Fjallkonan


Fjallkonan - 21.06.1901, Side 1

Fjallkonan - 21.06.1901, Side 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). UppBögn(skriflag)bund in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda bafl kaupandi þá borgað blaðið. Atgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavík, 21. júní 1901. Xr. 24. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m- Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjudögum og íöstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. „Alexandra” skilvindan er nú til sðlu með niðursettu verði í Reykjarík hjá S. B. Jónssyni, Laugaveg 12. ..jXlexaildLra,” er heimsfræg vél, einföld og endingargóð, menn mega reiða sig á ])að. Hún heflr fengið hæstu verðlaun á 18 sýningum víðsvegar um heim síðastl. 10—20 árin, sem sú bezta. Hún er nú ódýrari, að tiltölu, en allar aðrar skilvindur sem bjóðast hér á landi, að því sem kunnugt er. S. B, Jónsson kennir verMega meðhöndl- un vélanna, og útvegar alla hluti sem tiiheyrir smjörgerð. ir..>. g-r. .»..r-r. r..r. r.jr, ; Bókmentir. EIMÉEIÐIN VII. úr, 2. h., er nýkomið hing- að, en fremur er hún með daufara móti í dálkinu í þetta sinn. Fyrst er í henni stutt ævintýr eftir Einar Hjörleifsson, „Góð loð“. Það er það langbezta í heftinu, og eflaust það bezta, sem sézt hefir á prenti eftir höf., að uudanskildum tveim eða þremur smákvæðum. Að forminu til svip- ar því mikið til indverskra æfintýra, en efni þess er fagurt og frumlegt, — málið gott og tignarlegt. Þar er prýðisvel sýnd skilyrð- islaus valdafíkn mannsandans, sem ekki kærir sig um neitt annað en að drotna, drotna! Og skáldið gerir líka kærleikanu að umtalsefni sínu og lýsir því, hver eru laun mannvinanna i heiminum. „Þar getur ekki einu sinni guð almáttugur vakið ást á þeim mönnum, sem elska aðra“, segir hann. Og loks vill manns- sálin ekki það, sem mest er í heimi: hún hafnar kærleikanum. — Þetta minnir mig annars á æfintýri eítir ungan danskan höfund, sem eg las nýlega; það heitir „Eros og Anteros“. Efni þess er það; að Eros fer á stað að leita að Anteros bróður sínum. Hann flýgur yfir láð og lög lengi, lengi og kallar: „Anteros, bróðir minn Anteros!11. Og alt af er svarið: „Eros, Eros!“ — En hann finnur hann hvergi. Loksins heyrist honum hljóðið færast nær sér, hann flýgur á hljóðið, kemur að ísþöktum hömrum og verður þess vís sér til skelfingar, að svarið hefir bara verið berg- mái af hans eigin orðum. Anteros finst ekki á jörðu. Og Eros flýgur fast að berginu, gullnu vængirnir hans brotna, hann missir flugið, hrapar og hverfur í hafsins djúp. Kær- leikurinn getur ekki lifað og notið sín án þess að finna endurást. — í ævintýri E. H. vill mannsálin ekki kærleikann, úr þvi að hún fær ekki að njóta ástríkis maunanna á móti. Ævin- týrið ættu allir að lesa með athygli; það hefir miklu meira skáldlegt gildi en „flugan“ höf- undarins, sem séra Friðrik Bergmann flýtti sér að gleypa, — það þarf öflugan maga til að melta það góðgæti og mun guðsmönnun- um vestan hafs einum fært. Þá er „Afi og amma“, sögulýsing eftir Guðm. Friðjónsson. Þar er frá mörgu vel sagt, en ekki laust við smekkleysur með köflum; hefir lýsing þessi reyndar frekar menningar-sögu- legt en skáldlegt gildi. — Undarlegt virðist minni höfundarins eða frásegjanda hans. Hann getur lýst út i yztu æsar öllu, sem hann sá þegar hann var nýfarinn að ganga milli rúma einn saman. Raunar má búast við því, að hann hafi komist seinna á fót fyrir „beinkröm“ sína en titt er um börn, en alt að kalla sem hann lýsir, fer fram áður en hann er 6 ára gamall! Slíkt má stálminni heita. Ritgerð er í hefti þessu um Otto Wathne með allgóðri mynd af bonum, eftir ritstjór- ann; fremur er lítið á henni að græða og nærri helmingur hennar er tilvitnanir í erfi- Ijóð séra Matthíasar eftir Wathne, sýnist hafa verið haft fyrir texta til að leggja út af. Tvenn eftirmœli eru í heftinu eftir Guðm. Friðjónsson; j>au eru víða snotur; þétt eru þau saman rekin úr kjarnyrðum, sumstaðar þunglamaleg, en sumstaðar kveða við léttari og Ijúfari tónar. Hringhenda, eftir sama höf., í þessu hefti, er fremur stirð; tungutak höf. virðist ekki nógu mjúkt til þess að fara vel með þann bragarhátt; menn geta borið sam- an, hvað formið snertir, þessar hringhendur og hringhendurnar í „Þyrnum“ Þorst. Er- lingssonar: „Margoft þangað mörk og grund“. Þar er stór munur á. Myndbreytingar fóstursins eftir Stgr. Matt- híasson, Jochumssonar, stud. med. í Khöfn, er fróðleg þó stutt sé, og vel samin ritgerð, ljós og greinileg, með nokkrum myndurn til skýr- ingar. Mikill hluti af hefti þessu eru ritdómar um ýmsar bækur eftir ýmsa höfunda. — En á þeim er sannarlega lítið að græða. Eimreiðin hefir áður fundið að því við blöð og tímarit, að ekki væri getið nýrra bóka. Þvi skal ekki neitað, að góðir ritdómar geta gert gagn, en menn eru litlu bættari með slíka ritdóma og þessa í Eimreiðinni; þeir gera hvorki höf- undum, útgefendum né lesendum gagn, og væri rúxni því, sem þeir taka i heftinu, til annars betur varið og það þótt lélegt væri sett í staðinn. Slíkt hefir enda mátt segja um fleiri ritdóma Eimreiðarinnar en þennan. Þá eru nolchur Ijóðmæli eftir Ólöfu Sigurð- ardóttur. — Það er all-langt liðið siðan nokkuð hefir sézt á prenti eítir hana. Eftir hana vóru gefin út „Nokkur smákvæði“ 1888, lítið en snoturt kver, lipurt kveðin ljóðmæli, en málið ekki sem bezt. Kona þessi, sem nú býr á Hlöðum í Eyjafirði, hefir átt við alló- blíð lífskjör, heilsuleysi og örbirgð að búa. Kvæðasafn hennar var þrungið þunglyndi, og þó nú sýnist kominn meiri gleðiblær á kveð- skap hennar, enda þó ljóð hennar í Eimreið- inni á þessari raunalegu vísu: Ellin nú varla veitir grið, varnir má kalla snauðar, í valinn er fallið vænsta Iið, vonirnar allar dauðar. Þessi ijóðmæli hennar eru fremur efnislítil, en í snotrum búningi yfirleitt; þó ýmislegt sé athugavert við rímið sumstaðar, er það prýðisgótt annarsstaðar. — Beztu kvæði henn- ar munu enn vera óprentuð, og er sízt að sjá eftir rúmi því, sem Eimreiðin ljær þessari einu íslenzku alþýðukonu, sem nokkuð gefur sig við ljóðagerð, sem heitið getur því nafni. Af því sem þá er eftir í heftinu má geta sögu: „Dansinn og dauðinn“, eftir Halldór nokkurn Gruðmundsson. Ekki er mér kunnugt um höfundinn að öðru en nafni hans. Sagan er stutt og ekki ólipurt skrifuð, en léttvæg er hún fremur, og að efhi til er hún mjög svipuð sögu eftir Guðm. Friðjónsson, sem einu sinni kom í Eimreiðinni. Þar . verður stúlka úti fyrir dansleik, en hér verður faðir stúlku úti fyrir að hún fer á dansleik. Islenzlc hringsjá eftir ritstj. o. fl. er í Eimreiðinni eins og að undanförnu. Ýmislegt er þar ekki ómerkilegt. Hjarrandi, Heimullegar kosningar. Reynslan hefir sífelt í ýmsum löndum verið að leiða í ljós þörfina á að vernda sannfæringu hvers kjósanda, svo að hver maður geti hik- laust greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, án þess að þurfa að óttast óvild eða ofsóknir. Því er nú í flestum hinum heldri löndum búið að lögleiða heimullegar kosningar. Danir

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.