Fjallkonan


Fjallkonan - 09.04.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 09.04.1901, Blaðsíða 2
s FJALLKONAN. mn, hæstarétti, borgarstjórniuni, helztu lista- mönnum, vísindamönnum og blaðamönnum, helztu kaupmönnum og merkustu iðnrekend- um öðrum. Segja blöðin, að aldrei hafi versð saman kominn í Kaupm.höfn jafnfríður hóp- ur af merkustu mönnum borgarinnar og aldrei verið haldin þar jafnmerkileg samkoma i sinni röð. Samkoman var haidin í Konserthöllinni, eða Oddfellowa höllinni, sem nú er kölluð. Af konungsfólkinu, sem við var statt, er getið um Valdemar prins og Maríu prinsessu og Kristján prins. Þar voru flestallir ráðgjaf- arnir og flestir prófessorar við háskólann. — Margt var þar af íslendingum. Alls vóru þar um 1600 manna. Fyrst var leikið með orkestri „Det er et yndigt Land“ og lagið við þjóðsálm íslend inga eftir Svb. Sveinbjörnsson („Ó guð vors Iands“). Þar næst stóð upp kammerherra Krogh, formaður túristafólagsins, og bauð alla velkomna, og mintist um leið stúdentafarar- innar til íslands og Færeyja, og þess verk- efnis, sem fyrir hendi væri i sambandi við hana. Þá hélt próf. dr. phil. Finnur Jónsson fróð- legan fyrirlestur um Island og menningu þess; mintist sórstaklega á tvísönginn islenzka, sem er' fyrir löngu dáinn út annarsstaðar i heiminum, en var tiðkaður fyrir nærfelt 1000 árum, og er fyrsta tilraun að syngja með fleir- um en einni rödd. Hann vísaði til bókar eft- ir dr. Hammerich um það efni. Öllum þótti tvisöngurinn einkennilegur og þótti mikið gaman að drykkjuvísu Eggerts Óiafssonar „Ó mín flaskan fríða“, sem -Olaf Hansen hafði snarað á dönsku og hljóðar þá svo: Flaske, du min rare Tröst, Strabads og Fare taaler jeg naar bare der er noget i Dig. Vil et Kys Du gi’ mig? Sikken söd og blöd Söd og blöd Trut Du böd. Saadan kan jeg li’ Dig. „ísland farsælda frón“ vakti líka mikla eft- irtekt. En yfirleitt fanst mönnum hvergi nærri eins mikið um tvísönginn eins og jjóðlögin og jafnvel lög íslenzkra tónskálda. Söngnum stýrði stud. jur. Sigfús Einarsson; segja blöðin, að honum hafi farið það snildar- vei úr hendi. 16 íslenzkir etúdentar sungn. Stud. jur. Jón H. Sveinbjörnsson söng eolo íslenzk þjóðlög, „Bára blá“ og „Ólafur reið með björgum fram“, og er svo að sjá, sem langmest hafi þótt koma til þessara þjóðlaga; varð að syngja þau hvað eftir annað; þóttu þau mjög „fín" og einkennileg og jafnframt stórkostleg og hrífandi; þótti vera fornaldar- blær yfir þeim og jafnvel öllu sem íslending- ar sungu. Af nýjum íslenzkum lögum þótti mest varið í „Við hafið“ eftir Jónas Helga- son, og þar næst „Skarphóðinn“ eftir Helga Helgason, og eru þessi lög bæði lofuð í blöð- unum. Öll blöð, bæði hægri og vinstri manna, fara hlýlegum orðum um Islendinga og samkomu þessa, en minst finst „Social Demo kraten“ og „Folkets Avis“ um hana. „Folkets Avis“ iætur lítið yfir söng Islendinga, þó hann só ein- kennilegur; segir líka söngrödd ísl. ólika rödd Dana; lögin séu þur og hörð og einhljóma; það sé lítill hlýindablær yfir þeim, eins og yfir Islandi sjálfu. . Þessu mætti líklega svara með orðum, sem standa í blaðinu „Börsen“ um samkomuna og mjög er velviljað Islandi, aðmarga af þeim sem viðstaddir voru hafi vantað undirbúningsþekk- inguna til að skilja sönginn til hlítar. Dóxnar í landsyfirdóminum. Mánudag- inn 25. f. m. var kveðinn upp dómur í máli, sem kand. jur. Hannes A. Thorsteinsson höfðaði í hittið fyrra á kaupm. Ben. S. Þórarinsson hér í bænum fyrit Þóraíinn E. Talinius í Khöfn. Þórarinn hafði verið verzlunarerindreki Bene- dikts í 7 mánuði árið 1898. Var Ben. þá orð- inn svo ánægður við verzlunarerindrekani', að hann hætti við hanu eftir 7 mánaða viðskifti. — Loks greindi þá á um 80 kr. 11 au., sem Þór. þóttist eiga hjá Ben., en Bsn. neitaði að borga þessa upphæð vegna þess, að hann hefði sent Þór. um 60 kr. virði i tómum mjöl- sekkjum og öiflöskum og kössum, sem verziun- arvenja væri að endurskiia, og ank þess væri sér ofreiknaðar um 20 kr. í keyrslu og vinnu- launum, sem hann hélt fram, að Þór. hefði aldrei lagt út fyrir sig, með því að stórkaupm. sem keypt væri hjá sendu vöru sína kauplaust um borð. Þessu gat Þór. aldrei mótmælt með rökum né sannað hið gagnstæða. — Megninu af endursendu vörunum (52 kr. 64 au.) neitaði Þór. að hafa tekið við, þangað til málið var fyrir yflrrétti og Ben. var búinn að fá staðfesta skýrsiu „Sameinaðagufuskipaféiagsins" og vott- orð tollstjóra i Khöfn um, að Þór. hefði kvittað fyrir þessár vörur á réttum tíma; þáloks með- gekk Þór. að hafa tekið á móti vörunum. Yfirdómurinn dæmdi því rétt vera: „Stefndi Benedikt S. Þórarinsson k^upmaður á fyrir kröfum og kærum áfrýjanda Hannesar Tiiorsteins- 8on fyrir hönd Thor. E. Tniinius stórkaupmanns sýkn að vera. Áfíýandi Hannes Thorsteinsson fyrir hönd Thor. E. Tulinius greiði stefuda i málskostnað 80 kr. — áttatíu— krónur, er lúk- ist innan 8 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri laga aðför“. Sama dag var dærat í málinu Bogi Magnús- son í Bauðseyjum gegn * verslunarstj. Leonh. Tangs i Stykkishólmi. Málið hafði verið dæmt fyrir gestarétti Snæfelisnessýslu 12. okt. 1899, en síðan var málið dæmt í yfirdómi 2. júlí 1 sumer og gestaréttaidómurinu staðfestur. Nú hifði málaflutningsmaður áfrýjandsns af lögspeki sinni áfrýjað aftur þessum sama gestaréttar- dómi til yfirdómsins og var málinn frá visað sem nærri má geta, þar sem áður var búið að dæma það. Áfrýjardinn var því dæmdur í 25 kr. málskostnað og í 30 kr. sekt fyrir óþarfa máleýfing og málflutningsm. Einar Benediktsson f 10 kr. sekt fyrir ósæmilegan rithátt. Stórgjöf til íslands. Hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður C. Liebe hrfði gefið íslandi 10,000 kr. í skuldabréfum á vöxfcum (4°/0), og fengu eifirgjarnir íelenzka ráðaneytinu fé þefctameð þeim ummælum, að höfuðstóll verði óeyddur og nefnist „Styrktarsjóður geheimeetazráðs C, Liebe“, en vöxtum verði varið eftir ákvörð- un ráðaneytisins til efnalegra framfara á Is- landi. — Ráðaneytið lagði síðan til að Bún- aðarfélag landsinshefðiumráðvaxfcanna, og hef- irnúfélagið ákveðið, að verja þessum 400 kr. ár- lega til að styrkja landbúnaðarnema (bændur), er leita sér frekari þekkingar í Danmörku eða öðrum löndum. Kvennaskólamál Húnv. og Skagfirðiuga. Á sýslunefndarfundi á Blöndós snemma í þ. m. var meðal annars rætt um kvennaskólamál Húnvetninga og Skagfirðinga. Gert var ráð fyrir, að byggja kvennaskóla á Blöndósi, sem kosta mundi 18—19 þúsund krónur, og að Snorri Jónseon á Oddeyri kæmi honum upp fyrir það verð (18600 kr.). Búist við að eign gamla skólans nemi heiming af því sem hinn nýi á að kosta. Þetta hefir mælzt misjafnlega fyrir, ekki sízt fyrir það, að nemendum þar hefir smáfækkað. Sagt er að frú Elínu Eyj- ólfsson sé ætlað forstöðukonustarfið, hverjar sem um sækja. Mjólkurmeðferð. Kensla i mjólkurmeðferð og smjörgerð fer fram á Hvanneyri í vetur sem kunnugt er; og eru þangað komnar millil0og20 stúlkur og giffar konur til þess náms. Sagt er að barón Boileau á Hvítárvöllum ætli að stofua mjólkurbú í vor og hafa 50 kýr á búi; leggja nágrannar hans til nokkuð af þeim í félagi við hann. Rjómabúi stendur til að koraa á í Hruna- mannahreppi, og gert ráð fyrir að það verði í Birtingaholti hjá Ágúst bónda Helgasyni. Mjólkurbú Ytrahreppsmanna (hið fyrsta á landinu) fekk í haust 80-90 a. fyrir smjörpundið brúttó. Kaupfélag nýtt. Úr Árnessýslu ofanverðri er skrifað: „Vísir til kaapfélags er að spretta hér upp, og ætlar að hafa kaupmann P. J. Thorsteinsson í Bíldudal fyrir umboðsmann; hefir hann boðið mjög gott verð á nauðsyuja- vörum. Aflabrðgð á þilskip eru nokkað misjöfn, síða8t rýr vegaa ógæfta. Austanfjalls er tregt um afla nema i Þorlákshöfn ; er þó sjór sóttur mjög á Eyrarbakka og Stokkseyri, og gæftir hafa verið góðar lengi. — Undir Jökli voru hlutir orðuir 5—11 huudruð er síðast frétt- ist (þorskur og ýsa). Skipströnd. Hinn 24. marz síðast liðlun straudaði á Grímsstaðafjöru í Meðallandi bocn- vörpuskipið „Lindsey" frá Grimsby, tilheyrandi Lindsey Fish Company. Skipshöfnin, 13 að tölu, bjargaðist, en iitlu sem eagu varð bjargað af farminum eða neinum af munum akipsins. Skips- höfnin var send til Englands nú með „Vestu“. Uppboð á því, sera bjargað hefir verið af skip- inu og sömuleiðis á skipinu sjálfu, hafði sýslu- maður ráðgert að halda 1. þ. m. með væatan- legu samþykki vátryggenda skipsins. Skarlatssóttin virðist vera í rénun hér í bænum. En á Eyrarbakka hafa fjögur heimili í einu orðið veik nýlega, eftir því sem héraðs- læknir hefir auglýst. í Raugárvailasýslu og annarsstaðar í Árnessýslu er engin skarlats- sótt. Mormónar. Á langafrjádagskveld æfcluðu tveir mormónskir postular (biskupar) að boða sinn fagnaðarlærdóm í „Báru“-(fólags)húsinu bér í bænum. Þar varð húsfyllir, en bisk- uparnir fengu engu orði upp komíð fyrir ó- hljóðum og plpnablæstri áhorfenda, og kast- aði einhver úldnum eggjum beint framan í ásjónur biskupanna. Loks tóksfc að feía þá og sluppu þeir því óskemdir. Talsverðar skemdir urðu í húsinu, bekkir mölbrotnir og gluggar o. s. frv. Lögregluþjónn, sem við var staddur, gafc ekki við neitt ráðið. Hefðurssamsæti. Hér um daginn vóru Helga kaupm. Helgasyni haldin tvö heiðurs- samsæti í minningu þess, að 25 ár voru liðin frá stofnnn Hornleikarafélagsins hér í bænum. Dáinn 19. marz að Laufási presturinn séra Magnús Jónsson, á 78. ári, fæddur í Kristnesi í Eyjafirði 1828. Foreldrar hans Jón Jónsson og Sigríður Davíðsdóttir bjuggu þar, en fluttu síðar að Víðimýri í Skagafirði. Hann var út- skrifaður úr Reykjavíkur skóia 1853, en tók embættispróf á prestaskólanum 1857, og var vígður aðstoðarprestur til séra Skúla Tómasson- ar í Múla s. á., fekk Hof á Skagaströnd 1860, Skorrastað í Norðfirði 1867, Grenjaðarstað 1876, en fór þangað ekki, og Laufás 1884. Með konu sinni Vilborgu Sigurðardóttur, sem lifir hann, átti hann 4 börn sem á lífi eru: Jón iandritari, Sigurður stud. med. & chir., Ingi- björg kona séra Björns aðstoðarprests í Laufási og Sigriður ógift í Reykjavík. Séra Magnús var vaimenni og vel að sér i mörgu. Hann var einn hiun fyrsti og allan síðari hluta æfi sinn- ar hinn ötuiasti forgöngumaður bindindishreyf- ingarinnar hér á landi. Eftir hann liggja ýms prentuð rit, og er þeirra mest „Bindindisfræði11, en auk hennar hefir hann ritað margar ritgerð- ir um bindindi í biöðum og sérstakar. Eftir hann eru og „Tækifærisræður" prentaðar, og „Leiðarvisir11 í stafsetningu og ýmislegt fleira.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.