Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 26.04.1901, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í yiku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l’/j do!l.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skriflog)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kanpandi þá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XYIII. árg. Reykjavík, 26. apríl 1901. lír. 16. Ben. S. Þórarinsson kaupm. í Reykjavík er umboðsmaður á Suðurlandl fyrir ullarTerksmiðjuna Aalgaard í Noregi. Allir, sem 'þur'fa, eða œtla eða vilja senda ull til að láta vinna úr, ættu að snúa sér til lians. Þessi verksmiðja er bœði elzt og bezt í Noregi,- og vinnur ódýrast. I=eir, sem vilja panta frá mér VÍH og ÍDÍrlilStÓlíl, eru beðn. ir að senda borgun fyrir fram. Vörurnar verða svo sendar þeim kostnaðarlaust á hverja þá höfn á landinu, sem strandferðaskipin koma á. Ben, S. pórarinsson. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanbuiði við gæðin. WfT Fæst hjá kaupmönnunum. Landsbankinn oropinn hvorn yirkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og eiuni Btnndu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i LandBbankabÚBÍnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á aunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns SveinsBonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Frá útlöudum. Iíína. Fyrir skömmu hefir staðið skýrsla í ’Times' um hernaðaraðfarir stórveldanna í Kina. Þessi skýrsla er tekin eftir frásögn sjónar- votta. Þar segir svo: Þegar sambandsherinn var á leiðinni til Peking frömdu herdeildir stór- veldanna djöfullegustu grimdarverk Áu þess nokkur skyasamleg ástæða væri til, voru þorp og kaupstaðir breudir til ösku og alt landið umhverfis lagt i eyði. Rússar og Þjóðverjar frömdu mestu ódáða- verkin. Englendingar, J:panar og Ameríku- menn þyrmdu þó mönnum, en Rússar og Þjóðverjar drépu hvern Kínverja sem þeir j gátu hönd á fest. Þeir brytjuðu líka niður konur og börn, og fóru áður svívirðilega með konurnar. Þeir myrtu fólkið af illmensku tómri og lögðu eld í hús og þorp af eintómu tortímingaræði. Þegar þeir höfðu „frelsað“ Pekiug, eins og þeir komust að orði, tóku þeir til óspiltra málanna að ræna borgina með innilegum á- huga. Þá var ekki um annað talað en rán, og þaðan voru gerðar „ránferðir“ — þeir köll- uðu þær svo sjálfir — víðsvegar um landið. Það voru ekki hermennirnir einir, heldur fjöldi af þeim útlendingum, sem eiga heima í Kína, sem tóku þátt í ránunum, og kvenfólkið stal öllu sem steini var Iéttara, til þess að láta ekki sitt eftir liggja. Þeir létu greipur sópa um alls konar verðmæta muni, sem þeir gátu klófest, og seldu þýfið úti fyrir sandiherrahúsinu. Ránin vóru nýr atvinnuvegur, sem hermennirnir settu á stofn handa sér og útlendingunum í Kína, og var því öllu ráðvíslega niðurskipað. Svo segir „Times“, og er þessi skýrsla þess blaðs alveg samkvæm því, sem önnur blöð segja frá, t. d. þýzka blaðið „Vorworts“. Það hefir verið orð í tima talað, er Vilhjálmur keisari benti á dæmi Atla Húnakonungs og þeirra Húnanna, sem vert væri að breyta eft- ir í þessum ófriði. — Stórveldin hafa látið sér það að kenningu verða. Friðarsamningunum í Kína er enn ólokið. Fillppseyjar. Þess hefir verið getið, að Bandaríkjamenn hefðu náð Aguinaldo á sitt vald, frelsishetju Filippseyinga. En ekki var það gert með herkænsku eða drengskap. Ævintýramaður frá Ameríku og deildar- foringi í sjálfboðaliðinu, Funston að nafni, náði nokkrum Filippseyingum (Tugelum) á sitt vald. Hann fór vel með þá og náði með því hylli þeirra. Síðan ginti hann þá með fégjöfum til að fara með hann og nokkra hermenn af iiði Bandaríkjamauna heim í tjald Aguiualdos hers- höfðingja í dnlarklæðum. Varðmenn Aguin- aldos áttu eér einkis ótta von; var konum þeg- ar fleygt riðnr f g hann keyrður í bönd og færð- ur hershöfðingja Ameríkumanna. Þetta varð að lokum sigur Ameríkumanna yfir þessari litlu þjóð, sem hafði í mesta lagi 30,000 vígra manna. Ameríkumenn Iétu mikið yfir sér er þessi sigur var unninn. En misjafnlega mæltist hann fyrir. Þeir revndu þá að bera út ýmsan ó- hróður um Aguinaldo, svo sem það, að hann hefði kviksett handtekna menn, en það hefir reynst tilhæfulaus uppspnni. Funston var gerður að hetju og átti jafn- vel að gera hann að hershöfðingja fyrir vikið. En það tókst ekki. Tiltæki hans fór að mæl- ast illa fyrir, og verður ekki honum til frægðar, þó það hafi líklega orðið honum til fjár. Ekki er það enn talið fullvíst, að ófriðn- um sé hætt, þó Aguinaldo hafi verið tek- inn. Hann er nú í haidi og verður honum ekki slept, þó hann haíi verið látinn sverja trúnað- areið. En gert er ráð fyrir, að hann verði sæmilega haldins. Rússland. Rússakeisari hefir kvatt áttræð- an hershöfðingja, sem Wannowski heitir, til að vera kenslumáiaráðherra í stað þess sem drep- inn var. í keisarabréfinu, sem kveður hann til ráðgjafa embættisins, er svo að orði komist: „Á síðari árum hefir það orðið Ijóst, að menta- málum vorum er talsvert ábótavant, og álít eg því þörf að koma tafarlaust á gagngerðum umbótum í þeirri grein. Eg met mjög mikils hæfileika yðar til stjórnarstarfa, yðar miklu reynslu og hleypidómalausa hugsunarhátt, og hefi eg því kjörið yður til að vera samverka- maður minn að því, að yngja upp og endur- bæta skólatilhögunina hér i landi. Óskandi væri, að foreidrar og forráðamenn, þeir sem fremstir allra eru skyldir að ala önn fyrir börnunum, styddu þessa viðleitni vora. Þá mun sá tími brátt fara í hönd, að eg og þjóðin öll getur með ánægju og gleði horft á hina upprennandi kynslóð, sem föðurlandið byggir á vonir sínar og eru traust þess á ókom- inni tíð“. Orð keisarans virðast hér benda á, að hann ætli sér að gera víðtækar umbætnr á kenslu- máíum á Russlandi, sem eru svo mjög vanrækt. Ea þó verður ekki mikils vænzt af hinum nýja ráðherra. Hann hefir alla síua æíi átt við hern- aðarmál og var síðast hermáiaráðherra. Það er því ólíklegt, að þessi gamli maður sé fær um að gera neinar endurbætur í þessari grein, sem teljandi sé. En ekki er það með öllu óhugsandi, að honum kynni að ávinnast eitt- hvað, því maðurinu hefir verið álitinn frjáls- lyndur og góður maður. „Times“ hefir birt bréf frá Leo Tolstoi til Rúasakeisara, sem sagt er að hann hafi skrif- að meðan hann lá hættast í vetur, en nú er hann kominn á fætur aftur. Þar skorar hann á keisara að leyfa ellefu konum að fiytja til manna sinna, sem eru í útlegð í Síberíu við harðan kost vegna trúarskoðana sinna, og brýn- ir fyrir keisara að neraa það úr lögum, að mönnum sé refsað fyrir trúarinnar sakir. Sagt er, að Japanar hóti illu, ef Rússar seilist nokkuð til Hansjúríu, og gerir það Rússa deiga. Frakkland. Nú hefir Waldeck-Rousseau og fylgismönnum hans loks tekist að Ieiða í lög þá breytingu á hinum eldri skólalögum, sem sviftir prestana algerlega þeim ráðnm, sem þeir hafa lengi haft þar yfir skólum og kenslu og talin hafa verið til mesta meins fyrir Frakkland. Verkfall mikið hefir verið í Marseille. Heimt- uðn verkmenn að vinnutíminn yrði styttur og hafður 8 tímar. Þegar síðast fréttist var þó verkfall þetta að lagast, með fram fyrir milli- göngu stjórnarinnar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.