Fjallkonan


Fjallkonan - 04.10.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 04.10.1901, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.eða 1’/* doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). UppBögn (skrifieg)bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsatrœti 18. XVIII. árg. Reykjavík, 4. október 1901. Xr. 87. Landsbanhinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbólcasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum 4 þriðjudögum ^>g föstu dögum kl. 11—1. ókeypis tannlækning í húsi Jðns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. •Þ -J- -1- ■ik-jk „4- -I- -4- ..... 'Jí 'A 'A '£ 't! V- 'A VJ"r7/^'A~,^2r,A & íslands ráðgjaíinn Skyndifregn lieíir borist, að sérstakur íslands ráðgjafl baíi átt að taka við em- bætti 1. þessa mánaðar. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjugt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. sSaf* Fæst hjá kaupmönnunum. Meðferð á landsfé. Það er ekki mannsaldur síðan margir aí veg- legustu embættismönnunum okkar með gyltu bólunum í endanum höfðu embættin á leigu og guldu af þegnum sinum eins og leigufé. Þessi frjálslega tilhögua þótti þeim góð, sem von var, og ekki hefir orðið drýgra í búi hjá þeim síðan, þó Iaunin virðist viðunandi. Innan- sleikjan var oft drjúg hjá bændunum fyrrum, og ekki þurfti að skrifa þessa endalausu reikn- inga sem nú gerast. Embættisstörfia hafa nú breyzt, en geðið og dygðin er hin sama. Margir af embættismönnunum hafa nú inn- heimtu á tekjum landssjóðs og umsjóu á fleira almanuafé, meðal annars dáuarbúum og fé munaðarleysingja. Yenjulega munu þeir ekki vera í rónni íyrr en þeir hafa gert reikningskap ráðsmeusku sinnar á landssjóðsfé; þeir eiga þá hægra með að gefa sér nseði tii að stunda dánarbúin, sem blómgast hjá sumum þeirra mörgum árum sam- an, og &ð telja fé munaðarleysingjanna svo vandlega, að ekki tapist einn eyrir. Þó hefir það komið fyrir, að út af þessu hefir borið. Fyrir nokkrum árum áleit veitingarvaidið það makiegast, að veita dönskum manni eina tekjumestu sýsluna hér á landi, og hefir eflaust álitið manninn einkar-efailegan, eins og raun gaf iika vitni. Eftir fáein ár fór hann að verða heldur fastheldinn á landssjöðsfénu, en ekki var honum þó gefið það að sök, fyrr en yfir 20 þúsund krónur vantaði í sjóðinn hjá honum. Þetta var svo í góðu gengi árum saman; háyfirvaldið lét sýsiumanninn að eins sæta smá- sektum, lægri miklu en blaðamenn eru dæmdir í, þegar þeir segja sannleikann hispurslaust. Landshöfðinginn tók mjúklega á þessum breyskleika sýslumannsins. Hann lagði það loks til við stjórnina (það var 1885), að þessum væna fingralangi væri vikið frá embætti, en — veitt sérstÖK eftiriaun. Það var ólánið hans að hann átti engan annan hauk í horni, engan annan bakhjarl í embættismannaríkinu, að undanteknum amt- aianninum. Dómararnir vóru svo hlálegir, að dæma hann í vistina hjá Sigurði. En síðan hafa embættismennirnir notið sömu sakleysis-værðarinnar og áður. Á síðari árum hefir fleiri og fleiri starfs- mönnum „hins opiubera“ verið fengið iandsfé í hendur. Ekki bólar á öðru en að þeir séu aliir harðfrómir. Og þó skæðar tungur hafi stundum kveykt einhvern kvisinn og sakamál hafi 3tuadum varið tilbúin, hefir alt farið skap- lega undir handarjaðri þeirrar tiúu og röggsam- legu stjórnar, sem vér nú höfnm. Alþýðau er orðin svo siðferðilega þroskuð, að hún finnur ekki grand til þess, — þykir ekki lengur orð á þeim hégóma hafandi, þó eitthvað af landsfé sls»ðÍ3t í meðförunum. Og iandstjórnin, sem alt af er á verði og orðin sjóndöpur af árvekni, þarf að rýna í skjöl- in sín árum saman til þess að verða vör við annað eins lítilræði og eina Fensmarks-fúlgu. Þetta alt saman viðurkenua lika vorir frjáls- lyndu og þjóðhollu „haimastjórnarmenn11. Þeim þótti þsð stakasti óþarfi á þingi í sumar, að vera að gera rekistefnu út af því, Jþótt fuil- nægjandi reikningsskii vantaði fyrir stórfé. Skjöiin höfðu að sögn einhvernveginn mislagzt hjá blessuðum reikniagshaldaranum, og var gert ráð fyrir, að hann yrði búinn að finna þau árið 1903. Þeir héidu þar hópinn dygðamennlrnir eins og vant er. Landsstjórnin okkar er svo atilt og gætin, að engin hætta er á því að hún brjóti af sér tærnar fyrir snarræðissakir í öðrum eius mál- um. Og ef þau seint og um síðir koma undir rannsókn, er alt máð úr hinum þéttskrifuðu samvizkum og engin man nokkuru skapaðan hlut. Svo er að sjá, sem Norðmenn hafi meira eftir- lit á starfsmönnum „hins opinbera11 en íslend- ingar. Á síðasta stórþingi Norðmanua kom frara „almenn gremja“ út af hinum „tíðu og miklu fjársóunum við opinberar byggingar11. Það var afráðið að sýna forstöðumönnum slíkra bygg- inga einu sinni í tvo heimana með því að vikja byggingameistara og byggingarnefnd úr stöðu sinni, sem staðið hafði íyrir stórhýsi, sem bygt var á kostnað ríkissjóðs í Bodö og var það samþykt með meiri hluta atkvæða, og það jafu- framt, að reynt yrði að láta þá menn, er hlut áttu að máli, sæta ábyrgð eins og lög frekast leyfðu. Enn fremur var rætt um, að skipa þyrfti byggingastjórn í landinu, er hefði yfir- umsjón og eftirlit á öilum opinberum byggiug- I um meðan á verkinu stæði. Ósvífni og ósannindi Þjóöólfs. Þjöðólfur ber Fjallkonunni á brýn í 46. tölublaði, 27. september: 1. að húu telji fólki trú um &ð H(aDnes) H(afstein) hafi farið með „rokna ósann- indiM í „Nationaltidende11 um flokkaskip- unina á þingi o. fl., en hann hgfi einmitt skýrt fullkomlega rétt frá henni. 2. að Fjallkonan búi það tii af eigin vísdómi sínum að H(annes) (Hafstein) hafi viljað „slá öilu á frest11. Til þess að sanna það, að Þjóðólfur fer hér með bíræfnustu ósannindi, þykir réttast, að koma hér með þá kafla úr skýrsln hr. Hannesar Hafsteins í Nationaltíðindunum, sem hér að lúta. Hann segir: 1. „Vi har alle Althingets Bönder paa vor Side“. 2. „Vi vil i hvart Fald ikke have det, der skal bygges, bygget paa et Grundlag, der var afpasset efter Regjeringsforhold, som nu ikke mere existerer. Derfor er det vi siger: Lad Sagcn blive stillet i Bero. Det vil være forhastet, at tage Hensyn til den tilfældige Majoritet, der er bleven samlet om det Gudmundsonske Forslag. Allerede oppe i Althinget virkede vi f'or en saadan Stillen - i - Bero, og saa meget langt fra at sætte dette Önske igjennem var vi vel ikke; men saa, i sidste Öjeblik, viste P.»rti- standpunkterne sig alligevel altfor til- spidsede til at en Overenskomst kunde op- naas“. Þeir sem dönsku skilja, geta séð, að hér er ekki eitt einasta orð rangfært í þýðingunni í síðasta tölublaði Fjallk. 1. Hr. Hannes Hafstein segir, að allir bænd- ur þingsins hafi verið í sínurn flokki, lands- höfðingja flokkinum. Þetta er tilhæfulaus ésannindi, eins og all- ir vita auk þess sem allir prestarnir, að Vs presti undanteknum, voru með stjórnarbót- armönnum, en prestana má óefað telja með bændaflokkinum og hafa þeir jafnan fylgt þeim flokki á þinginn (t. d. síra Hannes Stephensen, síra Halldór Jónoson, síra Guðmundur Einars- son, síra Sigurður Gunnarsson, síra Benedikt Þórðarson, síra Benedikt Kristjánsson, síra Þor- kell Bjarnason; síra Jakob Guðmundsson, og margir fleiri. Þeir hafa verið í umbótaflokk- inum, og verður engum þeirra brugðið um í-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.