Fjallkonan


Fjallkonan - 04.10.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 04.10.1901, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. I haldssemi, politískan doða og stjórnsleikjur, þessa sjúkdóma, sem nú þjá þá hjörð, sem geng- ur á beit á Landshöfðingjatúninu. 2. Hannes Hafstein segir, að þingið hafl bygt á grundvelli, sem sniðinr. hafi verið eftir því stjórnarástandi, sem nú sé undir lok liðið. Landshöfðingi sjálfur tók það' þó fram oftar en einu sinni á þingi, að stjórnin mundi ekki samþykja frumvarp stjórnarbótarmanna. Hann hefirjjví álitið, að það væri alls ekki sniðið eftir því stjórnarástandi, sem við höfum haft að undanförnu, og má honum vera það kunnugra en hr. Hafstein, þrátt fyrir hinar sturlungalegu utanfarir þessarar kempu, þessa „bezta fulltrúa íslandsw. Ekki getur Fjallkonan gert að því, þó Þjóð- ólfur skilji það ekki, að sú Stillen-i-Bero, sem hr. Hannes Hafstein tvítekur i skýrslu sinni í „Nat.“, só sama sem frestun málsins. Og ekki verður séð af orðum þessa fulltrúa, að hann hafi hugsað sér nokkur takmörk á þessari írestun, hefir liklega viljað íá hana um aldur og æfi. Hann er sjálfur sárónægður með tíu manna frumvarpið, þenna efnilega pólitiska króa, sem afturhaldsflokkurinn var að hampa í sumar á þingi, og segir víst um það, að honum v e r ð i ekki 1 e n g r a 1 ífs a u ði ð. Það eru bágar fréttir. En því míður getur enginn séð, hvað full* trúinn“ vill gera fyrir landið sitt, og kippir honum þar í kynið, eins og við var að búast. Upphrópunarmerkin í Þjóðólfi, sem sett eru í stað skynsamlegra röksemda og þýða líklega sama og „ha“ — getur Fjallkonan ekki átt við. Stríð gegn Englandi. Nafnlaus bók frönsk er fyrir skömmu út kom- in, sem heitir þessu nafni (La guerre contre V Angleterre). Höfundurinn kvartar um, að Frakkar hafi dregist aftur úr í herskipagerð og nú geti Eng- lendingar boðið öllum byrginn. Englendingar standa betur að vígi en aðrar þjóðir til þess að byggja herskip á stuttum tíma; Þjóðverjar geta ekki jafnast á við þá í því. Þá ættu Frakkar að reyna það. Þegar Englendingar voru smeykir um, að ráðist yrði á þá með herflota, kviðu þeir því mest, að útlend herskip mundu/ slíta sund- ur neðansjávarfréttaþræðina og varna Englend- ingum á þann hátt að ná í þann her og her- flota, sem ekki er heima fyrir. Frönsk njósnar- skip hafa þegar heimullegar skipanir til að gera það, ef til ófriðar kemur, og álita skynbærir menn á Frakklandi það gott ráð, því með því móti mundi England í stórum vanda statt. Því næst eiga hin frönsku herskip að eyða verzlun og skipaferðir og sporna við aðflutningi á vistabirgðum til Englands. — Þessar tillögur höfundarins eru alveg samhljóða tillögum, sem Bismarck hélt oft fram í blaði sínu „Hamb. Nachr.“ — Höfi kveður Frökkum enga hættu búna, þótt þeir missi samgöngur á sjó; þeir geti haft nægar vistir heima fyrir. Til þess að vinna sjgur á enska verzlunar- flotanum á að hafa hraðskreiðar snekkjur (krydsere). Bardagaskipin eiga að hafa stöð- var sínar í víggirtum höfnum, svo sem í Brest og Toulon. Til þess að geta orðið færir um að vinna á Englendingum segir höfundurinn að Frakkar þurfl að hafa 20 stórar brynjaðar snekkjur 10—11000 tons á stærð og með 23 knúta hraða; 50 minni (um 4000 tons) með 25—30 knúta hraða; um 150 stóra torpedóbáta (80— 110 tons), sem verða að vera fullkomlega jafn- fljótir og enskir torpedó-brjótar (með 28—33 knúta hraða), um 50 toípedó-brjótar og 60 neðan sjávarbáta; nægar koiabirgðir og nokkur- ar víggirðingar. Þetta segir höfundurinn mætti gera á þrem árum, og kostnaðurinn mundi ekki verða meiri en l1/, milljarður franka, og telur höfundurinn því fó vel varið, ef gengið yrði milli bols og höfuðs á Englendingum. Smáþjóðirnar. Það er langt frá því að sú stefna sé nú að ryðja sér til rúms, að smáþjóðirnar eigi að leggja niður þjóðerni sitt og gefa sig á vald stórþjóðunum, eins og vikið var að í einu ís- lenzku blaði í sumar, þar sem jafnvel var sagt að íslendingar ættu að glata móðurmáli sínu og taka npp ensku — þó skömm sé frá að segja. En sú þjóðernishreyfing, sem vaknaði eink- um um miðja 19. öldina, er alls ekki að minka. Hún er nálega allsstaðar vakandi og í fram- för, og frægir vísindamenn álíta, að sérleiki þjóðernanna efli framþróun mannkynsins, en samruni þjóðernanna veiki hana. Stórþjóðirnar hafa jafnan reynt að bæla und- ir sig smáþjóðirnar og kúgararnir hafa aldrei haft neina tilfinningu fyrir þjóðerni. Það er ekki langt síðan Salisbury sagði í borðræðu einni: „Á tuttugustu öldinni verður ekkert rúm fyrir smáþjóðirnar; það eru að eins stærstu rikin, sem gata staðist í baráttunni fyrir tilverunni". Éngin líkindi eru til að þau orð sannist, Sú þjóð, sem íslendingum er skyldust, auk Norðurlandabúa, eru Keltar. Þeir skiftast nú i fimm flokka. Það eru Bretagne-búar, írar, Manarbúar, Wales-búar og Háskotar. Fulltrúar frá þessum fimm þjóðflokkum héldu fund í Dnblin í haust. Borgarstjórinn í Dublin bauð þá velkomna og hélt ræðu á írsku þegar fundurinn var sett- ur. Þeir vóru allir í þjóðbúningum síuum. Barðar og Drúídar frá Wales voru í hvítum, bláum og grænum klæðum. írar voru í grænum búningi með rauða trefla; Bretagne-búar voru í kyrtlum og stuttbuxum; Háskotar höfðu mislita túrbana á höfði, en þjóðbúningur Manarbúa er mjög sundurgerðar- laus. Formaður fundarins, Castletown lávarður, gerði grein fyrir þjóðernishreyfingu Keltanna Þessi hreyfing væri lifandi vottur um það, að keltneskar bókmentir færu nú að blómgast af nýju. Þær hefðu nú legið í dái um tvær aldir fyrir kúgunarráð þeirra þjóða, sem vóru meiri máttar. Nú ættu Keltar að vinna sigur á kúgurum sínum og láta þroskast þá ágætu hæfileika til lista og skáldskapar, sem kelt- neski kynþátturinn hefði til að bera. Það kom í Ijós á fundinum, að 1,300,000 manna í Bretagne talar keltnesku. — Á Mön lifir málið enn, þótt örðugt veiti að berjast gegn enskunni. — Háskotar halda enn velli og eru góðrar vonar um ókomna tímann. — Nú styður stjórnin alþýðuskólana í Wales og eru þar kend bæði málin. — Á írlandi er írska ekki embættislegt mál, en stjórnin er á síðari árum farin að verða vinveittari írskum skól- um, og hafa þeir fjölgað að sama skapi; þeir voru 100 að tölu 1899, en eru nú 180. — Mál- ið ryður sér meira og meira til rúms, og er það að þakka keltneska félaginu, sem alþýðan styð- ur af öllu megni. Stóra-Þýzkaland. Fyrir skömmu hefir þýzk- ur rithöfundur (Meyer Banfey) bent á það í tímariti einu („Die Hilfe“ = Hjálpin), að nú væri kominn tími til að Þýzkaland færði út kví- arnar og reyndi að standa hinum stórveldunum á sporði. Þýzkaland yrði að láta til sín taka í heims- pólitíkinni. En það væri ekki nógu stórt til þess. Nýtt og stærra Þýzkaland yrði að skapa með því, að fá skyldar þjóðir í samband við þýzka ríkið. Þá væri næst að seilast til Niðurlsjnda og Norðurlanda, sem bæði á miðöldunum og á síðustu öldum hafa fengið menningarstrauma frá Þýzkalandi. Lönd þessi ættu að vera alveg óháð Þýzka- landi, að öðru leyti en því er til landvarna kemur. Þau ættu að hafa fnllkomna sjálf- stjórn, og eiga það líka skilið, þar sem þau eru fremri Þýzkalandi í stjórnarefnum og þjóð- réttindum. í þessu sambandsríki mundi verða nær 71 miljón manna, og með því að þjóðir þær sem i því væru yrðu svo miklu mentaðri en Eússar, að ekki væri saman jafnandi, mundu þær eiga alls kostar við þær 100 miljónir manna, sem búa í Rússlandi. — Landherinn mundi ekki fjölga að miklum mun, en flotinn mundi aukast stór- um. Stóra-Þýzkaland gæti haft 104 brynskip, 65 snekkjur og 72 kanónubáta, alls 241 skip á móti 334 skipum Englendinga, 153 skipum Frakl^i og 90 skipura Rússa. Höfundurinn heldur, að ef Þjóðverjar bjargi ekki Norðurlöndum og Niðurlöndum í tæka tið, muni önnur stórveldi gleypa þessi lönd. Rúss- ar séu stöðugt að auka veldi sitt og bæla und- ir sig slafnesk smáríki. Þjóðveijar verði að efia ríki sitt að sama skapi, en þó að eins með því móti, að Iáta sambandsríkin halda fullu sjálf- stæði sínu. Fiskimannaskólar. ÁFrakklandi eru nú níu fiskimannaskólar og einn í Alsír. Á skólum þessum er alt það keut, sem álíta má að fiski- menn geti haft gagn af þegar þeir eru að störf- um sínum. Þar er kend farmannafræði og sjó- menska, svo sem reiðastörf, veiðiaðferðir, fisk- verkun allskonar, svo sem að salta og ísa fisk, veiðarfærasmíðar, heiibrigðisfræði, reiknings- færsla. Hinn stæreti og sá sem er í mestu áliti af þesBum skólum er fiskiskólinn í Boulogne. Nem- endurnir eru Iátnir hafast við í einu af hinum gömlu lögregluskipum. Úr þeim skóla eru út- skrifaðir yfir 400 nemendur. Skóiinn í Fécamp var stofnaður 1896; þaðan eru komnir 120 nemendur. Hollendingar hafa 3 fiakimannaskóla: í Yiaar- dingen, Maasluis og Scheveningen. Danir hafa tvo fiskimannaskóla og skyldupróf íyrir fiskiskipaformenn. Það var sagt á þjóðhátíðardeginum í sumar, að íslendingar væru beztu fiskimenn í heimi. Það væri ánægjulegt ef satt væri. En ætli þeir taki Frökkum fram? Kunnug- ir sjómenn segja, að þeir kunni veiðiaðferðir sem íslendingar þekki alls ekki, og væri Iík- lega ekkert á móti því, að senda einhvern efni- legan ísiending á einn fiskiskólann þeirra. Árangur Kínaleiðangursins. Sagt er að bætur þær sem Kínverjar greiða stórveldunum fyrir þann miska, sem þau þykjast hafa orðið fyrir af Kínverjum, hrökkvi hvergi nærri fyrir því sem leiðangurinn hefir kostað. Manntjónið hefir orðið mikið ; fjöidi efnilegra manna á bezta aldri hefir fallið eða dáið úr sjúkdómum þar eystra, og ótölulegar miljónir fjár eyddar. Hver er svo árangurian? Stórveldin hafa í rauninni ekki aukið þuml- ungi við stærð sína. Tortrygni og öfund hefir aukist milli þeirra. Boxara-uppreistin geisar með jafnmiklum á- kafa og trúboðarnir eru í enn meiri hættu en fyrr. Það er allur árangurinn. Gufuskipið „Bremnæs“ brunnið. 16. sept. að kvöldi brann gufuskipið „Brem- næs“, þar sem það lá viðbryggju á Seyðisfirði sunnanfjarðar, skamt frá íbúðarhúsi Imslands kaupmanns. Eldsins varð vart um kl. 8 um kveldið. Skipstjóri var í landi til þess að lúka I

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.