Fjallkonan


Fjallkonan - 29.03.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 29.03.1901, Blaðsíða 2
8 FJALLKONAN. kynbótatilraunir með sauðíó á Suðurlandi en Norðurlandi. Liggur þá beinast við að bomið væri á fót hér syðra kynbótastofnun fyrir sauð- fé, er hefði það fyrir mark og mið, að bæta kyn þess, kosti og eiginleika. Stofnuninni þyrfti að koma á stað annað- hvort með hlutum, eins og Þingeyingar gerðu, eða þá að einstakur maður, sem til þess væri vei fallinn, réðist í það upp á sínar eigin spít ur. En hvort heldur stofnunin væri hlutafé- lagseign eða eign einstaks mauns, þyrfti hún að fá styrk einhversstaðar frá, að minsta kosti fyrst um sinn. En jafnframt styrknum ætti að setjahenni ýms skilyrði og reglur, bæði um það, hvernig kynbótunum skuli haga, um verð á því fé, sem selt er tii kynbóta o. s. frv. — Um leið og stofnunin er sett á fót, þarf hún að setja eitthvert mark og mið, er kynbæturnar eigi að stefna að. Það þarf að gera sér ljóst, hvert hlutverk hennar á að vera, hverja eigin- leika fjárkynsins hún á helzt að leggja stund á að fulikomna. Eitt af því, er kynbótastofnunin verður að láta sér umhugað um, er það, að ala upp hraust- an fjárstofn og þolmikinn. Hún þarf einnig að leggja stund á að bæta vöxtinn, gera féð stærra og þrekmeira. Ullina þarf einnig að bæta o. s. frv. Þetta, sem þegar var talið, álít ég, að stofnun- in eigi að hafa fyrir augum í starfi sínu, og verður því að haga fyrirkomulagi hennar þannig, að þessum tilgangi verði náð. Hvernig sem til- högunin að öðru leýti ætti að vera, þá ætla tg því viðvíkjandi að birta hér álit þess manns úr bréfi til mín, sem öðrum fremur hér sunnan- lands hefir hugsað þetta mál. Stofnunina hefir hann hugsað sér þannig: „Að einstakur maður eigi hana, og kaupi hann úrvalskindur í því héraði, þar sem stofn- unin er sett. Aða-láherzlan sé lögð á það, &ð bæta þetta fé eða fjárstofn með sjálfu sér smátt ogsmátt, með góðri meðferð og heppilegu vali. Merkja þarf hvert lamb, og halda nákvæmar ættartölubækur, hafa nákvæmt eftirlit með kost- unum og gera þá ættgenga ef mögulegt er, en útrýma göllum og lýtum. Jafnframt þyrfti að gera tilraun með fé annarstaðar frá, t. d. af Vesturlandi. (Hér mun einkum átt við fé úr Mýrasýslu). Ætti svo jafnframt að blanda það saman við annað, og hafa það eigi til kynbóta fyrri, en reynsla væri fengin um, að það þrifist hér. Einnig mætti skylda stofnunina til að gera fleiri til- raunir. Með þessu móti tekur hún ómakið af einstökum mönnum að gera tilraunir til kyn- blöndunar, sem oft hefir áður misnepnast. Bændur kaupa svo kindur af stofnuninni til að bæta sitt fé, og losna þeir þá við hættuna, sem af því leiðir, að fá þær þaðan eða af þvi kyni, sem þeir ekki þekkja. Liklegt er einnig, að slík stofnun mundi auka áhuga á fjárræktinni, sem nú virðist vera mjög daufur. Það ætti að vera sjálfsögð skylda þessarar stofnunar, að taka pilta að vetrinum til kenslu. Sýslunefndir þær, er kunna að styrkja stofnunina, kjósa mann eða menn til þess að líta eftir henni o. s. frv. öera má ráð fyrir því, að margir segi, að slík stofnun geti borið sig styrklaust, en það er fjarstæða, og eru til þess ýmsar orsakir. 1. Það er dýrara að kaupa úrvalskindur í byrjun en óvaldar. 2. Það þarf að byggja góð hús og vel gerð. 3. Það útheimtir mikla vinnu að hirða féð, merkja lömbin og halda nákvæmar ættar- tölubækur. 4. Það þarf að hafa fleiri hrúta á stofnun- inni en þar, sem engar kynbótatilraunir eru gerðar. 5. Það má ekki selja íóð með mjög háu verði til kynbóta, sízt fyrst um sinn. Ef slík stofnun, sem þessi, er sett á fót af miklum vanefnum, kemur árangurinn mjög seint í ljós, og áhuginn fyrir henni dofnar“. Sami maður hefir gert áætlun um kostnað við rekstur kynbótastofnunar, og hvað mikið fé þurfi til þess að koma henni upp. Sá kostn- aður er sem hér segir: Aðkeyptar ær, 62 að tölu, 12/00 • • kr. 744,00 Hrútar 3 fullorðuir 20/00 ......— 60,00 Yeturgamlar gimbrar 10 alls 8/oo • — 80,00 Kýr, 3 að tölu, 100/00 .........— 3 00.00 Hross, 7 alls...................— 450,00 Fjárhús, 4 með hlöðum...........— 400,00 Bæjarhús og áhöld............. . — 400,00 Samtals 2434,00 Tekjur stofnunarinnar gerir hann kr. 1520.00, en árleg útgjöld kr. 2305,00. Mismunurinn er 775 kr., sem útgjöldin eru meiri. Samkvæmt því, sem tekið hefir verið fram, þá er tilgangur slíkrar kynbótastofnunar sá, að ala upp fjárstofn með þeim eiginleikum og kostum, er eiga við og geta þrifist á því svæði, sem stofnuninni er ætlað að verka á, og hjálpa bændum um kindur til kynbóta af þessu fé. Að þessu takmarki verður stofnunin að starfa, og það gerir hún á þann hátt, er bezt þykir henta. Starf hennar fyrst um sinn verður þó aðal- lega fólgið í þvi, er nú skal greina: 1. acf gera tilraunir til kynbóta með það fé, sem fyrir hendi er, þar sem stofnunin er " sett, og velja til þess hið bezta. 2. að kaupa kynbótakindur annarsstaðar frá, þaðan er álízt bezt, og gera tilraun með það sérstaklega. 3. að gera tilraun með samblöndun á því fé, sem heima er alið, og hinu, sem íengið er að, og halda því sórstöku. 4. að hjálpa bændum um fallega hrúta og ær, til kynbóta hjá sér. 5. að kenna ungum mönnum fjárhirðing, er eiga heima í þeim sýslum, er væntanlega mundu styrkja stofnunina. Sigurður Sigurðsson. Hestarækt og hrossasala. n. Það munu hafa verið Austur-Skaftfellingar, er fyrstir urðu til þess að búa til samþyktir um kynbætur hesta. Síðar hafa aðrir farið sömu leið, og eru nú þessar samþyktir til í allmörgum sýslum landsins. Aðalatriðið í þeim, eða það, sem einna mest áherzla er lögð á, er liturinn. Auk þess eru tekin fram ýms atriði viðvíkjandi undaneldisskepnum og ætt þeirra, svo sem, að eigi megi ala upp grað- hesta undan hryssum, sem eru horsamar, illa vaxnar, eða sem hafa þá galla, er komið geti fram á afkvæminu. Annars eru samþyktir þessar samhljóða í aðalatriðunum, en einna greinilegust er sam- þykt Austurskaftfellinga af þeim, er ég hefi farið yfir. Hún er staðfest af amtmanni norðan og austan 10. sept. 1894. í 2. grein hennar er tekið fram, að grað- hestar eigi að fullnægja skilyrðum þeim, er hér skulu nefnd: a, að þeir séu eigi getnir af ofskildum for- eldrum, og að þeir séu af hraustu og holda- sömu kyni. b, að þeir hafi hreinan gang, vakran eða klár- gengan, og að sá gangur sé ættgengur, helzt í báðar ættir. c, að þeir séu einlitir og af einlitri ætt. d, að þeir séu gervilegir á vöxt og stórir. Um aldur undaneldishesta er það tekið fram, að eigi megi nota þá yngri en 3 vetra, og að eigendur þeirra séu eigi skyldir til að lána þá lengur en þar til þeir eru 6 vetra. Þó má, ef eigandinn leyfir, nota þá til þess þeir eru 8 vetra. Og í 7. gr. segir, að eigi megi brúka hestana til vinnu þau sumur, sem þeir eru notaðir til undaneldis. Hvað aldurstak- mark undaneldishestsins snertir, þá fara sumar samþyktirnar enn skemra, en hér er ráð fyrir gert, og leyfa að eins að nota hann til þess hann er 5 vetra. í framkvæmdinni mun það einnig svo, að þeir eru eigi hafðir lengur til undaneldis en þar til þeir eru 5—6 vetra. Sjálfsagt er að viðurkenna það, að þetta er bót frá því er áður var, en þó er hér eigi nema hálfsótt hafið. Aðalgallinn á samþyktunum er sá, að hestana má að eins nota meðan þeim er að fara fram, en þegar þeim er fullfarið fram, eru eigendur þeirra eigi skyldir að lána þá lengur, og það gera þeir heldur ekki í flestum tilfellum. En með þannig löguðum hestakynbótum náum vér aldrei langt. Til kynbóta er hesturinn, sé hann annars hæfur, bezt fallinn þegar hon- um er fullfarið fram, en það er vanalega ekki fyrr en hann er 5—6 vetra. Þá er hann kominn í fult gagn, og svo mánota hann til undaneldis unz hann er 12—14 vetra. En það er fráleitt og engum reglulegum kynbót- um líkt, að nota hestinn að eins meðan hon- um er að fara fram, taka út vöxt og þroska og hætta svo. Það eru hlægilegar kynbóta- tilraunir. Það þarf enginn að ímynda sér, að vér með slíku háttalagi fáum upp stóra og þrekmikla hesta. Ef einhver meining á að vera í þessum kynbótum, er sjálfsagður hlut- ur að nota hestinn, ekki einungis meðan hon- um er að fara fram, heldur eftir það og á- fram meðan hann er í fullu gildi. En það er hætt við, að ekki fáist lagfæring á þessu, með því fyrirkomulagi, sem nú er. — Eg hefi heyrt menn kvarta yfir því, að þegar hest- arnir eltust — væri fullfarið fram —, þá væri svo erfitt að hafa hemil á þeim, þeir yrðu þá svo vondír og óviðráðanlegir. Og þegar eg hefi svo bent á, að það verði að geyma þá í afgirtum högum, þá hafa þeir hrist höfuðin og talið slíkt ókleift. Mér er því næst að halda, að eigi verði breyting á þessu í bráð, nema tekið sé í taumana, og að það opinbera hafi alla yfirumsjón með kynbótunum. Það þurfa að myndast í sveitunum regluleg kyn- bótafélög fyrir hesta, er hafa ákveðið mark og mið með kynbótunum, er fari í rétta átt. Þessum kynbótafélögum þarf svo að veita styrk af opinberu fé, að dæmi annara þjóða, og skal styrknum einkum varið til þess að kaupa fallega, valda undaneldishesta, og halda þá. Um leið og félögin eru styrkt, þarf að setja þeim reglur að fara eftir, um aldur, lit . og einkenni hestanna, svo og um hryssur þær, sem alið er undan. Reglur þessar þurfa að vera skýrar og ljósar, og verður það opin- bera að annast um, að eftir þessu sé farið. Eg gat þess fyrir stuttu, að í samþykt Austur-Skaftfellinga væri bannað að nota hesta þá til vinnu, er hafðir væru til undan- eldis. En það er alveg óþarft að banna slíkt. Þegar hestinum er farið nokkurnveginn fram, má nota hann til vinnu að sumrinu, en það verður að gerast með gát. Yfir höfuð er á- ríðandi, að graðhestar séu vel tamdir, og á eg hér við, að þeir séu bandvanir, taumlið- ugir og vanir við aktygi og drátt. Séu reið- hestar kynbótagripir, þarf að temja þá til reiðar, en varlega verður að fara að því, og eigi má ríða þeim hart eða lengi. Nú kann einhver að segja sem svo, að það muni eigi hafa neina þýðingu, að vanda kyn hesta eða kosta miklu til þeirra yfirleitt, þar sem sala á þeim sé svo stopul og verðið lágt. En það er engin hætta á ferðum, hvað það snertir. Það er alt útlit fyrir, að markaður á hest- um haldist framvegis, og því fremur eru lik- ur til þess, sem meira er gert til að bæta hestaræktina. Og jafnvel þó um engan mark- að sé að ræða, eða sölu á hestum út úr land- inu, þá er samt hagur að því. Umbætur á hestaræktinni hafa mikla þýðingu fyrir bún- aðinn, og er eitt af skilyrðunum fyrir fram- förum hans. Notkunarþörf hestanna krefur, að þeim sé meiri [sómi sýndur en verið hefir, og þessi þörf eykst ár frá ári. Einnig er það mannúðin og fegurðartilfinn- ingin, sem krefjast umbóta í þessu efni, og má eigi skella skolleyrunum við því. Kynbótum og uppeldi hestanna verður að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.