Fjallkonan - 29.07.1901, Page 2
FJALLKONAN.
gegn meirl hlut’.num í göffilum þingtíðiud-
um.
Pétur frá Gautlöndum kom fram sem loit-
andi samkomuiaga milli flokkanna. Hann kvað
hvorn flokkinn hafa gengið avo langt í þessu
máli sera hægt væri til samkomulaga. Flokkur
Valtýs hefði gengið avo langt I kröfum sínum,
sem hann gæti með þá von fyrlr augum að
stjómin gengi inn á frumvarpið. Longra treysti
hann sér ekki, og það væri heldur okki von,
því ekki væri líklegt að stjórnin samþykti frek-
ari kröfur. Það sem aðskildi flokkana væri
að eins það, að æðsta stjórn sérmálanna væri
hér búsett; því hefði mótflokknrinn ekki séð
sér fært að sleppa, en slakað á öllum kröfum
öðrum. „Eigum við að koma til ykkar eða
eigið þið að koma til okkar?"
Gnðlaugur Guðmundsson sýndi fram á, að
aðalatriðið i frumvarpi minna hlutans, búseta
ráðgjafans og tvískifting ráðgjafans, væri óhugs-
anlegt nema ríkiseiningunni væri raskað og
gæti því ekki komlð til nokkurra mála að svo
stöddu. Hann kvað heldur enga vissu fyrir,
að nein breyting yrði á stjórnarfarinu í Dan-
mörku fyrst um sinn um nokkur ár. Menn
gætu ekki bygt á Iausum ummælum manna i
Danmörku, sem óvíst væri að hefðu næga
þekkingu á þessu raáli, og bæru heldur enga
ábyrgð á þeim orðum sinum, þar sem þeir væru
valdalausir.
Dr. Valtýr Guðmundsson benti á, að ekki
dygði að vitna til Norðmanna um búsetu ráð-
gjafans, og sýndi fram á að þar hagaði ait
öðru vísi til (personalunion o. s. frv.); það yrði
Hafnar ráðgjafinn, sem samkvæmt grundvallar-
lögunum yrði að bera ábyrgðina eftir frumv.
minna hlutans ef hann skrifaði undir með
konungi. Hann viidi hafa ráðgjafa búsettan
hér á landi, en svona löguð búseta væri að
bjóða mönnum steina fyrir brauð.
Landsh, skýrði frá, að hann teldi ekki iík-
legt, að frv. meira hlutans næði staðfesting, og
því síður frumv. mlnna hlutans, sem kæmi
meiraíbága við samningagrundvöllinn. Kvaðst
þar fara eftir konungsboðskapnum og því sem
íslands ráðgjafinn hefði sagt sér. Stjórnin sam-
þykti að eins þá „breyttu skipun“, sem hennl
þætti aðgengileg, en það væri að eins frv.
dr. Valtýs frá 1897. Samkv. ráðgj. bréfi 26.
mai 1899 væri og tvö atriði til fyrirstöðu: að
orðunum „fyrir sitt leyti“ væri slept úr 3. gr.
stjórnarskr. og að 61. gr. væri haldið óbreyttri.
Enn fremur væri ákvæðin um að ráðgjaflnn
megi ekki hafa annað embætti á hendi og eigi
að skiija og taia íslenzka tungu óhentug, því
það gæti komið fyrir, að ráðgjaflnn yrði um
stundarsakir settur til að gegna öðru ráðgjafa-
embæt(i, og þar sem ætlast væri til að hann
væri íslendingnr, væri ákvæðið um íslenzkuna
óþarft, og að eins til þess að þingið geti farið
að fetta flngur út i islenzku kunnáttu hans.
Fjölgun þingm. efri deiidar kvað hann stjórn-
ina mundu samþykkja, ef þingmennirnir væru
kosnir af þjóðinni, en ekki af sameinuðu þingi.
Hann kvað ráðgjafann vilja, að frv. væri
samþykt með miklum meiri hluta, ef það ætti
að ná staðfesting.
Dr. Valtýr benti á, að landshöfðingiun hefði
áður haft þá skoðun, að meira væri i boði
en tilboðið 1897. Nú væri hann búinn að fá
annan skilning. Hann áleit enga hættu að
samþykkja frv. meiri hlutans, og taldi víst, að
ekki gæti hjá þvf farið að það öðlaðist stað-
festingu. Kæmist vinstri menn að og vildn
vera rífari í boðam, gætu þeir lagt annað frv.
fyrir þingið.
Landsh. kvaðst hafa getað fengið réttari
skilning á ráðgjafabréflnu síðan á síðasta þingi.
Hann hefði talað við ráðgjaíann. Núverandi
ráðgjafa værl ekki ant um breytingar á stjórn-
arskránni, en hann teldi sér skylt að standa
við tilboð fyrirrennara sinna.
Við 3. umræðn töluðu engir aðrir en séra
Einar Jönsson.
Hann kvaðst ekki hafa greitt atkv. með frv.
1897 og 1899, af þvi þá hefði verið horfið frá
grundvellinum um innlenda æðstu stjórn í land-
inu, sem áður hefði veríð bygt á, en afráðið,
að halda því atriði ekki beint fram heldur
halda í áttina til að bæta stjórnarfyrirkomu-
Iagið smátt og smátt. Þá var eðlilegt, að þing-
menn yfirleitt hugsuðu sig vandlega nm, áður
en þeir breyttu frá hinni fyrrí sfcefnu.
í frv. þvi sem nú liggur fyrir, kvað hann við-
unanlega bætt úr mestu vandkvæðunum. Með
því yrði: 1, öll samvinna milli þings og stjórn-
ar eðlilegri og greiðari; 2, þiugið yrði fremur
en áður knúð til þess að gæta sjálfstæðis síns
gagnvart stjórninni og ráðgjafanum, og 3. þjóð-
in knúð til þess að vanda kosningar til þings
betur en áður.
Fyrirkomulagið, í einu orði, styddi heldur að
því að pólitísknr þroski yxi með þjóðinni.
Réttast virtist að leggja málið nú uudir úr-
skurð þjóðarinnar.
Stjórnarski'árfrainvarpið
saniþykt í neðri deild.
Þegar stjórnarskrárfrumvarpið var samþ. í
ceðri deild 25. þ. m. með 12 atkv. á móti 10,
féllu atkvæði þannig og sýna þau glögglega
flokkaskiftinguna.
Já sögðu:
Björn Kilstjánsson.
Einar Jónsson.
Guðl. Guðmundsson.
Jóhannes Jóhannesson.
Maguús Torfason.
Ólafur Briem.
Sigurður Sigurðsson.
Skúli Thoroddsen.
Stefán Stefánsson þm. Skagf.
Valtýr Guðmundsson.
Þórður Guðmundsson.
Þórður J. Thoroddsen.
Nei sögðu:
Björn Bjarnarson þm. Borgf.
Björn Bjarnarson þm. Dal.
Hannes Hafstein.
Hannos Þorsteinsson.
Hermann Jónasson.
Jósafat Jónatansson.
Lárus H. Bjarnason.
Pétur JónsBon.
Stefán Síefánsson þm. Eyf.
Tryggi Gunnarsson.
Kaþólska trúboðið í ileykjavík. A sunnud.
21. júlí fermdi hinn kaþólski biskup Norður-
landa, Johannes von Euch, 7 íslenzk börn i
kaþólsku kirkjunni hér í bænum. Hann gat
þess við þetta hátíðlega tækifæri, að það væri
i fyrsta skifti, sem kaþólskur biskup væri á
íslandi síðan Jón Ar&son dó, og iét mikið yfir
viðgangi kaþólskunnar hér á landi.
Um tölu kaþólska fólksins hér í bænum eru
ekki nákvæmar skýrslur, en víst er því stöð-
ugt að fjölga.
Það hefir og sjálfsagt ekki spilt íyrir trú-
boðinu, að einn kandídatinn frá prestaskóian-
um hefir gerst kennari við kaþólska skólann í
Landakoti.
Nú hafa nunnnrnar í Landakoti (Jósefs syst-
ur) boðist til að byggja spítala, er komi í stað
iandsspítalans og er gert ráð fyrlr að kosti
um 100,000 kr. ef þær fái að hafa á hendi
stjórn spitalans og alt líknarstarfið, og þeim
sé veitt til þess 70,000 kr. lán úr landssjóði
(gegn veði í húsinu), sem endurborgist með 6°/0
vöxtum á 28 árum. Spítalinn á að taka
30—40 sjúklinga. — Hvort aem alþingi sinn-
ir þessu tilboði eða ekki, munu hinir kaþólsku
menn halda áfram spitalastoínun sinni.
Lagarfljótsbrúin og svifferjan. Norski veg-
fræðingurinn Barth. sem sagt hefir fyrir um
byggingu Lagarfljótsbrúarinnar hefir farið það
svo vel úr hendi, að hætta verður við brúar-
gcrðina í sumar. Brúarstaurarnir allir Iangt-
um of stuttir. Verkamennirnir dö :sku farnir
heim. — Eins hefir farið með svifferjuna. Þar
vantaði allan undirbúning þegar tii átti að taka.
Hver fær svo skellinn ? Landssjóður auðvitað.
Ráð gegn Ameríkuferðum.
Bending' til alþingis.
Bftir S. B. Jómson.
Menn hafa í aeinni tíð stungið upp áýmsu
til að stöðva eða takmarka fólksflutninga héð-
an af landi til Ameríku. Og mun búist við,
að alþingi lögleiði nú einhver dugandi meðul
til að afstýra Ameríkuferðum, og vegna þess
er það, að óg tek til máls nú.
Það er öldungis eðlilegt, að öllum hugs-
andi þjóðræknum mönnum standi ótti af Ame-
ríkuferðunum, og þeim óhug og vonleysi,
sem hór virðist eiga sér stað talsvert alment,
og ekkert spursmál er um það, að það er hei-
lög skylda þingsins, að gera það sem i þess
valdi getur staðið, til að ráða bót á þeirri al-
þjóðlegu meinsemd. Um það munu flestir
vera sammála. En um hitt geta menn ef til
vill fremur deilt, liver sóu hin heppilegustu
ráð hér að lútandi.
Eg hefi orðið var við þá skoðun, að róttast
væri að iögleiða útflutningstoll, eða „nefskatt“,
af útflytjendum, ef ekki að lögleiða algert út-
flutningsbann, o. s. frv.
Fyrir mitt leyti verð eg að játa, að eg er
mótfallinn öllu þess konar, öllum kúgunarráð-
um, enda mun „viljugan hvern bezt að
kaupa“ til að vera hór, ef til gagns á að
verða. Og svo er eg líka hræddur um að slík
lagaákvæði mundu reynast í framkvæmdinni
beinlínis gagnstæð tilganginum, og þess vegna
verri en árangurslaus. Þau mundu líklegast
verða til að giæða eldinn, til að stæla mót-
stöðuna.
Hvernig fara Ameríkumenn að því að sætta
menn við landið og lífið þar, og til að fá fólk
til að flytja inn í landið?
Þeir gera það á þann hátt sem dugar, það
er öllum ljóst, en þeir gera það ekki með op-
inberum þvingunarlögum.
Þeir gera það með stórkostlegum fjárveit-
ingum af almenningsfé: til innflutninga fólks
inn í landið, þar með talin lækkun fargjalda,
sem er sama sem ferðastyrkur, eða verðlaun
til hvers sjáifbjarga manns og konu sem koma
vill. Auk þess kosta stjórnirn&r einstaka
menn (og það ekki svo fáa né kauplága) og
einstök biöð, til þess að fegra og fræða um
kosti landsins, innan sem utanlands, og þeim
fögru myndum er svo haidið stöðugt á lofti
fyrir augum fólksins, með öllum nauðsynleg-
um skýringum og útíistunum; jafnframt óm-
ar stöðugt í eyrum fólksins fjölbreytilegt og
unaðlegt bergmál um frélsi og auð og fram-
farir frá hafi tii hafs í þessu mikla, frjóa og
fagra landi.
Þetta er gert á sannfærandi hátt alt sam-
an, með meiri eða minni rökum — og svo
sannfærist fólkið, og trúir því að þetta séu
sannar myndir, og því eykst Ufskraftur, lífs-
von og starfsfjör við þessa trú, og eínmitt í
þessari trú ieggja svo allir sitt fram til þess
að geta með tímanum orðið frjálsir, auðugir
og farsælir menn í þessu elskulega undra-landi,
og tekst mörgum að ná því takmarki, og mörg-
um, sem með íslenzku trúleysi^ hefðu orðið ó-
farsælir fátæklingar jafnvel í Ameríku alia sína
æfi. En þótt slík trú dugi ekki til, einu sinni að
nálgast takmarkið (og þau tilfellin eru líka
mörg) þá samt hefir hún aukið mikið á far-
sæld lífsins, eða dregið úr ófarsæld þess.
Hér á landi skortir oss slíka trú. Þingið
œtti að veita fé, til að láta hoða og innræta
fölki hér slíka trú. Og þegar menn alment