Fjallkonan


Fjallkonan - 23.05.1901, Síða 2

Fjallkonan - 23.05.1901, Síða 2
8 fjall;k;onan. nefndin jafna niður á alla húsráðendur skóla- héraðsins eftir efhum og ástæðum. Niðurjöfn- un þessari má áfrýja til sýslunefndar, sem þar hefir fullnaðarvald til úrskurðar. Sýslumað- ur er skyldur að innheimta allar tekjur skóla- sjóðsins eftir skýrslum frá skólanefndinni. 8. gr. Jafnóðum og skólar þeir sem talað er um í lögum þessum eru komnir á, skulu öll börn, frá þyí að þau eru 10 ára til þess þau eru 14 ára, skyld til að vera í barna- skóla og njóta þar tilsagnar í 4 vetur. Óhlýðn- ist foreldrar eða aðrir þessari skyldu, þá má beita við þá sektum frá 100 upp i ‘200 kr., er renna í skólasjóð, Undanþegnir þessu eru þá þeir sem sanna fyrir skóianefndinni að börnin hafi jafngóða tilsögn annarsstaðar. Greti foreldrar eigi sjálfir borgað með börn- um sínum skal greiða kostnaðinn úr sveitar- sjóði. 9. gr. Kenslugreinir í barnaskólum skulu 'vera: lestur, kristindómur (kver og biblíu- sögur), reikningur, skrift, teiknun, landfræð- isyfirlit, lýsing Islands, náttúrufræðiságrip sérstaklega með hliðsjón af náttúru íslands, mannkynssaga, íslandssaga, ágrip af búskap- arfræði, söngur og íslenzka (sérstaklega rétt- ritun og kvæðanám). Biskup landsins semur reglugjörð fyrir skólana i samráði við for- stöðumann kennaraskólans. Tvö próf skal árlega halda yfir börnunum: miðsvetrarpróf á miðjum skólatimanum og vorpróf við lok skól- atimans. Yið prófin skal prófastur verapróf- dómari og prestur sá sem skólanefndin velur til þess. Fyrir ómak sitt hefir prófastur 3 kr. á dag, er borgast úr skólasjóði. 10. gr. Inntökuskilyrði í barnaskóla skulu vera: 1. að börnin séu nokkurnveginn læs, 2.að þau kunni dálítið að skrifa, 3. hafi lært hin- ar fjórar reikningsaðferðir í heilum tölum og 4. séu byrjuð á að nema kver og bibliusög- ur. Byrja skal að kenna börnum að lesa og skrifa eigi siðar en 5 ára gömlum, en reikn- ing er þau eru 7 ára og kristindóminn er þau eru 8 ára. Yfir börnum þeim sem eru innan 10 ára skal skólastjóri halda próf tvi- svar á vetri, i janúar og apríl. Próf þessi skulu haldin i skólahúsum og ailir ibúar skóla- héraðsins, er börn hafa til umráða, skyldir að færa þau þangað, en sóknarprestur og und- irkennari eru prófdómendur. Þeir húsbænd- ur, er eigi hafa seð börnum sínum fyrir nægri kenslu eftir aldri, skulu sæta sektum er renna í skólasjóð. Taka má börn frá van- rækslusömum húsbændum og koma þeim fyr- ir annarsstaðar upp á kostnað þeirra. 11. gr. Skólanefndin heldur árlega2 fundi með sér, annan í maí og hinn í september til að ráðgast um nauðsynjar skólans næsta kenslu- timabil. Hún heldur þar að auki fundi svo oft sem þurfa þykir, og geta 10 bændur á skólasvæðinu heimtað, að hún hafi með sér aukafund, ef þeim virðist nauðsyn á, að eitt- hvert skólamálefni sé tekið til meðferðar sem allra fyrst. í maímán. ár hvert semur skóla- nefndin reikning yfir tekjur og gjöld skóla- sjóðs undanfarið skólaár og sendir hann sýslu- manni fil yfirskoðunar. Þá semur nefndin einnig áætlun um tekjur og gjöld skólans fyrir komandi skólaár og sendir hana sýslu- manni. Með áætlun þessari fylgir niðurjöfn- un skólagjaldanna, eftir efnum og ástæðum, fyrir komandi skólaár. 12. gr. Fyrir lok ágústmánaðar ár hvert skulu allir þeir á skólasvæðinu, sem ráða yf- ir bömum á hinum tiltekna skólaaldri, til- kynna skólanefndinni skriflega, að þeir sæki um kenslu fyrir börn sín i skólanum næsta vetur. Þá skulu þeir og skýra skólanefnd- inni frá, ef þeir ætla sér að borga meðlagið með börnum sínum í matvælum sem þeir flytja til skólans, og hversu mikið verði af hverri tegund fyrir sig. Sjái skólanefndin sér fært, tekur hún sér þessa borgun gilda Öidungis eins og peninga. Einnig er henni heimilt, að taka borgunina í lifandi sláturfé og innskrift í kaupstaðarreikningi. 13. gr. í september mánuði ár hvert sem- ur skólanefndin lestöflu fyrir skólann í sam- ráði við skólastjórann, og leggur á ráðin um fyrirkomulag kenslunnar á næsta vetri.. Þá skal ráðskona vera ráðin fyrir veturinn og annað verkafólk, og alt svo vel undirbúið, að skólahaldið geti byrjað með reglu á réttum tíma. Fela skal skólanefndin einum manni úr flokki sínum að hafa á hendi innkaup fyrir skólann. Skólakennarar og ráðskonan geta eigi sagt upp starfa sínum með minna en 6 mánaða fyrirvara. Sama fyrirvara eiga og þessir starfs- menn skólans heimtingu á, ef skólanefndin seg- ir þeim upp þjónustunni. Skólastjóri semur á hverju ári skýrslur um kennslustarfið í skólanum og afhendir skólanefndmni, en hún sendir svo biskupi. Skólastjóri hefir rétt til að vera organsleikari við sóknarkirkju skól- ans vilji hann það gera, en annars hefir und- irkennari rétt til þess. Borgun fyrir þann starfa er 1 kr. 50 a. fyrir hvern messudag á sóknarkirkjunni. Það væri líklega öll þörf, að setja milli- þinganefnd i þetta stórmál, og sú nefnd þyrfti að kynna sér vel skólalög Dana, Svía, Norð- manna og Finna, og ef til vill fleiri þjóða. Af þeim má eflaust margt læra. Jóli. L. L. Jóliannsson. „Skilnaður ríkis og kirkju.“ Athngasemdir við greinina með þeirri yfirskrift í Fjallk. 26. f. m. Grein þessi er fitjuð upp úr orðum, er tilfærð eru úr þingræðu eftir mig 1899. Orð- in eru tekin út úr ræðunni á tveim stöðum, — á fyrra staðnum svohljóðandi málsgrein: „eg ann frikirkjuhugmyndinni, sem fagurri og réttri hugsjón, er kirkjan öll í víðri veröld eigi að stefna að“, — á síðari staðnum um- mæli um, hvað mér fyrir mörgum árum (þ. e. áður en sálmabókin og aðrar seinni ára lífs- og starfshreyfingar þjóðkirkjunnar komu til sögunnar) hafi fundist um vort kirkjulega á- stand, og hvernig eg þá mundi hafa greitt atkvæði um skilnað ríkis og kirkju ef til hefði komið. Mér þykir greinarhöfundurinn haía gert helzti mikið veður út af þessum orðum. Eg á að hafa talað þau með þeirri sérstöku til- ætlan, „að þau hljómuðu ekki að eins í þing- salnum, heldur bærust um alt landu; — eng- inn þingmaður á að hafa fundið ástæðu til að hafa á móti þeim; þeir eiga allir að „hafa kannast við sannleikann i þessu efni“. Jafnharðan setur greinarhöfundurinn Qór- ar spurningar: 1. „Eru ekki fullkomin dauða- mörk yfir þjóðkirkjunni?“ Eg svara: nei, — greinilegri og gleðilegri lífsmörk, en ef til vill nokkru sinni. 2. „Hefir kristilegt trúar- líf dafnað siðan fyrir 10—15árum“. Eg svara: til þess eru miklar likur. 3. Stendur fríkirk- jan vestan hafs nokkuð á baki þjóðkirkjunni heima?“ Eg svara: já, í því að ná ekki nema til brots af fólkinu, svo að heill hópur ungmenna fer á mis við uppfræðingu í krist- indómi. 4. „Standa prestar hennar ekki fult svo framarlega?“ Eg svara: jú, en tilfinnan- legur prestaskortur hefir fylgt fríkirkjufyrir- komulagi Yestur-íslendinga. Nú hleyp eg yfir nokkrar órökstuddar fullyrðingar og „presta-ágirnd“ höfundarins, en kem að höfuðatriðinu hjá honum, — þeirri spurning, „hvort mönnum ekki sýnist kominn tími til að fá numda burtu 45. gr. stjórnar- skrárinnar. Svo segir hann, að „ekki megi búast við, að prestarnir gangist fyrir slikri breytingu, því sem embættismenn ríkisins mega þeir það ekki“. En ekki kveðst hann efast um, að „margir af þeim muni hafa lika skoðun á þessu máli“ sem ég. Eg sé ekki að vit sé í þessum orðum samanbornum við upphaf greinarinnar, efþau ekki meðal annars þýða það, að eg álíti, „að tími sé til þess kominn að fá numda burt 45. gr. stjórnarskrárinnar og að sönnunin fyrir þessu felist 1 ummælum þeim, sem í upphafi máls seu tilfærð eftir mér úr þingræðunni. En þá hlýt eg, vegna þeirra er ekki hafa þingtíðindin lesið, að taka fram, að þau um- mæli eru slitin út úr sambandi þeirra við ræðu og röksemdir, því til sönnunar, að mis- ráðið væri og skaðvænlegt, að hrapa nú að baráttu fyrir skilnaði ríkis og kirkju. Þó að sú ræða, eins og fleiri ræður hinna síðustu daga þingsins, beri á sér ljós merki um of- þreytu ræðumanns, og líklega skrifaranna með, þá ber hún það þó greinilega með sér, að ræðumanni „sýndist ekki kominn tími til, að fá numda burt 45. gr. stjórnarskrárinnar.“ Greinarhöfundurinn hefir því með hinum tilfærðu orðum eftir mér, einangruðum út úr ræðusambandi, gefið það í skyn, sem ekki á sér stað, — gert það sennilegt, sem ekki er satt. — Til hvers? Görðum 14. maí 1901. Jens Pálsson. Heiðurssamsæti. Sunnudaginn 19. þ. m. var 70 ára afmæli skáldsins Steingríms Thor- steinssonar yfirkennara við lærða skólann og fluttu skolapiltar honum þá um morguninn kvæði. í sömu minning heldu ýmsir helztu borgarar bæjarins og nokkrar frúr, og fáein- ir aðrir, honum og frú hans heiðursamsæti i Iðnaðarmannahúsinu um kveldið. Eektor Björn M. Olsen mælti þar fyrir minni heið- ursgestsins og frúar hans og ýmsir fleiri heldu ræður. Samsætið stóð með góðum fagnaði fram á nótt. Kvæði var þar sungið, sem hér kemur, eft- ir Bjarna Jónsson kennara við lærða skólann: Á vögguna þína fyrst vorgeislinn ekein og vorgolan strauk pér um lokka, og þröstinn þfi hayrðir á gróandi grein og glaðróma hoiðlóar flokka. Því varð þér svo létt um þín vordagaljóð um vona og ástar og sólar glóð. 1 æskunni frelsisins vorómur var þér vinur, sem kært var að heyra, er kröfur um sjálfstæði sífelt hann bar og söng þær við landsmanna eyra. Því varðst Jrú svo óðsnjalir um íslanda hag og alvöru-kjarnyrt þitt þjóðvorslag. Og hafðu nfl þökk fyrir hörpunnar söng og hjartnæmu, þýðlegu slögin, því þó að þín ævi sé orðin svo löng þér aldregi döpruðust lögin. Og þökk fyrir trú þína á land og á lýð og ljóðbornar vonir um fegurri tíð. Og njóttu enn sjötugur vonar og vors sem værir þfl upp á þitt bezta, og njóttu enn aflgleði æskunnar þors, sem aldurinn rænir þó flesta. En ellin hin þnngstíga aldrei þér nær, því æskan í ljóðum þér sífelt hlær. TJll til útl. yerksmiðja. Á sýslunefndar- fundi Norður-Múlasýsiu i apríl komu fram skýrslur, er sýndu, að síðast liðið ár (1900) höfðu umboðsmenn útlendra (norskra) ullar- verksmiðja þar sent út 39184 pd. af ull til vinnu, borgað í peningum til verksmiðjanna 9000 kr. og innflutt fataefni frá verksmiðjunum fyrir 36,403 kr. 36 aura. — Á fundinum sam- þykti sýslunefndin í einu hljóði að benda á Seyðisfjörð sem þann stað, er bezt væri fall- inn til að vera aðsetur væntanlegrar klæða- verksmiðju og færði það til síns máls, að Seyðisfjörður stæði í sambandi við eitt fjár- ríkasta hérað landsins, að á fám stöðum á landinu mundi vatnsafl öllu handhægara en á Seyðisfirði og að samgöngur innanlands og við útlönd væru langbeztar frá Seyðisfirði.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.