Fjallkonan


Fjallkonan - 15.05.1901, Page 4

Fjallkonan - 15.05.1901, Page 4
4 FJALLKONAN. óskar að hið alþekta góða KGX, sem hún hefir á boðstólum, komist inn á hvert heimili. Ef einnig er keypt þar hið óvanalega góða Margarine „Prime“ og hinn góði, en þó ódýri „Grouda-Ostur“ þá mun ekki hægt að borða sig saddan á ljúffengari eða ódýrari mat. þessi 3 árin: 1 „Girand Prix“, 1 ríkisverðlaun, 7 heiðursmerki (hin æðstu), 30 fyrstu verðlaun; og enn ýms önnur sæmdarmerki. I^jrrilsliilvlnciurnar hafa reynst vel á íslandi. Yér erum sannfærðir um, að eigi eru aðrar skilvindur betri og því engin ástæða að hlaupa eftir auglýsingagumi um óþektar skilvélar. Sannleikurinn er sagna beztur, en skrum skaðvænlegt. Pantið Þyrilskilvindur lijá þeiin sem þér skiftið við. II flllillHlI eru allar vörur seldar mjög ód^rar. Þar fæst enn þá Bankabygg, Ertur, Hrísgrjón, Hafra- IlljÖl og Flórilljölið, sem allir dást að, bæði hvað verð og gæði snertir. — Kaðlar allar stærðir, skipmaillisgarn tvíþætt og þríþætt. — Færi allskonar og hið góða alþekta KCX. Enn fremur Cemcnt — Dania og Portland — óleskjað Kalk. Farfavörnr aiiskonar mjög góðar og ódýrar, Fernisolía, Terp- entilia og Kíttí. Saumur, allar stærðir, dúkkaður og ódúkkaður. Pappi allskonar innan og utanhúss. Baðlyf hið bezta sem brúk- ast á Englandi, mjög ódýrt. — Skrár og Lamir ýmsar tegundir. Allar vörurnar eru af TDÐZtU tegUUCLum og svo ódýrar, að ótrúlegt þykir. — Það borgar sig að koma þangað áður en keypt er annarsstaðar. — Hvaða skilvindu á ég að kaupa? Það er fullvíst, að skilvindan „Perfect", sem mikið er gumað af nú á dögum, fékk ekki „G-rand Prix“ á heimssýningunni í París 1901 af því, að hún væri reynd; enda vita fróðir menn ekki til, að hún hafi verið reynd á Frakklandi fyrir þann tíma. Af Vjyvi 1 stlx i 1 vi ~nrlii m (Kroneseperatorer) frá Svenska Centrifug-Aktiebolaget í Stokkbólmi hafði þá verið selt í Frakk- landi um 2000 (nú nál. 3000), og þær líkað mjög vel. Frakkar höfðu áður haft í miklum metum skilvindu, sem kallast „Melotte"; var húnreynd til jafnaðar við Þyrilskilvindur í Le Nans 1899; báru Þyrilskilvindurnar sigur úr býtum, og fengu þá gullverðlaunapening. I^yrÍlsKÍlVÍUCÍUmar fengu hæstu verð- laun („Orand Prix“) á sýningunni í París 1900 fyrir hve vel þær hafa reynst á Frakklandi, en ekki af þvi að þær væru smíðaðar af stærstu skipsbyggingarstöð á Norðurlöndum. ]L»yrÍlsli.ÍlVÍUCÍUr vóru fyrst gerðar árið 1898. Til ársloka 1900 var selt af þeim um 23,000 og höfðu þær þá fengið ) Vottorð. Eftir að ég í mörg ár hafði þjáðst af hjartslætti, taugaveik- lau, höfuðþyugslum og svefn- leysi fór ég að reyna Kína- lífs-elixír hr. Valdemars Peter- sens, og varð ég þá þegar vör svo mikils bata, að ég er nú fyllilega sannfærð um að ég hefi hitt hið rétta meðal við veiki minni. Haukadal, Guðrún Eyjólfsióttir ekkja. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokkurrar tollhækkunar svo að verðið er ekki nema eins og áður 1 kr. 50 a, flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ektaKína-lifs-elixír,eru kaupendur beðnir að líta vel eftir því, að vf' standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið:Valdemar Petersen Nyv. 16. Kjöbenhavn. Danmark. ,JLJL AAÁ A. Jl. Perfect og Þyrilskilvindan. í Fjallk. stendur fyrir nokkru auglýsing, þar sem verið er að hrósa hinni sænska svo nefndn Þyrilskilvindu, um leið og hin danska skilvinda „PERFECT11 sem f-kk hæstu verðlaun á heimssýn- ingunni í París 1900, er nídd á ósæmilegan hátt. Skal í því til- efni skýrt frá, að „P E R F E C Tu-skilvindan er DANSKT smíði. „PERFECT1 er tilbúin af BURMEISTER &WAIN í Kaupmannahöfn, sem er mest skipa- og maskínu-verksmiðja á Norðurlöndum. „PERFECT“ er verðlaunuð með „grand prix“ í Parisarborg 1900, og mótsettur framburður er ósannindi, vísvitandi. ÞYRILSKILVINDAN fekk ekki „grand prix“; þar á móti fekk hinn frakkneski agent, sem félagið hefir, þessi heiðurslaun fyrir sýn- ingu sínaá mjólkuráhöldum. „PER- FECT“ hefir allstaðar og með yfir- burðum sigrað Þyrilskilvinduna, og við samkepni, sem haldin var fyrir fám dögum í Warschaw í Póllandi, bar hún að vanda sigur- inn úr býtum yfir Þyrilskilvinduna, sem varð nr. 3 við rannsóknirnar. „PERFECT11 er ágætt og traust danskt smíði. „PERFECT“ talar fyrir sig sjálf. Burmeister & Wain er hin fyrsta verksmiðja, sem fyrir meir en 20 árum síðan byrjaði að smíða skil- vindur undir umsjón 0(x FYRIR HYÖT HINS NAFNFRÆGrA DÓ- SENTS FJORD, en sænska Þyril- skilvinduverksmiðjan hefir að eins fárra ára reynslu. Ennfremur skal skýrt frá, að hinu sænska Separator-félagi, sem hefir ráðist á „PERFECT“-skilvind- una með ósannindum, hefir nýlega, gegnum hina norsku fuiltrúa sína, verið refsað með 1100 króna sekt fyrir ósanna Reklame, og er grein sú, er um það hljóðar, dæmd dauð og ómerk. Að svo mæltu felum vér öruggir hverjum heiðvirðum lesara að dæma um þýðinguna af árás þeirri, er er gjörð hefir verið á hendur hinni dönsku skilvindu „PERFECT". Grand prix í Parísarborg 1900. Útgefandi: Yald. Ásmnndsson. Félagsprentsmiðjan. 26 „Eg heiti Páll Willner og er ráðsmaður í Damsjö. Ef yður liggur á getið þér ætíð leitað til mín“. „Mig grunaði þetta“, sagði beiningamaðurinn. „Eg þekki svip- inn. Úr því forsjónin hefir nú leitt yður hingað, skuluð þér verða verkfæri í hendi mér til þess að framkvæma áform mitt, hvort sem þér viljið eða ekki. Að svo mæltu fór beiningamaðurinn ieið sína. 4. Föðurbróðir og bróðurson. Nokkurir dagar vóru nú liðnir frá hátíðarhaidinu í Homdöl- um. Höfuðbólið Hringnes er hálfa mílu frá kirkjunni í útjaðri sóknarinnar. Jörðin er metin 4 manntöl1), og stendur bæTÍnn við dálítið stöðuvatn, sem trén í garðinum við húsið spegla sig í. Húsakynnin eru í tígulegum stíl, en ekki mjög stór, og liggja að baki stórum garði, þar sem plantaðar lindir og álmar veita þægi- lega forsælu og svölun, þegar sezt er niður á bekkina, sem eru svo að segja undir hverju tré. Hæfilega langt frá bænum standa stór og vel umgengin útihús. Majór Riisensköld átti Hringnes og bjó þar. Hann var gam- all hermaður, og heilsa hans og fjör var nóg til þess að hann hefði enn getað gegnt herþjónustu. Hann hafði þó fengið lausn, 1) „Manntal" er jarðamatseiningin í Svíþjóð, eins og „tunnuland" (1 tnnna hartkorns) i Danmörku og Bskyldardalir“ (akylddaler) i Noregi. 27 ekki samt af þvi, að hann væri ieiður á þeirri stöðu, heldur tii þess að hjálpa kunningja sínum, sem gat búizt við að komast í stöðu hans, og með fram til þess að geta stundað búskapinn ein- göngu, því majórinn var duglegur búmaður, og af því að hann átti talsverða peninga auk þess, sem hann átti jörðina, gat hann gert ýmsar nýjar tilraunir í búskapnum, sem venjulega tókust vel af því þær vóru með ráði gerðar. Majórinn hafði átt bróður og systur, og vóru þau bæði dáin. Bróðir hans hafði verið fjáður vel, og átti hann son, sem vegna uppeldisbrests hafði ekki getað orðið meira en undirforingi i her- deild þeirri sem faðir hans var í. En sá soliur, sem hann hafði komizt í, var honum ekki hollur, jafn-léttúðarfullum og hann var; eftir fáein ár hafði hann með spilum og slarki eyþt arfi sínum og lent í okrara-klóm, og lánardrotnar hans höfðu þungan hug á þess- um þrítuga manni. Hann hafði augastað á ríku ekkjunni í Dam- sjö, og var það eina vonin hans, að hún gæti bjargað honum úr kröggunum; faðir hennar, prófessorinn, hafði líka látið hann skilja á sér, að hann fyrir sitt leyti hefði ekki á móti því. Hann vissi hvað hann ætlaði sér. Nú reið hinum unga manni á því, að ver- jast áföllum þangað til þessi ráðahagur tækist, og vænti hann nú að föðurbróðir sinn mundi hjálpa sér til þess. Hann dró engan efa á að barónsekkjan mundi taka sér, manni af göfugum ættum og á bezta aldri, þó hann væri reyndar orðinn meira saddur af lif- inu en skyldi. Systurdóttir majórsins, Emma Ankarstrále, var gott og elsku- legt náttúrubarn, Faðir hennar hafði verið sýslumaður langt í

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.