Fjallkonan


Fjallkonan - 09.04.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 09.04.1901, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinui í viku. Vetð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. j 611 (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Aígreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Reykjavík, 9. apríl 1901. Nr. 18. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbóltasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið or í Landsbankahúsinu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypi8 lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., ki. 11—1. -Jx* -sjr* *\þ* ^ *\p« Testament Póturs mikla. Testamaöt Péturs mikla, eða eríð tskrá hans, nefnist skjai eitt eða skipunarskrá, er haun á að hafa látið eftir eig, og eegir fyrir, hvernig stjórnendur eigi &ð hugsa og að hverju marki þeir eigi að stefna í utenríkispólitík. Eússar hafa að vísu þrætt fyrir, að skjal þetta sé ekta, en hvað eem því líður, þá er hitt þó víst, að Eússa8tjórn hefir reynt og reynir stöð- ugt að fylgja þeim regíum, sem þar eru settar. Meðal annars segir þar svo: „í nafni hcilagrar óskiftilegrar þrenningar mælum vér Pétur hinn íyrsti o. s. frv. þetta til allra eftirkomenda vorra og eftirmanna í ríkisstjórn Eússaþjóðar: Guð hinn hæsti, söin oss hefir lífið og kórón- una gefið, og veitt ose upphald með ljósi eínu og guðiegri vernd, hann blæs þeírri trú i brjóst mé’-, að rússneska þjóðin eé til þess kölluð að drotna yfir Evrópu. Eg byggi skoðun mína á þeirri saniireynd, að íiestar Evrópuþjóðir eru komnar, eða eru að komast, á dáðlausan örvasa aldur, sem vafa- laust mun láta þær verða auðtekið herfaug fyrir unga þjóð með óþreyttum kíöftum, jafn- skjótt sem hún er komin á hæsta þroskastig. Þetta ókomna drotaunarvald norðursins yfir ve3trinu er í míuum augum að eins umferðar- leg breyfiug í gangi sögunnar að ráði guðlegrar forsjónar, rétt að sínu leyti eins og þegar róm- verska þjóðin yngdist upp fyrir innrásir „bar- baranna11. Þessar innrásir heimskauts þjóðanna eru á- þekkar yfirflæðingu Nílfljótsins, sem á vissum tímum með aurburði sínum feitir hinn útmeg- raða jarðveg Egyptalands. Þegar eg tók við Eússlandi, var það á; nú er eg skil við það, er það fljót; og nú kemur til kasta eftirkom- enda minna, að gera það að voldugu hafi, sem hefir það hlutverk að frjófga hina þursognu Evrópu. Allir stíflugarðar, af veikum höndum gerðir, skulu eigi megua að stemma rásina, ef eftirkomendur minír kunna réttlega að beina straumum hennar. En til þess að þeir verði færir um það, eftir skil eg þeim reglur þær, sem hér fara á eftir, og ræð þeim til að hafa þær jafnan fyrir augum og fara eítir þeim. 1. Það á jafnt og stöðugt að hafa rússnesku þjóðina herbúna, svo að liðsmennirnir séu ætíð æfðir og vígtamir. Eigi skal maður unna sér hvíldar nema til að bæta fjárhag ríkisins, gera þarfar breytingar á hernum og vera á varð- bergi til þess að gera árásir er tækifæri býðst. Friðurinn skal þjóna ófriðinum og ófriðurinn friðinum til þess að markinu verði náð, semer: vöxtur og veldisauki Eússlands. 3. Það verður að hiutast til allra Evrópu- mála og alira miskliða, einkum á Þýzkalandi, sem oss varðar mestu, af því það er oss uæst. 4. Póllaudi skal koma á riugulreið og ala þar á innanlands óspektura og öfnnd flokkanns, og kaupa með peningum fylgi höfðiogjanna. 5. Svíþjóð skal minka, svo sem framast er nnt, og espa hana til árása, syo yfirvarp fáist tii að undiroka hana gersamlega. Til þess að koma því tii ieiðar verður að einangra hana fráDanmöík, og Daumörk eins frá Svíþjóð, og halda sem bezt við ríg þeim, eem þar er á miilum. 8. Yér skuium án afláts færa oss út norðan með Eystrasalti og sunnan með Svaxtahafi. 9. Vér verðum að færa oss svo nálægt Konstantíuópel (Miklagarði) og Indlmdi sem framast er koslur á. Sá, sem þar nær yfir- tökum, verður í raua sréttri heimsdrotnari. Ta þess að fá því framgengt, skal stöðugt hafa ófrið með höndum, ýmist við Tyrki og ýmist við Persa. Við Svarlahaf skai hafa herskipv stöð. Það verður að ná yfirráðum yfir þvíh&fi eins og Eystrasalti, hvorttveggja er jafnómiss- andi til þess að náð verði tiigangi vorum. Þuð verður að flýta fyrir hnignun Persaríkis. Til Persaflóa verðum vér að komast til þess að koma á aftur hinu forna verzlunarsambandi við Austurlönd Sýrlandsleiðina og þoka veldi voru til Indiands, sem er vörubirgðastöð ails heimsins. Þegar þangað er komið, er maður ekki kominn upp á gull Englendinga. 10. Vér verðum að gera oss mikið far um bandalag við Austurríki. Á yfirborðinu skul- um vér styðja það til öndvegis í Þýzkalandi, en undir niðri vekja öfundarhug gegn því hjá furstunum. Eíður á að véia svo um, að ýmist þessi eða hinn máisaðiiinn beiðist liðveizlu af Eússlandi, svo vér með þeim hætti getum náð að baita eins konar verndarvaidi, sem þá að lyktum býr EÚ3s!andi í hondur algert drotnunarvald yfir löndum þessum. 11. Eúsaland á sð fá Austurríki ti! þess að ljá hjálparhönd • til brottreksturs Tyrkja úr Evrópu. Öfund Austurríkis yfir þvi, &ð Eúss- land leggur undir sig Evrópu, skal slá af lag- inu með því, að flækja það í styrjöld við eitt- livert af hinum gömlu rikjum Evrópu, eða þá með því að láta það fá nokkurn hluta af her- fanginu, sem svo vitanlega skal aftur frá því takast. 12. Eússland á að binda í samlag við sig alla Grikki, sem eru á víð og dreif í Ungara- landi, Tyrkjaríki og suðurhluta Póiiands. Þeir skulu eiga miðpunkt sinn i Eússiandi; þaðskal styðja þá og ráða yfir þsim, þegar á alt er litið, fyrir eins konar andlega yfirtign. Þar sem Grikkir eru, mun þá Eússland eiga sér vini í herbúðum óviaa sinna. 13. Þegar Svíþjóð er limlest, Persaland sigrað, Pólland kúgað og Tyrkland unnið undir ose, þegar herir vorir eru saman komnir, og Eystrasalt og Svartahaf þakið herflotum vorum, þá skai slá upp á því, fyrst við hirðina í Ver- sailles og síðau við hirðina í Vínarborg, með mestu ieynd og við hvora í sínu lagi, að kostur sé á að eiga jafna hlutdeild í heimsvaldinu með Eússlandi. Gangi nú annaðhvort stórveidið að þessum kostj, sem eflaust verður, ef metnaðar- girnin og eigingirnin er hæfilega kitluð, þá notar maður það til að undiroka hitt stórveldið. Síðan verður samt að gera út af við það veld- ið, sem eftir er, með því að þröngva því til styrjaldar við sig, sem auðvitað er, hvernig fara muni, þegar Eússland hefir nndir sér Austurlönd og mikinn hluta Evrópu. 14, Skyidu nú, mót allri von, bæði stór- veídin hafna boði Eússlands, þá verður að flækja þau i deilur sín í millum, svo að þau þreyti og örmagni hvort annað. Þegar svo býðst hentugur tími, ræð3t Eússland af alefli á Þýzkaland, og lætur samtímis tvoöfiugaflota með múgamergð af Asíuliði leggja út úr höfn- unum við Asow og Arkangel; skal þá öðrum íií'giu frá Miðjarðarhafi vaða yfir FrakkUnd, en hinum megin frá Norðarsjónum yfir Þýzka- land. En að þeim löndum yfirbuguðum mun það, sem eftir er af Evrópu, auðveldlega og ornstaiaust beygja sig undir ok vort. Þetta er veguiinn til að undiroka Evrópu, og þannig skai því framgengt verða“. Presthólamálin. Háttvirti nerra ritatj óri! Út af greinuca þeim, sem staðið hafa í „Fjallkonunni“ um þessi mál, ieyfi eg mér að biðja yður um, að taka þessa yfirlýsing upp í blaðið. Stiftsyfirvöldin hafa alls eigi fengizt neitt við afsetning síra Halldórs Bjarnarsonar, og munu heldur ekki hafa nein afskifti af inn- setning hans í Presthólabrauðið aftur. Það er alveg rangt, að bendla þau við þessa hlið Presthólamálauna. Aftur á móti hafa stifts- yfirvöidin staðfest úttektina á Presthólum 31. maí f. á., sem síra Benidikt prófastur Krist- jánsson á Grenjaðarstað stóð fyrir, og sira Halldór Bjarnarson skrifaði undir, og þykjast þau fult eins vel geta dæmt um það, hvort staðarúttekt só í iagi og sá, sem samið hefir greinarnar um Presthólamálin. Setning landamerkja milli Presthólastaðar °g j jóðjarðarinnar Efrihóla, hin upphaflega, var ííliiiu röng, en landshöfðÍDgi gerði endi- lega út um þetta mál með úrskurði sínum, dagsettum 5. apríl 1898, eftir tillögum stifts- yfirvaldanna, og að fengnum mjög ítarlegum og nákvæmum skýrslum. Eg þarf ekki að halda uppi neinni vörn gegn árásum þeim, sem þeir prófastarnir sira Benidikt Kristjánsson á Grenjaðarstað og sira Árni Jónsson á Skútustöðum verða fyrir í Presthólamáls greinunum, því þær geta ekki rýrt það álit, sem almenningur hefir á þess- um heiðuramönnum, sem eru alkunnir að sam- vizkusemi í embættisfærslu og sómasamlegri framkomu. Reykjavík, 30. marz 1901. Yirðingarfylst. J. Havsteen. íslenzk skemtisamkoma í Khöfn, Túristafólagið danska hafði skemtisamkomu í Kaupmannahöfn 27. febrúar í vetur, sem g6tið hefir verið í íslenzkum blöðum, en af því þau eegja ekki að öllu leyti sem réttast frá, er hór tekin stutt frásögn eftir fiestum Kaupmannahafnarblöðunum. Túristaféiagið bauð til þessarar samkomu öllu tignasta og helzta fólki í Kaupmanna- höfn af öllum stéttum, hinu konunglega fólki, ráðgjöfum, ríkisþingmönnum í báðum deild-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.