í fyrndinni nema fuglinn fljúgjandi, og var því áður míluvegur milli kirknanna, þó ekki sé nema steinsnar yfir kvik- syndið. Á síðari timum hefir þó tekist að gera akveg yfir þetta sund, en nú veit enginn hvenær þetta hefir verið gert, eða hver það hefir gert, þó munnmæli séu um það. Sumarið 185. var óvenjulega fjölsótt kirkja að Homdöl- um einn sunnudag. Kirkjueigandinn hafði kvatt þar til prestskap- Skógarmaöurinn. 1

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.